Vísir - 11.12.1979, Blaðsíða 9
vísm
r...
Þriöjudagur
IX. desember 1979.
Hitaveitan sparar
Akureyringum stör-
fé í helmi síhækk-
andi olíuverðs
Stór hluti húsa á Akureyri er
nú hitaöur upp með hitaveitu-
vatni en fyrir nokkrum árum
var það almenn skoðun að hús á
Akureyri yrðu i framtíðinni
hituð upp með raforku eða oliu.
I nýju hefti Timarits Verk-
fræðingafélags íslands skrifar
Gunnar A. Sverrisson hitaveitu-
stjóri á Akureyri greinargott
yfirlit um athuganir á varma-
veitu fyrir Akureyrarbæ og
framkvæmdir við hitaveituna.
Þar kemur fram að Akur-
eyringar hafa lengi haft áhuga á
jarðhitaleit og árið 1940 hófust
boranir i leit að heitu vatni.
Borað var fyrst i Glerárgili og
borunum haldið áfram viðar á
næstu árum en árangur varö
ekki eins og til var ætlast.
Skömmu eftir 1960 voru geröar
frekari kannanir en ekki virtust
llkur á aö nægilegt vatn fengist.
Þegar oliukreppan skall á árið
1973 vaknaði enn áhugi á að
draga með einhverjum ráðum
úr hinum mikla kostnaði sem
fylgdi oliunotkun.
Verulegur skriður komst I
málið þegar heitt vatn fannst að
Laugalandi i Eyjafirði i árs-
byrjun 1976.
Laugalandi en menn höfðu
vonað, var ákveðið að leggja
tvöfalt kerfi í um það bil þriðj-
ung bæjarins. Frumáætlun
gerði ráö fyrir aö veitan myndi
Gunnar A. Sverrisson hitaveitu-
stjóri.
Akureyri. Aðveituæðin er um 12
km löng og er að mestu á lofti.
Kæling á vatninu er um tvær
gráður á leiðinni miðað við 100
1/sek vatnsmagn.
Arið 1978 var byggð dælustöö
á Akureyri, ásamt miölunar-
geymi fyrir neðra þrýstisvæði
bæjarins og lagt dreifikerfi I
30% bæjarins, þar af um 15%
bæjarins á tvöföldu kerfi. Auk
þess voru býli i öngulstaða-
hreppi sem næst voru aðveituæð
tengd hitaveitunni.
Sem fyrr segir þarf hitaveitan
um 300 sekúndulitra af heitu
vatni þegar hún er fullbyggð.
Lagt verður tvöfalt kerfi i
þriðjung bæjarins, þannig aö
hægt verður að komast af með
rúmlega 200 sekúndulitra meö
þvi að toppstöð hiti bakrennslis-
vatn þegar þess er þörf.
Toppstöð sem annaöi 30% af
aflþörf veitunnar þyrfti ekki að
framleiða nema um 6% af orku-
þörf hennar vegna þess hve
rekstrartimi er stuttur. Oliu-
kostnaður yrði um 3% af þeim
oliukostnaði sem yrði ef öll hús
sem tengd yrðu veitunni væru
hituð með oliu en toppstöðin
verður kynt með svartoliu.
Frumáætlun
3/4 miiljarðar
Samkvæmt frumáætlun sem
unnin var af Verkfræðistofu
Norðurlands og Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen um hita-
veitu fyrir Akureyri þyrfti hita-
veitan fullbyggð um 300
sekúndulitra af 90 stiga heitu
vatni, en það samsvarar um 60
megawatta afli. Aukning var
áætluö 4% á ári þannig að
vatnsþörfin árið 1990 yrði 400
1/sek og 650 1/sek árið 2000.
Gert var ráð fyrir einföldu
dreifikerfi i bænum en er i ljós
kom að vatnið var minna að
kosta 3.411 milljónir króna á
verðlagi i ágúst 1976 er
byggingavisitalan var lll stig.
12 km aðveituæð
Heita vatnið sem nú yljar
Akureyringum er fengið úr bor-
holum að Laugalandi og Ytri-
Tjörnum i öngulstaðahreppi.
Vatniö að Laugalandi er um 95
stiga heitt en að Ytri-Tjörnum
um 80 stig. Varnið er leitt um
safnæðar að loftskiljugeymi að
Laugalandi, en þaðan er þvi
dælt um aðveituæð i geymi á
Stofnkostnaður á annan
tug milljarða
Meðal þeirra framkvæmda
sem vinna átti að á þessu ári má
nefna byggingu fimm þúsund
rúmmetra miðlunargeymis
fyrir efra þrýstisvæði og lagn-
ingu 25% dreifikerfis á Akur-
eyri, þar af unr 10% á tvöföldu
kerfi. Einnig áframhaldandi
jarðhitarannsóknir og boranir.
A næsta ári er áætlað að ljúka
lagningu dreifikerfis á Akur-
eyri, leggja dreifikerfi i syöri
hluta öngulsstaðahrepps,
Jaröborinn Jötunn að borun að Laugalandi 1976.
Dælustöð að Laugalandi.
leggja nýjar safnæðar, setja áfram jarðborunum og jarð-
niður fleiri djúpdælur og halda hitarannsóknum.
Lagning 450 mm vibrar stofnæðar i Þórunnarstræti I október 1977.
L...............
Fyrstá húsið á Akureyri var
tengt hitaveitunni i lok nóvem-
ber árið 1977 og tengingar hafa
staðiö yfir siöan i ársbyrjun
1978. Vatnssala fer fram um
hemil, en neysluvatn er tekið út
úr tengigrind framan viö hemil
þannig að neysluvatn er
ókeypis.
Meðalvatnsskammtur á
ibúðarhús er á bilinu 2-2,2 litrar
á minútu. Viðmiðun varðandi
vatnsskammt er sú, að einn litri
á minútu svari til tvö þúsund
litra á ári af oliu en reynslan
bendir til þess að skammturinn
svari til 2300 litra af oliu.
Þvi má skjóta hér inn, að á
þessu ári hefur gengið mjög litið
að afla viðbótarvatns og allar
nýtengingar i hús á Akureyri
hafa veriö stöðvaðar.
A verðlagi i ágúst 1976 var
heildarstofnkostnaður hitaveit-
unnar áætlaður 3.411 milljonir
króna. Á verðlagi i mars á þessu
ári var áætlaður stofnkostnaður
um 10 milljarðar og hefur enn
hækkað siðan þá. Erlend lán
hafa verið tekin til fram-
kvæmdanna auk skammtima-
lána hjá innlendum aöilum.
—SG