Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 20
LANDIÐ
20 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum.
Í MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsprófi.
Við skólann eru nú þrjár bóknámsbrautir: Málabraut, náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut.
Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Innritun fyrir haustönn 2001 fer fram dagana 17., 20. og 21. ágúst nk. kl. 12.30-18.00 og laugardaginn
18. ágúst nk. kl. 10.00-14.00. Námsráðgjafar verða nemendum til aðstoðar og deildarstjórar verða til viðtals
þriðjudaginn 21. ágúst kl. 16.30-17.30. Sjá nánar í Fréttapésa öldunga á heimasíðu okkar.
Skólagjöld ber að greiða við innritun.
Þá er mögulegt að innrita sig í gegnum síma.
Nánari upplýsingar um símainnritunina er að finna á heimasíðu okkar.
Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar!
Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar, s.s. stundatöflu haustannar, bókalista og innritunareyðublað fyrir
símainnrituna og fl.
Slóðin er; www.mh.is
Tómstundanámskeið!
Á önninni, eins og undanfarnar annir, verða haldin tómstundanámskeið fyrir almenning.
Nánar auglýst síðar, m.a. á heimasíðu okkar.
Rektor.
Öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð
Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja
upp eða bæta við fyrra nám?
Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð.
AÐALFUNDUR Landssamtaka
skógareigenda var haldinn á Hall-
ormsstað um síðustu helgi. Sam-
hliða var efnt til sérstakrar hátíð-
ardagskrár vegna tíu ára
starfsafmælis plöntustöðvarinnar
Barra á Egilsstöðum og þess að
verkefnið Héraðsskógar hefur
jafnframt staðið í tíu ár.
Héraðsskógaverkefnið nær yfir
allt Fljótsdalshérað og hefur sl.
áratug verið plantað skógi á u.þ.b.
4 þúsund hektara, sem samsvarar
sex Hallormsstaðarskógum. Ætl-
unin er að eftir 30 ár verði þetta
svæði orðið 15 þúsund hektarar að
stærð.
Helgin hófst með grisjunarnám-
skeiði og var þar notað nýtt náms-
efni sem Héraðsskógar hafa látið
semja og gefið út um grisjun og
skógarhögg. Fékkst styrkur til
þess frá Menningarsjóði alþýðu, en
Finnur Karlsson vann efnið til út-
gáfu.
Fyrir aðalfundinn var flutt er-
indi um kolefnisbindikvóta Kyótó-
samkomulagsins og hvaða þýðingu
það hefur fyrir skógrækt á Íslandi.
Samkvæmt Helga Gíslasyni, fram-
kvæmdastjóra Héraðsskóga, er
kolefnisbinding þess skógar sem
búið er að gróðursetja á Héraði um
24 þúsund tonn á ári. Það sam-
svarar útblæstri tæplega 5.000 bíla
eða fjögurra togara af meðalstærð.
Á aðalfundi Landssamtaka skóg-
areigenda var m.a. samþykkt
ályktun um að beina því til mennta-
málaráðherra að hraðað verði
skráningu menningarminja og
fjárframlög ríkisins til þess verði
áreiðanleg, svo að varsla slíkra
minja og nýting sé tryggð. Þá
fagnaði aðalfundurinn niðurstöðu
loftslagsráðstefnunnar í Bonn um
að ræktun nýrra skóga fær nú fulla
alþjóðlega viðurkenningu sem mót-
vægisaðgerð gegn uppsöfnun
gróðurhúsalofttegunda í andrúms-
lofti. Fundurinn hvatti stjórnvöld
til að gefa gaum að tækifærum sem
felast í skógrækt sem bindileið. Til
þess að sú leið hljóti alþjóðlega við-
urkenningu, verði skráning, söfn-
un og miðlun upplýsinga um kol-
efnisbindingu íslenskra skóga að
standast alþjóðlegar kröfur. Verði
því að tryggja fjármagn til áfram-
haldandi rannsókna, vöktunar og
úttektar á kolefnisbindingu ís-
lenskra skóga. Var því beint til
landbúnaðar- og fjármálaráðu-
neytis að tillit verði tekið til þessa
við samningu fjárlaga næsta árs.
Landssamtökin eru regnhlíf-
arsamtök yfir skógarbændafélög
landsins og eru nú um 650 bændur,
sem hafa atvinnu af skógrækt, inn-
an þeirra vébanda.
Stjórnarkjör fór fram á aðal-
fundinum og hlutu kosningu Edda
Björnsdóttir til formanns, Sig-
urður Jónsson, Ástvaldur Magn-
ússon, Árni Njálsson og Karólína
Hulda Guðmundsdóttir.
Að loknum aðalfundi tók við há-
tíðardagskrá. Hófst hún með því að
gestir kynntu sér rýmislistsýningu
Skógræktarinnar og Félags ís-
lenskra myndlistarmanna í Trjá-
safninu á Hallormsstað. Var svo
farið í Atlavík og þar um borð í
ferjuna Lagarfljótsorminn, þar
sem starfsemi plöntustöðvarinnar
Barra var kynnt í máli og veigum.
Var landtaka gerð á Húsatanga,
við bæ Hákonar Aðalsteinssonar
skáldbónda og var þar snæddur í
forrétt grafinn fjallasilungur úr
Þríhyrningsvatni. Þaðan var ekið í
Víðivallaskóg handan Fljóts, þar
sem aðalréttinum, grilluðu hrein-
dýrakjöti, var sporðrennt með ís-
lenskum kartöflum og salati. Vel á
fjórða hundrað manna tók þátt í
gleðinni, sem var ósvikin og stóð í
regnmildu veðri fram á miðja nótt.
Dagskrá helgarinnar lauk með
gönguferð um Ranaskóg, undir
einstakri leiðsögn Sigurðar Blön-
dal, skógspekings og fyrrum skóg-
ræktarstjóra. Ranaskógur, gisinn
birkiskógur í Fljótsdal, er fyrsti
eiginlegi bændaskógurinn á Ís-
landi. Heimamenn sáu um kjötsúpu
að hætti skógar- og timburmanna.
Meðal gesta voru landbún-
aðarráðherra, þingmenn og forseti
Alþingis. Guðni Ágústsson, land-
búnaðarráðherra, heiðraði Stein-
grím J. Sigfússon fyrir að hafa ver-
ið sá ráðherra sem kom
Héraðsskógaverkefninu á lagg-
irnar á sínum tíma. Steingrímur
fékk forláta skógarhníf að gjöf og
taldi hann hnífinn vera farinn að
ryðga vegna þess hversu lang-
orður Guðni var í ræðu sinni við
þetta tilefni.
Skipuleggjendur sögðu það
standa upp úr eftir helgina hversu
góð þátttaka var í dagskránni og
sá mikli hugur sem er í skógrækt-
arfólki landsins.
Héraðsskógar hafa á tíu árum plantað trjám í landi sem samsvarar sex Hallormsstaðarskógum
Morgunblaðið/Þorsteinn Pétursson
F.v. Níels Árni Lund, Sigurður Blöndal, Guðni Ágústsson og Stein-
grímur J. Sigfússon syngja í bróðerni Skógarmannaskál eftir Þorstein
Valdimarsson á hátíð skógræktarbænda í Víðivallaskógi.
Jón Loftsson skógræktarstjóri heldur tölu yfir skógarbændum landsins.
Hugur í skógar-
bændum landsins
Egilsstaðir
VILHJÁLMUR Vernharðsson hef-
ur opnað gistiaðstöðu á neðri hæð
íbúðarhússins í Möðrudal á Efra-
Fjalli. Gistiherbergi eru fjögur sem
taka alls tólf gesti, þrjú tveggja
manna herbergi og eitt sex manna.
Í gistiaðstöðunni er setustofa og
eldunaraðstaða en það er nauðsyn-
legt að hafa eldunaraðstöðu fyrir
útlendingana segir Vilhjálmur. Að-
sókn hefur verið góð og segist Vil-
hjálmur vera að huga að stækkun.
Verður líklega byggt gistihús við
íbúðarhúsið nú í haust sem verður
tilbúið næsta vor.
Gisting í
Möðrudal
Norður-Hérað
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Vilhjálmur Vernharðsson
TVEGGJA daga kynnisferð Guðna
Ágústssonar landbúnaðarráðherra
í boði Norðurlandsskóga er nýlok-
ið. Með honum í för voru m.a. Guð-
mundur B. Helgason, ráðuneytis-
stjóri, Níels Árni Lund,
skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, og stjórn Norðurlands-
skóga.
Ferðin hófst með morgunkaffi í
Búgarði þar sem heilsað var upp á
starfsfólk Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar og aðra þá sem þar hafa að-
setur. Þá var ekið að Grundarreit í
Eyjafjarðarsveit, en þar má telja
upphaf skógræktar í Eyjafirði. Á
Leyningshólum var skoðað sér-
stakt birkiskógasvæði undir leið-
sögn Hallgríms Indriðasonar,
framkvæmdastjóra Skógræktar-
félags Eyfirðinga, en þar gefur
einnig að líta fallegasta lerki í firð-
inum. Tómstundabúskapur Sigríð-
ar og Brynjars í Hólsgerði var
skoðaður, þar sem þau hafa komið
eyðibýli í notkun, en að því loknu
var snæddur hádegisverður á Öng-
ulsstöðum. Eftir hádegi var farið
að Espihóli og eldri bændaskóg-
rækt skoðuð og síðan að Garð-
yrkjustöðinni Grísará þar sem
framleiddar eru skógarplöntur fyr-
ir Norðurlandsskóga. Um kvöldið
var svo farið austur í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu þar sem
skoðuð var skógrækt í sveitinni og
síðan gist á Narfastöðum.
Seinni daginn var byrjað á því að
kynna sér skjólbelti og landbætur
á Laxamýri og síðan ekið sem leið
liggur um Húsavík og austur í Ás-
byrgi. Á Leifsstöðum í Öxarfirði
kynnti Stefán Rögnvaldsson birki-
skógrækt samhliða sauðfjárbeit en
á Valþjófsstað í sömu sveit sýndi
Björn Halldórsson skógarbóndi
skjólbeltarækt sína og Guðríður
Baldvinsdóttir kynnti áætlanagerð
í skógrækt.
Megintilgangur með Norður-
landsskógaverkefninu er m.a að
stuðla að fjölnytjaskógrækt á
Norðurlandi og treysta með því
byggð og atvinnulíf.
Að sögn Sigrúnar Sigurjónsdótt-
ur, framkvæmdastjóra Norður-
landsskóga, gekk þessi kynnisferð
mjög vel og var hún mjög ánægð
með að geta kynnt þá miklu mögu-
leika sem felast í auknum áhuga á
skógræktarmálum. Búast má við
að gróðursettar verði um 430 þús-
und plöntur á vegum Norðurlands-
skóga í ár.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, ásamt föruneyti við eitt af skjólbeltum bændanna.
Ráðherra heimsótti
Norðurlandsskóga
Laxamýri