Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 2001 anfarin ár, enda er þetta ágæt bú- bót. Ég hef reyndar ekki smakkað háfinn sjálfur en mér er sagt að hann sé herramannsmatur. Að minnsta kosti vill Bretinn ólmur kaupa þetta af okkur,“ segir Sig- mar. Háfur, sem verður um 80-100 sentimetra langur, finnst allt í kringum Ísland en er þó mun sjald- séðari við norðanvert landið og Austfirði en í hlýja sjónum sunnan- NOKKRIR netabátar frá Vest- mannaeyjum hafa síðustu daga fengið töluvert af háfi í netin undan suðurströnd landsins. Þannig land- aði Pétursey VE um 10 tonnum af þessum óvenjulega afla um síðustu helgi. Sigmar Sveinsson, skipstjóri á Pétursey, segir að oft fáist háfur í netin á þessum árstíma. Aflinn sé fluttur í gámum á Bretlandsmarkað og fyrir hann fáist ágætt verð. „Við höfum veitt svolítið af háfi und- og suðvestanlands. Íslendingar hafa fram til þessa lítið borið sig eftir háfnum en Frakkar, Skotar, Írar og Englendingar hafa í gegn- um tíðina sótt nokkuð í þennan sér- kennilega fisk. Í bók Gunnars Jóns- sonar, Íslenskir fiskar, segir að mest hafi veiðst af háf á Íslands- miðum árið 1957 eða 1.014 tonn og þar af hafi Íslendingar veitt 207 tonn sem sé mesti afli okkar til þessa. Morgunblaðið/Sigurgeir Skipverjar á Pétursey VE landa góðum háfsafla í Vestmannaeyjum. Fá mikið af háfi í netin KAUPÞING hf. hefur gert samning um kaup á svissneska eignastýring- arfyrirtækinu Handsal Asset Man- agement SARL, sem hefur aðsetur í Genf. Þetta kom fram í tilkynningu frá Kaupþingi á Verðbréfaþingi Ís- lands í gær. Þar segir að með kaup- unum eignist Kaupþing 100% hlut í félaginu, en seljandi sé Michelle Val- fells. Michelle mun starfa áfram fyr- ir félagið og veita því forstöðu. Tilgangur kaupanna er sagður vera að renna frekari stoðum undir rekstur Kaupþings í Sviss. Samning- urinn er gerður með fyrirvara um samþykki fjármálayfirvalda um heimildir Kaupþings til kaupanna. Eignastýring ofan á skuldastýringu Bjarni Markússon, forstöðumaður Kaupþings í Sviss, segir að með kaupunum sé verið að bæta eign- astýringu ofan á þá skuldastýringu sem fyrirtækið sé með og að þannig sé verið að auka þjónustuna. Hann segir að Handsal Asset Management hafi verið dótturfélag verðbréfafyr- irtækisins Handsals. Michelle Val- fells hafi í desember 1998 keypt fyr- irtækið af eldri eigendum Handsals. Burnham International tók hins veg- ar yfir rekstur Handsals á miðju ári 1999. Að sögn Bjarna hefur Handsal Asset Managemet starfað við það að stýra eignum þriðja aðila, þ.e. að sjá um fjárfestingar fyrir viðkomandi. Hann segir að starfsemi Kaup- þings í Sviss gangi vel og segist ánægður með þær móttökur sem fyrirtækið hafi fengið á því ári sem liðið sé frá stofnun þess. Með kaup- unum á Handsal Asset Management sé verið að treysta grunninn enn frekar. Michelle Valfells er eiginkona Jóns Valfells sem starfar hjá Rauða krossinum í Genf. Kaupþing kaupir eignastýringar- fyrirtæki í Sviss KOLMUNNAVEIÐI er ennþá góð og allt bendir til þess að afli Íslendinga verði meiri en nokkru sinni. Nú hafa íslenzku skipin landað um 235.000 tonn- um af kolmunna á Íslandi. Auk þess hefur nokkru magni verið landað í Færeyjum eða alls tæplega 8.000 tonnum. Heild- arafli íslenzku skipanna er því ríflega 242.000 tonn, en var allt síðasta ár um 260.000 tonn. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva hef- ur alls verið landað hér á landi ríflega 275.000 tonnum og er hlutur erlendra fiskiskipa í því um 40.000 tonn. Mestu hefur verið landað á Eskifirði, um 66.500 tonnum, 55.200 tonnum hefur verið landað hjá SR-mjöli á Seyðisfirði og 54.400 hjá Síld- arvinnslunni í Neskaupstað. Mikil veiði á kolmunna ÁKVÖRÐUN sjávarútvegsráðherra að setja keilu og löngu í kvóta, sam- hliða því að afnema þorskaflahá- markskerfi og þakkerfi krókabáta, hefur leitt til þess að línubátar í krókaaflamarki á Suðausturlandi, suður um og norður í Breiðafjörð hafa legið bundnir við bryggju í þá 10 daga sem liðnir eru af fiskveiði- árinu, að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Örn segir ekki bæði sleppt og haldið í þessu máli, það gangi ein- faldlega ekki upp að stjórna með þessum hætti. „Varla hefur það verið ætlun sjávarútvegsráðherra að leggja af línuútgerð krókabáta á þessu landsvæði. Framkvæmd krókaalfamarks, samhliða kvóta- setningu í keilu og löngu er hins veg- ar ávísun á slíkt. Við eru vongóðir um að nefnd sem nú vinnur að end- urskoðun á lögum um stjórn fisk- veiða leggi til að veiðum krókabáta verði stjórnað með svipuðu kerfi og var áður en hið svokallaða krókaafla- markskerfi var sett á. Ef að stjórn- völd hinsvegar kvika ekki frá króka- aflamarkskerfinu þá munum við krefjast þess að krókabátum verði heimilaðar frjálsar veiðar þeim teg- undum sem ekki teljast til krókaafla- marks. Verði ekki fallist á það er það lámarkskrafa að aflareynsla þessara báta verði metin,“ segir Örn. Enginn keilu- og löngukvóti til leigu Í ályktun stjórnarfundar Árborg- ar, félags smábátaeigenda á Suður- landi, er kvótasetningu á keilu og löngu sem nýlega kom til fram- kvæmda með reglugerð, harðlega mótmælt. Í ályktuninni segir að þetta megi skilja sem svo að áhöfn- um krókaaflamarksbáta sé fyrirlagt að henda öllum keilu- og lönguafla en gæta þess vandlega að ekki sjáist til þeirra. Bent er á að þessum bátum sé skilt að nota króka við veiðarnar, þeir noti aðallega línu en á hana veiðist alltaf keila og langa sem með- afli við Suðurströndina. Við upphaf fiskveiðiársins sé enginn keilu- eða löngukvóti til leigu og því standi bát- arnir frammi fyrir því að róa ekki eða að henda keilu- og lönguaflanum. Fer stjórn Árborgar þess á leit við sjávarútvegsráðherra að hann leið- beini mönnum um hvor leiðin skuli farin. Þurfa að henda keilu og löngu ÞRÁÐLAUST fjarskiptakerfi sem vinnur á örbylgju og veitir aðgang að Netinu hefur verið sett upp í Reykjavík. Útbreiðslusvæði kerf- isins nú er Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og hluti Garðabæjar en það er enn í uppbyggingu. Íbúar og fyrirtæki á þessu svæði geta tengst Netinu þráð- laust með loftneti og tengibúnaði frá fyrirtækinu eMax, sem á og rekur kerfið í samstarfi við banda- ríska fyrirtækið iDigi Comm- unications, en það er með einka- leyfi fyrir tækninni sem notuð er. Samkvæmt upplýsingum frá eMax er ekkert upphafsgjald fyrir þjónustuna en greiða þarf fyrir uppsetningu búnaðar og fast gjald er greitt mánaðarlega fyrir þjón- ustu. Ekki er þörf á tengingu við síma. Veitir þráðlausan aðgang að Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.