Vísir - 01.10.1979, Side 4
Mánudagur 1. október 1979
4
(pakarastofan
*>*KLAPPARSTIG M
Klapparstíg 29 -
simi 13010
^HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG
Kýkomið
Austurrískir
jokkor 09
kopur
Sendum í póstkröfu
Smkmm
LAUGAVEGI66 ” SÍMI25980
RIKISKASSINN
VINNUR MEST í
FJÁRHÆTTUSPIU
Til er enskur málsháttur, sem
segir: „Ef þú getur ekki sigrast á
þeim, skaltu snúast i lið með
þeim!” Þetta spakmæli virðast
stjórnvöld ýmissa V-Evrópu-
landa hafa haft að leiðarljósi,
þegar þau hafa i vaxandi mæli
leyft fjárhættuspil til þess aö
drýgja skattatekjur.
Misjafnlega er á þessu tekiö i
hverju landi. t Bretlandi og
Vestur-Þýskalandi virðast nær
allar tegundir fjárhættuspils
leyfilegar samkvæmt lögum og
hefur rikissjóður ærinn gróða af. I
öörum löndum, eins og Italiu,
Grikklandi svo aö dæmi séu
tekin , eru ströng takmörk sett á
fjárhættuspilið fyrir ýmsar óllkar
sakir.
Bretar, þetta dagfarsprúða og
hæglynda fólk, virðast ófor-
betranlegir fiárhættusDilarar.
Þeir veðja á hvaö sem vera skal:
Hunda, hesta, knattspyrnu, happ-
drætti, bingó... og áfram enda-
laust. t fjárhirslur rikisins renna
árlega hrikalegar upphæðir frá
spilafikn þjóöarinnar.
1 skýrslu einnar stjórnar-
nefndarinnar segir,að Bretar hafi
'veðjað á árinu 1976 upphæðum
sem samtals hafa numiö um 62.4
billjónum króna, og þriðjungur
þess mun hafa runnið til skatts-
ins.
Þessi skýrsla segir, aö hvorki
meira né minna en 94% fullorö-
inna þegna landsins stundi fjár-
hættuspil i einu eða öðru formi.
Þar af 40% reglulega. Eftir þvi
sem nefndarmenn segja, veðja
35% á knattspyrnugetraunirnar
og 9% á hunda og hesta að
minnsta kosti einu sinni I mánuöi.
Þessi hunda- og hestaveðmál
þrifast I hundruðum verslana,
utan veðhlaupabrautanna, og
árin 1977 og 78 greiddu þessar veð-
málastofur 105.5 milljaröa króna i
skatta, og voru þær tekjur
notaðar til þess aö bæta veð-
hlaupabrautir og tilheyrandi
mannvirki.
Þar viö bætast spilavitin, sem
blómstra, þrátt fyrir himinhá
rekstrarleyfisgjöld.
„Veðmál eru eins og rauður
þráöur I gegnum allt okkar þjóð-
félag,” segir séra Gordon Moody i
breska kirkjuráðinu, en þaö hefur
fvlgst með fjárhættuspilinu
siðustu fjörutíu árin.
Það sama mætti segja um
Vestur-Þýskaland, þar sem
leyfist allskonar fjárhættuspil, og
rikið rakar að sér spilagróða.
Hlutur rikiskassans er þó
misjafn, eftir þvi hvað fjárhættu-
spil er um að ræða.
t V-Þýskalandi eru tuttugu og
eitt spilaviti og velta þau árlega
um 24 milljörðum króna. Þau
verða að skila 97.5 Aftur I
vinningum, en rikiö hiröir svo
stærstan hlutann af þeim 2.5%
sem 'eftir eru.
Ymis happdrætti, knattspyrnu
og veðhlaupagetraunir raka inn
24% af veöfénu. Þau skila aftur
milli 50 og 70% i vinningum, og
rikiö tekur hlut af þvi, sem eftir
verður þá. t V-Þýskalandi er mun
minna veðjað á kappreiðar en
annarsstaðar, þar sem sú iþrótt
er stunduð.
Megnið af spilagróðanum, sem
rikið ber úr býtum er notað sem
tekjustofn ýmissa iþrótta-, menn-
ingar-, velferðar- og mannúðar-
mála. Ef ekki væri vegna skatts
af hinum vikulegu getraunum og
happdrættum, væri til dæmis
dómkirkjan i Köln 1 rústum.
Ólympiulæikarnir i Munchen
1972 voru til dæmis að hluta
kostaðir af sjónvarpshappdrætti.
Staðreyndin er sú, aö vestur-
þýska rikið hefur skipulegt svo
kyrfilega allt fjárhættuspil I land-
inu, að glæpasamtök eiga ekki
minnsta möguleika á að smeygja
þar fæti inn fyrir dyr. Sama má
segja um Bretland.
A ttaliu, þar sem skuggi
mafiunnar hvilir yfir öllu, eru
yfirvöld ekki jafn-örugg um sig.
Frá Mont Blanc til syðsta odda
Sikileyjar getur forhertur fjár-
hættuspilari aðeins fundið fjögur
löglega rekin spilaviti. I
Feneyjum, San Remo, Saint
Vincent og Campione d’Italia.
Það hefur nokkrum sinnum
komið til tals I þinginu i Róm á
siðustu árum að leyfa rekstur
fleiri spilavita. Sú hugmynd hefur
þó aldrei öðlast verulegt fylgi.
Þessi ströngu takmörk, sem
höfð eru á rekstri spilavita, hafa
þó ekki aftrað Itölum frá öðrum
fjárhættuspilum eða veömálum,
bæði löglegum og ólöglegum, og
sagt er að þar sé velt milljörðum
króna á ári hverju. Rikishapp-
drætti eru enn vinsælasta fjár-
hættuspilið og gáfu þau af sér um
1.6 milljarö króna i skattatekjur á
siðasta ári. Samt greiöa þau
helming spilagróðans i vinninga.
Það er á allra vitorði, að ólög-
leg veðmál og spilaviti þrifast
neðanjarðar, en embættismenn
segja, að enn sem komið sé valdi
það þeim ekki áhyggjum þvi það
mun vera I svo litlum mæli.
Yfir heildina litið virðast Italir
ekki spilafiknir.
t Grikklandi eru ekki miklar
freistingar á þessu sviði á vegi
almennings. Þó eru þar rekin
þrjú spilaviti, en strangar tak-
markanir á þvi hverjir lands-
manna fái aö stunda þau. Banka-
mönnum og opinberum embættis-
mönnum er bannað að stiga þar
inn fæti. Tvö spilavitin eru i
Rhódes og Korfú, og þangað fær
heimafólk ekki að koma. I Mount
Parnes-spilavitið hjá Aþenu fá
þeir Grikkir einir að koma, sem
hafa á skattskýrslum sinum
tvær milljónir króna I árstekjur
eða meir.
Engar sögur fara af glæpum
eða spillingu I sambandi við
spilavitin, sem á siðasta ári
skiluöu af sér 5.6 milljörðum
króna i rlkiskassann, eöa 75%
spilagróðans.
A Möltu aflar rikissjóður sér
árlega með auöveldum hætti 1.6
milljarða króna i tekjum af happ-
drættum, sem rikiö stendur fyrir,
eða I skatti af auglýsingum
annarra happdrætta.
Möltubúar virðast mjög spila-
fiknir og hafa tekjur af fjárhættu-
spilinu farið vaxandi frá ári til
árs. Þar gilda strangar varúöar-
reglur til þess að fyrirbyggja að
afbrotamenn geti seilst i þennan
rekstur, og er þeim fylgt fast
eftir. Af fréttum um handtökur
manna og upptöku spilapeninga á
siðustu mánuðum viröist ekki af
veita.