Morgunblaðið - 07.10.2001, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 49
NÁMSAÐSTOÐ
við þá sem vilja ná lengra í
grunnskóla háskóla
framhaldsskóla flestar námsgreinar
Innritun í s íma 557 9233 frá kl . 17-19
Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd.
Jan er kominn heim
Jan hárgreiðslumeistari er kominn
heim til Íslands og hlakkar mikið til
að taka á móti gömlum viðskipta-
vinum og nýjum á hárgreiðslu-
stofunni Punktur.Reykjvavík,
Hafnarstræti 5, sími 561 4640.
!"! # "! $$
%&
FERÐIR til útlanda þykja ekki
lengur tíðindum sæta fyrir aðra en
þá sem fara í þær hverju sinni. Á
vegum Bændaferða Agnars Guðna-
sonar var ein slík farin fyrri hluta
septembermánaðar til Austurríkis,
Ungverjalands, Tékklands og
Þýskalands. Hún tókst vel eins og
aðrar slíkar ferðir.
Við vorum stödd í sunnanverðu
Þýskalandi 11. september þegar
hin hræðilegu tíðindi frá Banda-
ríkjunum birtust í sjónvarpinu.
Margir í hópnum skildu ekki þýsku
og í fyrstu var verulegur óhugur
meðal hópsins. Fararstjórinn okk-
ar, Rósa Helgadóttir, sem hafði áð-
ur dvalist í Þýskalandi, fylgdist
með fréttunum á morgnana og
sagði okkur það helsta í bílnum
þegar lagt var af stað í skoðunar-
ferðir. Hún sagði frá þessu og
ræddi um það á þann hátt að allir
gátu áttað sig á því helsta sem var
að gerast hverju sinni. Það hafði
þau áhrif að það dró úr þeim kvíða
sem fyrst í stað varð vart við hjá
ýmsum.
Mér finnst ástæða til að geta
þess sem vel er gert og í lok ferð-
arinnar komu mjög margir ferða-
félaganna til mín og báðu mig að
geta um þátt Rósu í því að gera
síðustu daga þessarar ferðar miklu
betri en útlit var á um tíma. Jafn-
framt þakka henni alla hennar
góðu fararstjórn t.d. í skoðunar-
ferðum um borgir eins og Prag og
Búdapest þar sem innfæddar leið-
sögukonur lýstu sögu og bygging-
um og hún þýddi jafnóðum fyrir
hópinn.
Fjölmargt fræddi Rósa okkur
um þau lönd og héruð sem ekið var
um í ferðinni. Einu sinni sagði hún
okkur frá kynnum sínum af erlend-
um ferðahópum sem hún hafði ver-
ið leiðsögumaður með um Ísland á
liðnu sumri og hvernig hún reyndi
að kynna landið okkar fyrir þeim.
Þá skildi ég hvað það er mikilvægt
að það sé kynnt á jákvæðan og
öfgalausan hátt og spurningum út-
lendinganna svarað þannig að þeir
fái sanna og góða mynd af landinu.
Það spyrst út og verður varanleg
auglýsing sem skilar sér í því að
fleiri ferðamenn fýsir að koma.
Leiðsögumenn og fararstjórar
gegna því ómetanlegu hlutverki og
öðlast meiri vitneskju um þarfir og
óskir ferðamanna en flestir aðrir.
Ástæða er því til að hlusta grannt
eftir hvað þeir hafa að segja.
Mér finnst æði oft að bréf til
Morgunblaðsins séu með neikvæð-
an tón og þess vegna rík ástæða til
að verða við síðustu óskum sam-
ferðamanna minna að ferðalokum
og koma á framfæri og vekja at-
hygli á því sem vel er gert og
þakka Rósu Helgadóttur góða far-
arstjórn og Agnari Guðnasyni að
skipuleggja fjölbreytta ferð með
svo fjölhæfum fararstjóra.
STEFÁN Á. JÓNSSON,
Kagaðarhóli.
Bændaferð
Frá Stefáni Á. Jónssyni:
BREYTT og fjölbreyttara vöruval
bensínstöðva er svo sem í sjálfu sér
ágætt – svo lengi sem bifreiðavörum
er ekki ýtt til hliðar. Jafnvel svo
rækilega að afgreiðslufólkið þekkir
best hið margvíslegasta sælgæti eða
áleggstegundir en er næsta fáfrótt
um bifreiðavörur og notkun þeirra.
Ekki fyrir löngu kom ég á eina af
stöðvum Olíufélagsins hf. og spurði
eftir brúsa til að nota á loftlaust
dekk. Enginn af þremur afgreiðslu-
mönnum kannaðist við þá vöru og
sögðu þetta ekki til. Svo ótrúlegt
þótti mér að ég hóf leit í versluninni
og fann þessa vöru eftir skamma
stund. Sem staðfastur viðskiptavin-
ur ESSO veit ég ekki hvernig
ástandið er hjá hinum olíufélögun-
um og vísast er að það kunni að vera
misjafnt milli stöðva, hvort sem um
Olíufélagið hf. er að ræða eða hina.
Með þeirri fækkun starfsmanna
sem er í gangi hjá ESSO samhliða
auknu vöruvali liggur beint við að
okkur viðskiptavinum verður veitt
verri og minni þjónusta. Sl. sumar
var t.d. oft fjöldi ungs fólks í starfi
samtímis hjá ESSO við Skógarsel.
Þessi blessuð ungmenni virtust oft
frekar vera þarna sér til skemmt-
unar en starfs og oftar en einu sinni
voru þrjú í einu reykjandi undir suð-
urvegg hússins.
Eldri og jafnframt þaulvanir af-
greiðslumenn hafa hætt þarna,
menn sem flest allt vissu um þarfir
bíla og véla. Nú er svo komið að ein-
ungis einn starfsmaður er í útivinnu
þarna og þeir sem þar eru nú, eru
vanir og reyndir menn, Útistarf á
þessari stöð er þó algerlega ofvaxið
einum manni, alveg sama hversu
duglegur og hæfileikaríkur hann er,
Þegar svo kemur fram á tíma frost-
mælingaþols á kælivökvum, aukinni
þjónustu vegna bilaðra ljósapera,
vökva á rafgeymum og rúðu-
sprautum. Útiafgreiðslu á smurol-
íum, frostlegi, rúðuvökva, tjöru-
hreinsi auk þess að sjá um dælingu
á þjónustudælum. Þá kemur fljótt
að því að viðpskiptavinir hverfa til
annarra stöðva. Góð þjónusta við
bílstjóra á að vera aðal góðra bens-
ínstöðva. Hvort viðskiptavinurinn
fær spægipylsu þegar hann vill
hangikjöt á brauðið eða franskbrauð
þegar hann vill heilhveitibrauð ætti
að vera miklu minna mál, a.m.k. á
bensínstöð.
KRISTINN SNÆLAND,
leigubílstjóri.
Betri
þjónustu
Frá Kristni Snæland: