Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 4
VtSIR Miövikudagur 30. janúar 1980 %is\** HEILSUG/ESLUSTÖÐ Á ÓLAFSFIRÐI Tilboö óskast í loftræstilagnir í heilsugæslu- stöö á ólafsfiröi. Húsiö er nú tilbúið undir tré- verkog skal verktakinn leggja til allan búnað og setja hann upp. Verkinu skal að mestu lokið l. sept. 1980. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og á skrifstofu bæjarstjóra á ólafsfirði gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 13. febr. 1980 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 >£< HAFNARFJORÐUR íbúðir við Bæjarsjóður Hafnarfjarðar mun á næstunni seljanokkrar2jaog3ja herbergja íbúðir íf jöl- býlishúsi að Hólabraut 3. fbúðirnar verða seldar f ullgerðar og áformað er að þær verði afhentar í júní n.k. Söluverð 2ja herb. íbúða er áætlað kr. 20,5 millj. og 3ja herb. íbúða kr. 26. millj. Ibúöum þessum fylgir C og F lán frá Húsnæðismála- stofnun og lán frá bæjarsjóði Hafnarf jarðar. Umsóknir er tilgreini f jölskyldustærð, hús- næðisaðstæður, tekjur s.l. tvö ár og aðrar að- stæður sendist undirrituðum fyrir 15. febrúar n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags- málastof nun og þar eru einnig veittar f rekari upplýsingar um íbúðir þessar. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarstjóri. UTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í 1690 tré-þverslár og 300 km. raflínuvír. útboðslýsingar og gögn fást afhent á skrif- stofu RARIK/ Laugaveg 118, frá og með fimmtudeginum 31. janúaif 1980. RAFMAGNSYEITUR RÍKISINS Smurbrauðsfofan Njálsgötu 49 - Simi 15105 laöburóarfól óskast! STEKKIR Brúnastekkur Fornistekkur Fremristekkur SKJÓLIN Granaskjól Frostaskjól Kaplaskiólsvegur IW- 'AW" iv 'S tf'-'m Fré ttirnar af bardögunum, sem fylgt hafa I kjölfar innrásar Sovétmanna i Afganistan, hafa verið óljósar, en vist er, að þar brýst fram mikil grimmd. Á aöra hönd skjóta sovésku dátarnir án minnstu viðvörunar, hvern þann, sem vekur grun þeirra, hvort sem það er karl eða kona. Þeir halda uppi stórskota- hrfó á þorp fjallabúa og eru byrjaðir að beita napalm eða fos- fór. Fulltrúar uppreisnarmanna, sem komið hafa til Norðurlanda, siðan innrásin hóst, segja, að her- þyrlur RUssa murki niöur flótta- fólk á leið til Pakistan og Irans. A hina höndina hafa uppreisnarmenn i Afganistan sýnt ofboðslega villimennsku i meðferð þeirra á þeim sovésku hermönnum, sem eru svo óheppnir aö vera teknir lifandi til fanga. I bænum Herat i norð- vesturhluta Afganistan skáru þeir eyru, nef og kynfæri af rúss- nesku föngunum, áður en þeir tóku þá af lifi. Frá héraðinu Houristan i norð- austur Afganistan hafa borist óhugnanlegar lýsingar á þvl, hvernig rússneskir fangar hafi veriðkviðristir lifandi og innyflin dregin lit. 1 Paktia I suðaustur- hluta landsins eru sovéskir fangar brenndir lifandi. Öflugur innrásarher Þó hafa Rússar ekki synt neitt hálfkák viö innrásina. Þeir hafa ekki sparað skriðdreka eða herþyrlur og hafa liðsafla nógan. Þeir verða naumast af þeim sökum vændir um að vanmeta andstæðingasinané heldurgetur dulist, að þeir ætla sér ekki að taka uppreisnaröflin neinum vettlingatökum. Þeir hafa strax I upphafi biíist viðharðrimótstöðu, og sendu þvi um 50 þiísund manna lið i fyrstu atrennuinn i Afganistan, hundruð skriðdreka og f jölda af þyrlum og sprengjuflugvélum, svo aö ekki sé minnst á stórskotaliðið. Fjallavigi. Afganistan er frá náttúrunnar hendi öflugt fjallavirki, sem vegna landfræðilegrar legu sinnar gegnir mikilvægu hlut- verki. Það á landamæri að Sovét- rikjunum I noröri, Pakistan I austri og Iran I vestri. A glæstasta tima breska heims- veldisins reyndu Englendingar nær þrotlaust I heila öld að ná yfirráðum þar. Frá þvl 1830 til 1914 féllu rúmlega þrjátiu þúsund breskir hermenn fyrir skæruliðum sem veittu þeim fyrirsátir I fjöllum Afganistan. Jafnvel hin volduga Viktorla drottning fékk ekki bugað þá. Þeir áttu einnig við inn- rásir Russakeisaraað glima.sem á árunum 1830-1880 reyndu að leggja Afganistan undir sig. Þá þegar höfðu Rússar nefnilega fengið áhuga á þessu fjallavigi, sem var lykill að hliöinu, er veitir aðgang að Indlandshafi og Persa- flóa. Russar eru svo sem ekki einir um sllka drauma. I gegnum aldirnar hefur Afganistan mátt þola ásókn herkonunga. Fyrir okkar tfmatal var það Persa- veldi. Siðan Alexander mikli. Svo kom Gjengis Khan og Mongólar- nir. En engum tókst að undiroka hina harðgerðu ibiia Afganistan, sem öörum betur kunnu skæru- hernaðarlist fjallabúanna. Gróðursæld i skjóli fjalla. Þetta land, sem þótt hefur svona eftirsóknarvert, er um 650 þúsund ferkflómetra eða litiö eitt stærra en Frakkland. Það býr yfirfrjósömum dölum, sem liggja við rætur hinna torfæru Hindou-Kouchfjalla i norðaustri. Fást þar oft tvær uppskerur á ári. Hveiti og bygg i mai, hrisgrjón, baðmull og maís I september. Umhverfis bæina Mzar og Sharif við fljótið Amou Daria, sem skilur múhammeðsku rfkin I Mið-Asiu frá Afganistan, breiða sighinar gróðusælustu vinjar yfir Grimmdin í algieymi í Afganistan hinar norðlægu sléttur. Úlfalda- lestir.sem flytja silki og krydd- vörur, eru enn i dag f ferðum á þessum slóðum og yfir eyði- mörkina Seistan, sem liggur um mitt landið aö bökkum árinnar Hilmend. aöutan Umsjón: i Guðmundur ' Pétursson Herskáir ibúar Ibúar landsins eru 15 til 18 milljónir að ágiskan manna, og standa ekki hátt i þróunarstig- anum. Rúmlega90% landsmanna eru ólæs. Bændur yrkja jarðir sinar meö frumstæðum land- búnaðaráhöldum og aðferðum. I sambýlinu við 4.500 metra há fjöllinn og eyðimerkur, þar sem stormurinn ræður rikjum 120 daga ársins, ræningjaflokkar vaða um og herkonungar sög- unnar hafa seilst til valda, er þetta f ólk marghert i viðskiptum við óbllð náttúruöfl og sturlunga- aldir. Þetta er stolt fólk og þjóð- erniskenndin drukkin inn með móðurmjólkinni. Vopnfimi og hestamennska er þeim I blóö borin. Börnunum strax I æsku kenndar sögurnar af skæru- hernaði og hetjudáðum feðranna. Enginn herkonungur hefur nokkru sinni getaö drottnaö yfir þeim langan tima. Þeir eru ofsatrúar-múham- meðsmenn. Um 70% eru sunnltar, en hinir shiitar. Andstaðan. Mestri mótspyrnu munu Russar hafa mætt I austur- héruðum landsins við landamæri Pakistan og umhverfis bæinn Heran, sem er ekki fjarri landa- mærum Irans. Uppreisnarhóparnireru úr hópi Pachoun-kynþattarins og Tadjik-ættflokksins, en einnig hafa liöhlaupar úr stjórnar- hernum slegist I liö með þeim, og þúsundir bænda, sem prestarnir hafa sefjað og æst upp til heilags striðs gegn erföafjendunum, Rússum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.