Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 1
206. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. SEPTEMBER 2001 VERÐBRÉFAMIÐLARI situr undir línuriti sem sýnir lækkun hluta- bréfavísitölunnar í Frankfurt (DAX) í Þýskalandi í gær. Vísitalan lækkaði þá mest um 3,35 prósent, en náði sér aftur á strik með kvöld- inu. Hvarvetna á mörkuðum í Evr- ópu lækkaði gengi bréfa og fór FTSE-vísitalan í Bretlandi niður fyrir 5.000 stig í fyrsta sinn í nærri þrjú ár, en líkt og DAX náði hún sér aftur á strik þegar viðskipti hófust á mörkuðum vestanhafs. Í Tókýó hafði Nikkei-vísitalan lækkað um rúmlega 321 stig við lokun í gær, eða rúm þrjú prósent. Hafði hún ekki staðið lægra í sautján ár. Við lok markaða í New York var staða helstu vísitalna, Dow Jones og Nasdaq, nær óbreytt frá því um morguninn. Hagvöxtur í heiminum mun aukast um aðeins 2,7% á þessu ári, að því er yfirmaður Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF) greindi frá í gær og er þessi spá sjóðsins lægri en fyrri spá, sem hljóðaði upp á 3,3% hagvöxt. Sjóðurinn reiknar þó með að vöxturinn aukist á næsta ári. Heildarframleiðsluaukning í heiminum mun að öllum líkindum aukast á næstu mánuðum í kjölfar lækkandi olíuverðs, vaxtalækkana og vegna þess að tækniframfarir lofa enn góðu, sagði Horst Koehler, framkvæmdastjóri IMF, á frétta- mannafundi í Berlín í gær. „Það bendir allt til þess, í ljósi nákvæmra athugana, að bataöflin hafi betur á endanum,“ sagði hann. IMF mun leggja fram nýja skýrslu um útlitið í efnahagsmálum í heiminum á fundi í Washington síðar í mánuðinum. Koehler kvaðst reikna með því að efnahagsbati yrði í Bandaríkjunum undir árslok og að hagvöxtur í Evrópu yrði tiltölulega góður, eða um tvö prósent. Reuters IMF spáir 2,7% hagvexti NORSKI Verkamannaflokkurinn galt „sögulegt afhroð“ í þingkosning- unum í gær eins og Jens Stolten- berg, formaður flokksins og for- sætisráðherra, komst að orði þegar hann ávarpaði flokksmenn á kosn- ingavöku í gærkvöld. Að því er fram kom á kosningavef Aftenposten í gærkvöld, þegar talin höfðu verið 98% atkvæða, blasti við að Verkamannaflokkurinn fengi 43 þingmenn og missti 22, fengi rúm- lega 24% atkvæða, eða um tíu pró- sentum færri atkvæði en í síðustu kosningum. Hefur flokkurinn ekki verið fámennari á þingi síðan 1924. Aftur á móti var greinilegt að sig- urvegarar kosninganna voru Hægri- flokkurinn og Sósíalíski vinstriflokk- urinn. Hægriflokkurinn bætir við sig 15 þingsætum og fær 38, bætir við sig um sjö prósenta fylgi og fær rúm- lega 21% atkvæða. Sósíalíski vinstri- flokkurinn bætir við sig 14 sætum og fær 23, bætir við sig um fimm prósenta fylgi og fær rúm 11% atkvæða. Hafði Aftenposten eftir leiðtoga Hægriflokksins, Jan Peter- sen, að hann hefði áhuga á að ræða við leiðtoga annarra flokka en vinstriflokkanna um möguleika á myndun meirihlutastjórnar. Forsætisráðherraefni miðflokkanna, Kjell Magne Bonde- vik úr Kristilega þjóðarflokknum, kvaðst ekki myndu kasta sér um- hugsunarlaust í fang Hægriflokks- ins. Flokkur Bondevik missti þrjá þingmenn og fær 22. Fylgi Fram- faraflokksins hélst svo að segja óbreytt, en flokkurinn bætti þó við sig manni og hlaut 26. Samanlagður þingmannafjöldi Hægriflokksins, Kristilegra og Framfaraflokksins er 86 menn, sem dygði til meirihluta á þinginu, þar sem eru 165 sæti. Frétta- skýrandi Aftenposten sagði í nótt að það væri Kristilegi þjóðarflokkurinn sem hefði í hendi sér hvort mynduð yrði stjórn hægriflokkanna eða hvort stjórn Verkamanna- flokksins sæti áfram. Bæði Stoltenberg og Petersen vildu fá Bondevik til stjórn- armyndunarviðræðna. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma komu leiðtogar flokk- anna saman í þinginu til umræðna og fékk Stoltenberg fyrstur orðið. Hann ítrekaði þau skilaboð sem hann hafði sent flokksmönnum sínum fyrr um kvöldið, að hann myndi ekki segja af sér fyrst um sinn. Þó væri ljóst að stjórnin myndi fara frá. Venstre, undir forystu Lars Spon- heim, tapaði fjórum af sex þing- mönnum sínum og þar með er úr sögunni sá möguleiki að bandalag miðjuflokkanna, Kristilega þjóðar- flokksins, Miðjuflokksins og Venstre, geti komið saman stjórn. Þótt sá draumur hvalveiðisinnans Steinars Bastesen að fá að velja næsta forsætisráðherra Noregs hafi ekki ræst brosti eini þingmaður Strandflokksins breitt eftir að ljóst var að hann náði endurkjöri. Fram eftir kvöldi í gær leit reyndar út fyrir að flokkur hans næði inn þrem mönnum en svo fór þó ekki. Sænska dagblaðið Aftonbladet setti í nótt afhroð Verkamanna- flokksins í breiðara norrænt sam- hengi og telur blaðið að kreppa sé komin í sósíaldemókratíska hug- myndafræði á Norðurlöndum. Verði leiðtogar sósíaldemókratískra flokka að setjast niður og ræða hvað megi taka til bragðs. Í fréttum sínum af kosningaúrslitunum leggja flest nor- rænu blöðin megináherslu á afhroð Verkamannaflokksins. Verkamannaflokkurinn geldur sögulegt afhroð í þingkosningunum í Noregi Hægriflokkarnir fá saman- lagt meirihluta þingsæta Jan Petersen Ísraelar vilja að Arafat og Peres komi saman í Erez á landamærum Ísraels og Gaza-svæðisins en Palest- ínumenn léðu aðeins máls á því að viðræðurnar færu fram í Egypta- landi. Ólíklegt þykir að viðræðurnar leiði til vopnahlés þótt svo fari að samkomulag náist um fundarstaðinn. Palestínumenn telja að Peres hafi takmarkað umboð til að semja og Ar- iel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er tortrygginn í garð Arafats og telur hann ekki hafa í hyggju að binda enda á ofbeldið sem staðið hefur í tæpt ár. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst vera að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að hefja að nýju viðræður um samstarf í öryggismálum. Fimm gyðingar og þrír herskáir Arabar biðu bana í tveimur sprengju- tilræðum og skotárás úr launsátri á sunnudag. Tugir Ísraela særðust. Í öðru sprengjutilræðanna sprengdi ísraelskur Arabi sig í loft upp við lest- arstöð í ísraelska bænum Nahariya og varð þremur gyðingum að bana. Er þetta í fyrsta sinn sem ísraelskur Arabi gerir slíka sjálfsmorðsárás. Íslamska hreyfingin Hamas kvaðst hafa staðið fyrir tilræðinu og sagði það sanna að hún gæti gert sprengjuárásir í Ísrael þótt sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna væri lokað. Mannskæð átök í Miðausturlöndum Reynt að semja um vopna- hlésviðræður Jerúsalem. AP, AFP. ÍSRAELAR og Palestínumenn sögðust í gær vera tilbúnir að efna til við- ræðna í dag milli Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og Shimons Per- es, utanríkisráðherra Ísraels, til að freista þess að ná samkomulagi um vopnahlé þrátt fyrir mannskæðar árásir herskárra Araba um helgina. Þeir deildu þó enn um hvar viðræðurnar ættu fara fram. HUNDRUÐ manna komu saman í gær í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, til að mótmæla sigri Alexanders Lukashenkos í forseta- kosningunum á sunnudag. Lukashenko, sem tók við forseta- embættinu árið 1994, hlaut nær 76% atkvæða í kosningunum. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem hafði eftirlit með framkvæmd kosn- inganna, segir þær ekki hafa farið fram með lýðræðislegum hætti. Reuters Mótmæli í Minsk HAFNAR eru tilraunir með fyrsta bóluefnið gegn reyking- um, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Sextíu sjálfboðaliðar taka þátt í tilrauninni, sem gerð er í Belgíu. Bóluefnið, er nefn- ist „tanic“, á að hjálpa fólki að hætta að reykja með því að stöðva nikótínið úr tóbakinu á leið þess til heilans og koma þannig í veg fyrir ávanabind- ingu. Gangi tilraunin vel vonast framleiðendur bóluefnisins, breska lyfjafyrirtækið Xenova, til þess að það verði komið á markað innan fimm ára. Reykingavarnir Tilraun með bóluefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.