Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Þriðjudagur 9. október 1979 Hvaða úrslitum spáirðu ef til kosninga kemur? Gubmundur GuOmundsson, verslunarmaður: Ég vona þær fari vel og við fáum breytta stjórnarhætti. Ég spái Sjálf- stæðisflokknum hreinum meiri- hluta. Már Guðnason, járnabindinga- maöur: Ja, Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á, sennilega mest á kostn- að Alþýðuflokks og kannski Framsóknar. Ég held að Alþýðu- bandalagið haldi sinu, þeir eru lunknir. Guömundur Stefánsson, vél- stjóri: Ég veit þaö ekki, vil helst ekkert spá. Aðalsteinn Valdimarsson, tré- smiður: Ja, maður hefur hugsaö um það. Ég held Alþýðuflokkur- inn haldi sinu að mestu og komi skár út en Framsóknarflokkurinn sem tapar alltaf. Alþýðubanda- lagið stendur á sinu. Svo hiröir Sjálfstæöisflokkurinn eitthvað. //Við erum nú að salta í tíu þúsundustu tunnuna með þessum nýja vélabún- aði og höldum við upp á þann ánægjulega áfanga með kakói og rjómapönnu- kökum/" sagði Unnsteinn Guðmundsson/ stjórnar- formaður söltunarstöðvar- innar Stemmu/ þegar Vísir brá þér þangað nýlega. Unnsteinn sagði, að nú færi söltunin i rauninni fram á færibandi i stað hinnar gömlu góðu aöferðar, þegar allt var gert i höndunum. Væri þessi vinnsla nú farin að ganga mjög vel eftir vissa örðugleika, sem komu upp I byrjun. „Sildin rennur nú sem ár- straumur eftir færiböndunum”, sagði Eyjólfur Magnússon, verkstjóri og kvaðst hann vera mjög ánægður með þennan nýja vélbúnað. Afköstin væru 100-120 tunnur á klukkustund, en 30 konur vinna nú við færibandið. Væru af- köstin ámóta og hjá 60 stúlkum, sem söltuðu sildina eftir gamla laginu. Eyjólfur sagði, að nú lönduöu hjá stööinni 20 bátar og væri sennilega búið að salta nálægt helmingi meira en á sama tima i fyrra. Mest hefði borist á land um siðustu helgi — eða um 2700 tunnur — og hefði tekið hátt á þriðja dag að salta það magn. „Það er létt yfir fólkinu,” sagði Eyjólfur, „Þótt ekki heyrist lengur kallað: „Tómar tunnur.” eöa: „Vantar salt.” 1 staðinn heyrist: „Settu bandiö I gang” eða: „Stoppaöu vöðlarann”, en það verkfæri vöðlar saltinu og sildinni saman. Þá er þessi vinna léttari en söltunin með gamla laginu, en færibandavinna er þó alltaf lýjandi”, sagöi hann aö lokum. Gamla lagið skemmtilegra Ung blómarós, Laufey Krist- mundsdóttir frá Ölafsvik, stóð viö „Það var meiri stemming yfir gömlu söltunaraðferðinni en þessari nýju færibandavinnu’ Kristmundsdóttir frá Ólafsvík. sagði Laufey 0 Unnsteinn Guðmundsson, stjórnarformaður, fyrir framan Stemmu: „Við héldum upp á tíu þúsundustu tunnuna, sem kom af færibandinu með kakói og rjómapönnukökum.” Þessi þorskhaus hafði verið settur á stön<g innan um allar sfldartunnurn- ar, en ekki vitum viö hverjum var verið aö reisa niðstöng i þetta skiptið. Hornfírðingar (sfldarskapi RlómapOnnukökiir og kakó I bónus færibandið og hafði nóg að gera: „Mér finnst gamla lagið óneitanlega skemmtilegra og stemmningin meiri”, sagði hún, en bætti þó við aö sér þætti þessi vinna þó ágæt. Kaupið væri lika mjög gott og heföu stúlkurnar sem störfuðu við söltunina nú sama kaupið, Þetta frá 4600-7800 krónur á timann, þegar best gengi. „Viö erum hér fjórar frá ölafs- vik i söltuninni, en aö auki eru hér margir sjómenn þaðan”, sagði Laufey. Ekki kvaðst hún þó ætla að setjast að á Höfn, þótt fólkið hér væri sosum ágætisfólk eins og undir Jökli, en vonaðist eftir að geta starfað hér til jóla, ef hún fengi vinnu svo lengi. //Miklu betri afli en í fyrra". Einar Gislason, yfirmatsmaður Framleiösluráðs sjávarafurða, var staddur á söltunarstööinni og var*hann spurður álits á þessari nýju söltunaraðferö: Mér list vel á þessa vélavinnu við söltunina og ég get ekki séð annaö en að sildin verkist jafn vel með þessari aðferð og þeirri gömlu að salta hana með höndun- um.” Einar sagði, að sildin á þessari vertið væri góð, en þó dálftið mis- stór. Hún veiddist þessa dagana vestur viö Ingólfshöföa. Sildin sem veiðst hefði fyrr á vertiðinni á Lóndýpi, hefði þó verið stærri og jafnari. Þá kvað hann sildina hafa verið vel feita nú i haust. „Aflinn hjá okkur nú í ár er miídu betri en hann var á sama tima i fyrra,” sagði Ömar skip- stjóri á Skúmi GK, en báturinn var nýlagstur að. „Við vorum að koma inn með 750 tunnur og erum þá komnir upp i 3300 tunnur á rúmum mánuði. Sildin nú er miklu fyrr á ferð- inni en i fyrra og það virðist vera mjög mikið af henni. Þá hafa gæftir yfirleitt veriö góðar nú i haust,” sagði ómar ennfremur. Þó hefðu skilyrði veriö slæm i sið- asta róðri og heföu þeir veriö 7-8 tima að draga netin eina nóttina. Loks var ömar spurður um hlut skipverja á þetta góðri vertiö, en hann vildi ekki tjá sig um hann og sagðist ekki vita hversu mikill hann væri. AE Höfn/— HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.