Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BJÖRN Bjarna- son mennta- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblað- ið, þar sem hann var staddur úti á landi, að hann gæti ekki tjáð sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild þar sem hann hefði ekki haft tækifæri til þess að lesa hana yfir. Í skýrslunni segir m.a. að endurskoðun á kostn- aði sem byggingarnefnd Þjóðleik- hússins stofnaði til hafi á umræddu tímabili ekki farið fram nema að því leyti sem varðar tilfærslu Endur- bótasjóðs menningarstofnana til Framkvæmdasýslu ríkisins og þá sem hluti af endurskoðun á fjárreið- um Framkvæmdasýslunnar sem fjárvörsluaðila byggingarnefndar- innar. „Kostnaður byggingarnefndar- innar hefur aldrei verið færður eins og vera ber í reikningsskilum Þjóð- leikhússins, sem B-hluta stofnun. Þá hefur hvorki Framkvæmdasýsl- an né menntamálaráðuneyti vakið athygli Ríkisendurskoðunar á þeim vandamálum og áhyggjum sem ýmsir hjá Framkvæmdasýslunni, Þjóðleikhúsinu og menntamála- ráðuneytinu höfðu af málefnum nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. Björn segir að ráðuneyti sitt hafi litið svo á að byggingarnefndin starfaði í samræmi við það erind- isbréf sem ráðuneytið setti henni á sínum tíma. „Formaður Endur- bótasjóðs menningarbygginga ræddi við mig um málefni bygging- arnefndarinnar og lagði þá áherslu á að enn vantaði frá henni þær áætl- anir sem væru nauðsynlegar til þess að hún fengi þá fjármuni til endurbótanna sem menn töldu nauðsynlegt að gera á Þjóðleikhús- inu. Við fjölluðum aftur á móti aldr- ei um einstakar reikningsfærslur eða greiðslu á reikningum í nafni nefndarinnar. Það er ljóst, varðandi þann þátt skýrslunnar að Ríkisend- urskoðun hafi ekki verið gert við- vart, að ráðuneytinu var ekki held- ur gert viðvart um að menn teldu að formaður nefndarinnar væri að misfara með opinbert fé. Við höfð- um því engin tök á að gera neinum viðvart um það og fórum ekki hönd- um um reikninga sem hefðu gefið okkur þetta til kynna. Ég gat ekki haft þessa vitneskju því það var aldrei fjallað um reikningsskil við mig í sambandi við framgöngu byggingarnefndarinnar,“ segir Björn. Hann segir að ráðuneytið hafi vakið athygli Ríkisendurskoðunar sérstaklega á að það skorti stjórn- sýslureglur um störf byggingar- nefnda. Jafnframt hefði stofnuninni verið ritað bréf af þessu tilefni sem og Framkvæmdasýslunni. „Við vekjum m.a. athygli á að um- boðsmaður Alþingis hefur marg- sinnis bent á að mjög erfitt sé að halda uppi stjórnsýsluaga á þeim sviðum þar sem ekki hafa verið settar sérstakar stjórnsýslureglur. Við höfum ekki það eftirlitskerfi með störfum nefnda eins og þessara að við getum áttað okkur á því hve- nær þær eru komnar út fyrir þau mörk sem valda áhyggjum hjá Rík- isendurskoðun. Almennt finnst mér að menn megi ekki líta á þetta mál út frá þeirri vitneskju sem við höf- um núna um framgöngu formanns byggingarnefndarinnar heldur verði að gera það út frá þeirri stöðu sem við vorum í áður en í ljós kom að hann misfór með það traust sem honum hafði verið sýnt Björn. „Ég tel mjög brýnt, ef æ að framfylgja svona mál skipulegum hætti, að set skýrar og ótvíræðar reg eru ekki fyrir hendi. Fra komið að á vegum fjárm neytisins er unnið að því reglur um byggingarnefnd mál sýnir okkur að það e en ella og ég tel auk þes þurfi að huga rækilega að við opinberar framkvæmd Björn. Björn Bjarnason Aldrei fjallað um einstakar reiknings- færslur „ÉG tel sé núna sóknars höndum unnar. ur allt f Ríkisen un var b að gera að það s málið hafi sinn gang án þe eða aðrir felli dóm í má liggur fyrir álit Ríkisendu ar og það er býsna alvarle Gísli S. Einarsson alþing sem fór fram á það að Rík skoðun gerði bókhalds- o sýsluúttekt á fjárveitingu leikhússins, nýframkvæm viðhalds. „Það kemur fram í ský isendurskoðunar að það v bókaðir fundir í byggin Þjóðleikhússins og í rau öllu farið á annan veg en st an gerir ráð fyrir. Það ekki að mér að svona lag gangi sem kemur fram í sk Beiðni mín byggðist á athu um um að formaður by nefndar Þjóðleikhússins taka út efni og fréttaflutn um. Fjárlaganefnd hefur taka sér það fyrir hendur anförnu að gera athugase það sem ábótavant er,“ seg Gísli S. Einarss Álit Ríkise urskoðun alvarleg VIÐBRÖGÐ VIÐ GREINA Viðmælendur Morgunblaðsins telja a fjárreiðum Árna Johnsen sýni m.a. fr ÖGMUN Jónasso maður flokks hreyfing – græn boðs, ágætt skýrslu endursk þótt hún beri þess nokkur mati Ögmundar, að hún e flýti. „Það er ljóst að umræ stjórnsýsluhliðar málsins tíska ábyrgð er ekki lokið. ist aðalatriði þessa máls irfarandi. Grunur kemur u lögbrot hafi verið framið á ríkissjóðs. Það hefur ver kennt og hefur nú verið st Ríkisendurskoðun. Málið e sókn og um þá hlið er ekki segja á þessari stundu. Þe aðalatriði málsins og mér menn eigi að gæta sín á því málinu ekki á dreif með þv aðra ábyrga fyrir sjálfu lö en þá sem beinlínis eiga máli. Hins vegar þurfum v við öryggisventla í stjórn Ögmundur Jóna Umræðu um pólitís ábyrgð ekki loki MISNOTKUN Í SKJÓLI SLAKS EFTIRLITS EKKI FREKARI AÐGERÐIR? Stjórn Verðbréfaþings Íslands hefur ákveðiðað aðhafast ekkert frekar í máli Íslandssímavegna afkomuviðvörunar félagsins frá 12. júlí sl. Verðbréfaþingið gerir í niðurstöðu sinni at- hugasemd við að við gerð útboðslýsingar fyrirtæk- isins hafi verið byggt á áætlun vegna Fjarskipta- félagsins Títans fyrir tímabilið apríl–desember þrátt fyrir að í byrjun maí hafi verið komnar fram upplýsingar sem bentu til þess að rekstraráætlanir Títans væru ekki byggðar á nægilega traustum forsendum. Jafnframt telur stjórn Verðbréfaþings að for- svarsmenn Íslandssíma og Íslandsbanka hefðu átt að ganga úr skugga um að áætlanir Íslandssíma- samstæðunnar væru grundvallaðar á nýjustu upp- lýsingum og endurskoða rekstraráætlanir í sam- ræmi við þær. Íslandssími var skráður á aðallista Verðbréfa- þings Íslands 13. júní sl. eftir að stjórn Verð- bréfaþings hafði veitt félaginu undanþágu frá skráningarskilyrðum sem sett eru af þinginu. Eitt af skilyrðum skráningar á þann lista er að fyr- irtæki hafi að minnsta kosti þriggja ára rekstr- arsögu. Íslandssími uppfyllti önnur skilyrði svo sem um 600 milljóna króna markaðsvirði og að hluthafar væru fleiri en 300. Meirihluti stjórnar VÞÍ var vanhæfur til að fjalla um skráningu Ís- landssíma og komu varamenn inn í stjórnina sem tóku ákvörðun um að Íslandssíma yrði heimiluð skráning. Hæfi sumra þeirra mátti draga í efa. Í afkomuviðvörun Íslandssíma frá 12. júlí eru til- greindar þrjár ástæður fyrir lakari afkomu en gert var ráð fyrir: Kostnaður vegna gagnasambanda við útlönd og samtengigjalda hafi verið meiri en gert var ráð fyrir. Gengisþróun hafi verið móður- og dótturfélögum óhagstæð. Afkoma Títans hafi verið mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í greinargerð sem Íslandssími sendi til Verð- bréfaþings, að ósk þingsins, er vísað til þess að uppgjör fjarskiptafyrirtækja séu flókin og um- fangsmikil og að upplýsingakerfi og verkferlar séu í uppbyggingu. Þetta vekur spurningar um hvers vegna ekki var beðið með að sækja um skráningu á aðallista þar sem eitt af skilyrðunum er þriggja ára rekstr- arsaga. Hefði ekki verið eðlilegra að óska eftir skráningu á vaxtarlista á meðan þessarar reynslu var aflað og þess beðið að þau kerfi sem væru í uppbyggingu yrðu tilbúin, m.a. vegna þess að slíkt skiptir máli til þess að hægt sé að fá glögga mynd af rekstri fjarskiptafyrirtækis? Síðustu viðskipti með Íslandssíma voru á geng- inu 3,90 en útboðsgengi í hlutafjárútboði til al- mennings sem lauk 31. maí sl. var 8,75. Nemur lækkunin 55,4%. Hvort verðmat Íslandsbanka á Ís- landssíma í útboðinu var raunhæft eður ei skal ósagt látið. En markaðurinn hefur látið í ljós skoð- un sína og þrátt fyrir að stjórn Verðbréfaþings hafi tekið ákvörðun um að aðhafast ekkert frekar hefur Íslandssími beðið hnekki vegna þessa máls. Íslandsbanki tilkynnti í gær að bankinn mundi ekkert segja um athugasemdir Verðbréfaþings fyrr en í dag. Meðferð málsins hefur nú þegar tek- ið alltof langan tíma og skapað óvissu fyrir hlut- hafa. Æskilegra hefði verið, að afstaða bankans lægi fyrir þegar í gær. Eftir að skýrsla Verðbréfaþings var birt hafa skoðanir verið skiptar um hvernig hana beri að skilja og hefur Morgunblaðið m.a. verið gagnrýnt fyrir að fréttir blaðsins í gær hafi ekki endur- speglað alvarlegan áfellisdóm yfir aðilum málsins, sem í skýrslunni fælist. Staðreyndin er hins vegar sú að Verðbréfaþing aðhefst ekkert í málinu fyrir utan tvær athugasemdir. Varla er hægt að lesa út úr slíkri niðurstöðu alvarlegan áfellisdóm – eða hvað? Af máli þessu má m.a. draga eftirfarandi álykt- anir: Upphafleg ákvörðun Verðbréfaþings um að veita Íslandssíma undanþágu var hæpin, svo að ekki sé meira sagt. Fyrirtækið sjálft og Íslandsbanki, sem sá um út- boðið, hafa ekki haft nægilega yfirsýn yfir rekstur þess og stöðu. Almenningur, sem er hvattur til að leggja sparifé sitt í atvinnurekstur með kaupum á hluta- bréfum, treystir á að aðilar máls hafi allar upplýs- ingar undir höndum og því megi byggja á því sem fram kemur. Svo er bersýnilega ekki og hlýtur það að kalla á ákveðnari viðbrögð af hálfu Verðbréfaþings en fel- ast í skýrslu þess um mál Íslandssíma. Í greinargerð Ríkisendurskoðunar, sem birt er íheild í Morgunblaðinu í dag, er staðfest að Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, hafi misnotað gróflega aðstöðu sína sem formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins og í raun gerzt sekur um að nota fé skattgreiðenda í eigin þágu. Árni hefur viðurkennt að níu reikningar, sem greiddir voru með skattpeningum, hafi tilheyrt honum persónu- lega. Þessa reikninga, sem námu tæpum tveimur milljónum króna, endurgreiddi hann fyrir þremur dögum. Jafnframt hefur hann staðfest að í fórum hans séu hlutir, sem greiddir voru af fé almenn- ings, og fleiri slíkir hlutir, sem tengjast honum, eru í vörzlu opinberra aðila en reikningar vegna þeirra ekki greiddir. Þá hefur Árni staðfest að í vörzlu hans séu hlutir sem greiddir voru af bygging- arnefnd Þjóðhildarkirkju á Grænlandi. Brot Árna Johnsen eru alvarleg. Hann hefur þeg- ar sætt pólitískri ábyrgð vegna þeirra og sagt af sér þingmennsku. Ríkisendurskoðun hefur nú af- hent embættum ríkissaksóknara og ríkislögreglu- stjóra gögn málsins vegna þeirrar lögreglurann- sóknar, sem hafin er á því. Af lestri skýrslu Ríkisendurskoðunar er ljóst að allt starf byggingarnefndar Þjóðleikhússins hefur verið laust í reipunum og með óformlegum hætti – engar fundargerðir voru til og þar af leiðandi vænt- anlega engin skrifleg staðfesting á efni funda eða lengd þeirra, þótt greidd væri þóknun vegna funda. Þá hefur lengi skort á að nefndin legði fram hald- bærar áætlanir um framkvæmdir. Slíkur losara- bragur er með öllu óviðunandi þegar um er að ræða nefndarstarf, þar sem ákvarðanir eru teknar um ráðstöfun hárra fjárhæða úr sjóðum almennings. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í skýrslu sinni ýms- ar opinberar stofnanir, sem málinu tengjast, þ.e. Framkvæmdasýslu ríkisins, menntamálaráðuneytið og Þjóðleikhúsið sjálft, fyrir að hafa ekki gripið fastar í taumana vegna þessara starfshátta bygg- ingarnefndarinnar. Af skýrslu stofnunarinnar er þó engan veginn hægt að álykta að þessar stofnanir eða starfsmenn þeirra hafi haft neina vitneskju um misnotkun Árna Johnsen á opinberu fé. Það er gömul saga og ný að verklag við opinberar framkvæmdir á Íslandi hefur oft verið losaralegt og eftirlit slakt. Við slíkt er engan veginn hægt að una. Skýrar reglur um skipan opinberra fram- kvæmda eru til og vekur furðu að ekki sé hægt að tryggja að þeim sé hlítt. Hins vegar virðist sem byggingarnefndir skorti skýrar stjórnsýslureglur og kemur fram í samtali við Björn Bjarnason menntamálaráðherra í blaðinu í dag að slíkar regl- ur séu nú í smíðum í fjármálaráðuneytinu. Þótt skortur á formfestu og eftirliti leiði vonandi sjaldnast til misnotkunar á borð við þá, sem Árni Johnsen hefur viðurkennt, hlýtur slíkt yfirleitt að leiða til þess að meðferð og nýting fjármuna skatt- greiðenda sé verri en ella. Vonandi dregur hið op- inbera kerfi því sína lærdóma af skýrslu Ríkisend- urskoðunar og hefur stofnunin raunar sjálf lýst því yfir að hún muni breyta verklagi sínu til að girða fyrir að slík mál endurtaki sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.