Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 11.09.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 29 GARÐBÆINGAR hafa mjög haft sig í frammi um tónleikahald und- anfarin ár og haldið marga eftirtekt- arverða tónleika þar sem fram hefur komið frábært listafólk, bæði ís- lenskt og erlent. Á haustdögum og fram til áramóta er, auk ljóðatón- leikanna sl. laugardag, boðið upp á tónleika með Vínardrengjakórnum (11. og 12. október) og sérstaka tón- leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands (1. desember). Á ljóðatónleikunum sl. laugardag, sem haldnir voru í tónleikasal Kirkjuhvols í Garðabæ, kom fram afburða listafólk, sópransöngkonan Chrisiane Oelze og píanóleikarinn Rudolf Jansen, og flutti ljóðasöng- verk eftir Schubert, Mendelssohn og Schumann. Tónleikarnir hófust á söngvum sem Schubert samdi við ljóð eftir Jo- hann Gabriel Seidl, er var vinur Schuberts, en þessi lög eru flest samin á árunum 1826–28 og síðasta lagið, Die Taubenpost, er ásamt Der Hirt auf dem Felsen samið mánuði áður en Schubert lést. Fyrsta lag tónleikanna var Im Freien (D 880), samið 1826, og frá sama ári eru tvö næstu lög, Das Zügenglöcklein (D 871) og Der Wanderer an den Mond (D 870), en síðasta Seidl-lagið var Die Taubenpost, sem útgefandinn Probst bætti við sem síðasta lagi Schuberts í safn það sem nefnt var Schwanen- gesang. Önnur lög í þessum flokki laga eru sjö við ljóð eftir Rellstab og sex eftir Heine. Schubert mun hafa haft í hyggju að gefa Heine- lögin út sem sjálfstæðan lagaflokk, með hið stórkost- lega lag Der Doppelgänger sem lokalag, en andstætt því er Die Taubenpost lítið og lát- laust lag þar sem vitnað er í stef úr Trock’ne Blumen. Öll lögin voru sér- lega fallega flutt en þrjú þau fyrstu eru frekar sjaldan flutt. Eftir Mendelssohn voru flutt sex lög, fyrst Andres Maienlied (Hex- enlied), sérlega fjörugt og leikrænt sönglag er var frábærlega vel flutt, og ekki verður annað sagt um næstu lög, er voru Lieblingsplätzchen, Der Mond, Die Liebende schreibe, Neue Liebe, við ljóð eftir Heine sem Jónas Hallgrímsson endursagði í Stóð ég úti í tunglsljósi, og að lokum það fræga lag Auf Flügeln des Gesan- ges. Öll þessi fallegu lög voru sér- lega vel flutt og af miklu listfengi. Það fyrsta með miklum tilþrifum og þau seinni, þessi ljúfu lög sem ein- kenna Mendelssohn öðrum þræði og þarf að syngja af innileik og látleysi, sem Oelze og Jansen gerðu svo sannarlega. Eftir hlé voru eingöngu söngvar eftir Schumann, fyrst fjórir úr söngvasafninu Myrthen; Lied der Suleika (nr. 9), Die Lotusblume (nr. 7) og bæði Lied der Braut (nr. 11 og 12), er öll voru flutt af fádæma list- fengi. Þó tók fyrst í hnúkana er Oelze og Jansen fluttu lagaflokkinn Frauenliebe und leben. Lag nr 2, Er, der Herrlichste von allen, sem er stórbrotin tónsmíð, var glæsilega flutt og sömuleið- is fjórða lagið, Du Ring an meinem Finger, en sárs- aukinn og einsemdin í loka- laginu, Nun hast du mir den ersten Schmerz getan, er nokkuð sem ekki gleymist og eftirspilið einstaklega fallega leikið af Jansen, sem auðvitað átti stóran þátt í afburða flutningi þessa sér- stæða listaverks. Christiane Oelze er glæsileg söng- kona, sem kann sitt, bæði er varðar meðferð raddarinnar og framburð textans, en auðgar kunnáttu sína listfengi og tilfinningalegum inni- leik, sem reis hvað hæst í laga- flokknum eftir Schumann. Það er svo með ljóðasöng að píanóið er ekki aðeins til undirleiks og hljómfylling- ar, heldur á sínu að gegna í túlkun, og þar var að verki mikill listamaður sem er Rudolf Jansen. Samleikur hans var ofinn í eitt með söngkon- unni og vart hægt að hugsa sér áhrifameiri samruna söngs og leiks. Það var aðal tónleikanna að hvergi var ofgert í túlkun hjá söngkonu og samleikara, sem þó var borin uppi af sterkum tilfinningum og á móti af mildum innileik. Þetta voru glæsilegir tónleikar og víst er að söngur Oelze í tveimur arí- um úr Brúðkaupinu eftir Mozart, tónlesi og aríu Súsönnu, Deh vieni, non tardar, og aríettu Cherubini, Voi che sapete, sem hún söng sem auka- lög, staðfesti það sem stendur í efn- isskránni að „það er eins og Mozart hafi skrifað fyrir Oelze“, því svo glæsilegur var söngur listakonunn- ar, sérstaklega í fyrri aríunni. Sterkar tilfinningar TÓNLIST K i r k j u h v o l l Christiane Oelze og Rudolf Jansen fluttu ljóðasöngverk eftir Schubert, Mendelssohn og Schumann. Laug- ardaginn 8. september. LJÓÐATÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Christiane Oelze ÞAÐ var ekkert smástuð þegar Jói þumall; þ.e.a.s. Jóhann Ás- mundsson, einn helsti rafbassam- eistari álfunnar, taldi fyrir í fyrsta ópusi tónleikanna með fjölþjóðlegu bræðingsdjassveit sinni. Innan- borðs: einn Breti, tveir Svíar og þrír Íslendingar. Verkið var eftir saxó- fónvirtúósinn David O’Higgins, eins og flestir ópusar kvöldsins og leiftr- andi spilagleði hans smitaði frá sér, ekki aðeins á hljómsveitarpallinum heldur um salinn allan. Jóhann hefur nýlega sent frá sér skífu, So low, og titillagið af henni var næst á dagskrá. David blés þar frábærlega í sópransaxófóninn og betur hefði verið að hljómsveitin sem lék á tónleikunum á Kaffi Reykjavík hefði túlkað lögin á skífu Jóhanns – svo meistaralega breytti hún þeim frá því sem þar má heyra. Sweet enough eftir David var til- einkað minningu saxófónjöfursins Stanley Turrentines, sem lést fyrr á þessu ári. Turrentine sameinaði Ben Webster og Sonny Rollins betur en nokkur annar í saxófónstíl sínum en blés þó ávallt í hinum turrentíska stíl. David hefur lært mikið af hon- um, sem heyra mátti þetta kvöld, en hann er þó fyrst og fremst þroskaður listamaður sem fer sínar eigin leiðir. Hann hefur glatt íslenska tónlistar- unnendur frá því hann blés með Mezzoforte á No Limits. Hver man ekki E.G. blúsinn hafi hann haft áhuga á íslenskum djassi? Og Higg- ins – hann er enn betri núna. Það var greinilega munur á spilamennsku hans og Sigurðar Flosasonar þetta kvöld. David var á heimavelli en Sig- urður gestur í tónaveröld sem hann heimsækir ekki daglega. Aftur á móti var unun að heyra Sigurð á kon- gótrommunum. Hryninn fær hann beint í æð. Þeir Sigurður og David léku skemmtilega saman í útsetningu sænska gítaristans Johan Oijen á Herbie Hancock ópusnum: Tell me a bedtime story. Aftur á móti sýndi gítaristinn lítil tilþrif í einleiksköfl- um sínum þetta kvöld. Hinn ungi Davíð Þór, sem lék á hin aðskiljan- legustu hljómborð, var stundum dá- lítið skemmtilegur, sér í lagi á ham- mondið og Jóhann hljómsveitarstjóri tók örfáa sólóa sem allir voru gulls ígildi – þó skipti hrynleikur hans mestu máli, dyggilega studdur trommaranum sænska Erik Qvik að ógleymdum Jóhanni og Davíð, Glæsilegir tónleikar fyrir alla unn- endur ryþmískrar tónlistar og skipt- ir þá ekki máli hverju nafni menn nefna hana. Fjölþjóðlegt stuð DJASS K a f f i R e y k j a v í k David O’Higgins sópran- og ten- órsaxófón, Sigurður Flosason altósaxófón, kongótrommur og slagverk, Davíð Þór Jónsson raf- píanó, orgel (hammond XB2) og hljóðgervil, Johann Oijen gítar, Jóhann Ásmundsson bassa og Erik Qvik trommur. 7.9. ’01. SEXTETT JÓHANNS ÁSMUNDSSONAR Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.