Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.09.2001, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 39 skreyta frásögur mínar, því það var svo gaman að fá þig til að hlæja. Það er sjálfsagt eintóm eigingirni að sakna þín; það sem maður á að gera er að vera þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Hvað þá að vera skyld þér! Kannski, einhvers- staðar, lengst undir niðri, hefur lífs- glaða genið síast í gegn og heldur áfram sinni ferð í gegnum kynslóð- irnar. Börn þín og barnabörn hafa það sjálfsagt sterkara en „við hin“ frændsystkinin, en ef við höfum feng- ið smábrot af því erum við heppin. Ég kveð þig eins og þú kvaddir mig alltaf: „Vertu blessuð, elsku hjartans nafna mín.“ Og ég heyri þig hlæja svo dátt. Þín bróðurdóttir, Helga. Engin er eins þæg og góð og Dimma-limma-limm, og engin er eins hýr og rjóð og Dimma-limma-limm. Svona kvað skáldið um þá mann- eskju sem við í dag kveðjum með sér- stökum söknuði og eftirsjá. Vísan litla sem er eftir Mugg, svona hrein og bein og ljúf, stendur skrifuð á blöðum bókar sem hvert einasta mannsbarn á landinu ætti að þekkja. Sennilega er myndmálið í bókinni enn áhrifaríkara en hinn stutti hrekk- lausi texti. Ljúfar frásagnir vatnslit- aðar, sneisafullar af fínlegum blæ- brigðum svolítið gagnsætt stroknar á mjallahvítan pappírinn. Allar eru myndirnar ilmandi af tærleika og koma eins og svífandi dúnmjúkt út úr fögrum draumkenndum heimi. Því verður mér svona tíðrætt um þetta litla ævintýri, að ekki einungis er fyrirmyndin að kóngsdótturinni í Dimma-limm sama manneskjan og nú er horfin sjónum okkar, Helga Eg- ilson, náfrænka málarans, heldur er það líka nánast eins og listamaðurinn með ofurnæmi sínu hafi verið forspár. Manngerð Helgu varð einmitt álíka björt og kóngsdóttirin er í sögunni, og samskonar ævintýrakenndu útgeisl- unina hafði hún alveg fram á efri ár. Helga steig einkar létt til jarðar, en stóð samt ávallt við tjarnarbakkann traustum fótum. Hún fór oftar en einu sinni langt út fyrir hallargarðinn og lærði margt gott, en hún sá líka að heimurinn þar var öðruvísi. Hún hafði svo mikla manngæsku til að bera að hún gat breitt út fangið og hlúð að náunganum umyrðalaust. Var það til þess að bæði vinir og vanda- menn drógust að henni og leituðu til hennar. Hún bjó ávallt í gullinni höll hvar sem hún hreiðraði um sig. Þar gladdi hún gesti og gangandi með því að draga fána að húni og stinga upp í gogginn á þeim alls kyns góðgæti. Henni lánaðist eins og Dimma-limm að finna sinn eina rétta konungsson í lífinu sem alla tíð leit blítt á hana og hún á hann. Drengina sína tvo um- vafði hún kærleika svo þeir þreyttir gátu lagt kollinn í hálsakot og þaðan fundið hve heimurinn var indæll. Þrátt fyrir þrotlausa mildi bilaði kjarkur hennar aldrei því hún var snillingur í að bægja vondum nornum frá og leysa sitt fólk undan álögum. Já, hún var sannkölluð kóngsdóttir undir iðjagrænni grein, geislandi af hugmyndaflugi og reglulegri ham- ingju með sinn skemmtilega og hæfi- leikaríka svan sér við hlið. Við Jón þökkum Helgu margar dýrlegar stundir bæði í draumheimi og í raunheimi. Yndislegri vinkonu og samferðamann er vart hægt að hugsa sér. Í huga okkar situr Helga nú hýr og góð í ríki einu ofar skýjum. Þar hanga rauð hjörtu á greinum trjánna og þar er ugglaust fullt af ljómandi fallegum stólum sem kallaðir eru há- sæti. Í einu slíku situr Helga og stráir minningum út um dyragættina af sín- um alkunna höfðingsskap. Megi þær gersemar falla mjúkt til jarðar og styrkja Rögnvald, Þór, Geir og alla afkomendurna hennar á sakn- aðarstund. Solveig Jónsdóttir. Helga Egilson var engum öðrum lík, svo einstaklega hógvær og prúð. Hún heyrðist aldrei hallmæla fólki, talaði aldrei illt orð til nokkurs manns, alltaf fallega um alla og eins og hún hefði himin höndum tekið þeg- ar hún hitti mann. Henni var fleygt niður á allt, sama hvað var. Hún var feiknarleg handa- vinnumanneskja, sneið og saumaði flest sín föt. Hún prjónaði það sér- kennilegasta og vandaðasta prjóna- teppi sem ég hef séð og gaf það Hall- dóri manni mínum í afmælisgjöf þegar hann varð sextugur. Þetta teppi skildi hann ekki við sig í tæp fjörutíu ár, og fylgdi það honum til hinstu stundar, og það á áreiðan- lega eftir að endast næstu fjörutíu ár, eins vandað og það er á allan hátt. Frægir voru jólasveinar þeirra systra Þórunnar og Helgu enda voru þeir listaverk. Það má þakka þeim fyrir að hafa kynnt þessa jólasveina fyrstar manna, í stað þeirra rauðu, því þeir voru eins og annað sem frá þeim kom alveg listavel unnir og vandaðir. Hún notaði líka mikið fiskroð og gerði margar tilraunir með það og bjó til vandaða skartgripi úr því. Ég á enn hálsfesti sem hún bjó til fyrir meira en fjörutíu árum, og nú sé ég hvað hún er fallega unnin. Vand- virkni Helgu var hennar aðalsmerki. Hún kastaði aldrei höndum til neins, allt var svo fallega unnið og vel frá gengið. Árin 1961–’62 dvöldum við fjölskyldan í Vínarborg og voru þau Rögnvaldur og Helga þar líka, svo það varð mikill samgangur á milli okkar. Synir þeirra voru á svipuðum aldri og dætur okkar. Einu sinni var hún búin að prjóna heilmikið af lopapeys- um og við gengum búð úr búð til að selja þær. Á endanum sigtuðum við út lúxusbúð sem seldi skíðafatnað. Þar seldum við allar peysurnar á góðu verði. Þegar viðbótarlopi kom frá Íslandi var skíðatíminn liðinn það árið. Helga tók sér margt annað fyrir hendur en að framleiða handgerða listmuni. Hún vann árum saman í banka, og setti á stofn listmunaverslun, „Dimmalimm“, með margskonar listaverkum og fögrum munum sem hún flutti inn, og svo það sem hún gat náð í af því sem íslenskt var. Hún var líka mjög vel ritfær, meðal annars skrifaði hún leikritið „Dimmalimm“ sem sýnt var í Þjóð- leikhúsinu á sínum tíma. Það er varla hægt að tala um Helgu án þess að minnast á eftirlifandi mann hennar, Rögnvald Sigurjónsson pí- anóleikara. Samband þeirra var ein- stakt, hún var honum eitt og allt og hann var henni eitt og allt. Hann hefur staðið sig eins og hetja í þessum síðustu veikindum Helgu, og þegar hann sá hvað verða vildi gisti hann hjá henni á spítalanum. Rögnvaldur hefur misst mikið, ég vona bara að hann haldi áfram að standa sig vel og vera okkur til ánægju eins og alla tíð. Ég sendi hon- um og fjölskyldu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Auður Laxness. Þegar ég var ungur var enginn un- aðarauki barna stærri en að hlýða á ævintýr. Þessvegna er ég föður mín- um að eilífu þakklátur fyrir hve oft og vel hann sagði okkur, systur minni og mér, sögur og ævintýr. „Segðu það aftur – og aftur og aftur,“ var við- kvæðið, uns hann sló botn í söguna með þessum orðum: „Köttur úti í mýri, setti’ uppá sig stýri, úti er æv- intýri!“ Það þýddi að skemmtunin var úti í bili, og það vissum við – en eftir það undum við sæl draumum okkar. Aldrei grunaði mig, að ég ætti eftir að lifa þá stund að hitta fyrir ævintýr- ið sjálft, holdi klætt, en það gerðist þó samt. Á þeim árum, sem við Rögn- valdur máttum helst ekki hvor af öðr- um sjá, á nóttu sem degi, vorum við eitt sinn á gangi suður Laufásveg, og þar á tröppum við lágreist hús sat stelpa á okkar aldri, með ljóst hárið flögrandi í sumargolunni. Ekki man ég hvernig á því stóð, en áður en ég vissi af var Rögnvaldur farinn að kappræða við stelpuna og sparaði ekki skemmtilegheitin og kátlegt sprell. Kannski var þetta ást við fyrstu sýn, hver veit – en eitt vissi ég ekki þá, að þetta var hún Dimmalimm kóngsdóttir; ævintýrið um hana þekkja nú og elska öll Íslands börn. Víst, er að frá þessari stundu var Rögnvaldur ekki samur maður og áð- ur. Þetta voru yndisleg ár, þrátt fyrir allsherjar blankheit. Brandari sem þessi: Áttu ekki túkall sem þú ert hættur að nota? var tímanna tákn. En ástin ríkti hjá ungu fólki þá sem fyrr og síðar, ofar kreppu og því framtíð- arleysi sem blasti við – og ástin sigr- aði þrátt fyrir allt. Síðan áttu þau samleið langa ævi, Helga og Röggi. Hún var í huga okk- ar sem til þekktum einstakur föru- nautur. Sjálf var hún músíkölsk, list- elsk og þar að auki var þokkinn slíkur að geislaði af henni. Á öllu þessu þurfti Rögnvaldur að halda í kröfu- harðri veröld píanóleikarans. Þau fóru saman í allar ferðir Rögn- valdar; þegar hann þurfti mest á styrk að halda stóð hún sem klettur við hlið hans. Þegar við lesum lista- söguna er það hér um bil einhlítt, að þeir listamenn sem nokkuð að kveður eru þar í sömu sporum. Merkilegt – en satt. Móðurbróðir Helgu var elskuleg- asti listamaður sem Ísland hefir alið; Guðmundur Thorsteinson, „Mugg- ur“. Hann bjó til ævintýrið og mynd- skreytti um borð í farskipi sem flutti hann til Miðjarðarhafs, þegar hann heimsótti systur sína og mág. Þetta var sagan af Dimmalimm kóngsdótt- ur, og ætlað Helgu, frænkunni litlu, sem hann unni heitt. Skyldi barni nokkru sinni hafa verið færð stærri dýrðargjöf? Sjá, Tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld! Þessi orð má finna í Rubajjat og eru að sjálfsögðu söm nú sem þá. Nú er ævintýrið á enda. Helga hef- ur kvatt okkur, vini sína, í síðasta sinn. Nú verðum við, eins og börn allra tíma, að sætta okkur við, að öll- um ævintýrum lýkur um síðir, en við tökum ævintýrið um Helgu – Dim- malimm kóngsdóttur – með okkur í draumheima. Atli Már. Helga Egilson, heillandi kona, er fallin frá, kona sem sannarlega vakti eftirtekt hvar sem hún var á ferð. Ég átti hana að vinkonu yfir sextíu ár og sakna þess að fá ekki lengur að njóta samvistar við hana. Ætíð var sama blíða skapið áberandi, skemmtilegar viðræður um dægurmál og yfirleitt allt sem við kom venjulegu lífi mann- fólksins. Ekki var komið að tómum kofanum þegar umræður og almennt spjall var á dagskrá því hún var haf- sjór af hugmyndum og því einstak- lega skemmtileg í viðræðum. Alltaf var hún vel búin hvort sem hún sinnti eldhússtörfunum eða sam- kvæmum og er það eiginleiki sem hún hefur tekið í arf frá stórmerkilegum forfeðrum sínum. Svo mikil reisn var ávallt yfir Helgu að eftir var tekið. Helga var að sjálfsögðu heimskona hafandi búið langdvölum erlendis og var stórfróðlegt að heyra hana segja frá ýmsum atvikum og uppákomum sem hentu hana og hennar heimili í fjarlægum löndum. Ung að árum gekk hún að eiga upp- rennandi píanóvirtúósinn Rögnvald Sigurjónsson. Hef ég ekki séð ham- ingjuríkara hjónaband, tillitssemi, ást og virðingu deildu þau svo fallega að aðdáanlegt var. Er missir Rögnvald- ar og nánustu ástvina þeirra mikill og votta ég þeim innilega samúð. Við kveðjum hana og geymum fagrar minningar um einstaka gæða- konu sem nú er komin í eilífðar skjól hjá Guði. Runólfur Sæmundsson. Öll vor lífstíð er á fleygiferð, segir í gömlum sálmi. Þessi orð urðu mér ljós þegar æskuvinkona um áratugi kvaddi hinstu kveðju. Leiðir okkar Helgu Egilson lágu saman um 13 ára aldur, og varð sú vinátta er þá mynd- aðist söm og jöfn alla ævidaga. Helga var óvenjulega sterkur persónuleiki. Hún var gædd stórri sál, sem sá allt í fegurra ljósi en efni stóðu til, og gædd góðum gáfum auk listrænna hæfi- leika. Ég hef sjaldan kynnst sál, sem var jafn kröfulaus gagnvart sjálfri sér og örlát þeim, sem þurftu hjálpar og ráðleggingar við. Allt vildi hún til betri vegar færa, ef á einhvern var hallað var hún sannur málsvari. Helga var listakona í eðli sínu. Hún töfraði fram listaverk úr nánast engu. Margir vinir hennar eiga í dag þessi listaverk, sem segja okkur alla sögu um listfengi hennar og gamansemi. Að auki var Helga sá lífslistamaður, sem fann ætíð hvenær vinir hennar þurftu á hjálp að halda. Ef erfiðleika bar að höndum var hún ávallt reiðubúin að hlusta, og í þögninni náð- um við inn að hjartarótum. Við fet- uðum okkur gegnum kreppu- og ung- lingsárin, reynslunni ríkari. Um þetta leyti kynntist Helga manninum í lífi sínu, Rögnvaldi Sigurjónssyni píanó- leikara. Sambúð þeirra og vinátta var fágæt og fögur, og varði til hinsta dags. Með Rögnvaldi myndaðist sá stóri vinahópur sem fylgdist að um áraraðir. Helga stóð vörð um sinn mann og list hans, og hvatti hann alla tíð. Rögnvaldur var fyrsti píanóvirtú- ós Íslands á sínum tíma. Allir þeir tónleikar, sem þau stofnuðu til þegar Rögnvaldur undirbjó tónleika, voru okkur vinum þeirra kærkomið kennslu- og gleðiefni. Að baki honum stóð Helga jafnan sem klettur. Okkur Helgu kom saman um, að miklir tón- listarmenn þörfnuðust góðra áheyr- enda, og það var hinn stóri vinahópur svo sannarlega. Tíminn er afstæður þegar litið er um öxl. Lán mitt í lífinu er að hafa átt vináttu Helgu um ára- tuga skeið, orðið vinur móður hennar og ömmu að ógleymdum öllum systk- inum hennar, sem upphaflega voru sjö en eru nú fjögur á lífi. Það eru for- éttindi í lífinu að hafa átt Helgu og Rögnvald að vinum alla tíð. Synir þeirra hjóna, Þór og Geir, með sínum gjörvulegu börnum hafa veitt ótæm- andi gleði. Sú gleði sem börnin geta veitt verður ekki metin til fjár. Hún er gjöf að ofan. Hljóðlega tek ég þátt í harmi ykkar allra við andlát lífslista- konunnar Helgu Egilson. Fjölskylduvinurinn Unnur Arnórsdóttir. Veturinn ’55–56 var ég staddur í Vínarborg ásamt konu minni, Borg- hildi Thors, en hjónin Helga Egilson, frænka Borghildar, og Rögnvaldur Sigurjónsson voru þar einnig ásamt sonum sínum, Þór og Geir, sem þá voru ungir drengir. Þarna var reynd- ar allstór Íslendinganýlenda að mennta sig og njóta lista, ekki síst tónlistar og leiklistar, meðal annarra tónskáldin Leifur Þórarinsson og Jón Þórarinsson, myndlistarkonan Sig- rún Gunnlaugsdóttir (seinna sam- verkakona Helgu í Dimmalimm – en Helga var nú reyndar Dimmalimm sjálf) og hennar maður, Hreinn Stein- grímsson. Einnig verður að geta Bríetar Héðinsdóttur og Sigurðar Steingrímssonar, sem nú er guðfræð- ingur, en var á þeim árum að nema fiðluleik. Við vorum, ásamt öðrum ónafngreindum, tíðir gestir á heimili þessara skemmtilegu og yndislegu hjóna. Nóbelskáldið átti þar leið um að heilsa uppá vini sína, Helgu og Rögnvald. Seinna um veturinn hélt Rögnvaldur eftirminnilega tónleika í þessari „Mekku“ tónlistarinnar. Þetta voru ánægjulegir tímar og sitja í minningunni. Þarna varð til góður kunningsskapur; sem hélst og þróað- ist. Kynnin seinna enn nánari og urðu að einlægri vináttu, en Rögnvaldur og Bergljót, konan mín, störfuðu við Nýja tónlistarskólann, hann yfir- kennari, hún aðstoðarskólastjóri og sá um skrifstofuhald. Í meira en sautján ár höfum við hist á öðru hvoru heimilinu, oft með sameiginlegum vinum og kunningjum, yfir ljúffeng- um mat og góðum vínum. Það voru undantekningarlaust skemmtilegar og yndislegar samverustundir. Helga Egilson var afar sérstök kona. Mjög greind og vel að sér, hafði alveg sérstakan persónuþokka, hrein- skilin og skemmtileg. Listræn var hún, einsog hún átti kyn til og margt handverkið, hugvitssamlegt og af hagleika gert, vitnar um. Það var hægt að tala við hana um alla hluti. Og alltaf var hún jafnskemmtileg og persónuþokki hennar jafnhrífandi. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun efa ég að við hjónin höfum eignast betri og kærari vini gegnum tíðina. Nú hefur Rögnvaldur misst Helgu sína, en hann á minninguna, synina og músíkina og fjölda góðra vina. Helgu er sárt saknað. Hugurinn er hjá vini okkar, Rögnvaldi. Og við munum halda áfram að hittast, ræða málin og spauga yfir músík og góðum veiting- um. Honum og sonunum, vinum mín- um Þór og Geir, votta ég einlæga hluttekningu mína. Minningin um gáfaða og yndislega konu lifir áfram. Oddur Björnsson. Svo vildi til að í lok annars áratugar fyrri aldar áttum við Rögnvaldur Sig- urjónsson heima nokkra mánuði und- ir sama þaki austur á Eskifirði, hann að verða tveggja ára, ég þriggja. Hvorugur okkar vissi þá að til var lítil stúlka, jafnaldra Rögnvalds, Helga Egilson. Hún mun um þessar mundir hafa verið að flytjast með foreldrum sínum frá New York, þar sem hún fæddist, til Íslands og síðar til Spán- arstranda. Eftir þessa stuttu samveru, sem af eðlilegum ástæðum er óljós í minni okkar beggja, skildi leiðir okkar Rögnvalds um langa hríð. Hann flutt- ist til Reykjavíkur, þekkti köllun sína frá upphafi og var kominn til fram- haldsnáms í píanóleik í París meðan ég var enn í menntaskóla á Akureyri, alls óviss um hvað ég myndi taka mér fyrir hendur. Þegar leiðirnar lágu aftur saman var það í Bandaríkjunum, þar sem hann var að ljúka sínu erlenda námi en ég að hefja mitt. Þá var hann búinn að finna Helgu fyrir nokkrum árum, og þau voru bundin þeim böndum sem aldrei brustu. Nánust urðu kynni okkar þann vet- ur sem við voru samtímis í Vínarborg, 1954–55, ásamt fjölskyldum okkar. Þaðan er margs góðs að minnast. Nærri daglegur samgangur var milli heimilanna og margar urðu tón- leikaferðirnar og gleðistundirnar, allt til óblandinnar ánægju. Helga Egilson var óvenjuleg kona og einstök að mannkostum og hæfi- leikum. Hún var glaðlynd, skemmti- leg og listfeng eins og hún átti ættir til. Hún hallmælti aldrei nokkrum manni en var skyggn á hvaðeina sem skoplegt var, án allrar kaldhæðmi. Hún hafði ríka sköpunargáfu, og auk þess næmi, innsæi og einhvern æðri vísdóm sem venjulegir karlmenn skilja ekki, en undrast og dá í fari hinna bestu kvenna. Hún varð fljótt einn af kærustu vinum mínum, og einn örfárra trúnaðarvina sem ég hef átt um langa ævi. Þegar Helga var í bernsku orti frændi hennar, listamaðurinn Mugg- ur (Guðmundur Thorsteinsson), um hana og handa henni ævintýrið um Dimmalimm prinsessu, og mynd- skreytti þá litlu bók svo glæsilega að hún er ein fegursta bók sem gerð hef- ur verið á Íslandi. Mér fannst Helga alltaf bera nokk- urn svip ævintýrisins, hafin yfir gráan hversdagsleika, hrífandi aðra með sér til bjartari og litríkari heima þar sem margt óvænt gat gerst, og jafnvel hversdagslegir hlutir fengu nýja liti og líf. Þessir eiginleikar breyttust ekki þótt hún ætti sjálf einatt við erf- iða vanheilsu að stríða. En nú er Dimmalimm prinsessa dáin. Þungur harmur er kveðinn að vinum hennar, og þeir eru margir, en þyngstur að eftirlifandi eiginmanni hennar, sonum og öðrum sem henni voru nákomnastir. Kæri vinur Rögnvaldur. Við Sigur- jóna sendum þér og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Jón Þórarinsson. Einstök kona og kær vinur, Helga Egilson, er látin. Kynni okkar hófust fyrir mörgum árum í gegnum sameig- inlegt áhugamál, tónlistina. Það varð að fastri venju að við hjónin yrðum samferða Helgu og Rögnvaldi á tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar og af því spruttu frekari kynni. Það var alltaf sérstakt tilhlökkunarefni á haustin að fara nú að hittast á Sinfón- íutónleikum. Helga og Rögnvaldur voru ákaf- lega samhent hjón og það er ekki að efa, að hún hefur verið hans stoð og stytta í öllu hans starfi bæði sem kennari og ekki síður sem konsertpí- anisti, því hún bar mjög gott skyn á tónlist og hafði gagnrýna hugsun. Það er óvenjulegt að hitta á lífsleið- inni fólk, sem hefur mannbætandi áhrif, en þannig kona var Helga, bjartsýni hennar, kjarkur, dugnaður, góðvild og glaðværð var slík að manni leið betur eftir að hafa verið í návist hennar. Helga var mjög listfeng kona og al- þekktir eru jólasveinarnir, sem hún og systir hennar bjuggu til um margra ára skeið og eru áreiðanelga til í mörgum heimsálfum, því þeir SJÁ SÍÐU 40

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.