Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 41
inn í ævintýraheiminn og það fannst
honum gaman.
Þegar okkur var boðið heim til þín
í mat fórst þú alltaf með strákana
niður og bjóst til leikrit og þjálfaðir
þá í hlutverk og svo komuð þið upp
að sýna og oftar en ekki guggnuðu
þeir á sínum hlutverkum og þá lékst
þú bara öll hlutverkin og voru þau
alltaf flott hjá þér.
Ég spurði strákana hvað þeim
hefði fundist skemmtilegast að gera
með þér og það var langur listi, en
þetta var það helsta.
Skemmtilegast af öllu voru öll
skiptin sem þú komst heim frá Sví-
þjóð því þá höfðuð þið alltaf svo
margt að tala um og margt að gera
því að þeir töldu alltaf dagana sem
þú varst í burtu.
Svo voru það allar ferðirnar í bú-
staðinn þinn þegar þið voruð að leika
ykkur í pottinum og fóruð í dýra-
garðinn í slakka og allt annað sem
þið dunduðuð ykkur í kringum bú-
staðinn.
Svo nefndu þeir leikina í fallega
kofanum þínum, þegar þið voruð að
spila við ömmu, leikina í græna saln-
um, þegar þú fékkst Kólumbus Kára
kisuna þína, og svo sagði Unnar
Heimir að það hefði verið gaman
þegar að við fórum í tívolí um daginn
og renndum síðan á KFC sem var
uppáhaldið þitt, líka þegar þið sátuð
tvö og fenguð ykkur spagettí sem
ykkur þótti báðum svo gott.
Okkur Skúla þótti líka svo vænt
um samband ykkar Láru Karolínu,
ykkur þótti svo vænt hvorri um aðra,
litlu guðsystur þína eins og þú kall-
aðir hana, þú varst alltaf svo góð að
leika við hana og halda á henni þegar
þú varst í heimsókn hjá okkur og svo
gafstu henni pelann áður en hún fór
að sofa og svo teiknaðir þú stundum
myndir af henni á meðan hún svaf.
Svo varstu mjög dugleg að passa
hana fyrir mig á meðan að ég fór út í
búð því að hún var alltaf svo góð hjá
þér.
Það er svo svo ótal margt fleira
sem að mig langar skrifa og það er
erfitt að hætta því að minningarnar
eru svo margar.
Elsku Bergdís, við vonum að þér
líði vel þar sem þú ert núna og að þú
sért að æfa fimleika og spila á flaut-
una þína sem þú spilaðir svo vel á, og
að þú getir gert allt það sem þér
þótti svo skemmtilegt að gera.
Guð geymi þig, elsku litli engillinn
okkar.
Hjördís Lilja frænka,
Skúli Þór, Unnar Heimir,
Albert Logi og
Lára Karolína.
Elsku Bergdís.
Við söknum þín svo mikið af því að
nú getum við aldrei leikið við þig aft-
ur.
Við vonum að þér líði vel hjá Guði
og að þú passir okkur alltaf því að nú
ertu engill.
Þínir frændur og vinir,
Unnar Heimir og
Albert Logi
Elsku Bergdís mín. Takk fyrir
þessi rúmlega átta ár. Takk fyrir að
gefa Kolla kisa að borða og klappa
honum þegar hann var einn heima.
Takk fyrir að vera eins og þú ert,
skýr, skemmtileg, einbeitt, hug-
myndarík, blátt áfram, ákveðin og
blíð. Takk fyrir ótal yndislegar
minningar um þig sem fegra og
auðga líf okkar.
Ástarkveðjur,
Þín
Lára hennar ömmu.
(Lára Ingibjörg Ólafsdóttir).
Það eru ekki endilega þeir sem
lengst lifa sem skilja mest eftir sig. Á
alltof stuttri ævi sýndi Bergdís vin-
kona mín meiri kraft og dugnað en
flestir aðrir sem ég hef kynnst. Eins
gerði hún ótal fallegar myndir, sögur
og ljóð þar sem afburða greind, hug-
myndagleði og falleg hugsun fengu
að njóta sín. Öllum, sem kynntust
Bergdísi, þótti afskaplega mikið til
hennar koma og það var aðdáunar-
vert að sjá hvernig hún vann úr þeim
erfiðu aðstæðum sem hún bjó við.
Tvisvar sigraðist hún á óværunni
sem að lokum hafði þó betur.
Við hittumst oftast hjá ömmu
hennar á Laugarnesveginum.
Bergdís hélt ógurlega mikið upp á
ömmu sína og það var gaman að sjá
þær ráðskast hvora með aðra. Í
hvert sinn sem ég kom þangað var
komin ný mynd sem hún hafði teikn-
að handa ömmu sinni eða nýtt ljóð
sem hún hafði ort fyrir hana. Kisur
og prinsessur voru í sérstöku uppá-
haldi. Sem betur fer þurfa fæstar
fjölskyldur að heyja sömu baráttu og
sú í Vesturásnum en þrátt fyrir
meira en sex ára stríð þar sem skipst
hafa á skin og skúrir, hefur alltaf
verið gaman að hitta Margréti,
Balda og krakkana. Það geta margir
lært mikið af þeim. Þótt oft hafi verið
ógurlega erfitt börðust þau áfram,
stóðu þétt saman og glöddust yfir
góðu stundunum. Á svona átakan-
lega erfiðri stundu ylja margar góð-
ar minningar um hjartarætur, því
það er svo margt fallegt að muna.
Hugur okkar systkinanna, Önnu
Maríu, Sunnefu og Agnars er hjá
fjölskyldunni í Vesturásnum og
henni Jóhönnu okkar sem hefur
reynst okkur svo vel. Í sameiningu
varðveitum við minningu um fallega,
hæfileikaríka og skemmtilega stelpu
sem hefði átt að lifa svo miklu, miklu
lengur.
Kristján Guy Burgess.
Á þessari stundu hugsum við öll til
Bergdísar Rutar, bekkjarsystur
okkar og vinkonu. Þrátt fyrir veik-
indi var Bergdís Rut alltaf svo dug-
leg í skólanum og hjálpsöm. Hún
föndraði svo margt skemmtilegt og
hún vissi líka svo ótal, ótal margt. En
nú er hún hjá Guði. Hún er ekki leng-
ur veik en við söknum hennar og
munum aldrei gleyma henni. Í vetur
sungum við oft saman eftirfarandi
sálm sem hana langaði svo mikið til
að við lærðum.
Ég er barnið þitt
ég má biðja þig
ég má lofsyngja þitt nafn
þú ert alltaf við
ef ég leita þín
minn herra
minn Guð.
(Höf. ók.)
Góði Guð, við biðjum þig um að
styrkja og hughreysta fjölskyldu
Bergdísar Rutar.
Bekkjarsystkinin.
Okkur langar að minnast hennar
Bergdísar Rutar, litlu hetjunnar,
sem var tekin frá okkur allt of
snemma, hetjunnar, sem alltaf var
svo jákvæð og dugleg og þrátt fyrir
erfið veikindi var alltaf stutt í brosið.
Það eru margar og dýrmætar minn-
ingar sem við eigum, minningar sem
við munum ávallt geyma í hjörtum
okkar. Við þökkum Guði fyrir þann
tíma sem við fengum að þekkja
Bergdísi.
Kæra fjölskylda, Guð veri með
ykkur og leiði á erfiðum tímum.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga þig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Emilía og Erna Björk.
Bergdís Rut var hraustleg tveggja
ára stelpa þegar ég kynntist henni.
Kynni okkar hófust þegar mamma
hennar og ég byrjuðum að vinna
saman en það var snemma árs 1995.
Við Margrét, mamma Bergdísar
Rutar, urðum ágætis vinkonur og
fljótlega fór ég að kynnast fjölskyldu
hennar og fannst mér mikið til koma.
Í mínum huga er fjölskylda Berg-
dísar Rutar fyrirmyndarfjölskylda
þar sem ást og umhyggja er ríkjandi.
Ég var ekki búin að þekkja þau lengi
þegar Bergdís Rut var greind með
krabbamein í fyrsta skipti og eins og
gefur að skilja var eins og að dimmt
ský hvolfdist yfir. En miklar vonir
voru bundnar við læknavísindin og
bjartsýni ríkti um að lækning næð-
ist. Bergdís Rut var óaðfinnanlegur
sjúklingur og sýndi mikið þrek og
baráttuvilja og gekk fyrsta meðferð-
in að óskum. Því miður reyndist bat-
inn ekki vera varanlegur og aftur og
aftur gerðist það á næstu árum þeg-
ar bjartsýni ríkti um að loksins hefði
hún náð fullum bata, að þá tóku veik-
indin sig upp á ný og veröldin
hrundi. Bergdís Rut barðist við sjúk-
dóm sinn af miklum hetjuskap og ég
get ekki skilið af hverju hún þurfti að
láta í minni pokann. Þegar ég talaði
við hana, hvort sem það var heima
eða þegar hún var á sjúkrahúsi, ein-
kenndist fas hennar af myndarskap
og festu og þannig eru minningar
mínar um þessa fallegu stelpu. Ég
kveð Bergdísi Rut með þessum orð-
um og bið þess að foreldrar hennar,
systkini, ömmur og afi og aðrir þeir
sem eiga um sárt að binda fái styrk
til að takast á við sorgina.
Alda Agnes Sveinsdóttir.
Bergdís, sem nú er látin, var mér
einkar kær vinkona. Ég vissi að þessi
dagur hlyti að renna upp og að það
kæmi að þungbærri kveðjustund.
Guð almáttugur leggur okkur ekki á
herðar erfiðara hlutskipti en þetta,
að kveðja þá sem okkur eru kærir.
Hver heimsókn til Bergdísar var
mér kær, vakti hjá mér von en einnig
þakklæti fyrir að fá að deila þessum
stundum með henni. Hún kenndi
mér að lifa sátt með sjúkdóm sem
hluta af lífinu.
Bergdís sýndi mikið hugrekki,
styrk og einbeittan vilja þegar hún
tókst á við sinn erfiða sjúkdóm.
Henni var gefinn einstakur og geisl-
andi persónuleiki og fyrir vikið var
hún hvers manns hugljúfi.
Fjölskylda Bergdísar er einstök
og umvafði hana ástúð og kærleika
og studdi hana hvert skref, hvert
andartak. Þau lögðu sig öll fram við
að skapa henni eins eðlilega æsku og
kostur var. Hún átti yndislegan af-
mælisdag með þeim í maí og bauð þá
vini sínum Oliver til veislunnar. Síð-
ustu helgi lífs síns var hún með fjöl-
skyldunni við uppáhaldsleiki sína.
Minning Bergdísar mun ætíð lifa í
hugum allra þeirra sem unnu henni.
Besta gjöf sem nokkrum manni
hlotnast er að vera öðrum blessun.
Líf hennar var blessun okkur öllum
sem hittum hana á stuttri vegferð.
Þakka þér fyrir, Bergdís, að gefa
mér hlutdeild í lífi sem skipti aðra
svo miklu en var svo alltof stutt.
Peggy (Oliver),
Nú hefur Bergdís Rut kvatt jarð-
lífið eftir baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Eftir standa ljúfar minningar
um hana sem ylja mér nú og veita
mér styrk á sorgarstundu. Hún var
alveg tilbúin að byrja í Selásskóla
þegar hún mætti fyrsta daginn og
tók þar þátt í námi af miklum áhuga í
tvö ár. Hún vissi vel hvað hún vildi
læra og líka oft hvernig hún átti að
fara að því. Það var ósjaldan sem
hún taldi þörf á að kenna bekknum
sínum það sem hún kunni og tókst
einstaklega vel að færa það í réttan
búning þannig að allir lærðu. Áhuga-
málin leyndu sér ekki: söngurinn,
dansinn, föndrið, sögu- og mynd-
gerðin. Öllu þessu og fleiru lék hún
sér að þannig að unun var að fylgjast
með og skapa henni tækifæri til að
framkvæma.
Hugmyndir hennar höfðu góð
áhrif á bekkjarsystkinin og hún var
ávallt tilbúin að hjálpa til við út-
færslur á hugmyndum þeirra.
„Bergdís, þú ert ótrúleg“ sögðu þau,
með hróstón í röddinni. Ekki má
gleyma þeim drifkrafti sem birtist
hjá Bergdísi Rut þegar við áttum að
sýna á sviði fyrir marga áhorfendur.
Það var líka eitt af hennar áhuga-
málum. Ég mun ávallt þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast henni.
Megi Bergdís Rut hvíla í friði og
ég bið góðan Guð að styrkja fjöl-
skyldu hennar.
Áslaug, kennari.
Fylgdu vini þúsund mílna leið, en
á endanum þarftu að kveðja.
(Kínverskt spakmæli.)
Það eru ótal minningar sem koma
upp í hugann þegar ég hugsa um
Bergdísi, vinkonu mína, en minnis-
stæðastur er mér þó þessi sérstaki
svipur sem kom á hana rétt áður en
hún kom með nýja hugmynd um
hvað mætti betur fara við fimleika-
kennsluna. Við Bergdís urðum góðar
vinkonur þegar hún kom inn í fim-
leikahópinn til mín nú um áramótin,
þótt við höfum þekkst frá því hún var
tveggja ára skotta á róló. Bergdís
var hörkutól og tók strax að sér að
vera leiðtogi hópsins og mig grunar
að ef henni hefði boðist að skipta við
mig og verða þjálfari þá hefði hún
ekki hugsað sig um tvisvar. Hún
stundaði fimleikana af miklum
krafti, missti ekki úr æfingu og lagði
sig alltaf alla fram, bæði við það sem
hún var að gera og lét vinkonurnar
heyra það ef henni fannst þær ekki
taka nóg á.
Það var í lokin á einum af fyrstu
tímunum hennar að við sátum allar
15 saman í hring og spjölluðum. Þá
sagði hún okkur að hún væri með
krabbamein og að hún yrði aldrei
fullorðin, en það væri allt í lagi því
hún færi til himna og yrði engill og
gæti alltaf fylgst með okkur. Stelp-
urnar ræddu þetta fram og til baka
af þeirri einlægni sem einkennir
börn og aðaláhyggjuefni þeirra allra
var hvort hún myndi eldast þegar
hún væri orðin engill eða hvort þær
yrðu fullorðnar konur og hún sjö ára
þegar þær myndu hittast aftur.
Ég tel mig eintaklega lánsama að
hafa kynnst Bergdísi og ég vona að
það sem þessi litla vinkona kenndi
mér eigi eftir að skila sér áfram. Líf-
ið verður aldrei eins án hennar.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu hennar.
Þorbjörg þjálfari.
Það hvílir mikil sorg yfir Selás-
skóla. Hún Bergdís Rut er dáin. Fyr-
ir tveimur árum byrjaði hún í sex ára
bekk í Selásskóla. Falleg, glaðbeitt
og ákveðin settist hún á skólabekk
og tók rösklega til við námið. Hún lét
erfiðan sjúkdóm með tilheyrandi
meðferðum ekki aftra sér, heldur
lagði sig alla fram. Hún var fljót að
læra og gerði allt svo vel. Hún var
fús að deila gleði sinni með öðrum.
Stundum kom hún með verk sín inn á
kennarastofu og leyfði okkur að
njóta þeirra. Stundum fékk hún
bekkjarsystur sínar með sér á flakk
um skólann. Þá vék hún sér að þeim
sem þær mættu á förnum vegi eða
þær börðu að dyrum hjá öðrum
bekkjum, skólastjóranum, ritara eða
gangavörðum. Stoltið og ánægjan
skein úr augum þegar Bergdís sagði
þeim frá og sýndi hvað hún var að
gera. Tíðastar voru þó heimsóknir
hennar til Margrétar hjúkrunar-
fræðings, en þær voru alveg sérstak-
ar vinkonur. Við kynntumst henni
svo vel og bros hennar, dugnaður og
jákvæði hafði ótrúlega góð áhrif á
okkur. Nú hefur hún Bergdís kvatt
okkur í hinsta sinn. Það er erfitt að
skilja hvers vegna slíkar byrðar eru
lagðar á herðar lítils barns að það
sligast undan. Við huggum okkur við
að nú líði henni betur, laus við þraut-
ir sjúkdómsins. Við geymum með
okkur minningu um fallega og góða
stúlku sem kenndi okkur kannski
meira en við gátum kennt henni á
þeim skamma tíma sem hún var með
okkur. Við í Selásskóla biðjum Guð
að gefa foreldrum og systkinum
Bergdísar styrk í þeirra miklu sorg.
Starfsfólk Selásskóla.
Elsku besta Bergdís okkar.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim;
á undravængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún.)
Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska! Nú er baráttunni lokið! Það
vita allir sem þekktu þig hvað þú
stóðst þig vel.
Þú verður alltaf sönn hetja í hug-
um okkar.
Það tekur tíma að átta sig á því að
þú sért farin, tilhugsunin um það að
koma upp í Vesturás og þar sé engin
Dísa til að tala um fallega græna hár-
ið sem hún ætlaði sér að safna.
Elsku Hanna Lára okkar og fjöl-
skylda.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum Guð að vernda ykk-
ur og blessa á þessum erfiðu tímum.
Minningin um góða og sæta stelpu
lifir með okkur.
Íris Dögg Marteinsdóttir og
Sigurbirna Guðjónsdóttir.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi
+
)< =)<
! .- &7$
5!
$ &
% 6 !
)
&) %&&
2& ) %&!""*
%
%
=?
+) :" H
$!
$ "
% .! % &!"" &"- &&
&" !""
&&
/'' -
!""
<77 /'' - &!""*