Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Miövikudagur 2. janúar 1980. ■f v->'í v \Y Y Yj Guöraundur Pétursson , skrifar Mótmæli vlö sovéska sendiráöið í Teheran Um 3.000 útlagar frá Afghanist- an geröu á nýársdag aösúg aö sovéska sendiráöinu I Teheran. Nokkrir ruddu sér leiö inn i sendi- ráösgaröinn. Kallaöi lýöurinn dauöa yfir Bresnef. Þessar mótmælaaögeröir beindust gegn hernaöarafskipt- um Sovétmanna af Afghanistan, og var gengiö svo langt, aö sovéski fáni sendiráösins var brenndur, en hinn græn-hvlti fáni meö hálfmána múhammeös- trúarmanna var dreginn aö hún i staöinn. Byltingarvaröliöar tvistruöu mannfjöldanum meö þvl aö skjóta yfir höfuö honum, og ein- hver ungmenni voru handtekin og færö á burt. En þegar fjöldinn hopaöi burt frá sovéska sendiráö- inu, hélt hann til bandariska sendiráösins, sem er á valdi iranskra stúdenta. Þar var lesin upp yfirlýsing, sem fordæmdi Bandarikin og Sovétrikin. Til mótmæla kom einnig I Ir- anska bænum Mashad viö landa- mæri Afghanistan, þar sem nokk- ur þúsund Afghana og trana söfn- uöust saman viö skrifstofu ræöis- manns Afghanistans. Þessi mynd er tekin af mann- safnaöinum viö sovéska sendi- ráöiö í Teheran I gær, þar sem mótmælt var hernaöarihlutun Sovétmanna i Afghanistan, eins og áletranir á boröunum bera meö sér. Komiö hefur viöar til mótmæla I rikjum múhammeöstrúar- manna vegna herliös Sovét- manna I Afghanistan. Hreyfing múhammeöstrúarmanna i Afghanistan hefur gefiö út yfir- lýsingu I Teheran, þar sem segir, aö byltingarflokkar á hennar snærum haldi enn uppi viönámi gegn sovéskum herflokkum i bænum Herat i norövesturhluta Afghanistan. Samtökin segjast hafa skrifaö Kurt Waldheim sem flaug til lran I gær vegna deilu USA og Irans, og i bréfinu er m.a. sagt: ,,SIÖ- ustu 20 mánuöi hafa um 200.000 manns I Afghanistan veriö drepn- ir af erindrekum Sovétrikjanna, og tvær milljónir manna hafa flú- iö Afghanistan.” Skakkl turnlnn hallast mlnna Skakki turninn I Pisa, sem eykur halla sinn ár hvert, hallaöist um 2 mm til viðbótar á slöasta ári. Prófessor Toniolo, sem hefur yfirumsjón meö varö- veislu þessa tólftu aldar marmaraturns, segir, aö mjög hafi minnkaö hvaö turninn hefur hallast frá þvi 1973, en þá jókst halli hans um 4,6 mm. Hæsti punktur turnsins er nú um 5 metra frá lóðlinu. BlórDamb Júgóslavar drukku aö meöaltli 50 litra af bjór hver maöur á siöasta ári, eftir þvi sem upplýst er I Belgrad. — Hinar 30 ölgerðir Júgóslaviu framleiddu 1,12 milljaröa lltra af bjór, sem var 17% meir en áriö 1978. Var Dað spellvlrkl? Eitt af skipum alþjóölegra samtaka umhverfisverndar- sinna sökk meö dularfullum hætti i höfn Oporto i Portúgal á gamlárskvöld. Þetta var togarinn „Sea Shepherd”, sem gerður er út af dýraverndarsamtökum, sem eiga sitt varnarþing i New York. Skipiö hefur legiö I Leixos I Oporto, en þangaö var þvi fylgt I júli I sumar, eftir aö þaö haföi siglt á „sjóræn- ingja,, hvalveiöiskip. Jarðskjálfti Meir en fimmtiu manns eru taldir af eftir meiriháttar jarö- skjálfta, sem varö á Axóreyjum I gær. — Vitaö er um aö minnsta kosti 400 manns, sem slösuöust. öflugasti kippurinn mældist 7 stig á Richterkvaröa. Manntjóniö varö i bænum Angra do Heroismo á eyjunni Terceira, sem er önnur fjölbýl- asta eyja Azóreyjaklasans. Sam- bandslaust er milli eyjanna eftir jaröskjálftann, og óljóst enn, hve miklu tjóniö nemur á mannvirkj- um. Bandariski flugherinn hefur herstöðvar á eyjunni, og er vitaö, að einhverjar skemmdir hafa oröiö á flugvelli hans, en þó mun hann nothæfur. Til dæmis munu flugvélar meö hjálpargögn frá vma sniöganga óivmn- luleikana I Moskvu Vestur-Þýskaland lagði til i gær, að NATO-þjóðirnar létu hjá liða aö sækja Ólympiuleikana i Moskvu, ef sovéska hernámsliðiö veröur um kyrrt i Afghanistan, eftir þvi sem kvisast hefur af skyndifundi, sem boðað var til i aðalstöövum NATO i Briissel i gær. Joseph Luns framkvæmda- stjóri sagöi, aö vera „35 þúsund sovéskra hermanna i Afghanistan væri gróflegt brot á alþjóðalögum og ógnun viö heimsfriöinn”. Hann sagöi, að þetta væri i fyrsta sinn, sem Kreml beitti hernaðarmætti sinum i landi utan austantjaldsrikjanna. á flzór-eyjum Portúgal nota hann til lendingar. Angra do Heroismo hafa flúiö Vitað er, aö þúsundir ibúa i heimili sin. Kúrdar grlpa til vopna Tveir létu lifið og tiu særöust I áköfum bardögum skæruliöa Kúrda viö byltingarvaröliöa i Kúrdabænum Sanandaj i Norður- Iran i gær. Sumstaöar i bænum stóö skot- hrlöin i átta klukkustundir, og var svo áköf, aö sjúkraliöar komust ekki aö til þess aö sinna særöum i valnum, en þaö voru mestmegnis afskiptalausir vegfarendur. Skæruliöar beittu sprengju- vörpum og eldflaugum. verklali I breska stállðnaMnum Breski stáliönaöurinn, sem er í rikiseigu, stöövast i dag i fyrsta allsherjarverkfalli hans i 54 ár. Talsmenn sam- taka stáliðnaðarmanna (um 150 þús. félagar) og BSC kviöa þvi báöir, aö verkfalliö standi svo vikum skipti. Stáliönaöarmenn höfnuöu sáttatilboöi um 6% launa- hækkun (meöan verðbólgan er um 17%), en stáliöjuverin eru rekin meö hrikalegu tapi eöa nærri einni milljón ster- lingspunda á dag. Eru uppi ráöageröir um aö fækka i starfsliöi iöjuveranna um 52.000 manns. Skærur í Ródesiu Til átaka kom i gær milli stjórnarhermanna Ródesiu og skæruliöa og var þaö i fyrsta sinn siöan vopnahléö tók gildi fjórum dögum áöur. Brot á vopnahléssamkomulag- inu viröast fara vaxandi og hefur Soames lávaröur og landsstjóri áréttað fyrri ákoranir sinar til skæruliða um aö gefa sig fram á þeim stööum, þar sem þeir eiga að safnast samkvæmt vopnahlés- skilmálunum. Um tiu skæruliðar réöust á býli eitt nærri Sinoia um 100 km norö- vestur af Salisbury i gær, en her- inn brá viö skjótt bóndanum og fjölskyldu hans til hjálpar. Sjö skæruliöar voru felldir. Þaö eru einir 23 staöir, þar sem skæruliöar geta óhultir gefiö sig fram, en þeir eru taldir vera um 16.000 talsins og eiga aö safnast á sextán staöi. Til þessa hafa aö- eins 2.100 skæruliðar gefiö sig fram. Þeirhafa frest til 4. janúar. viðburðarfkt gamiárskvöld Karmal vlll melrl aðstoð frá Kremi Babrak Karmal, sem Sovét- menn hafa stutt meö hervaldi til forsetaembættis I Afghanistan, sagöi i gær, áö stjórn hans mundi leita áframhaldandi stuðnings Sovétrikjanna og annarra rikja eins og Kúbu, til varnar landinu. Kom þetta fram i útvarpinu i Kabul, sem vitnaöi i ræöu, er Karmal flutti á fundi alþýöu- flokksins i Afghanistans. „Við kunngerum heiminum það, að svo lengi sem óvinir Afghanistans láta ekki af afskipt- um á okkar yfirráöasvæöi mun- um við á grundvelli vilja þjóöar- innar i Afghanistan og i landvarn- arskyni biðja uin frekari aöstoö Sovétrikjanna og annarra friö- elskandi rikja,” sagði Karmal. Hann nefndi I sömu andránni Kúbu, Eþiópiu, Angóla og Pale- stinuaraba, sem hugsanlega stuðningsaöila og hjálparhellur. Um 155 manns slösuðust i slagsmálum og af meöhöndlun flugelda i Vestur-Berlin á gaml- árskvöld, og varð lögreglan aö taka 73 til gistingar um nóttina vegna óláta, eftir aö hún haföi af- skipti af 355 slagsmálum. Slökkviliö borgarinnar var kallaö út 821 sinni um kvöldiö, þar sem eldar höföu komiö upp á 87 stööum, en i 51 tilviki höföu flug- eldar kveikt i. A Italiu vissi lögreglan um tæp 300 manna, sem meiddust á gamlárskvöld, en þetta er þó fyrsta gamlárskvöldiö siöan 1945, sem liöur dauösfallalaust. I Chapais i Quebec fórust 42 og fimmtíu meiddust á gamlárs- kvöld, þegar kviknaöi i skemmti- staö, þar sem flestir þorpsbúar voru samankomnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.