Vísir - 09.02.1980, Síða 8

Vísir - 09.02.1980, Síða 8
vtsm Laugardagur 9. febrúar 1980. Ritstjórnariulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrifterkr. 4.500 á mánuði - Fréttastjóri erlendra fréttá: Guðmundur G. Pétursson. Oreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. II innanlands. Verö i lausasölu Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir. Katrín 230 kr. eintakið. Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Siöumúla B. Simar 86611 og 82260. „ lltgefandi: Reykjaprent h/f Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson utlit og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Ritstjórn: Slðumúla 14, simi 86611 7 linur. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Hvadan eiga peningar að koma? Það þykja eflaust flestum íslendingum góð tíðindi, að ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum í landinu og langvinnri stjórnarkreppu er lokið. Sá léttir er þó tregablandinn meðal borgaralegra afla í landinu sökum þess, hve vinstri mönnum eru nú afhent mikil völd. Hægri mennirnir þrír, sem þar eiga sæti fara einungis með völd í þremur áhrifalitlum ráðu- neytum, en allir þýðingarmestu málaflokkar þjóðfélagsins eru í höndum vinstri flokkanna tveggja, Alþýðubandalags og Framsóknarf lokks. En hvað tekur nú við? Hvað hyggst hin nýja ríkisstjórn fyrir? Ætlar hún að ráðast af alefli gegn verðbólgunni? Ætlar hún að skera niður eða belgja út báknið? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga, sem brenna á vörum landsmanna nú, þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur sest i ráðherrastólana tíu. Sumum þessara spurninga er erfitt að svara áður en stjórnin hefur tekið til hendinni og áður en verk hennar og gerðir birtast landsmönnum. Mat okkar verður í fyrstu að byggjast á málefnasamningi þeim, er samstarfsaðilar í ríkis- stjórninni hafa gert. Hann er Þótt málefnasamningur rikisstjórnar Gunnars Thoroddsens sé margorður og víðfeðmur er þar hvergi talað, um hvaðan á að fá fé til þess að kosta framkvæmd vinsælla mála og standa undir aukinni eyðslu rfkiss jóðs. Þaö skyldi þó ekki eiga að hækka skattana enn meira? mikið plagg og víðfeðmt og samkvæmt honum stendur mikið til. Svonefnd „góð mál" og vinsæl verkefni eru þar allmörg, og munu menn almennt fagna þeim, þar til að því kemur, að þeir verða rukkaðir um kostnaðinn við framkvæmd þeirra væntan- lega í formi hærri skatta. Ef allt væri i lagi í þjóðfélaginu kæmi til dæmis til greina að ráðast í bygg- ingu þjóðarbókhlöðu, byggingu graskögglaverksmiðja, og svo framvegis, eins og lagt er til í málefnasamningnum. En nú er þvert á móti þörf á að draga úr þenslunni og hægja á. Talað er um að auknar verði f járveitingar til menningarmála, félagsleg þjónusta aukin, bóta- réttur atvinnuleysistrygginga rýmkaður, námslán og náms- styrkir auknir, aukin bygging félagslegra ibúða, og fjármagni beinttil hagræðingar í fiskiðnaði. Ekki hefur ríkissjóður haft aflögu fé í þessu skyni til þessa. Þá má nefna ákvæði í mál- efnasamningnum um verulega f járútvegun með einhverju óupp- lýstu móti: Talað er um að tryggja 5000 til 7000 milljónir í „félagsmálapakka" og útvega 3000 milljónir í útflutningsbætur til bænda fyrir síðasta ár auk ótilgreindrar upphæðar vegna fyrirsjáanlegs halla á búvöruút- flutningi á þessu ári. Einhverra hluta vegna er ekkert um það f jallað í málefna- samningnum, hvaðan eigi að fá þetta fé og hvernig eigi að afla tekna til allra „umbótamálanna" og vinsælu verkefnanna. Ekkert er til dæmis talað um skattastefnuna, en það liggur auðvitað beint við að þegnar ríkisins verði látnir borga brúsann og skattarnir hækkaðir enn einu sinni. Nógu er nú byrðin þung fyrir. Hugsanlega ætla nýju stjórnar- herrarnir að leysa eitthvað af f járhagsvandanum með aukinni seðlaprentun eins og fyrir- rennarar þeirra, en þá er jafn- framt tómt mál að tala um einhverjar óskaprósentur verð- bólgustigs. Verðstöðvunarvit- leysuna á svo að reyna enn einu sinni og jafnframt að moka fé í niðurgreiðslur. Því miður gefur málefna- samningurinn af þessum ástæðum litlar vonir um að þessari ríkisstjórn muni verða eitthvað ágengt við lausn efna- hagsvanda þjóðarinnar. Meiri líkur eru á að við hjökkum í sama farinu, eða sökkvum jafnvel enn dýpra en orðið er. ,,Ekki sérlega ffjör- ug blaöamennska” segir Kristján Eliasson, ritstjóri Lögbirtingablaösins Kristján Ellasson, ritstjóri Lögbirtingablaðsins, á skrifstofu sinni. ,,Ég verð aö viöurkenna aö þetta er ekki sérlega fjörug blaðamennska en starfið er ekki verra en hvað annað,” sagði Kristján Eliasson rit- stjóri Lögbirtingablaðsins þeg- ar Vísir kynnti sér starfsemi þess fróma rits nýlega. Þó litið fari fyrir blaöinu i hinum fjölskrúðuga frumskógi islenskrar blaöaútgáfu má vel álita að Lögbirtingur sé bæði útbreiddari og nauösynlegri en Þuriöur Kristjánsdóttir, starfsmaður á ritstjórn Lög- birtings, heldur hér á möppu með tilkynningum i eitt tölu- blað. ( Visis myndir : B.G.) mörg önnur blöð. t blaðinu eru birtar ýmsar opinberar til- kynningar og samþykktir, ákvarðanir ráðuneyta, veiting- ar opinberra starfa, auk þess ýmsar aðrar tilkynningar, firmaauglýsingar, sérleyfi, verölagsákvæði og það sem flestum er verst við — nauöungaruppboðin. „Lögbirtingablaðið kemur venjulega út tvisvar i viku en undanfarið hafa komið út þrjú Askrifendur að Lögbirtingi eru á áttunda þúsund. Asta Þórarinsdóttir sém starfar á blaöinu gluggar I skrána yfir þá. blöð á viku,” sagöi Kristján. „Nei, þaö er nú ekki eingöngu vegna fjölda nauðungarupp- boða, við erum lika að hreinsa upp það sem eftir var frá sið- asta ári.” — Nú állta margir aö Lög- birtingur sé eitt mesta gróða- fyrirtæki á landinu. . „Nei, þaö hefur verið undir- ballans á blaðinu siðustu árin. Að visu þarf aö borga allar auglýsingar i blaðinu — nema Óhætt er aö segja að Lög- birtingur hafi lltið breyst i ár- anna rás og á þaö bæði viö um útiitog þó sérstaklega efnisval. Þetta eintak er frá 1936. skiptalok, þau eru ókeypis, þá er vist álitiö að ekkert sé eftir til að bor ga með — en verðiö er ekki hátt. Viö erum nýbúin að fá hækkun og nú kostar dálk- sentimetrinn 860 krónur, sem er ekki mikiö miðað við dag- blööin. Að visu er fast verö fyr- ir flestar auglýsinganna.” Lögbirtingur var stofnaður með lögum áriö 1907 og hefur ekki breyst mikið i áranna rás. Auk Kristjáns starfar Þuriöur Kristjánsdóttir við blaðið og auk þess ein manneskja i hálfu starfi. Blaðið er nú til húsa á Laugavegi 116 en hefur frá ár- inu 1969, er Kristján réðst þar til starfa, verið á fjórum stöö- um I borginni. „Blaðið er gefið út i svona 8000eintökum”, sagði Kristján, „og á siðasta ári komu út 111 tölublöð, hvert þeirra 8 siöur. Opinberar sotfnanir og em- bættismenn fá blaöið og auk þess eru um það bil 7300 áskrif- endur, það eru bara Pétur og Páll úti i bæ..” —IJ.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.