Vísir


Vísir - 11.12.1979, Qupperneq 20

Vísir - 11.12.1979, Qupperneq 20
VÍSIR Þriöjudagur 11. desember 1979. Umsjón: Katrin Páls- dóttir _ Sannar dægur- vlsur - fjórOa plata Brimklöar komln út Fjóröa breiðsklfa Brimklóar, Sannar dægurvisur, er komin út á vegum Hljómplötuútgáfunnar. A plötunni eru ellefu lög, þar af sjö eftir liösmenn hljómsveitarinnar, þá Björgvin Halldórsson (4) og Arnar Sigurbjörnsson (3). Þrjú lög eru af erlendum toga og eitt eftir Jóhann G. Jóhannsson. Auk Björgvins og Arnars skipa Brimkló sem fyrr þeir Guömund- ur Benediktsson, Ragnar Sigur- jónsson og Haraldur Þorsteins- son. Viö plötugerðina voru til aö- stoöar Halldór Pálsson, Kristinn Svavarsson, Askell Másson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Björgvin Halldórsson hannaöi umslagiö og syngur flest lögin. Hann stjórnaöi einnig upptöku ásamt Arnari Sigurbjörnssyni. — Gsal Suðurgata 7 er eitt elsta hús bæjarins. Þaö var byggt sem Ibúöarhús, sem þaö reyndar er enn aö hluta til. 1 þeim her- bergjum sem nú eru notuð sem sýningar-pláss var áöur fyrr ét- ið I eöa sofiö. Hver veit nema maöur hafi fæöst eöa dáiö i ein- hverju þeirra. Þeir sem sýna I þessum húsakynnum veröa þvi aö miöa stærö verka sinna viö stutt gólf og veggrými sem ekki var ætlað annað en bera uppi venjulegar fjölskyldumyndir, eöa þeir veröa aö gera verk sér- staklega miðuö viö herbergin, innsetningar (instaliations). Skritiö er þaö aö i þessum 19. aldar kofa skuli vera starfsemi sem Hflegustu sambandi hefur haldiö viö erlenda listastrauma siöan gallery SÚM leiö. Og merkilegt er þaö lika aö margt af athy glisveröustu islenskri myndlist/list siöari ára hefur verið til sýnis iþessum meira en aldargömlu svefnherbergjum og borðstofum. Nú sýnir þar Sigriöur Guöjónsdóttir. Litur, pensill, strigi Listasaga vesturlanda er saga málverksins fyrst og Verk eftir Sigriöi Guöjónsdóttur Dýplin í aupum Rembrandls fremst. Myndlistarmaðurinn hefur verið málari i meira en 300 ár, meö striga tíl aö mála á ogpensil til að mála meö. Sam- hliöa varö til goösagan um handverksmanninn flinka, listamanninn sem gat gert eftir- likingu af fyrirmynd frihendis. Seinna varö svo til goösagan um hinn innblásna, soltna utan- garösmann sem eyddi slnum siöasta eyri I bút af striga og liti. En nú hefur goösagan breyst, nema enn eru listamenn utangarösmenn og blankir. Hins vegar þá er eins vist að myndlistarmaöurinn I dag eyöi sinum siöasta aur I filmur og ljósmyndapappir eöa þurfi að slá lán til aö leigja sér mynd- segulbandstæki. Kúnstnerinn er ekki lengur ribbaldinn með trönurnar á bakinu, hann gæti eins verið pempían meö myndavélina. Það ánægjulegasta er, að margar aöferöir I listsköpun I dag eru svo einfaldar aö allir geta notaö þær. Allir geta veriö meö, allir geta t.d. tekiö ljós- mynd. Listin fyrirfólkiö! Svona er tæknin. Samt sem áöur er jafnan bara viss hópur sem ger- ir það, viss manngerö sem nennir aö takast á við þann vanda aö búa til list og þeir gefa viömiðunina. Þaö er állka stórt hlutfall af „innblásnum” snillingum idagogá þeim tlma þegar menn geröu myndlist nær eingöngu meö pensli á striga. Smellt af Stór litljósmynd af mann- eskju (hvorki höfuð né fætur sjást) sem heldur á tuskudúkku er á vegg. A gólfinu fyrir fram- an hana er pottablóm sem ligg- ur á hliðinni eöa datt þaö óvart? t herberginu er ekkert annað. myndlist Hannes Lárusson skrifar: Svona er eitt af verkum Sigriðar Guöjónsdóttur. Hvaö erhægt aö segja um svona lagaö? Er þetta vitleysaeða er eitthvaö I þessu? „Þetta er tilfinning, hér eru engin rök. Þetta erhugmynd án hugmyndar”. Það kemur aldrei aftur sem einu sinni var. Þetta er eitthvaö svo dapurt og langt I burtu. Er þetta tregafull æsku- minning, söknuður, þrá eftir fortíðinni, æskunni og áhyggju- leysinu? Kannski er of seint að reisa blómiö viö. Verkið sem birtist hér meö greininni samanstendur af tveimur fremur stórum lit ljós myndum. önnur er úr náttúr- unni. Hin er af ballettdansmær I hvíldarstööu. Þarna viröist vera teflt fram andstæöum. Frelsi/fjötrar, hér/þar, mað- ur/náttúra, náttúrufegurö/til- búin fegurö. Allt er samt svo af- slappað, yfir öllu er friöur og ljóöræn stemmning. Kannski þetta séu annars samstæöur. önnur verk eru I svipuðum dúr. 1 þeim öllum er höföaö til tilfinninganna fyrst og fremst, eiginlega ekki rómantik fremur klassisk ró. Það er ekki hægt aö yrkja myndljóð yfir I orö. Myndir ta la til manns með þögninni. Þær segja frá þvi sem liggur dýpra en tungumáliö, þær tala inn i þögnina fyrir aftan oröin. UR FJARLÆGD I BLIKANDI NALÆGD MANASILFUR. Safn endurminninga. Gils Guömundsson valdi efnið. löunn, 1979. A hver ju ári koma Ut einn eöa tveir tugir endurminningabóka af einhverju tagi, annaö hvort skrifaöar af minningamönnun- um sjálfum eöa aörir færa i let- ur frásögn þeirra. Þessu hefur fram haldiö I hálfa öld eöa leng- ur, svo aö segja má, aö þetta sé oröinn villugjarn skógur. Gróskan I þessum ritaskógi fer sivaxandi,og ber ef til vill hæst lesmáls aö vinsældum á bóka- markaði. Svo mikill skógur hlýtur aö sjálfsögöu aö vera m jög misjafn aö gæöum, hvort sem haft er I huga minningagildi eöa frá- sagnarlist, og auk þess eru margar hinar elstu minninga- bóka ekki hendi nær lengur. Þvi má telja vonum seinna, að haf- ist er handa um sáldun þessa mikla efnis og útgáfu úrvals, er gæti fært mönnum trén, sem illa sjást fyrir skóginum. Nú hefur Gils Guömundsson hafiö þetta verk og Iöunn tekiö þaö til útgáfu. Þvl hefur veriö valiö nafniö Mánasilfur meö sklrskotun til kvæöis Grims Thomsens um endurminning- una, sem merlar æ. Þetta er stórt bindi, hartnær 280 blaðslð- ur i vænu broti. Gils ritar aö sjálfsögöu skilrikan formála og gerir grein fyrir verki sinu og markmiöum útgáfu. Hann seg- ist hafa verið iöinn lesandi minningabóka, og um skeið leitt hugann aö þvi aö efna i safnrit allfjölbreytts úrvals og sýnis- horna endurminninga Islenskra karla og kvenna, látiö sér koma til hugar i fyrstu, aö þetta yröi tveggja binda verk og höfund- um raðað eftir aldri. Nú hafi hins vegar veriö um þaö samið MANA SILFUR SAFN ENDURMINNINGA viö forlagið, aö hann tæki aösér að velja efni i slíkt safnrit, þar sem fjöldi bókanna er ekki ákveöinn aö sinni, en út frá þvi gengiö, aö þær verði þrjár aö minnsta kosti”. Þáhafa veljandi og útgefandi sett sér nokkrar reglur. Hin fyrsta er sú, aö efnisval er bundiö viö höfunda, sem hafa ritaö minningar sinar eigin hendi en ekki þaö, sem aörir hafa fært i letur. Úthýsir sú regla ýmsum gersemum, svo sem Arna sögu Þórarinssonar og Eldeyjar-Hjalta, en er þó lik- lega góö og gild til skynsam- legrar takmörkunar. Þá þarf efnið ekki endilega aö hafa komist milli bókarspjalda, heldur má einnig leita þess I blööum og tlmaritum eöa Ut- varpsdagskrá. Sjónarmið viö efnisval skal einkum vera þaö, aö safnrit þetta veröi sem fjöl- breytilegast, og helst skuli fara saman markvert efni og ,,lif- andieöa snjöllfrásögn”,og ekki valdir „kaflar vegna fræöa- og heimildagildis sérstaklega”, en hins vegar seilst öðru fremur eftir „frásögnum, þar sem lýst er meö eftirminnilegum hætti sálar- og tilfinningalifi sögu- mannsins sjálfs eöa hvernig hann skynjar tiltekin fyrirbæri tilverunnar, sé hann þess um- kominn aö veita lesandanum hlutdeild 1 lifsreynslu sinni”. Þetta eru allt saman góöar og gUdar reglur um efnisvaliö. En einhvern stakk þarf að snlöa skipan efnisins i bækurn- ar. Hefur orðiö aö ráöi aö hafa það með lauslegasta móti, og gildir um þaö sú regla ein ,,að raöa höfundum I stafrófsröö innan hvers bindis og kapp- kosta, aö tilbreytni gætti þar um efnisval. Hefur tilviljun ráðið miklu um, hvaöa höfundar lentu ifyrsta bindi og hverjir koma siöar”, segir I formálanum. Þetta er auövitaö æriö álita- mál. Ég heföi kosiö ofurlltið kerfismeiri samsetningu, til aö mynda eftir efni og aldri höfunda. Aö mlnu áliti heföi þessi útgáfa náö tilgangi sinum sem sýnisbækur endurminninga bókmenntir best með þvi aö ákveöa þegar þriggja eöa fimm binda verk, láta efnisvali aö mestu lokiö áö- ur en útgáfa hæfist, raöa þvi siöanniður. Þá varaö mlnu áliti um tvær leiöir aö ræöa. önnur var sú að láta aldur höfunda ráöa, og heföi sú aöferö séö fyrir nægilegri fjölbreytni i hverju bindi. Hin var sú að láta hvert bindi mynda efnisflokk. Sú aö- ferö er þó örðugri og ef til vill vafasamari. En hvor þeirra sem beitt var hefði gert verkið að sýnisbókum. Eins og nú er til stofnaö, eru þær þaö ekki, held- ur lesarkasafn margs þess Besta, sem finna má I rituðum endurminningum. Er þaö auö- vitaö gilt tilefni útgáfu. Ekki veröur annaö sagt, en þetta fyrsta bindi minninga- safnsins sé hin girnilegasta bók, og ég treysti ekki öörum manni betur en Gils Guðmundssyni til þess aö velja vel I þetta lestrar- safn. Bókin hefst á „Reykja- víkurför” önnuThorlacius.sem er kjörgripur og i senn ljóslif- andi aldarfarsmynd og skemmtilegar mannlýsingar. Og slðan tekur hver öndvegis- þátturinn viö af öörum. Ég nefni aðeins nokkra, sem mér þykir beraaf: Reiöarslag eftir Bjart- mar Guömundsson, — yfir- buröaverk aö sjálfsgreiningu á sorgarstundu. Bæjarbragur i Reykjavík eftir Guömund Björnsson, landlækni, — afar greinargóö bæjarlifsmynd frá sinum tima. Söguleg veiöiferö eftir Guðmund Jónsson, frásögn úr Víkingi, nærfærin átaka- mynd skipsstjórnanda við hafiö. Bernskudagar Guönýjar á Galtafelli sýnir vel I bernsku- heim sveitabarns fyrir alda- mótin. Dulrúnir Hermanns á Þingeyrum er þáttur sem á sér fáa lika I endurminningum. Saga Ingólfs Gislasonar læknis um lifrarskurðinn á „Guöna gamla” á stofuborðinu er eins og kraftaverkasaga. Þá má nefna þætti úr ævisögu Jóns Steingrimssonar, Magnúsar Pálssonar, Siguröar Breiö- fjörðs og Sveins á Mælifellsá — aílt eilífar perlur. Þáttur ölínu Jónasdóttur um fólkiö á Kú- skerpi er og veröur ætiö gim- steinn i þjóðlifssögu. Þessu bindi lýkur með frásögn Þór- bergs af ofvitanum I Suöursveit, og er ekki dónalegur endahnút- ur. Bókin er öll einstök skemmtilesning — kvikmyndir á breiðtjaldi. Útgáfan vönduð og falleg. Hún hlýtur að veröa feginsfengur öllum þeim mann- fjölda, sem svalar þorsta af bik- ar endurminninga, og kennslu- bók I þeirri grein að skilja á milli vatns og veiga — og ekki siður öllum þeim mörgu, sem langar til að rita endurminning- ar slnar. Andrés Kristjánsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.