Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tölvunámskeið á næstunni Tölvulæsi 1 fyrir byrjendur 60 kennslustundir 13. sept. - 22. okt. kl.17:30 - 21:00 þri, fim Hæg yfirferð. Hagnýtt tölvunám 1 60 kennslustundir 18. sept. - 26. okt. kl.17:30 - 21:00 þri, fim Venjuleg yfirferð. Stök námskeið 10-20 kennslustundir Venjuleg yfirferð. • Internet Explorer 12. - 13. sept. kl. 17:30 - 21:00 • Outlook 17. - 19. sept. kl. 13:00 - 16:30 • Windows 17.- 20. sept. kl. 17:30 - 21:00 • Word 1 24.- 27. sept. kl. 08:30 - 12:00 Lært á laugardögum 10 kennslustundir kl. 09:00 - 17:00 Hraðnámskeið fyrir þá sem vilja nýta helgina til náms. • Windows 2000 15. sept • Word 1 22. sept. • Excel 1 29. sept. Hádegismatur innifalinn. Horfðu til framtíðar Faxafeni 10 (Framtíð) · Sími 561 6699 tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is HTML 28. - 29.sept. kl. 08:30 - 16:30 FrontPage 1 8. - 11. okt. kl. 08:30 - 12:00 FrontPage 2 5. - 8. nóv. kl. 17:30 - 21:00 Stök námskeið í vefsíðugerð ætluð byrjendum Ath! Skrá ning sten dur yfir DR. SUNITA Gandhi, fram- kvæmdastjóri Áslandsskóla og Íslensku menntasamtak- anna sem reka skólann, segir að Kristrún Lind Birgisdótt- ir, fyrrverandi skólastjóri skólans, hafi átt í vandkvæð- um með hópvinnu sem hafi skapað erfiðleika við skólann. Hún hafi sjálf óskað eftir því að segja upp en var boðið að taka þess í stað tveggja mán- aða leyfi og að starfslýsingu hennar yrði breytt þegar hún sneri til baka. Nú hafi skól- inn hins vegar samþykkt uppsögn hennar. Fjarvera Kristrúnar frá skólanum hefur verið skýrð með því að hún hafi tekið leyfi af persónulegum ástæð- um en Kristrún sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vegna samstarfsörðugleika við Sunitu Gandhi hafi hún sagt upp störfum. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Sunita segir að hún hafi orðið mjög undrandi þegar hún heyrði þessa skýr- ingu Kristrúnar. Hún hafi af- hent uppsögn sína hinn 2. september síðastliðinn en þá hafi Sunita ekki tekið við henni heldur boðið henni að koma til baka og fá breytta starfslýsingu eftir tveggja mánaða leyfi, sem hún hafi þegið. Átti í erfiðleikum með hópvinnu Hún segir að í uppsagn- arbréfi Kristrúnar standi að hún segi upp af persónuleg- um ástæðum og það hafi ver- ið samkomulag um að sú skýring yrði gefin á brott- hvarfi hennar. Það hafi skól- inn og kennarar hans staðið við í yfirlýsingum hingað til. Að sögn Sunitu er verk- efnaskipting skólans þannig að samkvæmt starfslýsingu Kristrúnar átti hún að hafa umsjón með námsefni, stundatöflugerð og að skipu- leggja starf kennaranna en aðrir aðilar sæju um aðra þætti. Innan þessa ramma hafi Kristrún haft algerlega frjálsar hendur. „Þannig að hún hafði afmörkuð verkefni en það lítur út fyrir að hún hafi eytt miklum tíma í ann- að. Kannski var það vegna þess að hún var að kynnast þessu nýja skólakerfi en ég tel að mikið af vandamálun- um hafi stafað af því að hún átti í erfiðleikum með hóp- vinnu.“ Sunita segist ekkert hafa á móti Kristrúnu persónulega. „Hún er mjög hæf mann- eskja og hefur marga mjög góða eiginleika sem voru góðir fyrir skólann en á sama tíma var hún ekki á stað og stund þar sem hún gat spilað eftir eigin höfði á öllum svið- um eins og hún vildi. Hún var ekki tilbúin að vinna í hópi og kannski er það það eina sem við getum sagt með vissu – að hún vildi ekki vinna í hópi.“ Mönnun skólans í lagi Hún segir þetta hafa verið það eina sem hún hafi þurft að hafa áhyggjur af því sam- starfið við aðra hafi gengið eins og í sögu. Nú hafi hins vegar verið ákveðið að taka við uppsögn Kristrúnar þannig að tveggja mánaða leyfi sé ekki lengur inni í myndinni. „Við óskum henni alls hins besta og vonum að hún finni góða vinnu,“ segir hún. Hvað varðar staðhæfingar um að skólinn hafi ekki á að skipa því kennaraliði sem til- skilið er segir Sunita að þar sé um rangfærslur að ræða. Íþróttakennari og hjúkrunar- fræðingur séu starfandi við skólann og sömuleiðis sé nú búið að ráða forfallakennara en sá sem gegndi því starfi hafi þurft að taka að sér um- sjónarkennarastarf þar sem einn bekkur bættist við skól- ann á síðustu stundu. Hins vegar sé ekki búið að ráða smíðakennara og heimilis- fræðikennara þar sem kennslustofur fyrir þessi fög séu ekki til reiðu enda þurfi ekki að kenna þessar greinar allt skólaárið um kring. Þá kenni kennarar skólans minna en 30 kennslustundir á viku sem sé jafnmikið eða minna en í almennum grunn- skólum en hins vegar séu laun þeirra mun hærri. Sunita segir að umræðan um skólann hafi náð til for- eldra barna við skólann. „Við biðjum þá að vera jákvæða, að minnsta kosti gagnvart börnunum, þrátt fyrir hinn neikvæða fréttaflutning af skólanum því við viljum ekki að þau verði særð vegna alls þessa,“ segir hún og bendir þeim á að snúa sér frekar til skólans ef þeir hafa áhyggj- ur. Veldur bæjarstjóra ekki miklum áhyggjum Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri segir mál Áslands- skóla ekki valda sér miklum áhyggjum. „Ég hef ekki fengið inn á borð til mín kvartanir frá kennurum eða öðrum sem standa að skól- anum né heldur frá foreldr- um í hverfinu.“ Hann segir ljóst að nei- kvæð umfjöllun nú snúist fyrst og fremst um stöðu frá- farandi skólastjóra. „Málið er í mínum huga þetta: Bæj- aryfirvöld gera ákveðinn samning við Íslensku menntasamtökin. Það er far- in ný leið og leiðin er sú að þau ráða sér starfsfólk, þar með skólastjóra. Meðan Ís- lensku menntasamtökunum er treyst til að fara með þetta verkefni er þeim líka treyst fyrir því að kennaralið og aðrir sem starfa við skól- ann uppfylli þær kröfur sem við gerum varðandi menntun og annað en við höfum líka ákveðinn skilning á því að menn eru að stíga ákveðin skref, menn eru að fóta sig í skólastefnu og skólastarfi sem er algerlega nýtt og ég get ekki séð annað en að skólastarf sé þarna með al- gerlega eðlilegum hætti.“ Inntur eftir því hvort bæj- aryfirvöld muni fylgjast með framgangi mála við skólann segir Magnús: „Það er aug- ljóst að það er ekki fylgst jafngrannt með nokkrum grunnskóla á landinu og þessum og bæjaryfirvöld munu örugglega ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að með nýjungum þurfi bæði aðhald og eftirlit en um leið þurfi að gefa ákveðið svigrúm til þess að þróa nýja hluti. Að sjálf- sögðu munu bæjaryfirvöld fylgjast grannt með málum á næstu vikum og mánuðum líkt og þau eru skyldug til gagnvart öðrum skólum bæj- arins.“ Skólastjóri Áslandsskóla lætur af störfum vegna ágreinings við Íslensku menntasamtökin Skólinn hefur sam- þykkt uppsögn Hafnarfjörður Morgunblaðið/Þorkell Sunita Gandhi segir samstarfið við aðra starfsmenn Ás- landsskóla en fyrrverandi skólastjóra hafa gengið vel. Þrjú frábær fyrirtæki 1. Lítil heildverslun sem selur náttúruvænar snyrtivörur í lyfjabúðir og gjafavörubúðir. Er einnig með gjafavörur fyrir blómabúðir. Þægilegt fyrirtæki fyrir einn til tvo aðila. Miklir stækkunarmögu- leikar. 2. Mögnuð tískuvöruverslun fyrir ungar konur. Flytur inn mest sjálf. Er einnig með alla fylgihluti. Glæsileg verslun með góð tæki og frábær sambönd. Er nálægt Reykjavík og fær mikla verslun þaðan. Skilar góðum hagnaði. Myndir á staðnum. 3. Einn glæsilegasti sælgætis- og skyndibitastaður á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Öll nýjustu og bestu tækin og vönduðustu innrétting- arnar. Tvær bílalúgur. Mikil velta, er núna um 6-7 millj., og stefnir hratt upp. Stór myndbandaleiga. Allt nýtt og það allra besta. Er hjá stórum matarfrekum skóla. Arðbært fyrirtæki. Höfum kaupanda að stórri matvöruheildverslun. Höfum kaupanda að smærri plastverksmiðjum. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         UNNIÐ er að deiliskipulagi nokk- urra reita við Borgartún og voru til- lögur þar að lútandi kynntar í Skipu- lags- og byggingarnefnd í vikunni. Það er vinnustofan Þverá sem sér um hönnun deiliskipulagsins en um- ræddir reitir afmarkast af Sæbraut, Snorrabraut, Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni og Steintúni. Áður hafa verið gerðir rammaskilmálar fyrir Skúlatúnsreit eystri þar sem Véla- miðstöðin var meðal annars. Að sögn Valdísar Bjarnadóttur arkitekts voru þrjár mismunandi til- lögur að deiliskipulaginu kynntar í skipulagsnefnd á miðvikudag en ekki hefur verið tekin afstaða til þeirra. Því er of snemmt að kynna þær að þessu sinni. Lögð var fram húsakönnun Ár- bæjarsafns samhliða kynningunni og aðspurð segir Valdís að könnunin geri ráð fyrir að nokkur hús á svæð- inu verði vernduð. Hins vegar sé töluvert af húsum sem séu hálfgerðir braggar og útbyggingar og verið sé að heimila niðurrif á þeim. Aftur á móti leggur Valdís áherslu á að ekki sé verið að fyrirskipa nið- urrif heldur veita eigendum þessara húsa aukna möguleika á að nýta lóðir sínar. Skipulagt við Borgartún Túnin                                     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.