Vísir


Vísir - 01.10.1979, Qupperneq 2

Vísir - 01.10.1979, Qupperneq 2
2 VtSIR Mánudagur 1. október 1979 Tekurðu slátur? Sigriftur Jóhannesdóttir, verslun- armaóur: Nei, þaö geri ég ekki, ég kaupi þaó úr búö. Egill Kristjánsson, gjaldkeri: Nei, þaö hef ég aldrei gert. En mér þykir slátriö gott, þó ég boröi ekki mjög mikiö af þvi. Kristin Þóra Kristjánsdóttir, af- greiöslustúlka: Ekki ég, hef aldrei gert þaö. En ég fékk nýtt slátur um daginn, mamma býr þaö til, ég boröa þaö bara. óli Bernhöft, heildsali: Þaö hef ég aldrei gert og hefur aldrei ver- ið gert á minu heimili. Ég kaupi það úr búö og þykir gott. Jenný Schiöth, húsmóöir: Nei, ekki lengur, ég er bara ein i heim- ili. Meöan heimiliö var stærra geröi ég þaö. Mér finnst slátur virkilega gott. SLATUR ER RÆDI NÆRINGARRIKT OG MIKIL BOBÚT Að taka slátur og útbúa úr þvi er bæði mikil búbót, auk þess sem blóð og innmatur inniheldur miklu meira af næringarefnum en eru i kjötfsvo sem vita- minum, steinefnum og fullgildum eggjahvitusam- böndum. öll vitum við um jámið i blóðinu. Lifrin er einnig mjög járnrik auk A og B vitamina og annarra næringarefna. Þvi er óhætt að fullyrða að fáar fæðutegundir eru jafnrikar af næringarefnum og slátur. A næstu dögum verður haldið áfram með slátur- gerðina og tekin fyrir kæfu- og rúllupylsugerð ofl. Undirbúningur Mikilvægt er aö undirbúa sláturgerð vel, til aö verkiö veröi auðvelt og árangurinn góöur. Frystikistan þarf aö vera hrein, nóg pláss í henni og hafa verið stillt á hæstu frostgráöu i sólar- hring. Agætt er aö ákveöa strax hvaö á að búa til mikiö slátur og hvaö af þvi á aö sjóöa strax. Best er aö kaupa meö slátrinu aukavambir, ef með þarf. Athuga þarf hvort allt efni sé til sem þarf í slátriö, mjúkt bómullargarn, stór sia, umbúðir til frystingar o.fl. Mikilvægt er aö hafa nægan tima til aö ljúka verkinu og best er aö allir liötækir heimilismeö- limir hjálpist aö. Sláturgerð Vambir sem viö kaupum eru yfirleitt hreinsaöar. Þær þarf þó aö skola vel úr köldu vatni, skafa og reyta eftir þvi sem meö þarf en varast þarf aö vambirnar rifnl Sniðiö meö hnif eöa góöum skærum 4-5keppi úr hverri vömb, sem jafnasta aö stærö. Þykkustu hlutar vambarinnar eru skornir úr um leið. Saumiö keppina meö mjúku bómullargarni, hafið sporin gisin en takiö fremur þétt I þráöinn. Skiljið eftir hæfilega stórt op til aö þægilegt sé aö setja I keppina. Geymiökeppina i köldu saltvatni, þar til sett er f þá. Hreinsiö alla eitla úr mörnum, brytjiö hann smátt og geymiö á köldum staö á meöan lifrarpylsan og blóöiö er útbúiö. Strjúkiö vatnið vel af keppun- um áöur en sett er I þá. Saumiö vel fyrir keppina, skolið þá úr köldu vatni, látiö renna af þeim og sjóðiö þá og frystiö siöan. Nauösynlegt er aö sjóöa eða frysta slátriö strax aö loknum til- búningi þess, þvi að gerjun hefst fljótlega.en við þaö minnka gæöi og geymsluþol. Hraöfrystiö keppina soöna og vel kalda eöa hráa i góöum loft- þéttum umbúðum, t.d. þykkum plastpokum eöa raöið þeim i vax- bornar pappaöskjur, en þær raöast vel i frystinn. Slátur geymist hraöfryst við 4-18 gráöur Celcius I 8-10 mánuöi. Látiö frosna keppi i heitt salt- vatn og sjóöið einsog sagt er hér aö framan. Blóðmör 1 1 blóö 2 dl vatn 1/2 msk salt 300 g haframjöl 500 g rúgmjöl 500 g brytjaður mör vambir vatn og salt til aö sjóöa i. Siið blóöiö og blandið vatni og salti i þaö. Hræriö i, þar til saltiö leysist upp. Hræriö haframjölinu úti blóðið og siöan rúgmjölinu. Hræriö blóöhræruna vel, annaö hvort meö sleif eða hendi. Takiö keppina upp úr vatninu og strjúkiö vatniö af þeim. Setjiö blóðhræruna ásamt mörnum i keppina. Hafið keppina liölega hálffulla og saumið vel fyrir þá. Jafniö hrærunni i keppunum og pikkið þá meö stórri nál. Látiö keppina úti sjóöandi salt- vatn. Setjið keppina smátt og smátt I vatniö svo að suöan fari ekki úr. Pikkiö keppina meö nál Nokkrar konur hjá SS aö setja i lifrarpylsukeppi. Visismyndir BG Sjálfsagt eru fáir svo stórtækir viö sláturgerö I heimahúsum, en þessi mynd er tekin hjá Sláturfélagi Suöurlands.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.