Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÁKSVEIT Hagaskóla vann sigur á Norðurlanda- móti grunnskóla í skák sem fram fór í Hagaskóla og lauk síðastliðinn sunnudag. Hlaut sveitin 14,5 vinninga en skólinn í öðru sæti, Ris Ungdomsskole frá Noregi, hlaut 12,5 vinninga. Sá ís- lenski skóli sem kom næstur var Þinghólsskóli í Kópavogi með fjóra og hálfan vinning. Einar Magnússon skóla- stjóri var að vonum kampa- kátur yfir frammistöðu sinna manna. „Þetta er al- veg frábært og óskaplega gaman. Þetta er nú í fyrsta skipti sem Hagaskóli kemst á verðlaunapall í Norð- urlandamóti. Svo þýðir þetta náttúrulega það, að það verður aukinn skákáhugi í skólanum,“ sagði Einar. Hagaskóli sigraði á Ís- landsmóti grunnskólasveita síðastliðið vor og vann sér þar með réttinn til að keppa á Norðurlandamótinu. Arngrímur Gunnhallsson, þjálfari sveitarinnar, sagði að kjarninn úr skáksveitinni kæmi úr Melaskóla. Mela- skólasveitin hefði orðið Ís- landsmeistari þrisvar og Norðurlandameistari 1999 en tvisvar í öðru sæti á Norðurlandamóti. Fjórir af fimm sveitarmönnum koma úr Melaskóla en einn, Hall- dór Hallsson, kom til liðs við sveitina í fyrra úr Rétt- arholtsskóla. Þeir sem komu úr Melaskóla eru Dagur Arngrímsson, Hilmar Þor- steinsson, Arnljótur Sigurðs- son og Helgi Hróðmarsson. Telur Arngrímur lykilinn að velgengni Hagaskólaliðs- ins vera annars vegar þá að piltarnir hafi rétta hug- arfarið; séu mjög áhuga- samir, æfi stíft, leggi sig alla fram í keppni og hafi mikinn metnað. Hins vegar hafi skólastjórnin áhuga á og metnað til þess að byggja upp skákina í skólanum. Það sé ekki sjálfgefið, áherslur skóla geti legið á ýmsum ólíkum sviðum. Hann sagði einnig góðan, hvetjandi og styðjandi anda í hópnum og að það hefði verið geysimik- ilvægt, að í undirbúningnum fyrir mótið tók Helgi Ólafs- son stórmeistari liðið í kennslustund og fór yfir byrjanir og endatöfl og „herfræði“ leiksins. „Þetta hafði gífurlega mikið að segja,“ sagði Arngrímur. Sagði hann að nokkrir öfl- ugir skákmenn væru að koma í Hagaskóla úr Mela- skóla og skólinn stefndi áfram að því að vera í fremstu röð. Rétta hugarfarið og Norðurlandatitill Skáksveit Hagaskóla til vinstri í þungum þönkum yfir strembinni glímu við sænska skáksveit . Vesturbær Sigursveitin ásamt forseta Skáksambands Íslands og liðs- stjóra: Hrannar Björn Arnarsson, forseti Skáksambands- ins, Halldór Heiðar Hallsson, Helgi Hróðmarsson, Hilmar Þorsteinsson, Dagur Arngrímsson, Arnljótur Sigurðsson og Arngrímur Þór Gunnhallsson, liðsstjóri. GERVIGRASVÖLLUR við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi verður tilbúinn á næstu dög- um að sögn Hauks Kristjáns- sonar, bæjartæknifræðings Seltjarnarnesbæjar. Völlurinn er 320 fermetrar að stærð og verður hann upp- hitaður. Auk þess eru ljósa- staurar við völlinn sem munu lýsa hann upp. Nýlega var lokið við að leggja gervigrasið á völlinn. „Mörkin verða komin upp fljótlega en krakkarnir eru reyndar nú þegar byrjaðir að sparka á honum. Eftir er að girða meðfram honum og helluleggja en það verður gert í haust,“ segir Haukur. Hann segir að gert hafi ver- ið ráð fyrir fimm milljónum í kostnað við völlinn á þessu ári en inni í því sé ekki allur frá- gangur. Spurður hvort ekki hafi komið til hugar að hafa völlinn stærri segir hann það ekki hafa verið inni í myndinni. „Það var bara stefnt á að hafa þarna lítinn leikvöll enda er plássið þarna ekki mjög mik- ið. Þá er völlur þarna fyrir neðan í fullri stærð og verður gervigras væntanlega lagt á hann en það er völlur sem Grótta er með. Þá er hugsan- legt að annar smærri völlur verði settur við endann á hon- um. Þá erum við komin með þrjá gervigrasvelli á sama svæðinu,“ segir Haukur. Upphitaður gervigrasvöll- ur við skólann Seltjarnarnes Morgunblaðið/Arnaldur Krakkarnir á Seltjarnarnesi eru þegar farnir að sparka bolta á nýja gervigrasinu við Valhúsaskóla. 40 METRA hár turn var á laug- ardag reistur við austurhlið Smáralindar. Ennþá er þó verið að fullklæða turninn að utan og þá verður einnig komið fyrir í honum ljósi sem skiptir litum. Stefnt er að því að kveikja á turninum á miðnætti aðfaranætur 10. október. Turninn, sem verður allur úr stáli og glerjaður, er kennileiti Smára- lindar. Turninn var byggður í tvennu lagi til að auðvelda mönnum vinnu við hann. Neðri parturinn var byggður um leið og húsnæði versl- unarmiðstöðvarinnar en efri hlut- inn, rúmir 20 metrar á hæð og tæplega 20 tonn, var hífður með krana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kennileiti Smára- lindar híft upp Kópavogur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.