Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 49
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 49
SAMRÆMD VEFMÆLING VIKA NR. 36
Sjá á www.chamber.is
og textavarpi síðu 611
Samræmd vefmæling er listi yfir vefsetur, sem öll eru mæld af Modernus ehf.
VEFUR FLETTINGAR INNLIT GESTAFJÖLDI
www.mbl.is 1.355.935 420.147 83.061
www.simaskra.is 413.935 108.063 35.275
www.einkamal.is 1.126.808 131.698 23.044
www.hugi.is 349.472 64.964 15.236
www.strik.is 259.396 61.411 20.994
www.theyr.com 121.847 36.534 16.931
www.torg.is 121.363 33.252 8.122
www.femin.is 280.415 30.978 8.999
www.ruv.is 30.292 11.475 5.542
www.formula1.is 43.136 10.729 3.400
www.eidfaxi.is 34.634 9.707 3.192
www.althingi.is 41.395 9.423 4.301
www.netdoktor.is 50.232 8.656 4.757
www.textavarp.is 10.354 8.171 4.621
www.rsk.is 10.513 4.519 1.649
www.skifan.is 22.311 4.194 2.126
www.sjonvarp.is 14.729 4.069 2.234
www.gulalinan.is 16.241 3.728 2.700
www.form.is 9.554 3.380 2.260
www.ha.is 8.948 2.724 1.700
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
Verslunarráð Íslands
13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam-
komulagi.
FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru
franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl.
10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alberte-
@islandia.is
FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og
eftir samkomulagi.
GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar
frá kl. 9–19.
GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík.
Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S.
551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13.
ágúst.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar
opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17.
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS – HÁSKÓLABÓKA-
SAFN: Opið mán.–fim. kl. 8.15–22, föst. kl. 8.15-19, lau.
9–17, sun. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð sunnud. og hand-
ritadeild lokuð laugard. og sunnud. S: 525 5600, bréfs:
525 5615.
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema
mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og
Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er
alltaf opinn.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán.
Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið
alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–
16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á
internetinu: http//www.natgall.is
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
THE REYKJAVÍK ART MUSEUM
Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105
ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191
Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:lista-
safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið
fimmtudaga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 –
101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Net-
fang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn-
@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstu-
daga–miðvikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105
Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista-
safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–
september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16
alla daga
LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag-
lega kl. 12–17 nema mán.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s.
553 2906.
LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla
mið. kl. 12-18.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús,
Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax:
563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán.–föst.
kl. 10-16.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið
er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17.
MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í
sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími
575-7700.
MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá
1. júní til 15. sept. kl. 11-17.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til
1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við
gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borg-
ara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum.
Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust-
@eldhorn.is.
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/
Elliðaár. Frá 1. sept. - 31. maí er opið á sun. kl. 13–17.
Hægt er að panta leiðsögn á öðrum tímum í síma
567 9009 eða á netfang: rafheimar@or.is
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá
kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550
og 897 0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum
tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi
12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu
116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16.
NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl. 13-17.
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17.
Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán.
Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17.
Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bré-
fas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða:
hhtp://www.nordice.is.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafn-
arfirði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun.
til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími
sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær,
sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn@natmus.is
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S.
581 4677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
Uppl. í s: 483 1165, 483 1443.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18.
S. 435 1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður-
götu. Handritasýning opin kl. 14-16 þri.-föst. til 15. maí.
STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla
daga kl. 13–18 nema mánud. er lokað. Opnað fyrir hópa
utan þess tíma eftir samkomulagi. Maríukaffi býður upp
á gómsætar veitingar á opnunartíma. Til sölu steinar,
minjagripir og íslenskt handverk. S. 431 5566. Vefsíða:
www.islandia.is/steinariki
SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði
frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant-
að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum
861-0562 og 866-3456.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu
lokaðar vegna endurbóta á húsnæði.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning-
ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga
frá kl. 11–17. Sími 545 1400.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10–
19. Lau. 10–15.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–
18. Lokað mán.
NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní –
1. sept. Uppl. í s. 462 3555.
NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
ar frá kl. 11–17.
NÁMSKEIÐIÐ „Ráð til að umbreyta
lífi þínu“ verður haldið næstu þrjá
þriðjudaga í Odda, Háskóla íslands, á
vegum Karuna, samfélags mahayana-
búddista á íslandi. Búddamunkur
kennir og byggir á samnefndri bók
eftir Geshe Kelsan Gyatso.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem
hafa áhuga á hugleiðslu og innri friði
hvort sem þeir eru búddistar eða
ekki, segir í fréttatilkyningu. Hvert
skipti er sjálfstæð eining og kostar kr.
1.000 en kr. 500 fyrir námsmenn og
öryrkja. Kennsla hefst kl. 20 og eru
allir velkomnir.
Fyrirlestrar
um búddisma
„UMHVERFISÁHRIF stórra uppi-
stöðulóna eru oft nefnd til sögunnar
þegar metin eru áhrif stórra vatns-
aflsvirkjana á hálendinu. Umhverfis-
áhrif stórra lóna geta verið víðtæk,
en áhrif á áfok og eyðingu gróðurs
vekja sérstakar áhyggjur þar sem
slík áhrif eru yfirleitt óafturkræf. En
hver eru þessi áhrif, og hvaða máli
skipta þau? Hvaða mótvægisaðgerð-
ir eru mögulegar?
Um þetta verður rætt á sameig-
inlegri málstofu Umhverfisstofnun-
ar Háskóla Íslands og Landverndar
þriðjudaginn 11. september kl. 16.00
í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Ís-
lands. Aðgangur er ókeypis og öllum
opinn,“ segir í fréttatilkynningu.
Á málstofunni mun Ólafur Arn-
alds sérfræðingur á Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins flytja fram-
söguerindi. Fulltrúi Landgræðslu
ríkisins, Guðmundur Hagalín, stöðv-
arstjóri í Búrfellsvirkjun, Matthías
Loftsson jarðverkfræðingur og Þóra
Ellen Þórhallsdóttir prófessor munu
sitja við pallborð ásamt frummæl-
anda til að fjalla frekar um málið.
Stór uppistöðulón og áfok
UM helgina voru tíu öku-
menn stöðvaðir vegna
gruns um ölvun við akstur
og 23 vegna hraðaksturs.
Þá voru 40 umferðaróhöpp tilkynnt
lögreglu. Brýnt er að ökumenn taki
tillit til breyttra aðstæðna í umferð-
inni sem fylgja haustkomunni. Öku-
maður, sem grunaður er um ölvun,
ók bifreið sinni inn í trjárunna á Sæ-
braut við Skútuvog. Við leit fannst
einnig tæki til fíkniefnaneyslu.
Hljómtækjum stolið fyrir
hundruð þúsunda
Um helgina voru lögreglu til-
kynntir 12 þjófnaðir og 10 innbrot
að auki. Á föstudag var lögreglu til-
kynnt um þjófnað á hljómflutnings-
tækjum frá veitingastað í miðborg-
inni. Verðmæti hlutanna nemur
hundruðum þúsunda. Brotist var inn
í fyrirtæki í miðborginni aðfaranótt
laugardags og stolið tölvum og
tæknibúnaði. Ekki er ljóst hvort það
voru sömu aðilar sem fóru síðan aft-
ur inn í fyrirtækið aðfaranótt mánu-
dags og stálu tölvubúnaði.
Tveir menn sáust á gangi í Hafn-
arstræti með málverk á milli sín.
Þegar þeir urðu lögreglu varir tóku
þeir á rás en það náðist að handtaka
annan. Málverkið höfðu þeir haft
með sér af veitingastað þar sem þeir
höfðu snætt. Auk þess að stela mál-
verkinu höfðu þjófarnir farið frá
ógreiddum reikningi á staðnum.
Hinn handtekni var vistaður í fanga-
geymslu.
Aðfaranótt sunnudags voru tveir
menn handteknir við innbrotstil-
raun í fyrirtæki í Grafarvogi. Annar
karlmaður var handtekinn við inn-
brot á heimili í Grafarvogi. Við
handtökuna náði viðkomandi einnig
að vinna skemmdir á lögreglubif-
reið. Þekktur brotamaður var hand-
tekinn eftir innbrot í söluturn í Mos-
fellsbæ aðfaranótt sunnudags. Hann
hafði brotið rúðu og stolið skipti-
mynt sem fannst á honum við hand-
töku.
Líkamsmeiðingar
og gripdeildir
Fimm líkamsmeiðingar voru til-
kynntar til lögreglu um helgina,
flestar vegna átaka milli ölvaðra
manna í tengslum við skemmtana-
hald.
Lögreglan hafði afskipti af öku-
manni í Breiðholti á laugardags-
morgun. Í bifreið hans fundust ætl-
uð fíkniefni. Maðurinn var
yfirheyrður á lögreglustöðinni í
Breiðholti en síðan sleppt.
19 ára piltur var handtekinn eftir
þjófnað á fatnaði í verslun í Kringl-
unni á laugardag. Hann hafði sett
inn á sig fatnað fyrir á þriðja tug
þúsunda króna. Við leit fundust
einnig á honum ætluð fíkniefni auk
greiðslukorta sem hann gat ekki
gefið skýringu á.
Úr dagbók lögreglunnar – 7.–10. sept.
Innbrot og um-
ferðaróhöpp tíð
Í LAUGARDAGSBLAÐINU var
birt grein um brunabótamat eftir
Margréti Hauksdóttur lögfræðing
og Örn Ingvarsson verkfræðing,
sem bæði eru framkvæmdastjórar
hjá Fasteignamati ríkisins. Línurit
sem sýna átti afskriftaferil við með-
alviðhald húss, og átti að birtast með
greininni, féll út og er birt hér ásamt
útskýringum.
Í grein Margrétar og Arnar kom
fram að við endurmat á brunabóta-
mati er verið að hrinda í framkvæmd
lögum sem marka breytta aðferðar-
fræði við ákvörðun brunabótamats.
Hún felst í því að við ákvörðun á
brunabótamati fasteigna skuli taka
tillit til afskrifta með hliðsjón af
aldri, sliti, viðhaldi og ástandi eignar.
Afskriftum má skipta í þrennt;
efnislegar, úreldingar- og hagrænar
afskriftir. Við endurmat Fasteigna-
mats ríkisins á brunabótamati sem
tekur gildi 15. september næstkom-
andi, er beitt efnislegum afskriftum.
Við útreikning efnislegra afskrifta
er notuð byggingarfræðileg sundur-
liðun, þ.e. hver bygging sem tekin er
til brunabótamats er aðgreind í ein-
staka byggingarþætti. Hver bygg-
ingarþáttur er síðan sundurgreindur
í annars vegar efnisliði og hins vegar
vinnu- og vélaliði. Af heildarnýbygg-
ingarkostnaði eru efnisliðir um 55%
en vinnu- og vélaliðir um 45%. Þar
sem aldur og slit hafa ekki áhrif á
vinnu og vélakostnað er efnislegum
afskriftum aðeins beitt á efniskostn-
aðinn.
Efnisþættir húss hafa mislangan
endingartíma. Afskriftarhraði fer
eftir endingartíma byggingarþátta,
þannig afskrifast byggingarþáttur
með 20 ára endingartíma (t.d. hrein-
lætistæki) um 5% á ári en bygging-
arþáttur með 50 ára endingartíma
(t.d. gluggar) um 2% á ári.
Einfalda mynd af afskriftarregl-
unum má sjá í meðfylgjandi línuriti
sem sýnir á lárétta ásnum aldur húss
og á lóðrétta ásnum hvað eftir stend-
ur af upphaflegum efnislegum verð-
mætum sem eyðilagst geta í eldi. Við
50 ára aldur húss standa þannig um
79% eftir, þ.e. afskrifuð hafa verið
21% af upphaflegu gildi.
Afskriftir í
brunabótamati
Í MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
þarf oft að safna saman hlutum (t.d.
fiskbitum) af óreglulegum stærðum
og pakka þeim í skammta með gef-
inni lágmarksstærð, t.d. uppgefinni
markþyngd, segir í fréttatilkynn-
ingu. Miðvikudaginn 12. september
2001 mun prófessor Páll Hensson
segja frá reikniaðferðum sem Marel
hf. og Verkfræðideild HÍ hafa þróað
til að ákvarða samval eða niðurröðun
hlutanna í skammta þannig að yfir-
vigt sé lágmörkuð.
„Ein reikniaðferðin hefur verið
notuð síðan 1993 í Marel-samvals-
flokkurum sem seldir hafa verið um
allan heim, og sem sótt hefur verið
um einkaleyfi á. Samstarf Marel hf
og HÍ á þessu sviði hefur bæði
gagnast Marel eins og að ofan grein-
ir en einnig HÍ, en unnin hafa verið
nokkur áhugaverð lokaverkefni í
verkfræði og ýmis nemendaverkefni
í námskeiðum um þetta efni. Sem
stendur er Agni Ásgeirsson að vinna
að PhD ritgerð um samvalið við
Georgia Institute of Technology.
Fyrirhugað er að hann segi frá sinni
vinnu á fundi ARFÍ eftir áramót.
Á fundinum mun Páll segja frá að-
ferðum án þess að vera mjög tækni-
legur. Hann mun einnig fjalla um
ýmsar praktískar hliðar málsins, t.d.
baráttu um einkaleyfi á reikniaðferð-
um og sölu og notkun tækjanna sem
reikniaðferðirnar eru í,“ segir í
fréttatilkynningu. Fundurinn hefst
kl. 16. 15 í Tæknigarði.
Útflutningur íslenskra
reikniaðferða
Galtarviti í vitlausum hreppi
Í viðtali við hljómsveitina múm í
laugardagsblaðinu kom fram að
sveitin hefði verið við upptökur í
Galtarvita í Súðavíkurhreppi í sum-
ar. Þarna er Galtarviti ranglega
staðsettur. Hér áður fyrr tilheyrði
hann Suðureyrarhreppi, en síðar var
sá hreppur sameinaður Ísafjarð-
arbæ og tilheyrir Galtarviti því sveit-
arfélagi í dag. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
NÝLEGA var settur upp vefur fyr-
ir áhugaljósmyndara. Slóðin er
www.ljosmyndari.is. „Tilgangur
með ljosmyndari.is er að miðla
ýmsum fróðleik um ljósmyndun,
birta greinar um allt er viðkemur
ljósmyndun, gagnrýni á myndir,
ljósmyndasamkeppnir, ljósmynda-
sýningar, skoðanakannanir, upplýs-
ingar um starfandi ljósmynda-
klúbba á Íslandi, ljósmyndarafélög,
viðtöl við ljósmyndara, jafnt at-
vinnumenn sem og áhugamenn
ásamt viðtölum við ýmsa er tengj-
ast ljósmyndun á einn eða annan
hátt. Á vefsíðunni ljosmyndari.is er
fjöldinn allur af ljósmyndum.
Fylgst verður með því nýjasta í
ljósmyndun og reynt verður að
gera því góð skil,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu
Það er Pálmi Guðmundsson ljós-
myndari sem hefur veg og vanda af
uppsetningu þessarar vefsíðu
áhugaljósmyndara, “ segir þar enn-
fremur.
Ný vefsíða
fyrir áhuga-
fólk um
ljósmyndun
♦ ♦ ♦