Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 26
ERLENT
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RITSTJÓRAR margra helstu læknatímarita
heims hafa sakað lyfjafyrirtæki um að hafa iðu-
lega afskipti af tilraunum með ný lyf. Hyggjast
ritstjórarnir herða mjög þá gagnrýnu skoðun,
sem haldið er uppi með lyfjatilraunum áður en
niðurstöður þeirra fást birtar í tímaritunum. Tólf
þekkt tímarit standa saman að ákvörðun þessari
og eru mörg þeirra í hópi þeirra þekktustu og
virtustu, sem gefin eru út á þessu sviði. Má þar
nefna New England Journal of Medicine, Journal
of the American Medical Association (tímarit
bandarísku læknasamtakanna), Canadian Medi-
cal Association Journal, (tímarit kanadísku
læknasamtakanna), Medline gagnabankann og
The Lancet.
Í sameiginlegri yfirlýsingu tímaritanna sagði
að við svonefndar „klínískar“ tilraunir, þ.e. til-
raunir með ný lyf og meðferðarform með þátttöku
manna, væri algjörlega nauðsynlegt að óháðir að-
ilar kæmu þar nærri, sem ættu ekki hagsmuna að
gæta. Sífellt fleiri lyfjafyrirtæki litu hins vegar
svo á að klínískar tilraunir væru eingöngu hindr-
un í vegi þess að unnt yrði að hefja notkun
lyfjanna. Þá teldu mörg fyrirtækjanna að slíkar
tilraunir væru einungis tæki til að kynna fram-
leiðsluna. Þar réði mestu að framleiðendur vildu
koma lyfjum sínum sem fyrst á markað sökum
þess hve mikill kostnaður fylgdi því að þróa þau.
Slegist um fjármagnið
Ritstjórarnir sögðu ennfremur að sökum þeirr-
ar baráttu, sem jafnan færi fram um fjármagn til
rannsókna, hefðu lyfjafyrirtæki, sem legðu fram
fjármuni til þeirra, komist í aðstöðu til að ráða
bæði fyrirkomulagi og niðurstöðum tilrauna.
Gætu þau jafnvel hindrað að upplýsingar um nei-
kvæðar niðurstöður yrðu birtar.
„Fyrir kemur að rannsóknarmenn hafa lítil
sem engin áhrif á framkvæmd tilrauna, engan að-
gang að gögnum og að viðkomandi komi lítið sem
ekkert að túlkun á niðurstöðum þeirra,“ sagði í yf-
irlýsingunni. „Mjörg erfitt getur verið fyrir vís-
indamenn, sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og
fræðum sínum, að sætta sig við þessi skilyrði en
margir hafa gert það sökum þess að þeir vita að
geri þeir athugasemdir munu fyrirtækin, sem
greiða kostnaðinn, finna aðra sem gera það ekki.“
Jafnvel þótt tiltekinn vísindamaður hefði ein-
hverja stjórn á þeim tilraunum, sem fram færu á
því meðferðarformi, er hann hefði þróað fram,
væri sú hætta fyrir hendi að niðurstöðurnar „yrðu
faldar fremur en birtar“, væru þær kostunarfyr-
irtækinu og væntanlegri framleiðslu þess óhag-
stæðar.
Ritstjórarnir benda á tiltekið dæmi frá árinu
1999 máli sínu til stuðnings. Þá lenti hópi banda-
rískra lækna saman við kostunaraðila tilrauna,
Immune Response Corp., sem fjármagnaði til-
raunir með lyf, er ætlað var gegn HIV-veirunni en
hún veldur alnæmi. Læknarnir lýstu yfir því að
tilraunir þeirra með lyfið hefðu leitt í ljós að það
væri gagnslaust. Fyrirtækið brást við með því að
neita þeim um aðgang að göngum, sem gert hefðu
þeim kleift að ljúka rannsóknum sínum.
Í yfirlýsingunni segir að algengast sé að lyfja-
fyrirtæki, sem kosta rannsóknir, hafi óeðlileg af-
skipti af tilraunum en ríkisstjórnum og opinber-
um stofnunum hætti einnig til slíkra afskipta
gangi niðurstöður tilrauna þvert á stefnu stjórn-
valda.
Sem fyrr sagði standa mörg þekktustu lækna-
rit í heimi hér að sameiginlegu yfirlýsingunni.
Þessi tímarit fara yfir niðurstöður þeirra rann-
sókna, sem lagðar eru fram, áður en ákvörðun er
tekin um birtingu. Tímaritin eru því mikilvægur
liður í lyfjaiðnaðinum, sem veltir stjarnfræðileg-
um fjárupphæðum á ári hverju. Ákveði tiltekið
tímarit að birta niðurstöður ákveðinnar rann-
sóknar getur birtingin ein skipt sköpum um
margra ára þróunarferli tiltekins lyfs. Með sama
hætti getur birtingin ein því haft áhrif á hluta-
bréfaverð og afkomu viðkomandi lyfjafyrirtækis.
Nýjar siðareglur
Ritstjórar tímaritanna hyggjast skilgreina nýj-
ar siðareglur, sem eiga að leiða í ljós hvort kost-
unaraðili rannsókna hafi haft áhrif á niðurstöður
þeirra. Höfundum rannsókna er nú þegar gert að
upplýsa hvort þeir eigi fjárhagslegra hagsmuna
að gæta í viðkomandi tilfelli. Nú er í ráði að spyrja
höfunda rannsókna um hlut kostunarfyrirtækis-
ins í viðkomandi rannsókn. „Mörg tímaritanna
hyggjast fá höfunda rannsókna til að undirrita yf-
irlýsingu um að viðkomandi taki á sig fulla ábyrgð
á framkvæmd tilrauna, krafist verður yfirlýsingar
um að sá hinn sami hafi haft fullan aðgang að öll-
um gögnum tilraunarinnar og að hann hafi ákveð-
ið að birta niðurstöðurnar,“ sagði í yfirlýsingu rit-
stjóranna.
Sameiginleg yfirlýsing margra virtustu læknatímaritanna
Lyfjafyrirtæki hafa afskipti
af „klínískum“ tilraunum
París. AFP.
AHMED Shah Massood,
leiðtogi bandalags and-
stæðinga Taliban-stjórn-
arinnar í Afganistan, var
þungt haldinn á sjúkrahúsi
í Tadjikistan í gær eftir að
honum var sýnt banatil-
ræði á sunnudag, að sögn
bróður hans og fleiri heim-
ildarmanna í Afganistan.
Rússneska fréttastofan It-
ar-Tass sagði hins vegar
að Massood væri látinn og embætt-
ismaður í Washington sagði að
bandarísk stjórnvöld hefðu fengið
upplýsingar um að hann hefði beðið
bana í tilræðinu.
Ahmed Wali, bróðir Massoods og
sendimaður afgönsku stjórnarand-
stöðunnar í Bretlandi, sagði að
Massood væri enn meðvitundarlaus
eftir að hafa fengið alvarleg höfuðsár
í sprengjutilræði. Hann hefði einnig
særst á höndum og fæti.
Að sögn Walis var Massood skor-
inn upp á sjúkrahúsi í Tadjikistan.
Fregnir af sprengjutilræðinu og ör-
lögum Massods voru mjög misvís-
andi. Itar-Tass hafði t.a.m. eftir
ónafngreindum heimildarmönnum í
Tadjikistan að Massood hefði látist á
leiðinni á sjúkrahús en talsmenn
andstæðinga Talibana neituðu því.
Itar-Tass kvaðst þó standa við frétt-
ina síðdegis í gær.
Bismillah Khan, talsmaður Mass-
oods í Afganistan, sagði að tveir
menn, annaðhvort Alsírbúar eða
Marokkómenn, hefðu reynt að ráða
Massood af dögum með sprengju.
Þeir þóttust vera sjónvarpsfrétta-
menn og voru að taka viðtal við
Massood í herstöð í Takhar-héraði
þegar sprengjan sprakk. Talið er að
tilræðismennirnir hafi falið sprengj-
una í sjónvarpsmyndavél.
Tveir aðstoðarmenn Massoods
biðu bana í sprengingunni.
Sendimaður afgönsku
stjórnarandstöðunnar á
Indlandi særðist.
Talsmaður afgönsku
stjórnarandstöðunnar í ut-
anríkismálum sagði að til-
ræðismennirnir tengdust
Sádi-Arabanum Osama bin
Laden, sem býr í Afganist-
an og hefur verið sakaður
um mannskæð hermdar-
verk. Talsmaðurinn sakaði einnig
Taliban-stjórnina um að hafa skipu-
lagt tilræðið með hjálp leyniþjónustu
Pakistans en Talibanar neituðu því.
Báðir tilræðismennirnir biðu bana
í sprengingunni. Þeir voru sagðir
hafa verið með belgísk vegabréf og
áritanir frá pakistanska sendiráðinu
í London.
Mikið áfall fyrir
andstæðinga Talibana
Massood var varnarmálaráðherra
í stjórn Burhanuddins Rabbanis,
sem Talibanar steyptu af stóli for-
seta árið 1996. Massood hefur
stjórnað hersveitum sem berjast við
Talibana og hafa enn um 5% Afgan-
istans á valdi sínu. Tilræðið er mikið
áfall fyrir bandalag andstæðinga
Talibana því átökin færast yfirleitt í
aukana á þessum árstíma og talið er
að Talibanar notfæri sér fjarveru
Massoods með því að hefja stórsókn í
norðurhluta landsins.
Bandalag Massoods er skipað
mjög sundurleitum hópum, meðal
annars stríðsherrum sem bárust á
banaspjót á árunum 1992–94 þegar
þeir höfðu mestan hluta landsins á
valdi sínu. Massood gegndi mikil-
vægu hlutverki í því að sameina and-
stæðinga Talibana og fjarvera hans
eykur líkurnar á því að bandalagið
splundrist.
Misvísandi
fréttir um örlög
Massoods
Kabúl. AP, AFP.
Ahmed Shah
Massood
Leiðtoga afganskra andstæðinga
Talibana sýnt banatilræði
STARFSMENN bílasýningarinnar í
Frankfurt koma litlum, tveggja
sæta bíl fyrir á sýningarsvæðinu.
Sýningin verður stærsta bílasýning
heims og hefst á fimmtudaginn.
Þessi bíll er af gerðinni Isetta og
var framleiddur af BMW á sjötta
áratugnum.
AP
Bílasýning
undirbúin
RUDOLF Scharping, varnarmála-
ráðherra Þýskalands, vísaði í gær á
bug ásökunum um að hann hefði mis-
notað flugvélar í eigu hins opinbera
til að heimsækja vinkonu sína.
Scharping kom fyrir varnarmála-
nefnd þingsins, sem rannsakar ásak-
anirnar á hendur honum.
Scharping sagði fréttamönnum
áður en hann kom fyrir nefndina að
hann myndi ekki draga dul á neitt,
og greina frá tilgangi hverrar ein-
ustu flugferðar sem hann hefði farið
síðan hann varð ráðherra 1998, alls
350 ferða.
Frammi fyrir röð sjónvarps-
myndavéla neitaði Scharping því að
hafa misnotað flugvélar hersins til
þess að fara á milli Berlínar og
Frankfurt til að hitta kærustuna,
Kristinu Pilati greifynju. Scharping
skildi við konu sína, Jutta, í fyrra til
þess að geta verið með Pilati.
Tjáði Scharping fréttamönnum að
hann hefði alltaf farið með hefð-
bundnu farþegaflugi þegar hann
hefði mögulega getað, og greitt fyrir
notkun herflugvéla þegar ferðin
hefði ekki verið í opinberum tilgangi.
Þá ítrekaði Scharping í gær að
hann hygðist alls ekki segja af sér
vegna málsins, og Gerhard Schröder
kanslari kom til varnar Scharping í
gær. Kvaðst Schröder ekki efast um
að Scharping segði satt og rétt frá.
AP
Scharping svarar spurningum
fréttamanna í gær.
Scharping
svarar
ásökunum
Berlín. AFP.
LAISENIA Qarase, bankamaður af
ættum frumbyggja á Fijieyjum, sór í
gær embættiseið sem nýr forsætis-
ráðherra landsins. Hefur hann gegnt
embættinu til bráðabirgða í rúmt
hálft annað ár eða síðan þjóðernis-
sinnar steyptu kjörinni stjórn af
stóli.
Mahendra Chaudhry, leiðtogi
þeirra eyjaskeggja, sem eru af ind-
verskum ættum, sagði, að hann
krefðist fyrir hönd síns flokks næst-
um helmings ráðherraembætta í
nýju stjórninni. Samkvæmt stjórn-
arskrá Fijieyja verður að bjóða þeim
flokki, sem fær meira en átta þing-
sæti, aðild að stjórn og þá í samræmi
við þingmannafjölda. Flokkur Qara-
ses og frumbyggjanna fékk 31 þing-
sæti og flokkur Chaudhrys 27.
Qarase hafði lýst yfir að hann vildi
ekki samstarf við flokk Chaudhrys.
Nýr for-
sætisráð-
herra á Fiji
Suva. AP.