Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÁKSVEIT Hagaskóla vann sigur á Norðurlanda- móti grunnskóla í skák sem fram fór í Hagaskóla og lauk síðastliðinn sunnudag. Hlaut sveitin 14,5 vinninga en skólinn í öðru sæti, Ris Ungdomsskole frá Noregi, hlaut 12,5 vinninga. Sá ís- lenski skóli sem kom næstur var Þinghólsskóli í Kópavogi með fjóra og hálfan vinning. Einar Magnússon skóla- stjóri var að vonum kampa- kátur yfir frammistöðu sinna manna. „Þetta er al- veg frábært og óskaplega gaman. Þetta er nú í fyrsta skipti sem Hagaskóli kemst á verðlaunapall í Norð- urlandamóti. Svo þýðir þetta náttúrulega það, að það verður aukinn skákáhugi í skólanum,“ sagði Einar. Hagaskóli sigraði á Ís- landsmóti grunnskólasveita síðastliðið vor og vann sér þar með réttinn til að keppa á Norðurlandamótinu. Arngrímur Gunnhallsson, þjálfari sveitarinnar, sagði að kjarninn úr skáksveitinni kæmi úr Melaskóla. Mela- skólasveitin hefði orðið Ís- landsmeistari þrisvar og Norðurlandameistari 1999 en tvisvar í öðru sæti á Norðurlandamóti. Fjórir af fimm sveitarmönnum koma úr Melaskóla en einn, Hall- dór Hallsson, kom til liðs við sveitina í fyrra úr Rétt- arholtsskóla. Þeir sem komu úr Melaskóla eru Dagur Arngrímsson, Hilmar Þor- steinsson, Arnljótur Sigurðs- son og Helgi Hróðmarsson. Telur Arngrímur lykilinn að velgengni Hagaskólaliðs- ins vera annars vegar þá að piltarnir hafi rétta hug- arfarið; séu mjög áhuga- samir, æfi stíft, leggi sig alla fram í keppni og hafi mikinn metnað. Hins vegar hafi skólastjórnin áhuga á og metnað til þess að byggja upp skákina í skólanum. Það sé ekki sjálfgefið, áherslur skóla geti legið á ýmsum ólíkum sviðum. Hann sagði einnig góðan, hvetjandi og styðjandi anda í hópnum og að það hefði verið geysimik- ilvægt, að í undirbúningnum fyrir mótið tók Helgi Ólafs- son stórmeistari liðið í kennslustund og fór yfir byrjanir og endatöfl og „herfræði“ leiksins. „Þetta hafði gífurlega mikið að segja,“ sagði Arngrímur. Sagði hann að nokkrir öfl- ugir skákmenn væru að koma í Hagaskóla úr Mela- skóla og skólinn stefndi áfram að því að vera í fremstu röð. Rétta hugarfarið og Norðurlandatitill Skáksveit Hagaskóla til vinstri í þungum þönkum yfir strembinni glímu við sænska skáksveit . Vesturbær Sigursveitin ásamt forseta Skáksambands Íslands og liðs- stjóra: Hrannar Björn Arnarsson, forseti Skáksambands- ins, Halldór Heiðar Hallsson, Helgi Hróðmarsson, Hilmar Þorsteinsson, Dagur Arngrímsson, Arnljótur Sigurðsson og Arngrímur Þór Gunnhallsson, liðsstjóri. GERVIGRASVÖLLUR við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi verður tilbúinn á næstu dög- um að sögn Hauks Kristjáns- sonar, bæjartæknifræðings Seltjarnarnesbæjar. Völlurinn er 320 fermetrar að stærð og verður hann upp- hitaður. Auk þess eru ljósa- staurar við völlinn sem munu lýsa hann upp. Nýlega var lokið við að leggja gervigrasið á völlinn. „Mörkin verða komin upp fljótlega en krakkarnir eru reyndar nú þegar byrjaðir að sparka á honum. Eftir er að girða meðfram honum og helluleggja en það verður gert í haust,“ segir Haukur. Hann segir að gert hafi ver- ið ráð fyrir fimm milljónum í kostnað við völlinn á þessu ári en inni í því sé ekki allur frá- gangur. Spurður hvort ekki hafi komið til hugar að hafa völlinn stærri segir hann það ekki hafa verið inni í myndinni. „Það var bara stefnt á að hafa þarna lítinn leikvöll enda er plássið þarna ekki mjög mik- ið. Þá er völlur þarna fyrir neðan í fullri stærð og verður gervigras væntanlega lagt á hann en það er völlur sem Grótta er með. Þá er hugsan- legt að annar smærri völlur verði settur við endann á hon- um. Þá erum við komin með þrjá gervigrasvelli á sama svæðinu,“ segir Haukur. Upphitaður gervigrasvöll- ur við skólann Seltjarnarnes Morgunblaðið/Arnaldur Krakkarnir á Seltjarnarnesi eru þegar farnir að sparka bolta á nýja gervigrasinu við Valhúsaskóla. 40 METRA hár turn var á laug- ardag reistur við austurhlið Smáralindar. Ennþá er þó verið að fullklæða turninn að utan og þá verður einnig komið fyrir í honum ljósi sem skiptir litum. Stefnt er að því að kveikja á turninum á miðnætti aðfaranætur 10. október. Turninn, sem verður allur úr stáli og glerjaður, er kennileiti Smára- lindar. Turninn var byggður í tvennu lagi til að auðvelda mönnum vinnu við hann. Neðri parturinn var byggður um leið og húsnæði versl- unarmiðstöðvarinnar en efri hlut- inn, rúmir 20 metrar á hæð og tæplega 20 tonn, var hífður með krana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kennileiti Smára- lindar híft upp Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.