Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Miövikudagur 2. janúar 1980. »'\’í V\~ vv> 3 Fyrsti stúdent- inn útskrifast á Akranesi Skólaslit haustannar fóru fram i Fjölbrautaskólanum á Akranesi 19. desember. Voru einkunnir af- hentar á Þorláksvöku sem haldin er i skólanum siöasta dag haust- annar. Fluttu nemendur tónlist og dagskrá úr fornum og nýjum há- tiðarkveðskap tengdum jólahaldi. Frá skólanum brautskráðust aö þessu sinni 13 nemendur. Einn nemandi Sólveig Steinþórsdóttir lauk stúdentsprófi á heilsugæslu- braut og er hún fyrsti stúdentinn sem lýkur prófi frá skólanum. Hún hlaut viðurkenningu skólans fyrir gott námsafrek, en hún lauk stúdentsprófi á 3 1/2 ári með góö- um einkunnum. Þá færði formað- ur skólanefndar Fjölbrautaskól- ans henni kveðjur og árnaðarósk- ir skólanefndar og afhenti henni bókagjöf. Bæjarstjórinn á Akra- nesi flutti skólanum og nemend- um sem útskrifuðust árnaðarósk- ir fræðsluráðs Vesturlands og bæjarstjórnar Akraness og færði nýstúdent blóm I tilefni þess, að nú hefði fyrsti stúdentinn lokið prófi i skólasögu Vesturlands. Fyrirtæki Félagasamtök Minnisbók Fjölvíss 1980 er komin út. Enn er möguleiki að fá ágylltar bækur, ef pantað er strax. Hentugar nýársgjafir til starfsfólks og viðskiptavina. Bókaútgáfan Fjölvis Síðumúla 6 Simi 81290 Stjorn Mæörafélags Reykjavikur hefur afhent mæöradeild Heilsu- verndarstöövar Reykjavikur aö gjöf tvö fósturhiustunartæki af vand- aöri gerö, og var myndin hér aö ofan tekin viö þaö tækifæri. 1 stjórn fé- lagsins eru Margrét Þóröardóttir, formaður, Brynhildur Skeggjadótt- ir, Rakel Björnsdóttir, Guöbjörg Magnúsdóttir, Stefánia Siguröardótt- ir, Ágústa Erlendsdóttir og Marla Björnsdóttir. Þorskafiinn ekki yflr 300 Dúsund tonn á árlnu 1980? Hafrannsóknastofnunin hefur mælt með þvi, að þorskafli fari ekki yfir 300 þúsund tonn á árinu 1980. 1 framhaldi af þeim tillögum hefur sjávarútvegsráðherra, Kjartan Jóhannsáon, lagöi fram til ihugunar nokkur grundvallar- atriði varöandi mótun þorskveiði- takmarkana á árinu 1980, þ.e. þessi: 1. Aðgerðirnar miöist við 300 þús. tonna ársaf la og ákveðna viömiö- un um hvernig sá afli skiptist milli togara og báta, t.d. helm- ingaskipti. 2. Viö mótun takmarkananna verði lagt til grundvallar tiltekið árstiöamynsturj aflabrögöum og athugaðir möguleikar á viðbrögö- um i takmörkunum eftir þvi hvernig aflast i samanburði viö þaðmynstur.t.d. þannig aö ef afli færi fram úr viðmiöuninni á einu timabili yröi brugðist við þvi meö auknum takmörkunum á næsta timabili á eftir. Þá hefur ráðherra minnt á, að vissar takmarkanir aörar ætti aö vera unnt að fella inn I heildaraö- gerðir, svo sem bann við þorsk- veiðum um páska, verslunar- mannahelgi og jól, og þorsk- veiðar togara sérstaklega um há- sumarið. Ráðherra mun fljótlega eiga samráösfund um þessi mál með fulltrúum ýmissa hagsmunaaðila i sjávarútvegi. SÖFNUÐU 25 Um 25 milljónir króna söfnuð- ust I fjársöfnun Hjálparstarfs Að- ventista i fyrra, og eru þessar Is- lensku krónur nú að lina þjáning- MILLJÚNUM ar og hörmungar og bjarga mannslifum i fjarlægu landi, seg- ir i fréttatilkynningu. Bjðrn Sveinbjörnsson forsetl Hæstaréttar Björn Sveinbjörnsson hæsta- Einarsson hæstaréttardómari réttardómari hefur veriö kjörinn var kjörinn varaforseti til sama forseti Hæstaréttar frá 1. janúar tima. 1980 að telja til ársloka 1981. Logi Nýr fulltrúi hjá Æskuiýösráöl Æskulýðsráð Reykjavikur hef- Guðmundsson, segir i frétt frá ur ráðið nýjan fulltrúa. Hafbór B. ráðinu. mkmtímm vísis msmsmsM þau auglýstuí VÍSi: „Hringt alls staðar frá” Bragi Sigurftsson: — Ég auglýsti allskonar tæki til ljósmvndunar. og hefur gengið mjög vel að selja. Það var hringt bæði úr borginni og utan af landi. Éghef áður auglvst i smáauglýsingum VLsis, og alltaf fengið fullt af fyrirspurnum. „Eftirspurn í heila viku" Páll Sigurðsson : — Simhringingarnar hafa staöið i heila viku frá þvi að ég auglýsti vélhljólið. fcg seldi það strax, og fékk ágætis verð. Mér datt aldrei i hug að viöbrögðin vrðu svona góð. „Visisauglýsingar nœqia" Yalgeir Pálsson: — Við hjá Valþór sf. fórum fyrst að auglýsa teppahreinsunina i lok júlisl. ogfengum þá strax verkefni. Við auglýsum eingöngu i Visi, og það nægir fullkomlega til að halda okkur gangandi allan daginn. „Tilboðið kom á stundinni" Skarphéðinn Kinarsson: — Ég hef svo góða reynslu af smáauglvs- ingum Visis að mér datt ekki annaö i hug en að auglýsa Citroeninn þar, og fékk tilboð á stundinni. Annars auglýsti ég bilinn áöur i sumar, og þá var alveg brj«álæðislega spurt eftir honum, en ég varð aðhætta viðað selja i bili. Það er merkilegt hvað máttur þessara auglýs- inga er mikill. Selja, kaupa, leigja, gefa, leita, finna......... þú gerír þad i gegn um smáauglýsingar Visis VÍSIR Smáauglýsingasiminn er:86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.