Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 20
20 VÍSIR Laugardagur 19. janúar 1980 hœ krakkar! i Sofðu unga ástin, min, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þin, gamla leggi og völuskrin, við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Við þetta kunna kvæði hefur Kristbjörg átta ára i Snælandsskóla teiknað meðfylgjandi mvnd. LOA Hún Lóa er sjö ára. Hún býr i einni af stóru blokk- unum, sem standa uppi á hæðinni í stóra kaup- staðnum. Lóa á heima á 8. hæð. Þegar Lóa fer inn og út úr húsinu sínu verð- ur hún alltaf að fara í lyftu. En Lóu f innst gam- an að fara í lyftu svo það er allt í lagi. Lóa er með skolleitar fléttur og grá augu. Hún hefur nokkrar freknur á nefinu. Lóa er nýbúin að missa tvær framtennur, en bráðum fær Lóa nýjar tennur, enn þá stærri og fallegri en þær, sem hún hafði áður. Það voru litiar barnatennur. öll- um, sem þekkja Lóu, fannst hún samt ósköp sæt með barnatennurnar sínar litlu og sumum finnst hún svo agalega sæt svona tannlaus. En Lóa er sennilega bara alltaf sæt, að minnsta kosti þegar hún er í góðu skapi, sem hún er eigin- lega alltaf. Lóa fer í skóla, sem er rétt hjá hæðinni, þar sem allar stóru blokkirnar eru. Henni finnst stund- um gaman í skólanum, en stundum finnst henni leiðinlegt. Þegar dimmt er úti á morgnana og veðrið er vont, þá finnst Lóu erfitt að vakna snemma. Hún vill þá heldur kúra sig undir sængina sína. En þá kemur pabbi eða manna og segja: Þú verð- ur að flýta þér á fætur. Lóa er ekkert mjög svöng svona snemma á morgnana. Samt veit hún, að hún á að borða hollan og góðan mat áður en hún fer í skólann. Hún borðar oft súrmjólk eða kornflögur með mjólk. Það f innst henni meira en nóg á morgnana. Mamma og pabbi vilja samt að hún borði meira, rúg- brauð með osti t.d., en Lóa er þa orðin pakksödd af súrmólkinni. Kennarinn hennar Lóu heitir Sveinn. Lóu finnst hann góður kennari. Lóa er farin að lesa og reikna og skrifa. Lóu finnst gaman að lesa, en ekki að skrifa. Það er eins og blý- anturinn passi ekki í putt- ana á henni og stafirnir verða skakkir og Ijótir. Þegar hún ætlar að skrifa fallegan staf og vanda sig mikið, verður stafur- inn kannski aðeins fall- egri en hinir, en alls ekki nógu fallegur, finnst henni. Þess végna kvíðir hún heldur fyrir skriftar- tímunum. Krakkarnir í bekknum hennar Lóu eru 22, 14 strákar og 8 stelpur. Beztu vinir Lóu heita Guðrún og Tómas. Þau eiga bæði heima í stóru blokkinni á hæðinni alveg eins og Lóa. frh. Kalli og Kata eru alveg komin i mát með púsluspilið sitt, þó vantar aðeins eitt stykki. Hvaða stykki vantar? (þ jauinM :jbas) ELDSPÝTNAÞRAUT Leggiö tvo eldspýtustokka á borðið. Bilið á milli þeirra á aö vera lengra en eldspýtulengd. Hvernig er hægt aö byggja góða brú á milli stokkanna með aðeins fjórum eldspýtum? Svar: Birtist i næsta helgarblaðL Hvaða tveir hundar á myndunum eru nákvæm- lega eins og hvaða tvö fiðrildi eru nákvæmlega ; „9 £X §0 So nn go f :jbaS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.