Morgunblaðið - 11.09.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
TVEGGJA daga opinber heimsókn
forseta Íslands, Ólafs Ragnars
Grímssonar, til Norður-Þingeyjar-
sýslu hófst í gær í blíðskaparveðri.
Forsetinn og fylgdarlið hans skoð-
uðu m.a. Dettifoss og Ásbyrgi.
Þrettán ára trompetleikari,
Magnea Dröfn Hlynsdóttir, lék tvö
lög fyrir forseta og föruneyti við
komuna að fossinum, undir niði
Jökulsár á Fjöllum. Pabbi hennar,
Hlynur Bragason, þurfti að halda
nótunum fyrir dóttur sína svo að
þær fykju ekki út í veður og vind.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikið fyrir
forseta
Norður-Þingeyingar/6
FLUGVÉLAR frá varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli koma til með að fljúga í átt að rússneskum
flugvélum sem fyrirhuga æfingaflug á N-Atlants-
hafi ef þær nálgast loftvarnarsvæði Íslands. Frið-
þór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, sagði
að varnarliðið fylgdist með öllum óþekktum vélum
sem kæmu inn fyrir svæðið. Hann sagði að flogið
yrði í átt að flugvélunum í þeim tilgangi að bera
kennsl á þær og jafnframt yrði þeim fylgt eftir
meðan þær eru innan svæðisins.
Ekki er algengt að rússneskar herfugvélar sjáist
við Ísland. Það gerðist síðast fyrir tveimur árum,
en þá hafði það ekki gerst síðan 1991.
Utanríkisráðuneytið fékk síðdegis í gær frekari
upplýsingar um æfingaflug rússnesku vélanna.
Ráðuneytið og flugmálayfirvöld voru í gærkvöld að
skoða hvort upplýsingarnar tryggðu að ekki þyrfti
að koma til röskun á flugi farþegaflugvéla um ís-
lenska flugumferðarsvæðið.
Rússneska sendiráðið tilkynnti utanríkisráðu-
neytinu fyrirhugaðar æfingar á laugardagsmorg-
un, en þær áttu að hefjast aðfaranótt mánudags.
Utanríkisráðuneytið og íslensk flugmálayfirvöld
töldu nauðsynlegt að fá meiri upplýsingar um æf-
ingarnar svo að koma mætti í veg fyrir að þær
hefðu áhrif á farþegaflug um svæðið. Rússar
brugðust við gagnrýninni með því að fresta æfing-
unum um tvo daga og sendu svo viðbótarupplýs-
ingar í gær.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði að
samkvæmt upplýsingum Rússa stæðu æfingarnar
á íslenska flugstjórnarsvæðinu í einn dag, en þeir
væru með tvo daga til vara ef á þyrfti að halda. Ut-
anríkisráðuneytið sagðist vænta þess að koma
mætti þessum samskiptum í góðan farveg í fram-
tíðinni enda hefðu Íslendingar átt vinsamleg sam-
skipti við Rússa mjög lengi.
„Ég held að við verðum að læra af þessu og
standa öðruvísi að málum í framtíðinni. Við við-
urkennum rétt Rússa til að stunda æfingar en för-
um aðeins fram á að það sé gert með þeim hætti að
við getum búið við það og flugsamgöngur yfir Ís-
land geti verið með eðlilegum hætti,“ sagði Hall-
dór.
NATO með æfingar á sama tíma
Nokkra athygli vekur að æfingar rússneska flug-
hersins eru tilkynntar á sama tíma og kafbátaleit-
aræfing Atlantshafsbandalagsins stendur yfir og
norski flugherinn stendur fyrir NATO-æfingum á
hafinu fyrir vestan Noreg.
Stanislav E. Pokrovsky, staðgengill rússneska
sendiherrans á Íslandi, sagðist ekki geta útilokað
að einhver tengsl væru á milli þessara æfinga og
æfinga Rússa. „Það er jafnan þannig að þegar einn
aðili stendur að heræfingum fylgjast aðrir með. Ég
vil ekki staðfesta að það séu tengsl á milli þessara
æfinga, en ég útiloka það ekki,“ sagði Pokrovsky.
Varnarliðið fylgist með æfingum rússneska flughersins á N-Atlantshafi
Flogið verður í átt að
rússnesku vélunum
Rússar gáfu/30
BJÖRK Guðmundsdóttir er nú á
tónleikaför um heiminn til að
kynna breiðskífu sína Vespertine. Í
þeirri ferð stendur til að hún leiki
hér á landi í desember og í viðtali
við Morgunblaðið segir hún að sig
skipti miklu að bestu tónleikarnir
verði einmitt hér á landi.
Vespertine hefur fengið góða
dóma en Björk segist reyna að lesa
sem fæsta dóma, hvort sem þeir séu
góðir eða vondir, því að þeir hafi
alltaf áhrif, „sama hvað maður þyk-
ist vera öruggur með sig“.
Á nokkrum tónleikum hefur
Björk sungið án hljóðnema og segir
hún það mikinn létti, því henni finn-
ist hún ekki skila nema 30% af því
sem hún vill þegar hún er með
hljóðnemann í hendinni.
Björk syngur á ensku á plötum
sínum og tónleikum erlendis en
segist í viðtalinu munu syngja á ís-
lensku hér á landi eins og hingað
til. „Þegar ég byrjaði að syngja
söng ég hljóð í fimm ár. Síðan fór
ég að reyna að setja íslensk orð í
staðinn fyrir hljóðin og svo tóku við
mörg ár þar sem ég hélt tónleika og
starfaði erlendis. Mér finnst ég
hafa sungið á ensku án þess að selja
í mér tunguna af því að ég gekk í
gegnum allt hitt fyrst … Það er
ekkert slæmt að syngja á ensku;
það fer eftir því við hvern þú ert að
tala. Þess vegna mun ég alltaf
syngja á íslensku þegar ég er á Ís-
landi, annað væri bara rugl.“
Vonir standa til þess að innan
hálfs mánaðar verði búið að ganga
frá samningi um tvenna tónleika
Bjarkar með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands rétt fyrir jól eins og kemur
fram í viðtali við Þröst Ólafsson,
framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, í
blaðinu í dag.
Björk Guðmundsdóttir kynnir breiðskífu sína Vespertine um heim allan
Bestu tónleikarnir
verði á Íslandi
Tónlistin eðlisávísun/24
Unnið að tónleikum/28
SUMARIÐ 2002 verður fluga
eina leyfilega agnið í alls átta
laxveiðiám hér á landi, eftir að
samþykkt var á fundi veiðirétt-
areigenda í Laxá á Ásum að að-
eins yrði veitt á flugu í ánni
næsta sumar. Árnar sjö eru,
auk Laxár á Ásum, Vatnsdalsá,
Hofsá, Hrútafjarðará, Haf-
fjarðará, Straumfjarðará,
Fljótaá í Fljótum og Reykja-
dalsá í Reykjadal. Þá er aðeins
veitt á flugu í Kjarrá í Borg-
arfirði.
Auk þessa má nefna að í
þremur laxveiðiám, Hítará,
Norðurá og Miðfjarðará, er að-
eins leyfð fluguveiði eftir mán-
aðamót júní-júlí og maðkveiði
er bönnuð á Nesveiðum í Laxá í
Aðaldal, þótt spónveiði sé þar
enn leyfð. Einnig eru sérstök
fluguveiðisvæði í Laxá í Aðal-
dal, utan Nessvæðanna, í Laxá
í Kjós og í Elliðaánum.
Litið er á bann við maðki og
spón sem verndartæki, en nið-
ursveifla laxastofnsins er
mönnum áhyggjuefni.
Aðeins
fluga í
átta
veiðiám
TVEIR erlendir menn voru úrskurð-
aðir í viku gæsluvarðhald á sunnu-
dag að kröfu lögreglunnar í Reykja-
vík vegna gruns um að villa á sér
heimildir með fölsuðum vegabréfum
og að svíkja tugi þúsunda út úr bönk-
um. Þeir voru með frönsk vegabréf
og kannar lögregla nú um hvaða
menn ræðir og hefur sent fyrirspurn
til alþjóðalögreglunnar Interpol.
Mennirnir voru handteknir á
Laugaveginum á laugardagskvöld,
en þá hafði athæfi þeirra í bönkunum
verið kært. Þeir höfðu stundað að
skipta gjaldeyri í bönkunum en létu
kaupin ganga til baka með því að
segja að þeir væru hættir við við-
skiptin eftir að hafa fengið afhentan
gjaldeyri. Þá fengu þeir eigið fé til
baka en skiluðu hins vegar ekki öll-
um hinum nýfengna gjaldeyri eins
og þeim bar.
Grunur um
vegabréfa-
fölsun og
fjársvik