Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐ sjóinn og bátana í baksýner ekki erfitt að muna hvaðanhann kemur. Rúnar Júlíussoner Suðurnesjamaður eins ogallir vita sem eitthvað hafa
með ferli hans fylgst. Á nýja diskinum hans
„Leið yfir“, er hins vegar fátt eitt um sjó og
sjómennsku en aftur á móti ýmislegt sem vek-
ur, ef svo má segja, gleðiblandinn trega. „Mér
fannst sumt í tónlistinni minna helst á Dubl-
iners,“ segi ég og rýni í textann á bakhlið um-
rædds disks meðan ég maula kleinu og sýp á
kaffi í hinum ágæta Kaffivagni þar sem við
Rúnar sitjum hvort á móti öðru og ræðum
saman.
„Já, einmitt, ég hef verið nokkrum sinnum á
Írlandi undanfarin ár, það heyrist á tónlist-
inni. Ég er hrifinn af írskri músík og tónlistar-
hefð og blanda mínu rokkuppeldi saman við
þetta,“ svarar Rúnar.
Um þessar mundir eru 25 ár liðin síðan
hann stofnaði útgáfufyrirtækið Geimstein sem
hann hefur rekið síðan ásamt fjölskyldu sinni.
„Við Gunnar Þórðarson stofnuðum útgáfu-
félagið Hljóma þegar enginn vildi gefa út tón-
listina okkar eftir að Lifun með Trúbrot kom
út – útgáfan þótti of dýr. Ég veðsetti húsið
mitt og við gáfum út. Útgáfufélagið Hljómar
starfaði í tvö ár, þá hætti það og ég stofnaði
einn fyrirtækið Geimstein sem hefur gefið út
nálægt 100 hljómplötur með tónlist af ýmsu
tagi, einkum eftir unga tónlistarmenn.“
Afmælisútgáfa Geimsteins nú samanstend-
ur auk fyrrnefnds disks Rúnars af sex öðrum
titlum, fyrst ber að telja tvöfaldan disk með
góðri innsýn í það sem Geimsteinn hefur gefið
út sl. 25 ár, þá er Nýtt upphaf – gítartónlist
Otis, Fálkar eru með frumsamin lög, Hljóm-
sveitin Kalk er með Tímaspursmál, Spilafíkill-
inn er nafnið á diski Svenna Björgvins & Co.
og Gálan heitir diskur með frumsömdum lög-
um Júlíusar, sonar útgefandans Rúnars Júl-
íussonar.
Sneri fyrst baki við áheyrendum
En hvernig byrjaði þetta allt saman?
„Ja, ætli við byrjum ekki á því að pabbi
minn Júlíus Eggertsson úr Borgarfirði fór á
vertíð á Suðurnesjum og kynntist mömmu
minni Guðrúnu Stefánsdóttur Bergmann.
Ég er að vísu ekki elstur þeirra barna, ég er
miðjubarn, systir mín er níu árum eldri en ég
og bróðir minn sex árum yngri, ég fékk því
alla þá athygli sem ég óskaði eftir enda voru
mæður þá yfirleitt heima á þeim árum.
Ég hef hins vegar alltaf verið fremur hlé-
drægur, raunar svo mjög að þegar ég kom
fyrst fram sneri ég baki í áheyrendur. Ég kom
fyrst fram á skólaballi og síðan byrjaði ég í
Hljómum 1963. Fyrsta lagið sem ég söng op-
inberlega var „It’s alright mama“ sem er
frægt Elvis Presley-lag.“
Var Elvis kannski helsta fyrirmyndin?
„Hann var ein af fyrirmyndunum. Elvis var
auðvitað mjög vinsæll og áhugi á rokki var
mikill í Keflavík. Það þótti raunar áhugavert
úti um allan heim á þessum tíma. Keflavík
varð fljótlega drjúg við að framleiða hljómlist-
armenn og lagahöfunda.
Við í Hljómum æfðum fyrst í herberginu
mínu heima hjá foreldrum mínum á Sólvalla-
götu 6 í Keflavík – í Dalnum, eins og það er
kallað og er þó enginn dalur í Keflavík.
Við fengum smám saman nauðsynleg tæki,
svo sem magnara. Við vorum ekki búnir að
æfa lengi þegar fyrstu uppákomurnar byrj-
uðu. Ég var búinn að æfa mig á bassann í
nokkra daga þegar við spiluðum fyrst – ég
kunni ekkert á bassann en spilaði samt.
Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson og
Eggert Kristinsson voru búnir að vera í
hljómsveitum áður en ekki ég.
Spennandi tímabil
Við tók spennandi tímabil, af brennandi
áhuga lá ég yfir að pikka upp lög, æfa og spila,
ekki síst hlustaði ég á Bítlana, þeir eru með
svo hátt skor – lögin þeirra eru svo laus við að
vera leiðinleg. Enn í dag fylgist ég mjög vel
með músík bæði hér á landi og erlendis –
hlusta og pikka upp.
Ég fór að semja lög í lok fyrra Hljóma-
tímabilsins, en mest eftir að Trúbrot tók til
starfa og þegar Hljómar voru endurvaktir. Ég
er líklega búinn að semja um 300 lög og texta.
Mér finnst gaman að semja og lögin koma
til mín alla vega, stundum tek ég bara gítarinn
og lögin eru tilbúin eftir fimm mínútur.“
En ætlaðir þú alltaf að verða tónlistarmað-
ur?
„Nei, ég hafði bara mikinn áhuga og síðan
átti þetta bara að „duga næstu helgi,“ eins og
móðir mín sagði. Þannig hélt þetta áfram helgi
eftir helgi. Það eru víst komin æði mörg
hundruð helgar síðan og alltaf er að bætast
við. Svona gerðist þetta.
Mamma hugsaði eins og mæður hugsa, hún
vildi að ég lærði eitthvað „praktískt“ og hefði
ábyggilega innkomu. Pabbi vildi að ég yrði
múrari eins og hann. Pabbi var þó sáttari við
tónlistarstörfin en mamma. Hann sá að ég
fékk góðan pening og beindi mér að því að fara
að byggja mér hús. Mamma var því auðvitað
meðmælt en ég held að hún hafi síðast á bana-
sænginni minnt mig á að það væri aldrei of
seint að fara að læra eitthvað. Þá var ég kom-
inn á miðjan aldur.“
Enn með hausinn upp úr
Hvernig er að lifa af popptónlist á Íslandi?
„Ég er enn með hausinn upp úr. En ég er
auðvitað ekki vellauðugur eins og erlendir
popparar eru sumir. Slíkt gerist varla hér á
Íslandi, til þess er markaðurinn of lítill.
Maður lifir bara af frá degi til dags, á fyrir
reikningunum, svona eins og gerist með fólk.
Ég hef hins vegar fengið að vinna við það
sem mér finnst skemmtilegt – það er stóra
lánið.
Það er svo sem ekkert öruggt lengur í ver-
öldinni – nú er t.d. verið að reka flugstjóra úti
um allan heim og þannig mætti telja.
Ég hugsa að maður gæti haldið í sér lífinu
með því að eiga kassagítar og spila, fólk hættir
seint að vilja skemmta sér – það mætti reyna
þetta ef allar brýr brynnu. Það er gefandi að
geta spilað á gítar og sungið og fólki líður bet-
ur eftir að hafa hlustað á góða tónlist. Það er
einmitt það sem allt snýst um – að geta samið
tónlist sem hrífur fólk – það er mesta gjöfin.
Ein plata á ári
Ég hef gefið út að jafnaði eina plötu á ári
með tónlist eftir mig. Það kemur við mann að
heyra lög eftir sig leikin í útvarpi, á böllum, í
partíum, við brúðkaup, jarðarfarir eða við
önnur tækifæri. Ég get ekki nefnt neitt sér-
stakt lag í þessu sambandi, það er eins og að
gera upp á milli barna sinna.“
Hverjir eru kostir þess og gallar að vera
popphetja?
„Ég er ekki búinn að átta mig á því. Ætli að-
alkosturinn sé ekki eins og fyrr sagði að fá að
vinna við það sem mann langar til. Athyglin
sem fylgir svona starfi getur hins vegar skap-
að visst ónæði – en hér er það náttúrlega ekk-
ert í líkingu við það sem erlendir tónlistar-
menn búa við. Þetta er þó auðvitað líka
gaman, fylgir leiknum.“
Hvað um kvenkyns aðdáendur?
„Ég er feiminn og fékk uppeldi sem mið-
aðist ekkert sérstaklega að því að byggja upp
sjálfstraust, það kom með árunum. Eftir að ég
byrjaði að syngja var mikið hringt í mig. Svo
mikið að þegar ég byrjaði að vera með kon-
unni minni, Maríu Baldursdóttur, og hún
hringdi í mig þá sagði pabbi henni ítrekað að
ég væri ekki heima - þekkti hana ekki úr. Þótt
hann hefði í aðra röndina gaman af þessari at-
hygli sem „krakkinn“ fékk, þá vildi hann líka
verja mig fyrir áreitni.
María var fegurðardrottning Íslands á sín-
um tíma og hana skorti sannarlega ekki
áhugasama aðdáendur en við stóðum þetta af
okkur – yfirstigum alls kyns vandamál sem
upp komu af miklu áreiti utan frá, mikilli
vinnu og talsvert miklum fjarvistum, hún var
um tíma flugfreyja og ég var mikið frá við
spilamennsku. Við eignuðumst snemma barn,
hún var 17 ára og ég 19 ára. En þetta gekk allt
saman. Við glímdum við það sem upp kom og
greiddum úr því strax.
Regla á „óreglunni“
Það var líka mikið framboð á „óreglunni“,
en mér tókst að hafa reglu á „óreglunni“,
þetta er erfitt fyrir alla – ekkert síður fyrir
fullorðið fólk en unglinga, það sýnir reynslan.
Það er mikilvægt að gæta sín á þessu sviði,
annars er maður eins og kerti sem brennur í
báða enda, verður skar mjög fljótlega. Of mik-
ið skemmtanalíf er innantómt líf – ef maður
skynjar það nógu tímanlega vinsar maður
bara úr – greinir kjarnann frá hisminu.
Þetta hefur gengið þokkalega sem betur
fer. Óneitanlega þarf þó sterk bein til að þola
þessa tegund af áreiti. Ég var svo heppinn að
eiga foreldra sem voru góðar fyrirmyndir og
alast upp í góðu umhverfi. Við María eigum
tvo syni og fimm barnabörn, við höfum verið
lánsöm.“
Hvað um poppheiminn í dag?
„Hann er orðinn miklu magnaðri en hann
var þegar ég var að alast upp – miklu meira af
öllu, meira af fólki sem er að fást við tónlist og
meira af efni sem gefið er út. Aðgengið er líka
miklu betra, ekki síst í gegnum Netið. Ég
hlusta mikið og kaupi líka mikið af diskum. En
þótt magnið sé svo mikið orðið að enginn hafi
undan að fylgjast með því öllu þá rís enginn
eins hátt og Bítlarnir gerðu á sínum tíma og
Elvis á sinni tíð.“
Spilarðu alltaf um hverja helgi?
„Já, hverja einustu helgi og stundum mörg-
um sinnum á dag – ýmist einn á kassagítar,
með einum eða tveimur öðrum, svo með
Hljómum. Á böllum, í brúðkaupum, sam-
kvæmum, við jarðarfarir og þannig mætti
telja. Í sambandi við útgáfu á diskinum „Leið
yfir“, þá kem ég til með að halda tónleika víða
um land og í því tilfelli verða það synir mínir
Baldur og Júlíus sem spila með mér. Annar
spilar á trommur og hinn á hljómborð, sjálfur
spila ég á bassa og syng.“
Morgunblaðið/Þorkell
Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, munu spila með honum á tónleikum víðsvegar um land í tilefni af útgáfu nýja disksins, en sjálfur mun hann sjá um sönginn.
Stóra lánið
„Leið yfir“ nefnist nýr diskur með tónlist eftir Rúnar Júlíusson
sem hann syngur sjálfur. Hann sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur
frá tónlistarútgáfu sinni og ýmsu fleiru þar að lútandi.