Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 13
vísm Mi6vikudagur 2. janúar 1980. TEITUft 12 vism Miðvikudagur 2. janúar' 1980. 13 MJðe MHUL ÖLVIM EN ENGN STÖRSLYS Mjög annasamt var hjá lögreglu á höfuöborgarsvæöinu um áramót og viöa bar á mjög mikilli ölvun. Engin stórslys uröu á fólki, en á Suöurlandi kviknaöi i húsi á Sel- fossi og einnig á Eyrarbakka. Fyrri eldsvoöinn varö snemma á nýársdagsmorgun i raöhilsi á Sel- fossi. Þar haföi kviknaö i sófaboröi út frá kerti og komnir neistar í gólf- teppi. Hjón i næsta húsi uröu vör viö eldinn og geröu viövart. Skemmdir uröu á húsgögnum og einnig reykskemmdir. Um klukkan 19 i gær kom upp eldur i gömlu húsi á Eyrarbakka, sem er meö nýrri viöbyggingu. Er gamli hlutinn talinn ónýtur en ekki uröu slys á fólki i þessum brunum. Bil var ekiö á ljósastaur á Reykjavikurvegi I Hafnarfiröi um klukkan fimm i gærmorgun. BIl- stjórinn var einn i bilnum og hlaut hann nokkur meiösl. Olvun var meiri ai undanfarin gamlárskvöld i Hafnarfiröi og var fólk á flakki fram á næsta dag I misjöfnu ásigkomulagi. 1 Kópavogi var einnig mikil ölvun, en enginn gisti þar fangageymslur. Úti á landi var færö og veöur viö- ast hvar góö eins og fyrir sunnan. Frá Flateyri fengum viö þær frétt- ir, aö þar haföi veriö haldinn ára- mótadansleikur, sem heföi veriö til sóma á allan hátt og ekki sést vin á nokkrum manni. A Sauöárkróki uröu mikil ólæti og segir frá þeim á öörum staö i blaöinu, en ekki hafa borist fréttir af ólátum annars staöar frá. — SG Aætlaö hefur veriö, aö skotiö hafi veriö á loft rakettum og öörum skrauteldum fyrir um 300 milljónir króna um þessi áramót. Þessi táknræna mynd var tekin I höfuöborginni rétt um miönætti á gamlársdag. Vlsismynd: GVA Forseti islands staðfestlr tregnlr um. að hann blóðl slg ekkl aflur fram: TOLF AR EBLILEGUR TIMI Forsetakosningar verða haldnar 29. júní nk. Dr. Kristján Eldjárn, forseti tslands, skýröi frá þvi i nýársávarpi sinu til þjóöarinnar i gær, aö hann heföi ákveöiö aö géfa ekki kost á sér til forseta- embættis, þegar þriöja kjör- timabil hans rennur út á þessu ári. Þessi yfirlýsing forsetans kom ekki á óvart, þvi aö um all- langt skeiö hefur þaö veriö opin- bert leyndarmál, aö hann hygö- ist ekki bjóöa sig oftar fram. í ávarpi sinu sagöi forseti íslands m.a.: „Langt er nú liöiö á þriðja kjörtimabil mitt. Þaö er áreiöanlega á vitoröi flestra, aö ég hef fyrir alllöngu gert þaö upp viö sjálfán mig aö bjóöa mig ekki oftar fram til aö gegna embætti forseta tslands. Fyrir nokkrum mánuöum skýröi ég forsætisráöherra, sem þá var, frá ákvöröun minni, svo og for- mönnum allra stjórnmála- flokka, ennfremur nýlega nú- verandi rikisstjórn. Og nú skýri ég yöur öllum frá þessu opin- berlega, staöfesti þaö, sem fá- um mun koma á óvart. Ég neita þvi ekki, aö ég heföi óskaö aö sitthvaö heföi veriö I fastari skoröum i þjóölifinu nú, þegar ég tilkynni þetta til þess aö eng- inn þurfi aö velkjast i vafa. En stundarástand getur ekki breytt þvi, sem þegar er fastákveöið. Sjálfur tel ég, aö tólf ár séu eðli- legur og jafnvel æskilegur timi i þessu embætti, og drjúgur spölur er þaö i starfsævi manns. Og enginn hefur gott af þvi aö komast á þaö stig aö fara aö ímynda sér aö hann sé ómiss- andi. Ýmsar persónulegar ástæöur valda þvi, að ég æski þess ekki að lengja þennan tima, þótt ég ætti þess kost”. Samkvæmt lögum eiga for- setakosningar aö fara fram siö- asta s’unnudag i júni, sem nú er 29. júni, og nýr forseti tekur við embætti 1. ágúst nk. Ýmsir þekktir borgarar hafa veriö nefndir sem hugsanlegir forsetaframbjóöendur, svo sem Albert Guðmundsson, alþingis- maður, dr. Armann Snævarr, hæstaréttardómari, Guölaugur Þorvaldsson, rikissáttasemjari, — dr. Gylfi Þ. Gislason, prófessor, Hans G. Andersen, ambassador, Pétur Thorsteins- son, ambassador og Ólafur Jó- hannesson, fyrrverandi for- sætisráðherra. 1 útvarpsviötali i gærkvöldi skýröi dr. Kristjan Eldjárn frá þvi, aö hann byggist viö aö snúa sér aö fræöistörfum, er hann léti af forsetaembætti, sérstaklega vinnu aö ýmsum efnum i is- lenskri menningarsögu. Þriöji forseti Islenska lýöveldisins, dr. Kristján Eldjárn,mun láta af embætti þjóöhöföingja I sumar og mun þá ásamt konu sinni Halldóru flytjast frá Bessastööum eftir 12 ára veru þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.