Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR Miövikudagur 2. janúar 1980. « « 4 f, •<. 4 A '«■ 4. *. 4. *. *.* 4 t. *!T 14 PAUL MCCMTNEY NEIM- SÆKIR JESKUSLðBIRNM Hljómsveitina Wings skipa nr frá vinstri: Denny Lane, Laurence Juber, Paul og Linda McCartney og Steve Holly. Bitlarnir eru ekki lengur til sem hópur eöa hljómsveit en einstakl- ingarnir sem skipuðu hana vekja hvarvetna athygli þegar þeir koma fram enn i dag. Þekktastur þeirra er Paul McCartney sem fyrir skömmu hélt sina fyrstu hljómleika i Liverpool siðan á bitlaárum sinum, ásamt hljóm- sveit sinni Wings. Paul er fæddur og uppalinn I Liverpool og er stolt bæjarins. Það vakti mikla hrifningu að hann skyldi hefja fyrstu hljóm- leikaferð sina i fjögur ár i heima- bænum. Daginn fyrir hljómleik- ana spilaði hljómsveitin endur- gjaldslaust fyrir nemendur i skól- anum sem hann gekk sjálfur i og einnig fyrir þroskaheft börn. A hljómleikunum rikti mikil hrifning og um fjörutiu ættingjar McCartneys létu ekki sitt eftir liggja i fagnaðarlátum. Yersterday fyrir frænku Fyrst lék hljómsveitin gömlu bitlalögin, þá lög sem Wings hafa gert fræg og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Þá kom Paul einn fram á senuna með gitarinn sinn og lék og söng lagið Yesterday, ,,sem frænka hans hafði beðið hann að spila”. Aheyrendur á hljómleikunum voru á öllum aldri. ömmurnar komu með barnabörnin og allir aldurshópar þar i milli. Ein af ungu kynslóðinni heyrðist segja „Hyer hefur áhuga á Beatles þegar hægt er að hlusta á Wings?” A blaðamannafundi eftir hljómleikana kom sýnilega i-ljós hvað McCartney er sviðsvanur og fljótur að ná fólki með sér og fá það til að slappa af. Hann heilsar, slær á létta strengi svarar öllum spurningum er alvarlegur þegar það á við en gætir þess að andrúmsloftið sé afslappað. Hann er spurður eftir hverju sé að sækjast frekar þegar menn séu komnir á toppinn. „Allavega ekki peningum” segir hann og hlær, vitandi það að öllum er kunnugt um að hann þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur, svo vægt sé til orða tekið. Hann segir að Wings vilji semja og flytja betri tónlist fara i hljóm- leikaferðir, reyna að skynja hvað fólki fellur best við og bæta pró- gramið. Þeir hefðu i raun sama takmark og allar aðrar hljóm- sveitir. Hann er spurður hvort hann fylgist með vinsældalistum dægurlaga og hvort hann lesi gagnrýni. „Nei, ég legg meira upp úr viö- tökum áheyrenda og dómgreind minni og félaga minna i hljóm- sveitinni. Hvort hann hafi séð söngleik sem gerður hefur verið um Bitl- ana. „Nei, ég held mér þætti þaö undarlegt að vera uppi á senunni og sitja samtimis úti i sal”. Hann loks spurður hvort hann haldi sambandi við hina Bitlana. „Georg ogRingo” segir hann”, en John er eiginlega i klaustri. Annars vil ég ekki tala um hina bitlana. Þeir lesa viðtalið og hvað haldið þið að John Lennon segi þegar hann sér svohljóðandi fyrirsögn i blaði: „Paul McCartney segir að John Lennon sé nunna?”. Paul McCartney söng „Yesterday” . fyrir frænku sina. ■ - «* 'a'wí ** V. W&ímm m&m 11111! Jii ) * ) 2.'u:oo 25600 BINAÐARBANKI ÍSLANDS Austurstræti 5 sandkorn Sæmundur Guövinsson skrifar Balflun og Vilmundur Fyrir áramótin var þaö mjög á reiki hvort biiiö væri aöveitaFinni Torfa Stefáns- syni stööu umboösfulltrúa i dómsm áiaráöuneytinu eöa ekki. „Þaö er ekki búiö aö ákveöa hver fær stööuna mér vitandi” hefur Timinn eftir Baldri Mölier á föstudaginn. Þá gekk erfiöiega aö fá upp nöfn umsækjenda áöur en staöan var veitt en Visir birti þau þó fyrir jól. Virtist Vilmundur ráöherra vilja hafa máliö alveg I sfnum höndum. óstaöfestar fregnir herma aö fáleikar miklir séu meö Baldi Möller og Vilmundi Gylfasyni og talist þeirhelst ekki viö. Kann þar aö vera komin skýring á mismunandi fréttum af þessari embættisveitingu. Lístræn tjáning Þeir sem tóku aö sér niöskrif um forsvarsmenn Varins lands á sinum tfma og hlutu dóma fyrir hafa flestir hlaupiö I skjól Málfrelsis- sjóös sem hefur greitt fyrir þá sektina. Hiýtur þaö aö teljast mjög cöliiegt þar sem sjóöurinn er stofnaöur til aö tryggja frelsi manna til „óheftrar iistrænnar tján- ingar”! Meöal þeirra er fengu styrk úr Málfrelsissjööi til aö greiöa sekt sina var Einar Bragi. Hann hefur hins vegar ekki staöiö skil á sekt- inni frekar en nokkrir aörir. Þessum mönnum hefur nú verið tilkynnt aö annaö hvort greiöi þeir sekt sfna eöa sitji hana af sér á Skólavörðu- stignum. Auövitaö er Þjóöviljinn óöur yfir þvi aö mönnum sé gert aö standa reikningsskil geröa sinna, en hvaö haldiö þiö aö blaöið heföi sagt ef forsvarsmenn Varins lands heföu verið dæmdir I meiöyröi i garö herand- stæöinga og neitaö aö greiöa sektina? Hræsni „Vér hræsnarar” var yfir- skrift leiöara Þjóðviljans d föstudaginn var. Þar er gert litiö úr vilja Vesturlanda tii aö aöstoða hina bágstöddu i fjarlægum heimshlutum. 1 leiöaranum segir orörétt: „Sagan af tollheimtu- manninum sem baröi sér á brjóst og þakkaöi guöi fyrir aö vera ekki eins og hinir kom óneitanlega upp I hugann.” Snenilega er þaö hámark hræsninnar þegar menn fara aö vitna i bibliuna en fara rangt meö. Hingaö tii hefur þaö staðiö i þeirri bók aö fariseinn hafi bariö sér á brjóst og þakkað Guö fyrir aö vera ekki eins og tollheimtumaöurinn. Lfklega standa önnur fræöi en hin kristnu nær hjarta Einars Karis Haraldssonar Þjóðviljaritstjóra, en hann hlýtur þó aö geta upplýst okkur um hjálp Sovétrikjanna til bágstaddra I Kampútseu. Eöa er kannski jafn djúpt á vitneskju um hana og hvaö stendúr i bibllunni? Fæðing — Hvar ertu annars fæddur, spuröi hún. — Ég er fæddur á Landspitaianum. — Nú? Hvaö var aö þér?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.