Vísir - 22.12.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 22.12.1979, Blaðsíða 15
vísir Laugardagur r 22. desember 1979. Mörg undanfarin ár hefur ekki brugöist að eitthvert is- lenskt hljómplötufyrirtæki hefurgefiðiltplötu með jólalög- um.ýmistnýsömdum eöa göml- um. Engin slík plata íslensk kemur út fyrir þessi jól, en hljómplötuútgefendur hafa á hinn bóginn endurútgefið nokkrar jólaplötur fyrri ára. Þar sem þetta er siöasti þáttur „hljómplötu vikunnar” fyrir jólin og allir væntanlega komnir i jólaskapiö, skulum við Kántríjól lita á tvær glænýjar jólaplötur kántrilistamanna. Þar eru á ferðinni Emmylou Harris söng- konan góða meö plötu sem hún kallar „Light Of The Stable” og Willie Nelson meö plötuna „Pretty Paper”. Þó báöar þessar plötur séu i raun réttnefndar kántriplötur eru þær býsna ólikar. Willie Nelson velur á sina plötu gamalkunn jólalög og færir þau jólaklæði kántritónlistarinnar. Þarna eru g eins og „White Christmas”, „Rudolph The Red-Nosem Reindeer”, „Jingle Bells’, „Santa Claus Is Coming To Town”, „Silent Night, Holy Night” og svona mætti áfram telja hin sigildu jólalög. Willie Nelson er ákaflega séBtæður tónlistarmaöur, kom- inn nokkuð til ára sinna, en heillar marga með óvenjulegum stil og seiðandi rödd sem hvar- vetna þekkit úr. Hann var orö- inn nokkuö aldraöur, eða um fertugt, erhans fyrsta plata leit dagsins ljós. Siðan hafa þær komið nokkuð ört og vinsældir hans aukist jafnt og þétt. Plata hans frá fyrra ári „Stardust” sem geymir mörg gullkorn dægurlagatónlistarinnar, hefur t.a.m. aukið hróður hans veru- lega. Eins söng hann með Leon Russell inn á vinsæla plötu I sumar sem leiö. Plata Emmylou Harris er eins og áður segir af öðrum toga spunnin. Þar situr hátiðleikinn i fyrirrúmi, án þess að vera yfir- þyrmandi, og einkar þið rödd Emmylou yljar rætur hjartans (þetta átti nú aldrei að veröa svona væmiö!). Emmylou er fyrir löngu búin aö skipa sér á bekkmeöbestuflytjendum kán- tritónlistar og á þessar plötu verður enginn svikinn. Mörg laganna eru næsta ’Vl’.WU' 15 óþekkt, en önnur góðkunn. Nefna má lög eins og „Silent Night”, „O Little Town Of Bethlehem” (Willie syngur það raunar lika á sinni plötu) og „Little Drummer Boy” sem öll hafa verið sungin i áraraðir. En það er sama hvort lögin eru þekkt eða óþekkt, flutningur Emmylou er I hvfvetna óaðfinn- anlegur og henni og kántritón- listinni til sóma. Gleðileg jól. Ungur kven* smyglari Bókaútgáfan Orn og örlygur hef- ur sent frá sér bókina Svikráð á sólarströndu eftir Linden Grier- son. Þýðandi er Snjólaug Braga- dóttir frá Skáldalæk. „Eleanor Penny er ung stúlka sem fær það óvenjulega verkefni að smygla mikilvægum skjölum inn I litið eyriki i Karibahafinu ogfá þau i hendur uppreisnarfor- ingja sem hefst þar viö uppi I fjöllunum. Þegar til eyjarinnar kemur á hún að hitta ungan Breta, John Graham, sem ætlar að hjálpa henni að leysa verkið af hendi, en eina hjálpin sem hún fær er af hendi innfædds leiðsögumanns, Marios, sem útnefnir sjálfan sig lifvörð hennar. Ýmis undarleg atvik henda Eleanor en alltaf stendur Mario við hliö hennar. Seint og um siðir birtist Bretinn en gjörólikur þeim manni, sem Eleanor átti von á” segir m.a. I bókarkynningu. Ástir IJapan „Veldi kærleikans” nefnist bók sem bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér og er höfundur hennar Japaninn Ayako Miura. Veldi kærleikans er ástarsaga, sem byggir á raunverulegum at- burðum. Hún hefur vakið mikla athygli viða um heim og veriö seld i milljónum eintaka. Gerist sagan I Japan um siðustu alda- mót og lýsir sambandi Nobuo og Fujiko og unnustu hans, sem er bækluð og berklaveik. Séra Jónas Gislason þýddi, prentun annaðist Hagprent og Arnarfell bókband. Að kaupa annað en METAL kassettutæki er fjársóun. Megum við kynna KD-A5 frá Tæknilegar upplýsingar: Tekur allar spolur Svið: 20-18000 HZ Metal 20-18000 HZ Crome 20-17000 HZ Normal • S/N 60 db #Wov and Flutter 0-04 • Bjöqun 0/4 • Elektroniskt stjórnborö. • Hægt að tengja fjarstýringu viö • Tvó suöhreinsikerfi ANRS og Super ANRS • Ju/ METAL er spóla framtiðarinnar. METAL hausarnir eru miklu sterkari og auka gæöi a Crome og Normal spólum. • Allt tækniverkið er betra og sterkara, sem þyðir meiri endingu og minni bilanir. • Metal tækin frá JVC eru ÓDÝRARI • JVC METAL er svarið. Staðgreiðsluverð frá kr. 226.900,- HljórruJeilíl O’ Laugavegi 89, sími\i3008

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.