Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 5
VlSIR Miðvikudagur 30. janúar 1980 Guðmundur Pétursson skrifar Skýldu sex Bandaríkiamðnn- um í prjá mánuði í Teheran Kanadamenn bfða i ofvæni viö- bragða iranskrastjórnvalda I dag vegna uppljóstrana um, aö þeir hjálpuðu sex bandariskum starfs- mönnum sendiráösins i Teheran tíl þess aö ftyja, eftir aö hafa faliö þá í þrjá mánuði. JoeClark, forsætisráðherra, og McDonald, utanrikisráðherra, sögöust kvlða þvi, að þetta yrði látið bitna á gislunum i banda- rlska sendiráðinu. Ken Taylor sendiherra hafði skotið skjólshúsi yfir fjóra karl- landi undir fölskum, kanadi'skum menn og tvær konur Ur banda- rlska sendiráðinu, i þrjá mánuði, og notaði svo tækifærið, þegar all- ir voru með hugann við forseta- kosningarnar I Iran og tlrslit þeirra, til þess að smygla þeim úr nöf num. Af kvlða fyrir þvi, að þessa yrði hefnt á kanadiska sendiráðinu, var þvi lokað og allt starfslið þess kallað heim frá Teheran. ÆTLA EKKI AÐ HEFNA segja stúdentarnir í bandaríska sendiráðinu í Teheran StUdentarnir I hernumda sendi- ráðinu bandarlska i Teheran krefjast skýringar á þvl, hvernig sex bandariskir sendiráðsmenn gátu flúið Iran I gervi kanadiskra diplómata, án þess að Irönsk stjórnvöld hefðu um það vitn- eskju. Talsmaður stUdenta sagði, að utanrlkisráðuneytinu hlyti að vera kunnugt um fjölda dipló- mata I Iran, og þvl væri undar- legt, að fleiri „kanadiskum dipló- mötum" en fyrir voru I landinu, hefði verið leyft að fara. Ir.önsk yfirvöld hafa ekkert lát- ið frá sér fara enn um fréttirnar af f jórum bandarlskum mönnum og tveim konum, sem sluppu úr landi i áætlunarflugvélum um siðustu helgi. Iranska Utvarpið og sjónvarpið hafa látið þetta liggja I þagnarrúmi. — Utanrlkis- ráðherra lrans hefur boöað til fréttamannafundar slðar I dag vegna málsins. StUdentar segjast ekki munu láta þetta bitna á kanadlskum rikisborgurum I lran, né heldur munu þeir meðhöndla bandarlsku glslana neitt öðruvlsi en hingað til. Talið er, að um 50 kanadiskir rikisborgarar séu i Iran, flestir þeirra eiginkonur trana. Kafarar sjást hér koma upp á yfirborðið með Ifk eins varðskipsmannanna, sem fórust I árekstrinum á Tampaflóa. Olfuskip 09 varD- skip i ðrekstri Þyrlur, skip og kafarar leituðu I morgun sautján starfsmanna bandarlsku strandgæslunnar, sem saknað var eftir árekstur varðskips þeirra og bandarísks oliuflutningaskips. Lik sex skipverja af varðskip- inu hafa þegar fundist. Tuttugu og sjö mönnum var strax bjargað eftir áreksturinn, sem var aðfaranótt þriðjudags undan Flórfdaströnd,á Tampa- flóa. Strandgæsluskipið „Black- thorn" qg fjórtán þUsund smá- lesta oliuskip „Capricorn"rákust þar á. Við áreksturinn kom stór rifa á bakborðssiðu Blackthorn, sem sökk fljótlega. Capricorn var með um 150 þús- und oliufata farm, en kafarar hafa gengið úr skugga um, aö það sér ekkert á skrokk skipsins neðansjávar. Um orsök þessa árekstrar er ekki vitað enn, þvi að sjópróf hefjast ekki fyrr en á morgun. Blackthorn var meö 50 manna áhöfn og nýkomið Ur þurrkvl. Chile send- ir ekki til Moskvu Olympíunefnd Chile til- kynnti I gærkvöldi, að Chile mundi ekki taka þátt I Sumarólympluleikunum I Moskvu þetta árið. Pinochet, forseti Chile, sagði I gærkvöldi, að hann hefði beðið ólymplunefnd Chile um að sniðganga Moskvuleikana, þar sem honum fyndist innrásin I Afghanistan strlöa gegn anda leikanna. Chile er fyrsta Suður- Amerikulandið, sem boöar forföll á Moskvuleikunum. Loksins sniór ILake Placid Loksins er kominn snjór og frost viö Lake Placid, mönnum til mikils léttis við undirbUning Vetrar-Olympiuleikanna. Þar féll 10 sm þykkt snjólag I slðustu viku oí'an á gervisnjóinn, sem menn voru farnir að setja á sumar brautirnar I örvæntingu sinni. Þetta er einhver snjóléttasti vetur, sem þar hefur komið á öld- inni, en snjókoman siðustu daga hefur bætt Ur, svo að menn geta byrjað æfingar. 35 iþróttamenn frá Bretlandi, A-Þýskalandi, Sviss, Kanada og Japan eru komnir til Ólympiuþorpsins. TÓkU 150 tonn af maríiú- ana Stjórnarhermenn Kólombiu hafa lagt hald á 150 smálestir af marljuana og handtekið tuttugu og átta manns nærri Santa Marta I Kólomblu. Um leið tóku þeir einnig sjö litlar flUgvélar, allar skráðar I Bandarikjunum. Var að þeim komið, þar sem menn voru aö ferma þær marljU- ana. Þykir þetta stærsti fengur yfirvalda, slðan skorin var upp herör fyrir þrem árum gegn fíkni- efnasmyglurum á þessum slóðum. „Gröfleg íhlutun" - segja Sovétmenn Sovétrlkin hafa gagnrýnt þau mUhammeðstrUarrlki, sem for- dæmdu hernaðaraðgerðir Sovét- manna I Afanistan, og kallar Sovétstjórnin það „gróflega Ihlut- un" i innanríkismál Afganistan. TASS-fréttastofan segir, að á- lyktun utanrlkisráðherrafundar 35 mUhammeöstrUarríkja, sem lýsti leppstjórnina I KabUl ólög- lega, sé ber þjónkun viö Banda- rikin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.