Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 8
| Miðvikudagur 2. janúar 1980. Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DavfB Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsing?.- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. ;Ritstjórn: Siðumúla 14, sími 86611 7 linur. />rentun Blaöaprent h/f innrásln í Afganistan Nú við upphaf níunda áratugs tuttugustu aldarinnar eru miklir atburðir að gerast úti í hinum stóra heimi, sem haft geta örlagaríkar afleiðingar fyrir okkur Islendinga ekki síður en þá sem nær eru staddir þessum at- burðum í rúmi. Ástandið í grannríkjunum Af- ganistan og íran er það sem mestum kvíða veldur þessa stundina. í Afganistan hafa þau sögu legu tiðindi nú gerst að Sovét herinn hef ur ráðist inn í landið og hefur að því er virðist lagt það undir sig og komið þar upp lepp- stjórn sinni. Þetta er í fyrsta skipti eftir síðari heimsstyrjöld- ina, að Sovétmenn leggja undir sig með hervaldi ríki utan komm- únistablakkarinnar. Hvað eftir annað hefur Sovétstjórnin á þessu tímabili sent sinn Rauða her inn í fylgiríki sín í Austup. Evrópu til þess að treysta völd leppstjórna sinna þar, svo sem í Austur-Þýskalandi, Póllandi, Ungverjalandi og Tékkóslovakíu. Innrás Sovétríkjanna í grann- ríki sitt Afganistan nú er enn ein staðf estingin á þvi, að þau stef na markvisst að heimsyfirráðum. Engum dettur í hug, að Afganist- ar haf i verið með áreitni við hinn Sí okíisjMí volduga nágranna sinn í norðri, ekki einu sinni Tassfrétta- stofunni eða Prövdu. Upplausnarástandið í landinu gaf Sovétstjórninni tækifæri, sem hún af þolinmæði hafði beðið eftir. Enginn vaf i leikur á því, að inn- rásin í Afganistan stendur í ein- hverju sambandi við hið ótrygga ástand í Iran, sem á austurlanda- mæri sín að Afganistan, og við leitni Sovétstjórnarinnar til þess að ná tökum á olíulindum land- anna við Persaflóann og til þess að ná valdi á olíuf lutningaleiðun- um þaðan til Vesturlanda og Japans. Vesturlönd hljóta því að endurmeta alla stöðu sína í Ijósi atburðanna í Afganistan, sem eru stórkostlegt áfall fyrir þau beint ofan í það áfall, sem at- burðirnir i íran eru fyrir þau. En hvað geta þau gert? Standa þau ekki enn einu sinni frammi fyrir gerðum hlut? Varla leggja Vesturlönd í það að koma Rauða hernum út úr Afganistan með hervaldi. Carter Bandaríkja- forseti hefur að vísu sagt, að hernaðaríhlutun Sovétrfkjanna í íran hljóti að hafa afdrifaríkar stjórnmálaafleiðingar. Auðvitað mun þetta valda aukinni spennu milli Austurs og Vesturs. Og Vesturlönd verða kannski um eitthvern tíma betur á verði gagnvart Sovétrikjunum en þau hafa um langtskeið verið. Vissu- lega er það vel, en mestu skiptir þd að byrgja brunninn dður en barnið er í hann dottið. Það, sem hef ur verið að gerast síðustu ára- tugina, er, að Sovétstjórnin hef ur verið að tína eitt barnið af öðru ofan í sinn djúpa brunn. Vafasamt er, að það, sem nú hefur drifið á daga afgönsku þjóðarinnar, hefði yfir hana gengið, ef Bandaríkin hefðu haldið þeirri aðstöðu,sem þau höfðu í Iran fyrir fall keisara- stjórnarinnar. Svona leiðir eitt af öðru, og þarf víst enginn að f ara í grafgötur um, að Sovétstjórnin beinir nú haukfránum sjónum sínum að nágrannaríki sínu l'ran. Þar er komið á algjört upp- lausnarástand og núverandi valdhafar undir forystu hins of- stækisfulla klerks Khomeinis, njóta sennilega hvergi samúðar. „Eigi skal höggva", sagði forseti okkar í áramótaávarpi sínu og vitnaði þar til kjarnyrðis Snorra Sturlusonar. I þessum orðum forsetans fólst m.a. krafa fyrir hönd íslensku þjóðarinnar um grið til handa bandarísku gíslunum í Teheran. Þótt rödd okkar sé veik á hinum alþjóðlega vettvangi ber okkur að láta hana heyrast og gerði forseti okkar það af þeirri alvöru og smekkvísi sem hæfði. Auglýsing verður sílelll mlkllvægarl I kosnlngabaráttu núlimans: KOMU AUGLÝSINGARNAR MARGARET THATCHER TIL VALDA? Var það fyrst og fremst vel skipulögð auglýsinga- herferð sem færði Margaret Thatcher völdin í Bret- landi? Náttúrlega er erfitt að segja til um slíkt með nokkurri vissu en stjórnmálamenn jafnt sem auglýs- ingasérfræðingar í Bretlandi eru margir hverjir sann- færðir um að herferðin hafi gert herslumuninn sem dugði til að koma íhaldsmönnum til valda. Ný tegund kosninga- baráttu Hér á íslandi hafa stjórn- málaflokkarnir i vaxandi mæli notaB auglýsingar i blöðum og timaritum til aö koma stefnu sinni á framfæri og i nýlokinni kosningabaráttu var Sjálf- stæðisflokkurinn atkvæöamest- ur i sliku. Það væri þvi ekki ófróölegt aö velta fyrir sér, nú að loknum kosningum, hvað það var sem geröi kosningarnar i Bretlandi i mai siöastliðnum frábrugönar heföbundnum kosningum. Það var meöal annars mark- viss auglýsingaherferö íhalds- flokksins. Sýnishorn auglýsinganna Mjög gott dæmi um þessa her- ferö er tveggja siðna auglýsing i timarit sem bar fyrirsögnina: „Hvers vegna sérhver verka- lýösfélagsmaöur ætti aö fhuga aö kjósa íhaldsflokkinn.” Text- inn er þéttritaöur á báðum siö- um, fullur loforða um að Ihalds- flokkurinn muni brjóta upp vftahringinn. Undir lokin kemur þessi bón: ,,Þó þú hafir allt þitt lif kosið Verkamannaflokkinn gerðu þá núna upp á milli flokk- anna eftir verkum þeirra!” Innflytjendavandamálið fær einnig sinn skerf. 1 sérstökum auglýsingum um það mál kveða Ihaldsmenn það lýgi að þeir vilji senda innflytjendur aftur til sins heima. Þeir segja aftur á móti að jafnvægiö i þjóðfélaginu muni raskast ef ibúunum finnst þeim ógnað af fjölda aðkomu- manna. Ein siða er sérstaklega ætluö konum og vekur athygli að frú Thatcher er þar ekki nefnd á nafn en hins vegar bent á að það hafi verið Ihaldsmaður sem fyrstur barðist fyrir kosninga- rétti kvenna, íhaldsflokkurinn sem kom þvi máli i höfn, fyrsti kvenþingmaðurinn hafi verið Ihaldsmaöur, fyrsti flokksleið- toginn sömuleiöis — þá er bara eitt skref eftir. Áhugi lesenda önnur gerö af auglýsingum reynir aö vekja áhuga lesenda. I nokkurs konar spurningakeppni er löng röð krossaspurninga og eru þrjú möguleg svör við hverri spurningu. Siðasta spurningin er: ,,Hver af neðanrituðum per- sónum finnst þér liklegust til aö geta keypt i matinn fyrir fjöl- skylduna?” a) James Callaghan b) maðurinn þinn c) Margaret Thatcher Annars staðar eru birtir lang- ir listar yfir verðhækkanir á matvöru og endar auglýsingin á þessu: „Aður en þú ákveður hvað þú ætlar að kjósa — gáöu þá i budduna!” Vísaðtil framboðsfunda í sjónvarpi Með stórum fyrirsögnum i blöðum eru kjósendur hvattir til að fylgjast með framboðsfund- um thaldsflokksins i sjónvarp- inu. Verkalýðsfélagsmeðlimir eru sérstaklega hvattir til þess i von um að lokka þá frá Vefka- mannaflokknum. öðrum kjós- endum er sagt: „Ef þú horfir ekki á sjónvarpið klukkan 9 i kvöld, þá séröu eftir þvi næstu fimm árin. Gamlar blaöafréttir eru einn- ig notaðar. I einni auglýsingu eru birtar nokkrar úrklippur úr blöðum undir fyrirsögninni: „Fyrst viö getum lækkað tekju- skatt, meöan viö erum i stjórnarandstöðu, hugsaðu þér þá bara hvað við getum gert ef við komumst i stjórn.” Hvort það megi teljast æski- legt að auglýsingafyrirtæki séu notuð i kosningabaráttu er enn deilt um. Ihaldsmenn réðu sér i siðustu kosningum eina nútimalegustu og frumlegustu auglýsingastofu Bretlands, Saatchi & Saatchi. Fram til ársins 1959 voru aug- lýsingar litið eða ekki notaðar i breskum stjórnmálum. Menn gátu þó leyft sér að nýta starfs- krafta áhugasamra atvinnu- manna, en auglýsingastofur — nei takk! Það ár braut thaldsflokkurinn hefðina, og réði auglýsingastofu til að sjá um kosningabaráttu sina. Viðbrögðin urðu margvis- leg, t.d. sagði yfirmaður kosn- ingabaráttu Verkamanna- flokksins: „Með þvi að fela óviðkomandi aðilum á auglýs- ingastofu kosningabaráttu sina hefur Ihaldsflokkurinn gert nokkuð sem er framandi okkar ágæta breska lýðræði.” Tveimur árum siðar réði Verkamannaflokkurinn sér einnig auglýsingastofu. .... ‘ ' *%£££>*•** "•*■**"'* MUGGING UP204% CRIMINAL DAMAGE UP135% ROBBERY UP 88% o»Má uo ctat»> Ci*M «■»(•><*»** :»•»>*» X. Brtwio rt»x » ----------------------------- rti>jrv<x.pj:í iL ixy xóshi *»»» «« »JÍ «\ n« »»tvf •*« )X4x»w:« 1 •* i»«Ul« tt A' ts* 4«1 'xJ<c 6>ý»s«: » K*» M»úkcn vt. fe»S .to»t «ot »»v rtrv <» mkc É* wvhttuo)'Jxrt jíiRrti tM'. 4««'t ty tor.wt rtK *«* iSiTSAFETO VOTEFOH ANOTHER LABOUR GOVERNMENT? VO«{CO*«WWWWEj5Ö Sýnishorn af auglýsingum Ihaldsflokksins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.