Vísir - 22.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 22.12.1979, Blaðsíða 8
8 vtsm Laugardagur 22. desember 1979.' Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DaviB Gufimundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynlsson, Jónlna Mlphaelsdóttlr, Katrln Pálsdóttlr, K|artan Stefánsson, 011 Tynes, Slgurvelg Jónsdóttlr, Sæmundur Guð- vlnsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Traustl Guðb|örnsson, Magnús Olafsson. JVuglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.000 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu 200. kr. eintakifi. Auglýsingar og skrifstofur: JPrentun Blafiaprent h/f Sifiumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. 'Ritstjórn: Sifiumúla 14, slmi 86611 7 llnur. JOL YTRA OG INHRA Jólahátlðin er nú að ganga í garð enn einu sinni í kristnu samfélagi okkar. Á ytra borði birtist hátíðin í skauti, Ijósum og gjafaflóði og streitu þess fólks, sem jólaannríkið veldur lengri vinnutíma og auknu álagi á ýms- um sviðum þjóðlífsins. Það verður varla fyrr en i kirkjum landsins á aðfangadags- kvöld, sem þetta fólk og aðrir landsmenn öðiast helgi þessarar hátíðar, en hún hefur um aldir verið hátíð kærleika og mildi, og hér á norðurhjara hátlð Ijóss I myrkri skammdegisins. I tengslum við jólahátíðina leiðum við, sem búum I þjóðfé- lagi allsnægtanna, hugann að þeim milljónatugum manna, sem á þessu ári látast af völdum nær- ingarskorts og hungurs I f jarlæg- um löndum fólks, sem á líf sitt undir því að samviska okkar sem höf um nóg, vakni og verði til þess að við miðlum því af nægtum okkar. Sá kærleiksandi, sem á að svíf a yfir jólahátíðinni hjá okkur I hin-, um vestræna heimi persónugerv- ist I konu, sem á dögunum hlaut f riðarverðlaun Nóbels. Hún Móöir Teresa er persónugervingur þess kærleiksanda, sem á aö svifa yfir jólahátfö- inni hjá okkur i hinum vestræna heimi. 1 anda hennar getum viö haldiö jói innra meö okkur allt áriö. hefur helgað líf sitt hjálp við um- komulaust fólk I f jarlægu landi og er kunn undir nafninu móðir Teresa. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, fjallaði um starf móður Teresu á Indlandl I grein, sem hann ritaði I Höndina,. fréttabréf Hjálparstofnunar klrkjunnar á jólaföstunni. Þar segir biskup meðal ann- ars: „Móðir Teresa hefur að fullu gengiðá hönd þvl valdi, sem jólin benda á og vitna um. Hún hefur ekki horft til launa, hvorki verðlauna fyrir af rek sín né ann- arrar umbunar. Nóbelsverðlaun- um sínum mun hún verja til llknarstarfs síns, hverjum eyri. Kærleikur Krists hefur knuið hana. Orku sína og gleði sækir hún til hans, I daglegt samband við hann, I sjálfsafneitun, Ihug- un, bæn. Og sterkasta orkulindin er altarisborðið, segir hún, heilög kvöldmáltíð, þarsem hún tengist frelsara sínum að nýju á hverj- um morgni og fær nýja krafta". Ennfremur segir herra Sigur-' björn Einarsson, biskup: „Móðir Teresa er eitt af mörgum dæm- um um sigur jólanna í mannlegu lífi, um sigra Krists I hörðum og dimmum heimi. Slík dæml er hollt að hugleiða á jólaföstu. Jesús Kristur segir: Ég er kom- inn tll þess að gefa Iff og nægtir. Það erindi á hann við alla, hvort sem hann ætlar þeim stærra eða smærra hlutverk l þjónustu ríkis síns". Þetta voru orð biskups. Undirtektlr landsmanna við hvatningu Hjálparstof nunar klrkjunnar um að þeir gefl hungruðum heimi brauð hafa sýnt, að kærleikur og hlýhugur er ekki slður fólginn I hjörtum fólks hér norður á hjara veraldar en annars staðar I velmegunarþjóð- félögum nútímans. Þótt jólin séu I hugum flestra landsmanna hátlð hvlldar eftir streitu aðventunnar, hátíð gjafa og skreytinga, megum við ekki gleyma boðskap þessarar frið- arhátíðar og helgi hennar. öbil- andi trú og einlægni fólks á borð við móður Teresu ætti að verða okkur áminning um að við getum haldið jól innra með okkur allt árið, mannkærleikurinn og já- kvæð afstaða til meðbræðra okk- ar kostar ekki neitt. Vísir óskar landsmönnum öll- um gleðilegra jólahátíðar. Mannlíf, menning og ör- lög I sögu frægra setra Agúst Sigurösson: FORN FRÆGÐARSETUR Bókautgáfan örn og öriygur 1979. Sfra Agúst Sigurösson heldur áfram aö plægja akur sinn sem mikilvirkur fræöimaður og rit- höfundur snjall fyrirlesari og vfgfimur málvfkingur. Fyrra bindið um frægöarsetrin lofaði miklu og góöu, og nú er annaö bindiö komiö meö svikalausar efndir. baö ber alla kosti hins fyrraog vel þaö, en hvort um sig eru þau sjálfstæöar bækur, þvi aö fjallaö er um ákveöin setur i hvorri bók, og afmarkar þaö sögusviöiö. 1 þessu bindi erum viö leddd heim aö Valþjófsstaö, Snæfjöllum viö Djúp, Glaumbæ i Langholti, Glæsibæ viö Eyja- fjörö og i Fjallaþing og horfum af góöum sjónarhóli yfir sviö og sögu undir hönd Agústs. 1 hverjum þessara þátta er mikil og greinargóö saga sögö ekki aöeins af setrinu heldur fólkinu, sem liföi þar og bjó, starfinu, sem þar var unniö, og örlögunum sem þar struku hendi um land og mannlif. Persónusagan er glögg og ris- mikil, þvf aö málfar Agiists er þróttmikiö og lýsingasterkt, og honum hitnar oft i hamsi svo aö efniö lyftist I dramatískan frá- sagnarhátt og söguspennu, þegar meinleg örlög eöa átakanlegar mannlifssögur ber aö góma. En mikilvægast er, aö þarna fer saman kostamikil frásögn aö máli og efni, vandaö fræöa- verk, góö heimildakönnun og mikil söfnunarelja. Aö þessu leyti er AgUst tviefldur vikingur Agust Sigurösson '•i á ritvelliibaö sést á heimilda- skránni aö fanga er leitaö ótrú- lega viöa. Hér er fræöimaöur sem ekki hugsar um aö vinna sér létt heldur leggja sig fram. Ég býst viö, aö sögur prest- anna, sem frægöarsetrin sátu, frásögnin af lifi þeirra og starfi, áhrifum i sóknum sinum og öörum umsvifum séu veiga- mestur efnisþáttur bókarinnar. En þetta eru þó alls ekki presta- sögur einar. Höfundur gleymir ekki landinu, byggingum, umbótum eöa ööru mannli'fi á staönum. Hann seilist meira aö segja meö skemmtilegum hætti eftir þjóösögum, munnmælum og kynlegum atvikum en slikt ruglar þó aldrei fræöimanninn. Agúst er listilega málhagur maöur, orövandur og oröskýr, beitir málþrótti sinum af djörf- ung og bregst ekki reisnin. En hann lætur stundum eftir sér nokkra sérvisku i málfari og ritunarhætti, eins og slikum mönnum er titt. Oftast lyftir þetta og gleöur góöan lesanda, en er annars meinlaus tiltæki. Mér er sama, hvort hann segir sira eöa séra — hvort tveggja jafnómerkilegir flækingar og gera aldrei annaö en lýta nöfn islensks fólks, hvort sem þaö er prestar eöa ekki.En verster, aö „öll slik sérviska á öröugt uppdráttar i bókagerö vorra tima”,einsog Agust segir sjálf- ur i formála og af þvi hljótast stundum slys. Og þarna hefur Agústsig upp meöþóttasvip yfir almennan lesanda sinn og notar „vorra” i staö vinalega orösins „okkar”. Agúst er svo sem ekki einn um þessa „sérvisku” sem aðeins sést hjá háskólalæröum mönnum nú á dögum.þeir einir leika sér aö þvi að vera sig og ossa. einkum þegar þeir setja upp helgisvip eöa iöka sjálfs- hafningu og þessi hundingja- háttur fagurmæltra manna viö venjulegt fólk færist I aukana þessi árin, þegar viö erum blessunarlega laus viö þéring- arnar, öllum til léttis og sam- lyndis. Háskóla-menn ættu aö veita þvi eftirtekt, aö þaö kemur aldrei fyrir, aö þeir lágskóla- menn, sem best og fegurst alþýöumál rita, leyfisér þennan óskunda. Véringamennirnir gera sér ekki grein fyrir þvi, hvers konar skemmdir á tung- unni þeir vinna meö þessum sjálfsgælum. En þessa ádrepu eiga vist aðrir fremur skilið en Agúst, þótt ég leiddist I hana hér, af þvi aö ég sé aö hann bregður þessu fyrir sig i bók- inni. Þá kann ég ekki viö aö . talaö sé um, aö hinn eöa þessi 1 bæreöa staöur „liggi” einhvers staöar — austan ár, noröan vatns — i staöinn fyrir þaö aö vera þar eða eitthvert annaö gott orö sé notaö um þetta, af nógu er aö taka. bókmenntir Margt ágætra mynda prýö- ir bókina, bæöi af mönnum og stöðum' og loks nokkrar teikn- ingar eftir góöa menn. Aftast er aö sjálfssögöu nafnaskrá. Þetta er stór bók vönduö aö efni máli og frágangi, skemmtileg bók og sagnauöug, feginsfengur I hönd- um sögufúss lesanda. Vonandi lætur sira Agúst ekki staöar numiö. Andrés Krtstjónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.