Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 16
vism Miðvikudagur 30. janúar 1980 lí 5t ¦;-x—-¦'". ...................... :¦:¦:•:¦:•:•:•:¦;•:•:¦:¦:•:•:¦:-;•:¦ 16 Umsjón: Katrin Páls- ^óttir ____ Regertríóið í Norræna húsinu Atriöi úr leikritinu Umhverfis jiiröina á 80 dögum sem MR sýnir á Herranött. Vfsismynd BG. Umhverns iðrDina á Herranðtl Menntaskólinn i Reykjavík sýnir leikritiö Umhverfis jörö- ina á 80 dögum á Herranótt. Sýnt er I lifósal Austurbæjar- skóla I kvöld og annað kvöld klukkan 20.30. Leikstjóri er Jórunn Sigurö- ardóttir, en sviösmynd gerir Geir Ottar Geirsson. Fileas Fogg leikur Bjarni,Guð- marsson, Passepartout Stefán Geir Stefánsson, Aoutu prin- sessu Helga Leifsdóttir og meö hlutverk Fix fer Ingólfur Guö- jónsson. Um tuttugu manns taka þátt I sýningunni. Reger trióiö leikur i Norræna húsinu á vegum Germanlu og þýska bókasafnsins á föstudaginn klukkan 20.30. FélagiðGermania er sextiu ára á þessu ári og eru hljtímleikarnir þáttur i' afmælishátið" félagsins. Reger tríóið leikur verk eftir Schubert, Reger og Beethoven. Það hefur leikiö kammermUsik I -Þýskalandi ,Bandarikjunum og einnig I Miö- og Suöurameriku I sl. 9 ár. I Þýskalandi hefur það tckiö þátt i hljómleikum ungra listamanna sem hafa sérstaklega verið kjörnir til þess af- hálfu sambandslýðveldisins. Lúðrasveit Hafnarf jarðar heldur upp á 30ára starfsafmæli sitt Idag. Sveitin var stofnuð 31. janúar 1950. Fyrsti formaður hennar var kos- inn Friðþjófur Sigurðsson, en nuverandi formaður er Ævar Hjaltason. Lengst hefur Einar Sigurjónsson gegnt formennsku eða 117 ár. LÚÐRASVEIT HAFNAR- FJARÐAR 30 ÁRA Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Albert Klan sem byggði upp starfið af mikilli elju og dugnaði og stjórnaði henni til dauðadags árið 1961. Þá tók Jón Asgeirsson tónskáld við og stjórnaði I þrjú ár. SJðan hefur Hans Ploder Frans- son verið stjórnandi Lúðrasveit- arinnar. Hún hefur tvisvar sinn- um farið I hljómleikaferð til út- landa og hlotiö þar lof fyrir góðan flutning. Nú eru I sveitinni 43 blásarar. Aðstandendur sveitarinnar halda upp á þessi tímamót með fagnaði I veitingahúsinu Gaflin- um við Reykjanesbraut á laugar- daginn. Afmælishljómleikar verða haldnir seinnipartinn I mars fyrir styrktarfélaga og aðra gesti. John Chang McCurdy kom hingað fyrst á skákeinvigið 1972. Ljósmynda- sýning að Kjarvais- stððum Ljósmyndarinn John Chang McCurdy opnar sýningu á verk- um slnum að Kjarvalsstöðum á laugardaginn. John Chang er fæddur I Kóreu, en er nú bandariskur rlkisborg- ari.'Hann rekur eigin ljósmynda- stofu I New York, en vinnur mest að gerð myndabóka. Hann hefur oft komiö til Islands, fyrst I tengslum viö heimsmeistaraein- vlgið I skák 1972. Hóf hann þá að taka myndir af islenskri náttúru og árangurinn getur að lita I. myndabók um ísland sem gefin var út I fyrra hjá Almenna bóka- félaginu. tónlist Jón Þórarins- son, uín- skáld, skrifar Myrkir músikdagar Kvartetttónleikar að Kjarvals- stöðum 25. jan. Flytjendur: Guðný Guðmunds- dóttir, Mark Reedman, Helga Þórarinsdóttir, Carmel Russill. Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnsson: Hass- elby-kvartett (1968) Hjálmar Ragnarsson: Move- ment (1976). Snorri Sigfús Birgisson: Kvar- tett (1977) Dimitri Sjostakovitsj: Kvartett nr. 15, op. 144. Undirritaöur verður þvi miö- ur aö játa það, að þau þrju is- lenzku verk, sem hér voru flutt, og honum voru ekki áður kunn nema hið fyrsta, höfðu ekki á Mark Reedman, Guðný Guðmundsdóttir, Carmel Russill og Helga Þórarinsdóttir. Vlsismynd BG. ísiensku verkin of lík hann veruleg áhrif eins og hér var aö flutningi þeirra staðið. . Ég flýti mér að taka fram, að hér var ekki við flytjendurna að sakast, þvl að vel virtist til flutningsins vandað I hvívetna, og sérstaka athygli vakti hinn ungi lágfiðluleikari, Helga Þór- arinsdóttir, sem hefur yfir að ráða miklum tón og sýndi bæði öryggi og myndugleik I hlut- verki sinu. Ég held, að hér sé ekki heldur hægt að kenna höfundunum um eða verkum þeirra. Þau virtust öll vera samin af kunnáttu og hugviti, — hugviti sem þó beind- ist ef til vill fremur að þvl aö laða út úr hljóðfærunum óvænt blæbrigði en að skapa eftir- minnilegar myndir i tónum. En það sem hefði getað orðiö eftir- minnilegt I öðru samhengi varð þaö einhvernveginn ekki hér. Og þá er komið að kjarna málsins: Þessi þrjú verk eru aö dómi undirritaðs einfaldlega of lik til að standa hlið við hlið á efnisskrá. Þannig vinna þau hvert gegn öðru, ef svo má segja, skyggja hvert á annað. Ég er ekki i vafa um aö hvert þeirra um sig hefði I öðru sam- hengi getað vakið óskipta at- hygli og jafnvel aðdáun, þó aö svona tækist til að þessu sinni. Þvl miöur gat ég ekki heyrt siðasta viðfangsefni þessara tónleika og harma það. — Jón Þórarinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.