Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEÐRIÐ lék við forseta Íslands og fylgdarlið hans á fyrri degi opin- berrar heimsóknar í Norður- Þingeyjarsýslu. Fyrir helgi leist mönnum ekki á blikuna hér nyrðra því kalt var í veðri og slydda um tíma, en í gær var sumarblíða, sól annað slagið og hlýtt, þrátt fyrir gjólu á stundum. Dagskráin hófst við Imbuþúfu, um 30 kílómetra austan Húsavíkur, þar sem Halldór Kristinsson sýslu- maður og fulltrúar sveitarstjórna í sýslunni tóku á móti Ólafi Ragnari, Dorritt Moussaieff, heitkonu hans, og fylgdarliði. Í félagsheimilinu Skúlagarði bauð Kelduneshreppur svo upp á síðbúinn morgunverð; þar var mætt sveitarstjórn og hluti íbúa hreppsins, en þar búa nú nákvæm- lega hundrað manns. Þess má geta að yngsti íbúi Kelduneshrepps og sá hundraðasti var einn gesta en það er Hilmir Smári Kristinsson, sjö mánaða, frá Hóli í Kelduhverfi. Dorrit ánægð með hunangið Guðný Björnsdóttir, oddviti Kelduneshrepps, færði Ólafi Ragn- ari að gjöf krukku af hunangi sem framleitt er í sveitinni. Framleið- andinn er Friðgeir Þorgeirsson, bóndi á Grásíðu, sem ekki vildi enn kalla sig hunangsbónda. Segir hann vera um tilraun að ræða enda stundar hann einnig hefðbundinn búskap af ýmsu tagi. Hunangs- tilraunin hófst í ágúst og var Ólafi Ragnari færð fyrsta krukkan frá búinu. Upplýsti forseti að Dorritt yrði örugglega ánægð og jafnframt að krukkan sú arna yrði ábyggilega fljót að tæmast því að heitkona hans fengi sér íslenskt skyr með hunangi út á í morgunverð á hverjum degi. Ásbyrgi var næsti viðkomustaður þar sem Kári Kristjánsson þjóð- garðsvörður tók á móti hópnum og fræddi um staðinn og sögu hans. Þegar hópurinn kom inn að Botns- tjörn hóf kvartett upp raust sína í yndislegri kyrrðinni og aðeins fýll- inn á tjörninni tók undir. Kvart- ettinn skipa Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, El- ísabeth Hauge leikskólastjóri, Kristján Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Geflu, öll frá Kópaskeri, og Hildur Sigurðardóttir, prestsfrú á Skinna- stað í Öxarfirði. Að því loknu var ekið að Detti- fossi, gengið niður að því mikil- fenglega náttúruundri undir leið- sögn Ingunnar St. Svavarsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra, og hóp- urinn þáði síðan veitingar, auk þess sem Magnea Dröfn Hlynsdóttir, 13 ára, lék tvö lög á trompet. Heimsókn í íslenskutíma Öxarfjarðarskóli í Lundi var því- næst heimsóttur en þar voru auk nemenda börn úr leikskólanum Krílakoti á Kópaskeri. Huld Aðal- björnsdóttir skólastjóri og El- ísabeth Hauge leikskólastjóri tóku á móti hópnum og dvöldu Ólafur Ragnar og Dorritt þar góða stund. Þau heimsóttu krakka í stofur þeirra og hlýddu svo á fjöldasöng barnanna. Einn þeirra yngstu, Eysteinn Orri Árelíusarson, tveggja og hálfs árs af Krílakoti, var alls ófeiminn þegar Dorritt heilsaði upp á hann. „Sjáðu hvað ég á flotta skó!“ sagði sá stutti og lagði áherslu á orð sín með því að benda með litlum, ís- lenskum pappafána á gljáfægðan skóþveng sinn. Í einni stofunni ræddi Ólafur við nemendur sem glímdu við verkefni og þegar einn þeirra rétti upp hönd, þurfti greinilega á aðstoð kennarans að halda, sveif Dorritt á hann og spurði á íslensku: „Get ég hjálpað þér?“ Þá kom í ljós að hann var að leysa verkefni í íslensku, þannig að hún brosti í kampinn og bætti við stuttu síðar: „Þetta er erf- itt fyrir mig. Kannski hann gæti hjálpað mér?“ Fiskeldisstöðin Silfurstjarnan var síðan skoðuð, því næst Bóka- og byggðasafn Norður-Þingeyjarsýslu og loks sláturhús og kjötvinnsla Fjallalambs á Kópaskeri. Þar bætist Steingrímur J. Sigfússon, einn þingmanna kjördæmisins og for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í hópinn. Að því loknu var móttaka í íþróttahúsi staðarins á vegum Öxarfjarð- arhrepps þar sem fjöldi íbúa hreppsins var saman kominn. Þar færði Iðunn Antonsdóttir, safnstjóri Bóka- og byggðasafnsins, Dorritt að gjöf mynd af forsetanum sem barni en móðir Iðunnar var í vist á heimili foreldra Ólafs vestur á fjörðum. Þaðan var haldið til Rauf- arhafnar þar sem forseti og fylgd- arlið hans sátu kvöldverð á Hótel Norðurljósum í boði hreppsnefnda Norður-Þingeyjarsýslu þar sem Halldór Blöndal, annar þingmanna Norðurlandskjördæmis eystra og forseti Alþingis, var einnig mættur. Í gærkvöld var Ólafur Ragnar loks í fjölmennri fjölskyldu- samkomu í félagsheimilinu Hnit- björgum á Raufarhöfn. Í ávarpi sínu sagði forseti m.a. að sérstaða Íslands, mikilvægi sjávarútvegs og landbúnaðar, yrði sífellt verðmæt- ari á markaðstorgi heimsviðskipt- anna, „gagnstætt því sem oft er sagt þegar sjálfskipaðir sérfræð- ingar eru að spá fallandi gengi þessarar atvinnugreinar“. Ólafur sagði Íslendinga þurfa að gæta þess að byggðarlög til sjávar og sveita, sem eiga ríkar hefðir á þessum sviðum, yrðu á nýrri öld í stakk búin að nýta þá eðalkosti sem felast í hágæðasjávarútvegi og landbúnaði. „Í þessum efnum eru Norður- Þingeyingar í kjörstöðu, bændur og sjósóknarar, sem hafa bæði land- kosti og nálægð við fengsæl mið, langa reynslu og ríkulega kunnáttu sem tryggir að varan sem héðan fer er ávallt í fremstu röð.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Krakkar úr Öxarfjarðarskóla og leikskólanum Krílakoti veifuðu íslenska fánanum þegar þeir tóku á móti forseta og föruneyti. Nokkur spotti er frá bílastæðinu við Dettifoss að fossinum sjálfum. Fremstur í flokki fór forsetinn, þá Steindór Sigurðsson, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, og Ingunn St. Svavarsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, sem var leiðsögumaður um svæðið. „Sjáðu hvað ég á flotta skó,“ sagði þessi ungi herra við Dorritt Moussaieff í Öx- arfjarðarskóla á Lundi og benti með íslenska fánanum á gljáfægðan skófatnaðinn. Drengurinn heitir Eysteinn Orri Árelíusson, tveggja og hálfs árs, frá Kópaskeri. „Norður- Þingeyingar í kjörstöðu“ Ólafur Ragnar Grímsson hóf tveggja daga opinbera heimsókn sína til Norður- Þingeyjarsýslu í gær. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari eru með í för. Fyrri dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands í Norður-Þingeyjarsýslu KÓLGUFLEKKUR kom í trollið hjá áhöfninni á Þorra Ve-50 um helgina, en aðeins er vitað um að þessi sjald- gæfi fiskur hafi veiðst tvisvar sinnum áður hér við land. Fiskurinn veiddist á um 130-140 faðma dýpi á Hávadýpi og segir Kristján Egilsson, forstöðu- maður Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja, sem nú hefur fengið fiskinn til varðveislu, að nokkuð al- gengt sé að furðufiskar veiðist á þeim slóðum. Í bókinni Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson segir að kólguflekk- ur hafi aðeins veiðst tvisvar sinnum áður hér við land, árin 1961 og 1964, bæði skiptin við Vestmannaeyjar. Kristján segir að þessi tegund virðist vera nokkuð algeng við S-Bretland og Miðjarðarhafið, því árlega eru veidd um 10 þúsund tonn af tegund- inni og segir Kristján kólguflekk eiga að vera góðan mat- fisk. Kólguflekkurinn sem veiddist um helgina var 40 cm langur og segir Kristján að miðað sé við að fiskar sem eru 41-44 cm langir séu um 12-14 ára gamlir. Fiskurinn verður stoppaður upp og síðan hafður til sýnis á safn- inu. Kristján segir að kólguflekkur sé mjög fallegur fiskur, „þeir voru ein- mitt að tala um það sjómennirnir að hann hafi verið silfur- og roðasleginn áður en hann fór í frost, allur silfr- aður en rauður á bakinu og bakugg- inn fagurrauður“. Furðufisk- ur í trollið Morgunblaðið/Sigurgeir LÖGREGLAN í Hafnarfirði fram- kvæmdi í gær aðfararaðgerð á heimili föður níu ára barns til að fullnusta úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 31. ágúst síðastlið- inn þess efnis að maðurinn skyldi afhenda barnið móður þess í Frakklandi. Aðfaraaðgerðin var framkvæmd á grundvelli þess að úrskurði hér- aðsdóms var ekki hlítt, en frestur rann út klukkan 15 síðastliðinn föstudag. Gerðarþoli, faðir barns- ins, var ekki heima og hvorki er vitað um ferðir hans né barnsins. Fulltrúar sýslumannsins í Hafn- arfirði voru viðstaddir innsetning- argerðina, auk barnaverndarfull- trúa og lögmanns móður barnsins. Úrskurður Héraðsdóms Reykja- ness var kærður til Hæstaréttar 3. september en Hæstiréttur hefur ekki kveðið upp dóm í málinu. Aðfararaðgerð á heimili föður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.