Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 11
vtsm Miðvikudagur 30. janúar 1980 .'-.vv. 11 Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Mörgum finnst hún eyðimörk lfkust.miöaö við það sem áður var. vandamálið er ekki báta- leysi neldur aflaleysi" - segir Björn Guðmundsson. útgerðarmaður Á ráðstefnu þeirri sem hald- in var um siðustu heigi um stöðu og stefnu Vestmanna- eyja, var eitt helsta umræðu- efnið súfækkun sem orðið hefur á bátaflota Eyjamanna. Frá Vestmannaeyjum eru nú gerðir út liðlega 50 bátar og hefur þeim fækkað um 25% á sfðustu tveimur árum. 1 niðurstöðum nefndar, sem bæjarráð Vestmannaeyja skip- aði til að kanna þessi mál, eru einkum þrjár ástæður til- greindar fyrir þessari fækk- un: I fyrsta lagi virðist vaxta- og viðhaldskostnaður vera mun hærri i Vestmannaeyjum en annars staöar og veldur það þvi, að rekstrartap Eyjabáta. hefur verið rúmlega 9% meira en landsmeðaltal. Skýringin á mismun vaxtakostnaðar er tal- in sú, að fyrirgreiðsla Útvegs- bankans sémun hraðari i Eyj- um en annarsstaðar og þvi falli vaxtakostnaður fyrr á út- gerðina. Viðhaldskostnaður er hærri iEyjum en annarstaðar vegna eldri og viðhaldsfrekari báta. t öðru lagi hafa sifelldar oliuverðshækkanir komið þyngra niður á útgerðinni i Eyjum vegna þess að bátar þaðan eru meira gerðir út á togveiðar en þekkist i öðrum byggðarlögum, en þær veiðar eru mjög oliufrekar. Loks er talið að ekki hafi rétt verið staðið að þeim sjóðum sem settir voru á stofn til þess að auðvelda utgerðarmónnum að losna við óarðbær fiskiskip. Útgerðir þessara skipa hafi verið metnar^eftir rekstrar- og efnahagsreikningum, en ekki eftir ástandi og gæðum þeirra skipa sem hefur verið fórnað. Flestir þeirra sem til máls tóku á ráðstefnunni, bæði út- gerðarmenn og aðrir, lýstu Björn Guðmundsson i ræðustól á ráðstefnunni. (Visismyndir G.S. Vestmannaeyjum) þungum áhyggjum af þessari fækkun i bátaflotanum, og töldu þaðirýnast allra verkefna, að snúa þessari þróun viö. Fram- söguræða Björns Guðmunds- sonar, útgerðarmanns og fyrrverandi formanns Otvegs- bændafélags Vestmannaeyja, var þó undantekning frá þess- um málflutningi. Visir tók hann tali eftir ráð- stefnuna. — í framsöguræðu þinni gerðir þú litið úr þeirri hættu sem stafar af fækkun i bátaflot- anum. Hvers vegna? „Þegar menn eru aö tala um 25% fækkun i flotánum er átt við fjölda báta. Ef stærð bátanna er tekin með inn í myndina, kemur i ljós að minnkun flot- ans, mæld i tonnum, hefur ekki orðið nálægt þvi svona mikil. Einnig má benda á það, að á síðasta áratug hefur bátum hér i bænum ekki fækkað nema um átta. Þeir voru 67 árið 1970, en voru orðnir 59 á siðasta ári. A- rið 1970 voru hér einungis þrir bátar yfir 200 smálestum, en núna eru þeir sjö". — Nú gætu fiskvinnslu- stöðvarnar hér i Eyjum annað mun meira hráefni en þær fá. Myndi ekki stærri bátafloti þýða meira hráefni? „Þessi floti sem hér er núna gæti vel annaö þeirri hráefnis- þörf sem er hjá frystihúsun- um, ef einhver afli væri fyrir hendi. Og jafnvel þótt aflinn yk- ist um 50% væri vel hægt að ná honum með núverandi flota. Stóra vandamálið er nefni- lega aflaleysi en ekki bátaleysi og f jölgun báta leysir ekki þann vanda". — Er þá engin bót fólgin i kaupum á nýjum bátum, eins og nú eru uppi háværar raddir um? „Það verður auðvitað að fara fram eðlileg endurnýjun á flotanum, en ég sé bara ekki hvernig á að vera hægt að gera út nýjan bát I dag. Ef tap er á rekstri báta, sem ekki hvflir á meiri skuld en 40 milljónir, þá sé ég ekki hvernig hægt er að reka nýjan bát upp á 500-600 milljónir, miðað við núverandi afla og vaxtakjör. Þeir sem reyna slikthljóta að hafa dottið niður stiga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.