Morgunblaðið - 07.10.2001, Síða 38
✝ RíkharðurBjörnsson fædd-
ist að Búlandshöfða í
Eyrarsveit 9. ágúst
1929. Hann lést 27.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Rík-
harðs voru Björn
Kristjánsson og
Kristný Guðmunds-
dóttir og var Rík-
harður fimmti í röð-
inni af tíu alsystk-
inum en Björn eign-
aðist síðar þrjú börn
með seinni konu
sinni, Guðríði Haf-
liðadóttur. Frá þriggja ára aldri
ólst Ríkharður upp á Rifi hjá afa
sínum og ömmu sinni, þeim Guð-
mundi Guðmunds-
syni og Jófríði Jóns-
dóttur. Ríkharður
kvæntist Lilju Guð-
jónsdóttur og eign-
uðust þau fimm börn,
Ástu Björk, Lindu
Hrönn, Ríkharð Örn,
Pálma Geir og Atla
Frey. Leiðir Rík-
harðs og Lilju skildu.
Eftirlifandi eigin-
kona Ríkharðs er
Sesselja Margrét
Karlsdóttir. Börn
hennar eru Kolbrún
Kristín, Erna Ólína
og Kristján Björn Ólafsbörn.
Útför Ríkharðs fór fram í kyrr-
þey.
Elsku Rikki! Nú hefur þú kvatt
þennan heim eftir löng og ströng
veikindi. Til margra ára hefur ým-
islegt hrjáð líkama þinn en þú
kvartaðir aldrei, stóðst þig eins og
hetja, enda orðvar maður.
Við kynntumst fyrir 25 árum þeg-
ar þú komst inn í líf móður okkar og
auðgaðir það ást og umhyggju. Það
gladdi okkur alltaf að sjá hvað sam-
band ykkar var heilt og gott og létt-
leikinn í fyrirrúmi, þið voruð miklir
félagar og sjálfum ykkur nóg.
Þú varst alltaf ákveðinn í því að
njóta lífsins á meðan heilsan var í
lagi enda var ferðast um víða veröld
jafnt innanlands sem utan. Jeppi
var keyptur og ferðast um hálendi
sem og láglendi og minnisstæður er
sá fyrsti en í hann útbjóst þú svefn-
pláss af þinni einstöku útsjónarsemi
og handlagni en þú varst einstak-
lega laghendur maður, allar innrétt-
ingar í fallegu íbúðinni ykkar á
Klapparstíg eru smíðaðar af þér og
þið mamma hjálpuðust að með
parketlögn, flísalögn og allt sem við-
kom íbúðinni og eldhús- og sófa-
borðið var hannað og smíðað af þér,
fallegt og vandað handbragð sem þú
mátt vera stoltur af. Þú og mamma
komuð oft við á rúntinum og það var
eins og að fá tvo sólargeisla inn á
heimilið og munum við sakna þín
mikið við hlið hennar, þú fórst of
fljótt, Rikki minn, en við þökkum
þér fyrir góðu árin sem mamma
fékk að njóta með þér.
Börnum þínum þeim Ástu, Lindu,
Ríkharði, Pálma, Atla og fjölskyld-
um þeirra vottum við samúð okkar.
Elsku mamma, þú ert hetja sem
stóðst með fágætri reisn og um-
hyggju við hlið Rikka þar til yfir
lauk og óskum við þess að þú haldir
styrk þínum og dugnaði um ókomna
tíð þrátt fyrir söknuðinn.
Kolbrún, Erna og Kristján.
RÍKHARÐUR
BJÖRNSSON
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„Brosandi land“ var
afi minn stundum kall-
aður á æskuárum sínum
og ekki að ástæðulausu.
Brosið hans og hláturinn voru ein-
kennandi fyrir hann. Þetta var ein-
staklega fallegt bros með útgeislun,
innileika og einhverjum prakkara-
svip. Hann hafði gaman af að ögra og
vera með tilsvör sem komu fólki á
óvart, var skemmtilegur og alltaf
gaman að hitta hann. Hann kom þeg-
ar hann hafði löngun til. Sat í stólnum
í stofunni, drakk kaffi með molasykri
og reykti sígarettu, sagði skemmti-
legar sögur eins og þegar hann fór í
rútuferð með öldruðum, sjálfur á ní-
ræðisaldri. „Það er ekki hægt að fara
með þessu gamla fólki, það er stoppað
í hverri sjoppu til að fara á klósett og
þetta fólk er svo lengi að koma sér út
og inn að ferðin fer bara í þetta!“
Svo hló hann. Því næst spratt hann
upp og kallaði úr dyragættinni: „Guð
veri með ykkur.“ Síðan var hann horf-
inn jafn skjótt og hann kom.
Þegar maður fór sjálfur að heim-
sækja hann þurfti maður oft að
hringja á undan sér ef maður vildi
ekki fara fýluferð því afi var sjaldnast
heima. Hann gat verið að spila við fé-
laga sína, verið í dansi, sem hann
gerði mikið af, eða hafa keyrt niður á
höfn í Hafnarfirði og verið að spjalla
við þá sem þar voru. Hann fór oft á
skíði, tók upp á því sextíu og níu ára
gamall að fara að stunda svigskíði
bæði innanlands og utan. Sjálf fór ég
einu sinni með honum upp í Bláfjöll.
„Ég er alveg hissa á að þú skulir halda
í við mig,“ sagði afi þá í undrunar- og
viðurkenningartón. Hann var þá sjö-
tíu og sex ára og ég tvítug og mátti
hafa mig alla við.
Okkur afa fannst við tengd á sér-
stakan hátt af því að ég er skírð í höf-
uðið á konu hans, Þórunni ömmu
minni, sem lést fimm árum áður en ég
fæddist. Það bar ekki oft á góma okk-
ar í milli en við áttum þessa hugsun
saman.
Afi flutti inn á Hrafnistu fyrir
tveimur árum, hélt áfram að keyra
um allt, en gat ekki dansað eins og áð-
ur og ekki lengur farið á skíði en þá
kom golfið í staðinn.
Ég heimsótti hann um síðustu jól
SIGURÐUR KR.
SIGURÐSSON
✝ Sigurður Krist-inn Sigurðsson
fæddist í Gildrunesi í
Skutulsfirði 3. ágúst
1913. Hann lést á
Hrafnistu, dvalar-
heimili aldraðra sjó-
manna, 26. septem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 4. október.
og bað hann að segja
mér frá ævi sinni. Hann
lýsti uppvaxtarárunum
vestur á fjörðum,
hvernig var að vera
smali og sagði mér frá
því hvernig það bar að
að hann byrjaði á sjón-
um. Hvernig hann fékk
vinnu af því hann var
sonur hans Kidda á
Nesinu. Hvernig hann
kynntist ömmu þegar
hann fluttist til Hafnar-
fjarðar og hvernig hún
kom með gæfuna inn í
líf hans. Auðfundið var á
frásögninni að hann hafði verið eft-
irsóttur í vinnu og vel liðinn.
Þegar ég heimsótti afa minn á
Hrafnistu á þriðjudagskvöldið fyrir
viku var hann í móki. Ég sat lengi hjá
honum og söng fyrir hann lágt og
innilega, Draumalandið, og fann á við-
brögðum hans að hann heyrði til mín.
Næsta morgun var hann sjálfur horf-
inn inn í land draumsins.
Guð er með þér, afi minn, og þú
með Guði.
Þín
Þórunn.
Hafskip hið glæsta
með hvítbláin við hún,
hverfur við hafsbrún.
Brott, langt brott,
í óskabyr.
(K. f. D.)
Elsku afi Siggi, við kveðjum þig
með þakklæti og minnumst svo
margra skemmtilegra samveru-
stunda.
Hreinlyndi og hressileiki var þitt
aðalsmerki, og biðjum við þess að
okkur auðnist að varðveita þann arf.
Megi fleyið þitt finna naust á fag-
urri strönd.
Ólafur Gauti, Dögg og
Lind Hilmarsbörn.
Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur
til betri staðar en minning þín mun
lifa í hjarta okkar. Við bræðurnir höf-
um haft svo gaman af kynnum okkar
við þig; tilsvörin þín, símtölin við þig
og heimsóknir þínar til pabba. Þvílíka
menn eins og þig verður alltaf erf-
iðara og erfiðara að finna. Kannski er
það útaf því að lífið er alltaf að verða
auðveldara og auðveldara.
Við kveðjum þig, afi, og biðjum guð
að blessa þig og þína í sorg og í gleði.
Gunnar Jökull og
Snorri Steinn.
Elsku Siggi afi minn. Mikið finnst
mér ótrúlegt að þú skulir ekki vera
lengur meðal okkar í þessu lífi. Það er
svo stutt síðan við slógum á létta
strengi og ræddum framtíðina eins og
ekkert gæti tekið það frá okkur. En
vegir Guðs eru órannsakanlegir. Allar
minningar um þig endurspegla styrk
þinn, röksemd og virðingu. Við áttum
svo margar skemmtilegar stundir
saman. Mér eru sérstaklega minnis-
stæðar heimsóknir mínar til þín þar
sem ég kom jafnvel með vini og kunn-
ingja til að hlýða á einstakar frásagnir
þínar. Frásagnir frá þeim tíma þegar
þú varst ungur maður að byrja að fóta
þig í lífinu suður í Hafnarfirði og
„Stebbi í smiðjunni“ var að falast eftir
þér í vinnu. Sögurnar af þér þegar þú
varst kyndari á fyrstu kolaskipum
landsins. Millilandasiglingum um
heimsins höf og öllum þeim litríku
einstaklingum sem urðu á vegi þínum.
Kjölfesta þín í lífinu, áreiðanleiki,
dugnaður og hreinskilni eru lífsins
lykilorð sem eru hverjum manni holl.
Fyrirmynd, sem ég mun hafa fyrir
börnum mínum og barnabörnum.
Okkar síðustu samskiptum mun ég
aldrei gleyma. Ég kom til að kveðja
þig rétt fyrir flugið heim. Þú varst að
spila við félagana frammi á gangi.
Eftir að ég hafði kvatt þig spurði einn
spilafélaginn: Hvaða maður var
þetta? Þú svaraðir um hæl án þess að
líta upp úr spilunum: „Þetta var
strákurinn minn!“ Ég finn að ég hef
ekki bara misst afa minn, heldur einn
minn traustasta og besta vin. Guð veri
með þér.
Sigurður Frosti Þórðarson.
Góður vinur okkar, Sigurður Kr.
Sigurðsson, er látinn. Við kynntumst
Sigurði þegar hann og Bergþóra
Þórðardóttir gerðust nánir vinir og
bjuggu saman um árabil. Bergþóra,
hún Tóta okkar, lést árið 1992.
Sigurður var afskaplega viðkunn-
anlegur maður, hann var snyrtimenni
mikið og öruggur í allri framkomu.
Hann og Tóta ferðuðust mikið,
skemmtu sér saman og áttu góðar
stundir með fjölskyldum sínum og
vinum. Þetta góða samband Sigurðar
og Tótu stóð í um það bil aldarfjórð-
ung. Síðasta árið sem hún lifði var
henni erfitt. Þá var Sigurður hennar
hjálparhella og sáum við þá best hver
Sigurður var í raun – hann var ein-
stakur.
Margt og mikið mætti skrifa um
Sigurð. Hann lifði langa og farsæla
sjómannsævi og gat sagt frá mörgu.
Eitt sem við minnumst sérstaklega er
sú mikla gleði sem fylgdi Sigurði þeg-
ar hann heimsótti okkur við ýmis
tækifæri, t.d. um jól, í afmælum, nú
eða af engu tilefni. Við erum öll inni-
lega þakklát fyrir þennan góða tíma
sem hann átti með Tótu okkar og
meðan hann lifði.
Hilmar, Sigþór, Þórður, Sigrún og
fjölskyldur ykkar, þið eigið okkar
innilegustu samúð. Guð blessi ykkur.
Einar, Jensína og
systkinabörn Bergþóru.
! "
# !
$
! !
"# ! ! $ %&
% !& '!( !
$ !&
! & $ &
! %&
! ) # %&
!
"
# #$
% % &$
'$(
)
# *
"
+%
%!
,
- # $
#
!"#$
%$# &
! " ' &
"( )
! " #
!"
# "
! $ % &'
( !)
&'
* & )
&'
+
, ' &'
-. /
, 0 + &'
1
, 2 !) '
&'
3 3) , & &+#
! "#$%& #'##
! "# '## '
(
') %
Innilegar þakkir færum við öllum vinum og
ættingjum sem hafa sýnt okkur hlýhug og
samúð vegna andláts elskulegrar móður
okkar,
MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR KONDRUP,
frá Burstafelli í Vopnafirði,
og hafa heiðrað minningu hennar.
Jóhanna Margrét Kondrup,
Ólöf Dóra Kondrup,
Bryndís Kondrup,
Ásrún Inga Kondrup
og fjölskyldur.