Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 10
Fimm golfvell-
ir við Dublin
Menn verða
að vera með
hálstau og í
jakka ætli þeir
að snæða eftir
leikinn.
SCANDINAVIAN Boarding greinir frá því að átta
af hverjum tíu Norðmönnum taki farsímann með
sér þegar þeir fara í frí. Þrátt fyrir þann kostnað
sem farsímanotkun í útlöndum
hefur í för með sér. „Auk þess
eru ferðamennirnir alltaf með
kveikt á símanum sínum,“ segir
blaðið ennfremur. „Ég held að
munaður framtíðarinnar felist í
því að slökkva á símanum sín-
um,“ segir forstjóri Star Tour,
Fred Hansen, sem einnig er
sagður „hissa“ á þeim fjölda
Norðmanna sem fer með símann með sér í frí.
Hansen bendir jafnframt á að ástæðan kunni í
einhverjum tilvikum að vera sú að fólk vilji að vinir,
fjölskyldan og vinnuveitandinn eigi auðvelt með að
hafa uppi á því. Loks kemur fram að fyrirtæki að
nafni Refleks greini frá umræddum niðurstöðum.
Átta af hverjum tíu taka
farsímann með sér í ferðalagið
SAMTÖK norskra fjarskiptafyrirtækja hafa veitt
ferðaskrifstofunni Zolong verðlaun fyrir bestu
heimasíðuna árið 2001. Haft er eftir dómnefndinni
í tímaritinu Scand-
inavian Boarding að
hún hafi metið svo að
verðlaunahafinn í ár
sé dæmi um hvernig
bæta megi markaðs-
setningu fyrirtækja
með tiltekinni þjón-
ustu. „Netið veitir óendanlega mikla möguleika og
... heimasíða Zolong er dæmi um hvernig hægt er
að byggja upp góða þjónustu með nýjum miðli og
nýta þetta samskiptaform til markaðssetningar.“
Zolong hefur fengið verðlaun áður fyrir gott
notendaviðmót og heimasíðuhönnun og sem
besta ferðaskrifstofan á Netinu.
Starfsemi Zoolong.com hófst í Noregi fyrir
rúmu ári og segja talsmenn þess að starfsemi fyr-
irtækisins og velgengni vaxi jafnt og þétt.
Besta norska heimasíðan hjá
ferðaskrifstofunni Zolong
FRÉTTABRÉF Lonely Planet, Scoop, greinir frá
því að neysla jurtafæðis færist í vöxt í Moskvu.
Merkisberi hinna nýju lífshátta er veitingahúsið
Dzhangannat, sem
einnig ber undirtitilinn
Miðstöð heilbrigðra mat-
arvenja.
„Velgengni staðarins
er ekki síst markverð fyrir
þær sakir að fituríkur
matur nýtur mikilla vin-
sælda. Sumir matsölustaðir hafa jafnvel skammt af
söltuðu svínaspiki sem sérrétt á matseðlinum.
Dzhangannat úthýsir ekki bara þeim sem vilja
neyta kjötmetis því jafnframt er lagt bann við reyk-
ingum og neyslu áfengis, sem margir vilja leggja að
jöfnu við viðskiptalegt sjálfsmorð.“
Vill Scoop meina að umrædd þróun merki að
Rússar verði æ hallari undir heilsueflingu. „Áhyggj-
ur af heilsufari þóttu merki um sjálfsdýrkun á Sov-
éttímanum, þar sem heilsa manna var á ábyrgð rík-
isins en ekki einstaklinganna. Sú skoðun var lífseig
lengi vel, en virðist nú sem sagt á undanhaldi.“
Veitingastaður með jurtafæði
vinsæll í Moskvu
SAFN um sögu sauðfjárræktar er í bígerð á
Ströndum, segir Jón Jónsson framkvæmda-
stjóri Sögusmiðjunnar á Kirkjubóli. Gert er
ráð fyrir að safnið verði í gömlu félagsheimili,
Sævangi, sem stendur rétt sunnan við Hólma-
vík, og er hugmyndin sú að opna næsta sumar.
„Hugmyndin kviknaði síðastliðið vor. Strandir
eru þekkt sauðfjárræktarsvæði og á safninu
yrði fjallað um sauðfjárbúskap vítt og breitt,“
segir hann ennfremur.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Byggða-
safn Húnvetninga og Strandamanna og segir
Jón heilmikið af munum og myndum til á
svæðinu sem nýta megi á safn. Einnig telur
hann líklegt að margir vilji heimsækja og
skoða safn af þessu tagi.
Gróinn atvinnuvegur á Ströndum
„Ég tel það nokkuð öruggt, enda þarf ekki
að leita lengi til þess að finna sauðfjárbóndann
í ættinni. Strandamenn hafa stundað sauðfjár-
rækt alla tíð og gera enn. Ekki hefur verið
mikið gert af því hingað til að tengja atvinnu-
vegi og ferðaþjónustuna saman. Sauðfjárrækt
er hefðbundin búgrein og ég tel við hæfi að
setja slíkt sauðfjársetur á laggirnar,“ segir
hann.
Jón segir að ekki verði mikið um uppstopp-
að sauðfé á safninu, þess í stað verði greint frá
búskaparháttum og verkefnum bóndans. „Ég
hef trú á því að safn af þessu tagi hafi gildi.
Auk þess er í tísku að skoða það sem ein-
hverjum þykir létthallærislegt. Sauðfjársetur
eru til á fleiri stöðum, svo sem í Ástralíu og á
Nýja Sjálandi og víðar. Áherslan hefur reynd-
ar mikið verið á ullina á fyrrgreindum stöðum,
við munum taka fyrir víðara svið hér,“ segir
hann.
Fjölskylduvænt og með kaffihúsi
Safnið, sem ekki hefur enn fengið nafn,
verður fjölskylduvænt, auk þess sem stefnt er
að því að reka kaffistofu samhliða. Jón segir
talsverðan kostnað felast í uppsetningu safns-
ins og býst við að hann verði ekki undir 4-5
milljónum. „Við höfum fengið vilyrði fyrir ein-
hverju fé, auk yfirlýsinga um að málaleitan
okkar verði skoðuð með jákvæðum augum,“
segir Jón Jónsson að endingu.
Þess má loks geta að Sögusmiðjan tekur
þátt í fleiri verkefnum, svo sem sýningu á
sauðfjárbúskap í Borgarnesi og undirbúningi
að Grettistaki í Austur-Húnavatnssýslu, svo
fátt eitt sé nefnt.
Sauðfjársetur í bígerð á Ströndum
Svanhildur Jónsdóttir í Steinadal í kringum
1965. Sambærilegar myndir af börnum og
lömbum eru sjálfsagt til í flestum albúmum
Strandamanna, segir Jón Jónsson.
ÁFORM um að grafa upp Rósarleik-
hús Shakespeares hafa fengið byr
undir báða vængi eftir að forn-
leifauppgröftur leiddi í ljós að leifar
byggingarinnar væru í betra ásig-
komulagi en sérfræðingar höfðu ótt-
ast. Tilraunauppgröftur hefur dregið
fram í dagsljósið vel varðveitta tré-
planka og uppistöður úr sama efni,
sem vakið hefur vonir fornleifaræð-
inga um að hægt sé að grafa rúst-
irnar allar upp.
Leifarnar eru í grennd við South-
wark brú Lundúna, á suðurbökkum
Thames-ár, og voru uppgötvaðar árið
1989. Rósarleikhúsið er hið eina frá
tímum Elísabetar I (1558-1603) sem
varðveist hefur í heillegri mynd og er
talið að Shakespeare hafi fullnumið
list sína þar.
„Stemmningin gildir“
Greint var frá opnun svæðisins, þar
sem leifar Rósarleikhússins fundust,
fyrir ári síðan í USA Today en þá var
einungis um að ræða dimman og rak-
an kjallara undir 11-hæða skrif-
stofubyggingu. „Það er stemmningin
sem gildir,“ sagði í blaðinu, og haft
eftir Simon Hughes þingmanni að
Rósarleikhúsið væri hið allra heil-
agasta í breskum leikhúsheimi.
Hughes var einn þeirra sem tóku
höndum saman við helstu frammá-
menn breskrar leiklistar fyrir tíu ár-
um til þess að koma í veg fyrir að
jarðýtur eyðilegðu leifar leikhússins
sem komið höfðu í ljós við byggingu
skrifstofuhússins. „Húsið var reist
eftir sem áður, en ekki fyrr en stjórn-
völd höfðu lagt fram 1,6 milljónir
bandaríkjadala, [tæpar 167 milljónir
að núvirði] vegna þrýstings frá al-
menningi til þess að láta bygginguna
hvíla á burðarbitum,“ segir USA
Today.
Beðið er eftir því að skrif-
stofubyggingin gangi sér til húðar,
væntanlega innan tíu ára, svo hægt
sé að rífa hana niður og grafa leifar
leikhússins upp að fullu.
Rósarleikhúsið var undir berum
himni, byggt árið 1587 og rifið árið
1606 þegar Globe leikhús Shake-
speares skaut því ref fyrir rass í vin-
sældum. Á blómatímanum, undir lok
16. aldar, gengu þar til skiptis verk
Shakespeares, Kyds og Marlowe.
Leifar Rósarleikhússins hafa legið
undir framburði Thames-ár í 400 ár
og hefðu þornað og leyst upp ef ekki
hefði verið byggt yfir þær með fyrr-
greindum hætti, segir að endingu í
USA Today.
Reuters
Svipmyndum úr óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare ástfanginn hefur með-
al annars verið varpað á gler hangandi yfir svæðinu þar sem rústir Rósarleik-
hússins fundust.
Rósarleikhús Shake-
speares verður
grafið upp að fullu
STAND By, fréttablað ferðaþjónustunnar á Norðurlöndum,
greinir frá því að svokölluð lúxushótel hafi farið verst út úr
samdrætti í ferðalögum vegna hryðjuverkanna í New York
og Washington. „Þau
sem verst hafa orðið úti
hafa mátt sætta sig við
30% samdrátt,“ segir
Stand By. „Lúxushótelin
í Dubai sem voru fullbók-
uð langt fram í tímann
hafa tapað mestu.
Bandaríkjamenn hættu
að ferðast í sama mæli og
áður hinn 11. september
síðastliðinn, sem kemur
einkum niður á Evrópu-
löndum, sérstaklega Ítal-
íu. Útkoman er örlítið betri á Norðurlöndum,“ hefur STAND
By eftir Dagens Industri.
Ísland að verða uppáhaldsviðkomustaður Breta
Þess má einnig geta að The Times greinir frá því að Ísland
sé að verða uppáhaldsviðkomustaður Breta sem orðnir séu
þreyttir á pakkaferðum til Spánar. „Fjöldi breskra ferða-
manna á Íslandi tvöfaldaðist á síðasta ári í 76.000, sem er
mesta aukningin til áfangastaða breskra ferðamanna,“ segir
Times.
Blaðið hefur eftir talsmanni úr utanríkisráðuneytinu hér
heima að ástæða vinsælda Íslands meðal breskra ferða-
manna sé „stórbrotið landslag, jöklarnir, fjöllin og miðnæt-
ursólin. Sumir segja að landslagið minni á tunglið,“ er haft
eftir hinum ónafngreinda talsmanni. Spánn og Frakkland eru
eftir sem áður viðkomustaðir 40% breskra ferðamanna utan
heimalandsins hefur Times loks eftir bresku hagstofunni.
Lúxushótelin verða
verst úti vegna 11.
september
Fínustu hótel Dubai greina frá
30% samdrætti.
Rósa Þorvaldsdóttir,
meistari í snyrtifræði,
lögg. fótaaðgerðafr.,
Lancome sérfræðingur
Inga A. Ásgeirsdóttir,
snyrtifræðingur
Hildur Jakobsdóttir,
lögg. fótaaðgerðafræðingur
Clara Guðjónsdóttir,
snyrtifræðingur,
tatto meistari
Berglind Alfreðsdóttir,
snyrtifræðingur
Við bjóðum Hildi velkomna til starfa.
Hildur lauk prófi frá Norsk Fotterap. Skole í Noregi með
sérgr. í spangar- og hlífðarmeðferðum. Um leið viljum við
minna viðskiptavini á að panta tímanlega fyrir jólin.
Munið vinsælu gjafakortin - Verið velkomin
KRINGLUNNI 7 -
HÚSI VERSLUNARINNAR -
SÍMI 588 1990 - FAX 553 3205