Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 11 ferðalög AUSTFIRÐINGAR hafa tekið upp á því að halda upp á daga myrkurs rétt fyrir upphaf jólaföstu, áður en tími jólaljósanna rennur upp. Dag- arnir verða 22.–25. nóvember og segir Jóhanna Gísladóttir hjá Mark- aðsstofu Austurlands tilganginn þann að fólk gleymi ekki myrkrinu sem fylgt hefur manninum frá örófi alda, þessari andstæðu ljóssins. „Við erum víðast hvar orðin svo vel raflýst að sjaldgæft er að upplifa algert myrkur. Þó eru til þeir staðir á Austurlandi, sem algerlega eru lausir við ljósamengun og stjörnu- himinninn og norðurljósin fá að njóta sín í heiðskíru veðri,“ segir hún. Draugasögur við kertaljós Meðan dagar myrkurs standa yfir kemur fólk víðs vegar að saman á Austurlandi til þess að skemmta sér og jafnvel hræðast í myrkrinu, að hennar sögn. „Menn segja drauga- sögur við kertaljós, fara blysför á fjöllum og í dölum og skoða stjörnu- himininn undir leiðsögn kunnugra. Einnig sækja Austfirðingar tónleika þar sem myrkrið er hyllt og til að undirstrika myrkrið enn frekar er gerður ljósaskúlptúr. Veitingastaðir munu bjóða upp á veitingar í anda myrkursins og haldin verður ljós- myndasamkeppni með þemanu myrkur. Þá verður stiginn dans og sungnir söngvar,“ segir Jóhanna. Hún kveðst jafnframt vonast til að stjörnur og norðurljós beri fyrir augu. Hræðsla, gleði eða rómantík „Og kannski draugar og forynjur. Ætlunin er að upplifa myrkrið svarta og skynja áhrif þess. Verða menn hræddir eða glaðir, hljóðir eða ærslafengnir, kannski rómantískir eða bara undrandi og gagnteknir?“ veltir Jóhanna fyrir sér. „Hvað sem því líður verða allir með í myrkrinu og Flugfélag Íslands verður með tilboð á flugi til Egils- staða í tengslum við daga myrkurs,“ bendir Jóhanna á að síðustu. Myrkrinu heilsað á Austurlandi Dagar myrkurs verða haldnir á Aust- urlandi 22.–25. nóvember. Nánari upplýsingar veita Flug- félag Íslands, sími 570-3030 og 471-1210, og Markaðsstofa Austurlands, sími 472-1750. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136 Ljósmynd/Sigursteinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.