Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Kringlunni, sími 588 1680 iðunn tískuverslun Ný sending af drögtum BOOTS SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Suðurlandsbraut 54 (Bláu húsin) - Opnunartími virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16. Póstsendum samdægurs. Sími 533 3109. 70% AFSLÁTTUR fimmtudag, föstudag og laugardag Opnum með nýjar vörur miðvikudaginn 23. ágúst. SMÁBÁTAR eru umræðuefni dagsins og þá helst krókaveið- ar. Sjónarmið manna tengjast mest eigin hagsmunum og marg- ar skoðanir eru uppi þegar deilt er um sama fiskinn. En það eru líka til önnur sjónarmið en þau, sem aðeins lúta að eigin buddu. Fiskveið- ar eru mishagkvæmar og hafa ólík áhrif á líf- ríkið, heildaruppskeru fiskafla og efnahags- líf. Þegar rætt er um krókaveiðar í samanburði við önn- ur veiðarfæri verður að líta á margar sterkar röksemdir sem mæla með þeim. Knýjandi röksemdir krókaveiða Það er ekki bara rómantík sem mælir með krókaveiðum eins og sumir vilja ætla, ekki síst til að gera hlut þeirra sem minnstan. Sá fiskur, sem veiddur er á krók, veiðist ekki af öðrum, en mjög sterk rök eru fyrir því að króka- veiðar smábáta eigi að hafa for- gang á heimaslóðum vegna þess að: 1. Krókaveiðar eru hagkvæm- astar allra veiðiaðferða þegar ástand er „eðlilegt“ með tilliti til árferðis og ástands fiskstofna. Smábátar eyða að meðaltali þrisv- ar sinnum minna elds- neyti en ísfisktogarar á hvert kíló landaðs afla; verð á eldsneyti og losun koltvíoxíðs eru stórir óvissuliðir og verðhækkanir og takmarkanir eru fyr- irsjáanlegar. Líklegt er að fjármagnskostn- aður krókaveiða á hvert aflakíló sé einn- ig mun minni. 2. Krókaveiðar fara best með hráefni að öðru jöfnu og landað er daglega. 3. Krókaveiðar eru „mildari“ en aðrar veiðar því afli er lítill þegar lítið er um fisk; þær taka aðeins hluta af þeim fiski sem er á veiðislóð; auk þess eru þær vistvænstar vegna þess að þær skemma ekki botn og lífríki hans eins og dregin veiðarfæri geta gert þótt í mismunandi mæli sé eftir dýpi, botngerð o.fl. Meðan ekki er vitað hversu mikið togveiðar skemma botnlíf eru sterk rök fyrir því að krókaveiðar skuli njóta vaf- ans. 4. Þegar fiskur er í miklu æti tekur hann síður krókabeitu vegna „samkeppni frá öðru æti“ eða af minni áhuga vegna magafylli. Í ljósi þess að þorskur virðist taka út vöxt sinn aðallega á 3–4 mán- uðum ár hvert eru sterk rök fyrir því að skynsamlegt sé að fiskurinn fái að taka út vöxt sinn lítið áreitt- ur; þegar hjá líður eru sterkar lík- ur til að fiskurinn taki betur beitu og afli batni. Engin önnur veið- arfæri hafa þessa eiginleika; þau eru „uppskeruvænst“; lömbum er slátrað að hausti en síður á sumri. 5. Krókaveiðar grípa ekki inn í hegðun fisks á hrygningargöngu, en þegar nýliðun er vandamál er gott að stór hrygningarfiskur verði sem mest óáreittur stuttu fyrir hrygningu. Önnur veiðarfæri eins og net og togveiðarfæri eru öflug, ekki síst þegar beita má þeim á eða „sitja fyrir“ torfufiski í hrygningargöngu, en þá er slæmt að „sigta“ stærsta fiskinn úr með tilteknum möskvum þegar ljóst er, að einmitt hann gefur af sér líf- vænlegustu kviðpokaseiðin. Króka- veiðar taka fisk nokkuð jafnt eftir stærð, en það er kostur frá vernd- unarsjónarmiði, ekki síst ef allur fiskur er tekinn í land þrátt fyrir að hann sé styttri en 50 cm. Veidd- um fiski af öllum stærðum og teg- undum verður að landa enda verð- mæti, en einmitt „raunverulegar“ aflaupplýsingar eru verðmætastar. Um fiskveiðistjórnun framundan Virtir vísindamenn eins og R. H. Beverton (1992) og T. R. Parsons (1996) hafa haldið því fram með sterkum rökum, að veiðistjórnun með aflamarki einstakra tegunda hafi brugðist um allan heim, en sóknarstýring sé samrýmanleg varanlegri hámörkun afla og við- haldi líffjölbreytni. Ástæður þessa eru brottkast „meðafla“, ofveiði vegna trylltrar sóknar í dýrasta (eða leyfða og „ónetskemmda“) fiskinn, skertur fjölbreytileiki fiska og röskun lífríkis. Þessa hryggðarmynd má sjá hérlendis en dragnótarveiði gefur oft til kynna hvernig fiskasamsetning er á veiði- slóðum, oftast má sjá margar fisk- Krókur á móti bragði Jónas Bjarnason Fiskveiði Því verður ekki trúað, segir Jónas Bjarnason, að einstakir króka- veiðimenn hafi til þess siðferðilegan eða laga- legan rétt að taka við út- hlutuðum og framselj- anlegum aflakvótum, sem eru til tjóns fyrir eftirkomendur. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. textil.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.