Vísir - 20.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 20.07.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Föstudagur 20. júli 1979. ■BnanBBBManMBn ■3KSEBOSSEMI. Útgelandí: Reykjaprenf h/f Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritsliórnarf ulltrúar: Bragi Guómundsson, Elías Snæland Jónsson. Frettastjóri er- lendra frétta:' Guómundur G. Petursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup- Edda Andrésdottir, Friðrik Indrióason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lltugi Jökulsson, Jónina Michaelsdottir, Katrin Pálsdóttir.’ K|artan Stefánss'on, Oli Tynes. Páll Magnusson, Sigurður Sigurð'sson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvin'sson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson. Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson, Magnus ölafsson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur. Askríft er kr. X500á mánuði innaniands. Verö 1 lausasöiu kr. ígo eintakiö. .Prentun Blaöaprent h/f Bensínskattakrónurnar og báknið Þótt bifrei&aeigendur hafi fariö flautandi i mótmælaakstri framhjá stjórnará&inu verö- ur bensfnver&inu varla breytt. Sex af hverjum tiu krónum, sem hirtar eru af þeim i bensfnsköttum, fara þá áfram beint f rekstur rikisbáknsins og a&eins fjórar tii vega- málanna. Hugmyndafræðingar bifreiða- eigenda hafa talsvert unnið sig í álit hjá almennun bíleigendum nú í vikunni, ekki síst með vel heppnuðum mótmælaakstri um miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Það fór eins og Vísir spáði í sam- bandi við símaat FÍB í stjórnar- ráðinu, að sú aðgerð mistókst al- veg. Aftur á móti var skipulag gott og þátttaka mikil í mótmæla- akstrinum og bílflaut ómuðu við stjórnarráðið í hálfa klukkustund á meðan nærri 190 farartæki at- vinnubílstjóra fóru þar framhjá. Samstarfsnefnd bifreiðaeig- enda gekk síðan á f und Tómasar Árnasonar, f jármálaráðherra, og afhenti honum mótmælabréf til áréttingar afstöðu þess f jölda landsmanna, sem ekki kemst hjá því að kaupa bensín eða díselolíu vegna atvinnu sinnar eða nauð- synlegra ferðalaga heiman og heim. Ástæða er til að vekja athygli á því ástandi, sem eigendur at- vinnubifreiða lýstu í bréf i sínu til ráðherra, en þar sagði, aðof háir tollar og innf lutningsgjöld á slik farartæki hefðu komið í veg fyrir eðlilega endurnýjun á þeim. Á næstunni yrðu því margir að leggja bílum sínum þar sem við- haldskostnaður væri orðinn gífurlegur. Stórhækkaður rekst- urskostnaður án taxtahækkana stefni nú afkomu eigenda at- vinnubifreiða til fólks- og vöru- flutninga í voða, en í stað taxta- hækkana telja bileigendurnir raunhæfara að lækka skatta og álögur á þessi atvinnutæki þar sem slíkt kæmi neytendum til góða. Hætt er við að forráðamenn bifreiðaeigenda hafi verið of seinir til raunhæfra andófsað- gerða þar sem ríkisstjórnin hef ur þegar tekið ákvarðanir um bensínokur sitt og því verður varla haggað héðan af. Á meðan verðákvörðunin var á umræðu- stigi höfðu bíleigendur því miður hægt um sig. Bensínið er nú komið á f jórða hundrað krónur lítrinn eftir að Tómasi f jármála- ráðherra tókst að kveða hina ráðherrana átta í kútinn. Ríkis- sjóður stórgræðir á olíuverðs- hækkununum erlendis og smyr 30 krónum ofan á 26 krónu erlenda hækkun hvers litra. Og það sár- grætilegasta við gífurlegar skattgreiðslur bfleigenda á bensínstöðvunum er að innan við helmingur af álögunum fer til vegamála eða aðeins rúm 40% skattpeninganna. Nærri sex af hverjum tíu bensínskattakrón- um fara í rekstur ríkisbáknsins. Þetta hlutfall hefur skekkst herfilega síðustu árin og má í því sambandi nefna, að um 73% af bensíntekjum ríkissjóðs var varið til vegamála árið 1972. Þá fóru aðeins tæpar þrjár krónur af hverjum tíu í ríkishítina. Hin- um sjö var varið til vegagerðar- innar. Þessi þróun er fyrir neðan all- ar hellur á sama tíma og álögur á bensínkaupendur eru stöðugt auknar. En þeir, sem nú sitja í ráð- herrastólunum, virðist ekki gera sér rellu út af óánægju bifreiða- eigenda. Þeir þykjast sennilega vissir um að geta heilaþvegið þá fyrir næstu kosningar með sann- færandi útskýringum og fögrum fyrirheitum. Þorsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Arctic á Akranesi skrifar og segir að stóryrði vara- formanns Neytenda- samtakanna um lag- meti eigi ekki við um kaviar frá Arctic. nota þann enska, og var þvi ekki lagt lit I þennan aukakostnaö, þar sem innanlandsmarkaöur- inn er þaö smár enn sem komið er. Dagsetning á kaviarlokinu gefur til kynna aö geymsluþol kaviarsins sé þrotiö og þar sem aðeins er minnst á framleiðend- ur i skýrslunni má skilja þaö svo, aö þaö sé i verkahring framleiðenda aö hlaupa i verslanir um land allt og fylgj- ast meö þvi aö ekki séu haföar gamlar vörur á boðstólum. Þessi þáttur hlýtur aö vera I verkahring verslunarinnar. Ég leitaði upplýsinga um þessa hliö málsins hjá Heil- brigöiseftirliti rlkisins og Heil- brigðisráöuneytinu en fékk eng- in skýr svör, enda eru þau ekki til I lögum svo ég viti. Þaö tiökast vlöa erlendis aö verslanir selji vörur á niöur- settu verði stuttu fyrir siöasta söludag vörunnar, en þvi miður gefast ekki slik tækifæri hér á landi. Stóryrði varaformanns neyt- endasamtakanna i fjölmiðlum um að flest hafi verið aö þeim lagmetistegundum • sem rann- sakaðar voru eiga þvi ekki við um kaviar frá Arctic h.f.. Kaviarinn var ekki skemmdur á neinn hátt, eins og sjá má ef lesnar eru niðurstöður skýrslu Rannsóknast. fiskiðnaðarins, en lýsingum varaformanns Neyt- endasamtakanna i fjölmiðlum sleppt. 0SKEMMDUR KflVI- AR FRfl flRCTIC Vegna blaðaskrifa um islenskt lagmeti nú undanfarið og mistúlk- un dagblaða og aðila Ney tendasamtakanna á kaviar frá fiskiðjunni Arctic h.f., Akranesi, þá telur undirritaður sér skylt að láta hið rétta koma fram. Skv. niðurstöðum rannsókna hjá Rannsóknast. fiskiðnaðar- ins sem Neytendasamtökin létu gera í júni, eins og alþjóð er ef- laust kunnugt, þá er þar ekkert sem bendir til þess að kaviar frá Arctic h.f. hafi veriö skemmd- ur. Gerlar i einu grammi af kaviar voru 5, en ekki er talið óeðlilegt þótt gerlafjöldi fari uppi allt að 100.000 i grammi Rotvarnarefnið sódium bensóat mældist 0.05%, en má vera 0.2% skv.lögum nr. 250/1976 um til- búning og dreifingu matvada og annara neyslunauðsynjavara. Það er fjórum sinnum minna magn en leyfilegt er. Ekki var gerð nein athugasemd viö þyngd á innihaldi, bragð eða gerð i' skýrslunni frá Rannsóknast. fiskiönaöarins. Liturinn á kaviarnum er þó tal- inn óeðlilegur, en það stafar af litarbreytingum, sem veröa á rauðum kaviar þegar hann er gerilsneyddur, en viö það eykst geymsluþolum aö minnsta kosti eitt ár. Ekki er bent á neinar skemmdir, hvorki gerlafræöi- legar né efnislegar. Neytendasamtökin segja frá könnun á gæöum lagmetisiönaöarins (Vísism. ÞG). Ef Neytendasamtökin ætla aö fara aö skipta sér af litablæ- brigöum matvæla, finnst mér þau komin útá hálan Is. Undir- ritaöur viöurkennir aö merking umbúða hafi ekki uppfyllt ströngustu kröfur reglugeröar nr. 250/1976. Arctic h.f. fram- leiðir kaviar i miklu magni fyrir erlendan markað. Þar sem enskur texti er notaður á merki- miða, og hefur hann einnig verið notaður á innanlandsmarkaði. Þeir sem til þekkja vita að það fylgir þvi mikill kostnaður að láta hanna nýjan merkimiða, og þar sem allt úir og grúir hér- lendis af erlendum textum á merkimiðum matvæla, þar á meðal ki'nverskir og arabiskir textar þótti ekki tiltökumál að m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.