Morgunblaðið - 07.10.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.10.2001, Qupperneq 27
óháðir, allir valdir samkvæmt verð- leikum þeirra sem einstaklinga, vegna þess að „þeim er treystandi til að taka hagsmuni lands og þjóðar fram yfir eigin hag og flokka sinna“, að sögn þess sem þá skipaði, Sergio Vieira de Mello, aðalfulltrúa fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann verður áfram valdamesti mað- ur landsins þar til sjálfstæði verður lýst yfir formlega á næsta ári en stjórnin hefur víðara valdsvið og um- fangsmeiri verkefni en sú sem áður sat. Allir stjórnarmenn eru Austur- Tímorar, tíu ráðherrar, sjö aðstoðar- ráðherrar, þrír ráðuneytisstjórar og fjórir ráðgjafar. Í forystuhlutverkum eru gamlir samherjar í frelsisbaráttunni allt frá árunum 1974–75, dr. Mari Alkatiri, Arabinn kæni úr flokki FRETELIN, er þar fremstur meðal jafningja, ráð- herra efnahags- og þróunarmála; dr. Jose Ramos Horta, utan flokka, heldur áfram að byggja upp utanrík- isráðuneytið ásamt tveimur efnileg- um ungum aðstoðarráðherrum og nýtir þar hina miklu reynslu sem hann hefur öðlast sem talsmaður lands síns á alþjóðavettvangi í ald- arfjórðung. Mennta-, menningar- og æskulýðsmál verða í höndum óháðs manns, dr. Armindos Maia, rektors háskóla landsins. Fimm konur eru í stjórninni, fjór- ar þeirra með doktorsmenntun, Fernanda Mesquita Borges fjár- málaráðherra, Isabel da Costa Ferr- eira, sérstakur ráðgjafi um mann- réttinda- og jafnréttismál, og Emilia Maria Valéria Pires, yfirmaður skipulagsnefndar, sem allar eru óflokksbundnar, og svo dómsmála- ráðherrann, Ana Maria Pessoa da Silva Pinto, sem kemur frá FRET- ELIN, er doktor í lögum og þekkt fyrir að hafa samið drög að stjórn- arskrá, sem FRETELIN lagði fram þegar árið 1998. Fáir þingmannanna 88 eru lög- lærðir og því hefur verið fenginn þeim til aðstoðar kunnur erlendur, hlutlaus sérfræðingur í stjórnar- skrármálum, Yashi Ghai að nafni, sem síðustu árin hefur farið landa í milli ásamt nokkrum aðstoðarmönn- um sínum til að kynna hverra kosta er völ við gerð stjórnarskráa og hvernig þeir hafa reynst. Þingið hef- ur aðeins níutíu daga til að ljúka þessu verki eða fram til áramóta og til samþykktar þarf tvo þriðju hluta þingmanna. Ekki eru allir trúaðir á að þetta verk takist sem til er ætlast á svo stuttum tíma því ljóst er að landsmenn munu fylgjast glöggt með framvindunni og margir reyna að hafa áhrif á hana. Hafa komið fram hugmyndir um að fyrsta stjórnarskráin verði aðeins látin gilda í takmarkaðan tíma til reynslu til þess að auðveldara verði að breyta henni reynist þess þörf en endanleg niðurstaða verði síðan lögð undir þjóðaratkvæði. Hvað sem úr verður mun þingið síðan taka við lög- gjafarvaldi hins nýja sjálfstæða ríkis við formlega stofnun þess sem gæti orðið í mars/apríl næsta vor. Þá verð- ur væntanlega mikið um dýrðir en undirbúningur hátíðahaldanna verð- ur í höndum sérstakrar nefndar und- ir forsæti dr. Jose Ramos Horta, ut- anríkisráðherra landsins. Hinn 15. september kom í fyrsta sinn saman þjóðkjörið þing á Austur-Tímor. Því var fengið aðsetur í þessu húsi, sem er frá nýlendutíð Portúgala. Af því stóð ekkert nema veggirnir eftir eyðilegginguna í september 1999 – því var auðvelt að gera það upp eftir þörfum þingsins. legan glæpadómstól fyrir Austur- Tímor eins og gert var fyrir Júgó- slavíu og Rúanda. Ramos Horta hefur verið talsmað- ur þessa og ég spurði hann hvað hann héldi að yrði gert í þeim efnum. Hann kvaðst vera sömu skoðunar og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hefði látið í ljós þar um, að æskilegast væri að Indónesar sjálfir létu fara fram réttarhöld í máli þeirra manna sinna, sem ábyrgir væru fyrir því sem gerðist árið 1999. Rétt væri að gefa hinum nýja forseta Indónesíu, Megawati Sukarnopoutri, tækifæri til að setja á stofn mannrétt- indadómstól til að fjalla um þessi mál. „Við verðum að sýna henni þolin- mæði, en ef við sjáum fram á það eftir hálft ár eða svo að réttarkerfi Indón- esíu er ekki treystandi til að taka á þeim sem ábyrgð bera á glæpum gagnvart þjóð okkar verðum við að hyggja að öðrum leiðum.“ Gerum ekki kraftaverk fremur en aðrir Við ræddum hvað við tæki þegar umboð liðs Sameinuðu þjóðanna rennur út í lok janúarmánaðar 2002 –þá hefst nýtt tímabil mun fámenn- ara liðs þeirra. „Við höldum væntan- lega 1–200 manna liði óbreyttra starfsmanna,“ segir Ramos Horta, „um helmingi friðargæsluliðsins og u.þ.b. þriðjungi alþjóðalögregluliðs- ins. Margar stofnanir SÞ munu hafa hér skrifstofur áfram. Við höfum unn- ið ötullega að því í hálft annað ár að búa okkur undir að geta staðið á eigin fótum, byggja upp innanlandskerfið, vatns- og orkuveitur, vegi, skóla, heil- brigðisþjónustu, þjálfa fólkið okkar til hinna margvíslegustu starfa og skoða hvaða möguleikar eru til uppbygging- ar atvinnulífsins. Við höfum náð viðunandi samning- um við Ástrala um olíu- og gasvinnsl- una í Tímorgjánni og höfum þegar fengið fyrirheit um aðstoð erlendis frá sem nemur um 500 miljónum Bandaríkjadala næstu þrjú árin. Við vonumst til að fá slíka aðstoð eitthvað lengur – en um það verður fjallað á fundum í Osló og Austur-Tímor áður en langt um líður.“ Spurður hvort hann hefði trú á því, að þjóðin væri reiðubúin til að leggja á sig þær þrautir sem þyrfti til að vinna upp efnahagslífið, kvaðst hann ekkert í vafa um það. „Við munum þó ekki gera nein kraftaverk fremur en aðrar þjóðir, líttu á Indónesíu, sem hefur verið sjálfstætt ríki í sextíu ár og ekki enn ráðið fram úr efnahags- legum og félagslegum vandamálum sínum. Við munum hins vegar vinna að því að geta veitt þjóðinni ókeypis grunnskólamenntun og bætt heil- brigðisþjónustuna, en við eigum langt í land með að sigrast á þeim vanda- málum sem fylgja fátæktinni, svo sem malaríu og berklum. Þau verða forgangsverkefni og við munum gera það sem við getum í þeim efnum.“ Ítrekað kom fram í samtölum við bæði heimamenn og starfsmenn SÞ að vonast er til að Íslendingar leggi Austur-Tímorum lið á sviði fiskveiði- mála og ég innti Ramos Horta eftir óskum hans í þá veru. „Við höfum þegar fengið styrk frá Íslandi sem nemur 100 þúsund Bandaríkjadölum og vonum að hann verði aukinn. Ís- lendingar eru afar auðug en um leið örlát þjóð, sem gæti orðið okkur til aðstoðar, ekki einungis við starfs- þjálfun við fiskveiðar og aðrar grein- ar sem þeim tengjast, við erum að vona að þeir geti jafnframt veitt okk- ur fjárstuðning fyrstu árin til þess að skapa hér ný störf, stofna fiskiðnað- arfyrirtæki og hjálpi okkur að mark- aðssetja og selja fisk héðan.“ Hann kvaðst gera ráð fyrir að fara til Ís- lands áður en langt um líður til að ræða þessi mál og ekki efast um að sér yrði vel tekið sem fyrr. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.