Morgunblaðið - 11.09.2001, Side 41
þétt saman og var yndislegt að sjá
alla þá elsku og virðingu sem þau
báru hvert til annars.
Ég átti því láni að fagna að eiga
Helgu fyrir vinkonu og fyrrv. tengda-
móður.
Fyrir unga stúlku eins og ég var
þegar ég kynntist þeim hjónum var
það eitt mesta lán lífs míns, og get ég
seint fullþakkað Helgu alla þá elsku
og fræðslu sem hún sýndi mér og
kenndi alla tíð. Þetta var mér dýr-
mætur tími. Helga og Rögnvaldur
voru með skemmtilegasta fólki sem
ég hef kynnst um ævina og ætíð glatt
á hjalla þegar við hittumst. Raunar
með ólíkindum að fylgjast með þeim
hjónum, hve vel þau fylgdust með öllu
sem var að ske í þjóðfélaginu, svo ég
tali náttúrlega ekki um í tónlistarlíf-
inu, fram til síðasta dags.
Elsku Rögnvaldur, synir og ástvin-
ir allir, missir ykkar er mikill en
minningin um einstaka manneskju
mun lifa.
Elsku Helga, þakka þér fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman.
Guð geymi þig.
Ásta Edda Jónsdóttir.
Karen Blixen skrifar einhvers stað-
ar um muninn á aligæsum og villigæs-
um: Þær fyrrnefndu snúast á litlum
reit með gogginn ofan í moldinni að
leita að einhverju matarkyns, meðan
þær síðarnefndu fara í oddaflugi und-
ir himinskautum og stefna á ókunn
ævintýralönd. Og það var síðari kost-
urinn sem Helga Egilson valdi, þegar
hún sextán ára gömul stóð í bakaríinu
við Bankastræti, hugfangin af tóna-
flóðinu frá stráknum honum Rögga
sem var að spila á píanó í næsta húsi.
Kaffibollinn gleymdist á reiknivélinni
og dembdist yfir hana við næstu af-
greiðslu. Fyrir sextíu og fimm árum
(og kannski alltaf) var það engin ávís-
un á auðvelt líf að leggja lag sitt við
listamann af nokkru tagi. En makar
og stuðningsmenn listamanna búa yf-
ir þrá til að skapa fegurð sem yfir-
skyggir hið daglega juð og tuð og eig-
inhagsmunapot. Í þeim hópi var hún
Helga sem við kveðjum í dag.
Hún hafði fengið margar góðar
vöggugjafir, ólgandi starfsorku, sterk-
ar tilfinningar og ríka sköpunargáfu á
mörgum sviðum. Þannig var hún
ágætlega ritfær þótt fæst sem hún
skrifaði kæmist lengra en í skrifborðs-
skúffuna, nema leikritið hennar góða
um Dimmalimm. Ímyndunaraflið var
mikið og kveikti af sér marga loftkast-
ala og ráðagerðir. „Nú vill hún fljúga!“
sagði Þorsteinn bróðir hennar eftir að
hún hafði útmálað fyrir honum hvað
það gæti orðið gaman að þau systkinin
öll sameinuðust um að kaupa sum-
arbústað í Flatey. Af því varð að vísu
ekki, en betur tókst til þegar hún réðst
í að gera upp íbúð á Vesturgötunni
sem öll var í niðurníðslu, skökk og
skæld. Utan um léleg rör hafði næl-
onsokkum verið vafið til að stöðva leka,
ekkert horn var rétt og hvar sem bolti
var lagður upp við vegg valt hann nið-
ur gólfið að miðju. En auðvitað varð
þetta á endanum hin dýrðlegasta íbúð.
Og ekki spillti að flesta lampaskerma
saumaði Helga úr blúnduefnum eða
prjónaði þá sjálf.
Raunar var hún frá unga aldri til
æviloka sífellt að búa til eitthvað í
höndunum, oft gjafir handa fjöl-
skyldu og vinum. Því eins og Rögn-
valdur sagði: „Ég held að henni
Helgu væri alveg sama þótt hún sæti
uppi á Grænlandsjökli, bara ef hún
hefði prjónana sína.“ Kærast var
henni þó að vinna með Þórunni (Tótó)
systur sinni. Það samstarf var mikill
innblástur fyrir báðar og leiddi þær
meðal annars til að stofna verslun
(ásamt Sigrúnu Gunnlaugsdóttur)
með listiðnað undir heitinu Dimmal-
imm. En þær stöllur voru of snemma
á ferð. Þetta var á sjöunda áratugn-
um, og um þær mundir flæddi ódýrt
fjöldaframleitt skran inn í landið og
gerði þjóðina hugstola. Handgerðir
listmunir voru ekki eftirsóttir og fjár-
hagslegur ávinningur lítill. En það
var alltaf sama hvað á bjátaði. Helga
hafði guðdómlega hæfileika til að sjá
bjarta fleti á öllum málum. Eins og
hún þegar hún sagði við litlu systur
sína til að lækna hana af myrkfælni:
„Það er ekkert í myrkrinu sem ekki
er líka í ljósinu.“
Þannig hló hún sig máttlausa, þeg-
ar hún sagði frá því hvernig hún hafði
setið með sex ára snáða einn dag í
búðinni. Dauft var yfir viðskiptunum.
Eftir drykklanga stund birtist þó fólk
og stráksi varð himinglaður, hljóp
upp og hrópaði: „Loksins kemur ein-
hver að kaupa!“
Lífið var ekki alltaf létt. Þau hjónin
áttu auðvitað sínar erfiðu stundir eins
og allir aðrir. Listamannsbrautin get-
ur verið grýtt, og fjármálin sveiflast
upp og niður. Vissulega var það held-
ur ekki æðsta takmark þeirra að
safna veraldarauði, heldur hinum,
þessum óbrotgjarna. Þau kunnu svo
sannarlega að skemmta sér – og öðr-
um. Rögnvaldur hefur dýrðlega frá-
sagnargáfu og getur varla farið yfir
götu án þess að eitthvað sögulegt ger-
ist á leiðinni. Þau voru höfðingjar
heim að sækja. Þrátt fyrir bóhemstíl-
inn var Helga nefnilega skipulögð
undir niðri. Og eins og hún sagði svo
viturlega: „Það er svo hollt fyrir hvert
heimili að eiga von á gestum, því þá
drífur maður sig í að taka til og gera
allt fínt.“
Bíl áttu þau held ég aldrei. Á einu
skeiði ævinnar fór Helga alltaf til og
frá vinnu í strætisvagni. Hún notaði
strætóferðirnar til heimspekilegra
hugleiðinga: „Þar leysti ég eilífðar-
málin á leið í vinnuna.“
„Ég veit að einhvern tíma kemur
ljóti kallinn og tekur mig,“ sagði hún
fyrir nokkrum árum. „En þá er ég bú-
in að eiga svo dásamlegt líf með hon-
um Rögnvaldi. Mér finnst hann alltaf
svo skemmtilegur, á hverjum einasta
degi!“
Það var dásamlegt hvernig þeim
tókst að vera síung í anda. Það breytti
engu þótt heilsan hjá Helgu færi að
versna fyrir mörgum árum. Oftar en
einu sinni var hún flutt dauðvona á
sjúkrahús, en þangað til núna kom
hún alltaf aftur, enn kátari en fyrr ef
eitthvað var. Seinast voru bæði sjón
og heyrn farin að daprast en hún hló
alltaf jafn dátt, dansaði um gólfið og
sagði: „Ég er bara áttræð stelpa.“
Alltaf voru nýir vinir að bætast í þann
stóra hóp sem fyrir var. Alltaf var
eitthvað nýtt og spennandi á döfinni.
Tónleikar, ferðalög, í fyrra til Parísar
að hitta sonardóttur og nöfnu. Lífs-
gleðin ólgaði til hinstu stundar. Rétt
áður en hún missti meðvitund hlakk-
aði hún þau ósköpin öll til að komast í
stórafmæli systur sinnar næsta
sunnudag.
Í fyrrasumar dreymdi hana skrýt-
inn draum. „Mér fannst að ljóti kall-
inn hefði náð honum Rögga niður til
sín. Ég var í lyftu á leið djúpt niður og
kringum mig voru ótal púkar að
hrekkja mig og halda mér fastri. Það
varð heitara og heitara eftir því sem
neðar dró, en einhvern veginn tókst
mér að grípa í hann og ná honum upp
með mér.“
Það hefði heldur ekki verið líkt
henni að láta þann vonda hrifsa hann
Rögga af sér rétt sisona!
Hvers virði samlíf þeirra var henni
kemur fram í einni síðustu sögunni
sem hún skrifaði. Eftir því sem ég hef
heyrt eftir barnabarni er aðalsögu-
hetjan lítil telpa langt austur í Síb-
eríu. En þar er svo kalt og mikil fá-
tækt og pabbinn drekkur, svo loks
verður telpan úti og fer upp til Lykla-
Péturs í himnaríki.
„Æ, telpan mín, hvert á ég að senda
þig núna,“ andvarpar Pétur, „öll lönd
eru orðin svo full af fólki,“ og svo
skoðar hann landabréfið: „Jú. Hér
finn ég stað, Ísland!“ Stelpunni líst
ekkert á það, búin að fá nóg af kuld-
anum, en lætur loks tilleiðast. Ekki
þarf að orðlengja að þar kynnist hún
strák sem spilar á píanó, þau verða
hrifin hvort af öðru og giftast. Og þótt
stundum sé kalt á þessu litla landi og
stormar geisi sigrast þau á öllum erf-
iðleikum.
Rögnvaldur var dýrgripurinn
hennar mesti og stærsti.
Með þessum línum sendi ég honum
og öllum hans yndislegu afkomendum
innilegar samúðarkveðjur og þakk-
læti fyrir svo ótalmargt.
Inga Huld Hákonardóttir.
Fleiri minningargreinar
um Helgu Egilson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 41
við Nýbýlaveg, Kópavogi
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
LEGSTEINAR
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
D
++& D+
+
67%!J
-! !
#
.
+ #
'<
'1**
! 7%- %23!
%!D3H%%$% 7% #%%23!
"H! %% # %223!
! 7%* %23!
D3H%% %2 %23!
D3H%%3# # %2$%
!%6 # %2$%
,"-
"!6 $%
(!"" %!"$%
8!$ %%,"- 23! &
A DE+;,
+
"6%!
93 5 =
8
D3H%% 5 %23!
A$ "2AB5 %26 &
;,
+ (D
++
- $" %
/
#
+
#
'1
'*)*
# %2 %% $%
D3H%% %% $%
$B %B5 %&
,
8) (,);
+
;". !#K
8
,"- E % $% "*%723!
5 ,"- $%
$ ! %2%2 &
7+
,
*+D
++(@
)(;
+
!"H!#!"! -%! -% -! !
'*
! 7%@$ "!-23!
1 !%@$ "!-23!
$%2#%%&
,
,
88 DE1)
* B /
7
/
0
#
7-
#
+
'(
'1**
5 #
#
L "% !% !23! A# %2$%
!% !@3 !$ L ""
1 ! %1 "$% ("BD3%23!
%%!%%1 "$% ( "( 23! &