Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Norræn hjúkrunarráðstefna Gjörgæsla og svæfingar NOKIAS er skamm-stöfun á heiti ráð-stefnu sem nor- rænn samstarfshópur gjörgæslu- og svæfingar- hjúkrunarfræðinga stend- ur að og haldin er þriðja hvert ár. Slík ráðstefna verður haldin hér í fyrsta skipti á Íslandi á Grand Hótel í Reykjavík og hefst nk. föstudag 14. september kl. 18. Ráðstefnunni verður fram haldið daginn eftir til kl. 18 og á sunnudag til kl. 17.30. Ásrún Kristjánsdótt- ir svæfingarhjúkrunar- fræðingur er í forsvari fyrir fjögurra manna ráðstefnu- nefnd. Hún var spurð hvað þarna ætti að fjalla um? „Yfirskrift ráðstefnunn- ar er; Nútímatækni og sið- fræði innan gjörgæslu- og svæf- ingarhjúkrunarfræði. Við erum með þrjátíu norræna fyrirlesara og fjóra íslenska.“ – Hefur tækni breyst mjög mik- ið á þessum sviðum? „Já, tæknivæðing innan heil- brigðisþjónustunnar hefur verið gífurleg í þágu sjúklingsins og einnig hefur hún létt undir með starfsfólkinu. Það helsta sem hefur breyst er að hraðinn hefur aukist og skurðstofutíminn hefur jafnvel orðið styttri. Vera sjúklings á sjúkrahúsinu hefur líka orðið styttri. Þetta gefur okkur ástæðu til að staldra við og huga að mann- legum þáttum í þessu umhverfi. Á ráðstefnunni talar Jón Sigurðsson, sérfræðingur í gjörgæslu- og svæf- ingarlækningum, sem varð fyrir því óhappi að lenda í slæmu bílslysi og hefur reynslu af því að vera sjúklingur og sérfræðingur í okkar umhverfi og mun hann opna ráð- stefnuna með því að segja okkur frá þeirri lífsreynslu. Jafnframt verða kynnt hinar ýmsu norrænu hjúkrunarrannsóknir sem tengjast þessum málaflokki og erum við með fyrirlesara sem er í farar- broddi í faginu frá sérhverju nor- rænu landi. Þeir munu ræða um fyrrnefnt efni.“ – Vegna hvers ætlið þið að ræða um siðfræði núna? „Við ræðum um siðfræðina vegna þess að hún fjallar um það hvað er rétt. Við getum haft hana að leiðarljósi þegar verið er að fjalla um hvað sé rétt eða rangt að gera. Hún leysir okkur þó ekki frá þeirri ábyrgð að taka ákvarðanir en er okkur til viðmiðunar í hinum ýmsu erfiðu aðstæðum sem oft koma upp í okkar umhverfi.“ – Hvers konar siðfræðileg álita- mál brenna helst á ykkur? „Það mætti nefna t.d. sjúkling á gjörgæslu í öndunarvél sem ekki hefur getu til að svara til um hvaða meðferð hann vill fá eða ekki fá. Hvað er þá rétt að gera?“ – Hvaða ráð gefur siðfræðin við þessu? „Siðfræðin getur bent okkur á að fara eftir lögum, reglum og að- stæðum hvers og eins hverju sinni og möguleikum sem eru fyrir hendi. Siðfræðin er mjög margvísleg og maður þarf menntun og þroska til að segja til um val.“ – Hefur starfið á gjörgæsludeild orðið erfiðara með aukinni tækni hvað siðfræði snertir? „Já, með aukinni tækni höfum við meiri möguleika á að halda fólki á lífi en gæði lífs þess geta verið álitamál. Þar kemur siðfræð- in inn í myndina. Þetta snertir sjúkling og starfsmann en hitt er líka erfitt hvað álagið er orðið mikil á starfsfólk í þessu umhverfi. Það álag er orðið gífurlega mikið og á ég þá bæði við um gjörgæslu- og svæfingardeildir.“ – Er langt síðan þessar ráð- stefnur hófust? „Þetta er fimmta NOKIAS-ráð- stefnan og hafa hinar staðið á hin- um Norðurlöndunum. Hins vegar hefur þessi hópur fræðsludaga eða ráðstefnur í sínu landi tvisvar á ári.“ – Er svipað ástand og hér innan gjörgæslu- og svæfingardeilda á hinum Norðurlöndunum? „Já, við höldumst í hendur með mjög margt. Álagið þar ytra er líka mikið og fólkið er fleira en þar hafa átt sér stað miklar breytingar líka í stjórnun og skipulagi sjúkrahúsa sem hefur haft mjög mikil áhrif of- an á allt annað. Sjúkrahús hafa verið sameinuð með mjög misjöfn- um árangri sem hefur komið niður á þessum deildum eins og öllum öðrum á viðkomandi sjúkrahúsum. Það þarf að fara mjög varlega í sameiningu stofnana svo að það bitni ekki illa á þjónustunni við sjúklinga og líðan starfsmanna.“ – Er nútímatækni og siðfræði mikilvægur málaflokkur? „Já, þessi málaflokkur mun í æ ríkari mæli setja svip sinn á um- ræðu um hlutverk og ábyrgð heil- brigðisþjónustunnar. Við aukna tækniþróun gæti þörfin fyrir breytta menntun starfsmanna einnig átt sér stað. Við þurfum að hafa í huga að starfið getur breyst í næstu framtíð. Meðal þeirra fyrirlesara sem við fáum til okkar á ráð- stefnuna er Erik Fosse sérfræðingur í brjóst- holsskurðlækningum frá Riks- hospitalet í Ósló sem mun einmitt fjalla um þennan málaflokk, þ.e. áhrif nýrrar tækni á meðferð sjúk- linga almennt oginnkomu starfs- fólks með aðra menntun en hefur mest tíðkast, svo sem verkfræð- inga, eðlisfræðinga og stærðfræð- inga.“ Ásrún Kristjánsdóttir  Ásrún Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 13.3. 1952. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1975, BSc-prófi í svæfing- arhjúkrun frá Umea í Svíþjóð 1981 og University Diploma í hjúkrunarkennslu frá Gauta- borgarháskóla 1988. Hún lauk og prófi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá HÍ 1999 og mastersprófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá fram- haldsdeild Kennaraháskóla Ís- lands 2000. Hún hefur starfað sem svæfingarhjúkrunarfræð- ingur víða hér og í Svíþjóð og var um árabil stundakennari í svæf- ingarhjúkrun við HÍ. Ásrún er gift Guðjóni Vilbergssyni lækni og eiga þau þrjú börn. Álagið gífur- lega mikið á gjörgæslu- og svæfingar- deildum NÍU grunnskólanemendur á aldr- inum 10–15 ára fengu afhent verð- laun í nýsköpunarkeppni grunn- skólanemenda í Gerðubergi á laugardag. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, fyrir bestu upp- finningu, formhönnun og hug- búnað. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verð- launin og fékk hann að gjöf fernu- opnara, sem var ein af hugmynd- unum sem bárust í keppnina. Sunna Rán Stefánsdóttir, 13 ára úr Gagnfræðiskólanum í Mos- fellsbæ fékk fyrstu verðlaun í flokki uppfinninga fyrir margfalda bréfaklemmu. Önnur verðlaun fékk Ástþór Ernir Hrafnsson, 11 ára í Öldutúnsskóla fyrir hugmynd sína „Hengjarann“ og Jónína Mar- grét Sigurðardóttir, 13 ára nem- andi í Fossvogsskóla fékk þriðju verðlaun fyrir „Lyfjaþurrku“. Í flokki formhönnunar féllu fyrstu verðlaun í skaut Ölvirs F. Guðmundssonar, 11 ára nemanda í Grunnskólanum á Blönduósi fyrir Game Boy tölvuleikjabelti, Linda Ósk Árnadóttir, 11 ára í Melaskóla fékk önnur verðlaun fyrir geymslu á barnavagni og Lilja Hlín Péturs- dóttir, 11 ára í Lækjarskóla þriðju verðlaun fyrir úlpu- og peysu- stand. Jóhannna Höeg Sigurðardóttir, 10 ára í Gnúpverjaskóla, fékk fyrstu verðlaun í flokki hugbún- aðar fyrir forritið „Amma segir sögur“, Bjarni Daníel Ýmisson, 12 ára í Öldutúnsskóla fékk önnnur verðlaun fyrir básaopnara og Dórothea Höeg Sigurðardóttir, 15 ára í Flúðaskóla, fékk þriðju verð- laun fyrir forritið „Músin og dýrin í sveitinni“. Hún fékk einnig verð- laun í nýsköpunarkeppninni í fyrra og er systir Jóhönnu sem lenti í fyrsta sæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahafarnir níu sögðu frá hugmyndum sínum við afhendingu verðlaunanna á laugardag. Hugmyndaauðginni engin takmörk sett

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.