Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMikil spenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu/B4, B5, B6, B7, B8, B9 Jóhannes Karl semur við Real Betis/B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Barn lést í bílveltu DRENGUR á þriðja ári lést í bíl- slysi á Skeiðavegi í Árnessýslu á laugardagskvöld þegar bifreið sem hann var í ásamt foreldrum sínum valt. Móðir barnsins, kona á þrí- tugsaldri, slasaðist alvarlega og liggur lífshættulega slösuð á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi. Faðir barnsins slasaðist hins vegar minna. Slysið varð á mótum Skeiðaveg- ar og Suðurlandsvegar seint á laugardagskvöld og fékk lögreglan tilkynningu um það kl. 23.13. Bif- reiðinni var ekið suður Skeiðaveg og hún valt á gatnamótum við Suð- urlandsveg. Talið er að ökumað- urinn hafi misst stjórn á bifreiðinni í möl í vegkanti með þeim afleið- ingum að hún valt tvær til þrjár veltur út fyrir veginn. Konan, sem sat í aftursæti bif- reiðarinnar, kastaðist út úr bifreið- inni og var flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Landspítalann. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi var barnið í barnabílstól. Tildrög slyssins eru í frekari rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. ÞRÍTUGUR karlmað- ur lést í bifhjólaslysi á laugardag á mótum Breiðholtsbrautar og Suðurlandsvegar þeg- ar tvö bifhjól lentu í árekstri við jeppabif- reið. Hinn látni hét Vilberg Úlfarsson, til heimilis í Flétturima 34, Reykjavík. Hann var fæddur 11. mars 1971 og var ókvæntur og barnlaus. Lögreglunni í Reykjavík barst til- kynning um slysið kl. 15 á laugardag. Til- drög slyssins voru þau að nokkrum bifhjólum var ekið austur Suðurlandsveg þegar jeppa- bifreið var ekið út á Suðurlandsveg af Breiðholtsbraut. Tvö bifhjól lentu á bifreiðinni og öku- maður þess þriðja missti stjórn á hjóli sínu. Ökumenn hjólanna tveggja sem lentu á bifreiðinni voru fluttir á Landspítala – há- skólasjúkrahús og lést annar þeirra sem fyrr segir, eftir komu á sjúkrahúsið, en hinn hlaut ekki alvarleg meiðsl. Ökumann jeppabifreiðarinnar, sem var einn í bifreið- inni, sakaði ekki. Tildrög slyssins eru komin til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Lést í bifhjólaslysi Vilberg Úlfarsson Morgunblaðið/RAX ÞESSI foss í Bláfjallakvísl á syðri Fjallabaksleið austan Mýrdalsjökuls skartaði sínu fegursta þegar ljósmynd- ari átti leið þar um á dögunum, ein af óteljandi nafn- lausum perlum íslenskrar náttúru. Nafnlaus náttúruperla Úrskurður LÍN ekki í samræmi við lög barns og segir hvergi í reglum LÍN að það gildi aðeins sé barnið alvarlega veikt. Formaður Stúdentaráðs fagnar áliti umboðsmanns og segir tímabært að farið verði yfir verklagsreglur sjóðsins, LÍN hafi þrengt undanþágu- heimildir án þess að heimild sé fyrir því í lögum. Gunnar I. Birgisson, for- maður stjórnar LÍN, hafði í gærkvöld ekki kynnt sér álit umboðsmanns og vildi því ekki tjá sig um það að svo stöddu. Beiðni stúdentsins, sem er kona, var sett fram vegna fjárhagserfið- leika sem rekja mátti til þess að hún þurfti að stunda umönnun nýfædds barns síns og gat því ekki sótt vinnu utan heimilis. Stjórn lánasjóðsins hafnaði beiðninni þar sem ekki var sýnt fram á að um veruleg veikindi barns væri að ræða og staðfesti mál- skotsnefnd þennan úrskurð eftir að hann hafði verði kærður. Stúdentaráð leitaði til umboðs- manns Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Stjórn LÍN er lögum samkvæmt heimilt að veita undanþágu frá árs- greiðslu námslána ef umönnun barna eða aðrar sambærilegar ástæður valda lánþega eða fjölskyldu hans verulegum fjárhagsörðugleikum. Umboðsmaður kemst að þeirri niður- stöðu að úrskurður málskotsnefndar LÍN hafi ekki verið í samræmi við lög í þessu máli. Lögin verði að hans áliti ekki skilin með öðrum hætti en svo að „umönnun barns“ geti ein og sér verið aðstaða sem beinlínis leiði til þess að stjórn LÍN, og eftir atvikum mál- skotsnefndinni, sé skylt að gera und- anþágu frá endurgreiðslu námslána. Ekkert í orðalagi þess lagaákvæðis sem við á eða lögskýringargögnum gefi til kynna að skilja megi orðalagið „umönnun barns“ með þeim hætti að það eigi aðeins við þegar um er að ræða umönnun „alvarlega veiks barns“. Tilmæli umboðsmanns eru að mál stúdentsins sem um ræðir verði tekið til skoðunar að nýju, óski konan þess, og að málskotsnefndin leysi þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í áliti hans. Þungur áfellisdómur yfir LÍN Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formað- ur Stúdentaráðs, segir álit umboðs- manns vera þungan áfellisdóm yfir LÍN, en þetta er í þriðja skipti á þessu ári sem umboðsmaður Alþingis gagnrýnir málsmeðferð lánasjóðsins þegar kemur að undanþágum frá endurgreiðslum námslána. Þorvarður Tjörvi segir að í þessu áliti gangi um- boðsmaður lengst í gagnrýni sinni, yf- irstjórn sjóðsins sé ekki einungis gagnrýnd fyrir að rannsaka viðkom- andi mál ekki nógu vel, heldur einnig fyrir að þrengja heimildir stúdenta til að fá undanþágu frá endurgreiðslum námslána án þess að heimild sé fyrir því í lögum og reglum sem gilda um sjóðinn. UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafi ekki farið að lögum þegar beiðni stúdents um undanþágu frá fastri ársgreiðslu af námslánum hinn 17. september 1999 var hafnað á þeirri forsendu að barn stúdentsins væri ekki alvarlega veikt. Hægt er að fá undanþágu vegna umönnunar HARKALEG líkamsárás sem ung- lingsstúlka varð fyrir á Landakots- túni í síðustu viku hefur vakið ugg meðal íbúa í hverfinu og varar fólk börn sín við að fara einsömul yfir tún- ið þar sem árásarmaðurinn hefur enn ekki náðst og málið því óupplýst. Stúlkan, átján ára menntskæling- ur, var á leið í skóla klukkan átta að morgni í síðustu viku. Að sögn móður stúlkunnar var orðið albjart þennan morgun þegar hún gekk yfir túnið eft- ir göngustíg sem liggur þar í gegn. Þá kom maður gangandi á móti henni eftir stígnum, kastaði sér á hana svo hún féll inn í runnaþykknið. „Hann virtist ekkert skuggalegur – bara vegfarandi rétt eins og hún en þegar hann var kominn í návígi sá hún að hann var sjúskaður. Í staðinn fyrir að ganga framhjá henni gekk hann í veg fyrir hana og kastaði henni inn í runn- ana. Dóttir mín er í mjög góðri þjálf- un, bæði sterk á líkama og sál, svo hún barðist um á hæl og hnakka og öskraði á hjálp. Athygli árásarmanns- ins beindist að því að þagga niður í henni þar sem hann hélt fyrir vit hennar, skellti höndinni fyrir munn- inn á henni svo hún beit illa í tunguna á sér. Hann tróð höndunum upp í hana og reif í munnvik hennar, kýldi hana aftan í höfuðið og skaddaði hana talsvert í andliti,“ segir móðir stúlk- unnar um árásina. Stúlkan hlaut einn- ig sár á handlegg og fótleggjum. „Engir þessara líkamlegu áverka eru sem betur fer varanlegir en þessi aðstaða að lenda í svona árás er ekki það sem neinn vill þurfa að upplifa og sérstaklega ekki að aðrir, sem hafa minna bolmagn til að verjast, lendi í svipuðu,“ segir móðirin en dóttir hennar náði að verjast árásarmann- inum af svo miklum krafti að hann hljópst á brott. Tvær nágrannakonur mæðgnanna voru vitni að árásinni og komu stúlkunni til aðstoðar. „Önnur þeirra var að horfa á eftir syni sínum fara í skólann og hin var að viðra hundana sína þegar þær heyrðu öskrin í dóttur minni. Þær komu að rétt eftir að hún hafði hrist manninn af sér og veittu henni ómetanlegan stuðning. Þær tóku hana með sér heim og hringdu á lögreglu og viljum við þakka þessum góðu grönnum fyr- ir hjálpina og benda á mikilvægi þess að fólk hafi augu og eyru opin og komi náunga sínum til hjálpar.“ Líkamsárás í runnaþykkni UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Fé- lagsþjónustan í Reykjavík hafi ekki starfað í samræmi við lög þegar stofnunin svaraði fyrirspurn eins skjólstæðinga sinna. Karlmaður sendi fyrirspurn um hvort hann fengi áframhaldandi greiðslur frá stofnuninni auk þess sem hann spurðist fyrir um rétt sinn til lækn- isaðstoðar og menntunar. Í áliti umboðsmanns segir að fé- lagsmálanefndum sveitarfélaga sé óheimilt að taka beinlínis afstöðu til þess hvort einstaklingar eigi rétt á sjúkratryggingu, enda hafi löggjaf- inn sérstaklega falið Trygginga- stofnun, að taka ákvarðanir um rétt manna að því leyti. Félagsþjón- ustan fór ekki að lögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.