Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hver er eftirminnilegasta ferðin þín? Ég fór til Salsomaggiore Terme á Ítalíu en þar var haldið 1.000 manna Evrópuþing Kiwanishreyf- ingarinnar. Bærinn er um 100 km suðaustur af Mílanó í héraðinu Emilia Romagna. Hann stendur í ávölum hæðunum upp af Pódaln- um og þarna er náttúrufegurð mikil. Bærinn sjálfur er einnig mjög fallegur. Hvað er sérstakt við þennan bæ? Salsomaggiore er þekktur allt frá dögum Rómverja sem saltbærinn og bæjarbúar lifðu á saltframleiðslu. Einnig eru þarna ölkeldur með ein- staklega heilnæmu vatni. Fyrsta heilsuhælið var stofnað árið 1839 og Salsomaggiore byggðist upp sem heilsubær. Sagt er að allt fínasta fólk- ið á Ítalíu og Evrópu svo sem Verdi, Caruso, ýmsir leikarar og aðrar stjörnur hafi dvalið þar. Líklega hefur blómatími staðarins verið fyrir stríð, en enn kemur fólk á heilsuhælin. Nú er þetta einnig mikill ráð- stefnubær og árlega halda Ítalir fegurðarsamkeppni sína í Salsomag- giore. Er hægt að fá góða gistingu? Hótelin eru mörg hver nokkuð farin að láta á sjá en eru þó ágæt. Hægt er að fá gistingu af ýmsum toga allt upp í fimm stjörnu hótel. Við gistum á hóteli sem var með fjórar stjörnur en mér fannst því svolítið of gefið því það var orðið svolítið lúið. En viðmót starfsfólksins var gott og morgunmaturinn fínn. Gistingin var reyndar dýr, um 11.000 krónur nótt- in, en ætli verðið hafi ekki verið togað upp vegna ráðstefnunnar. Hvernig var maturinn? Maturinn var mjög góður. Við borðuðum reyndar aðallega í ráð- stefnuhöllinni. En ég fór oft á veitingahús til að fá mér ís. Þá var hægt að velja sér ísrétti af löngum matseðli og ísinn var einstaklega góður. Annars er alls staðar hægt að fá hefðbundinn ítalskan mat svo sem Par- maskinku og Parmaost, kálfakjöt og fleira og þarna voru pítsurnar góð- ar, alveg eins og ég vil hafa þær. Er einhverja afþreyingu að finna í bænum? Það er kannski erfitt fyrir mig að dæma um það því ég dvaldist þarna aðeins yfir helgi og rúmlega það. En síðdegis á sunnudeginum gerði ég eins og allir bæjarbúar virtust gera – ganga um bæinn, versla og setjast á veitingahús. Andrúmsloftið var skemmtilegt og allir voru afslappaðir. Þótt ég hafi ekki komið til að versla sá ég að til var mikið úrval af alls konar heilsuvörum. Eflaust er líka gaman að ferðast til nálægra staða. Til dæmis er stutt að fara og samgöngur góðar til Parma, Bologna og fleiri staða. Langar þig að koma aftur til Salsomaggiore? Mig langar mjög mikið að koma þangað aftur og dvelja í eina viku eða tvær. Þarna er mjög notalegt og rólegt og ég held að maður kæmi end- urnærður til baka. Maturinn, vínið og umhverfið er eins og best verður á kosið. Fólkið er mátulega kærulaust og afslappað og þótt heilmikið sé af ferðafólki í bænum finnur maður ekki fyrir því. Hægt er að nálgast upplýsingar á Netinu t.d á www.wel.it eða láta leit- arvél finna Salsomaggiore Terme. Góður matur og fallegt umhverfi Ástbjörn Egilsson, kirkju- haldari Dómkirkjunnar, fer til útlanda nokkrum sinnum á ári, oft í tengslum við setu sína í Evrópustjórn Kiwanishreyfingarinnar. Eftirminnileg ferð NÚ er sá tími árs þegar fjölmargir Íslendingar leggja leið sína til borga í Evrópu, fara í svokallaðar versl- unarferðir. Margir skella sér til Dublin á Írlandi, en þar er gott að versla og Írar einstaklega þægilegir. Fyrir golfáhugamenn er ekki verra að vita að í og við Dublin eru fjöl- margir golfvellir sem eru vel þess virði að heimsækja, jafnvel þó ekki sé dvalið í marga daga á eyjunni grænu. Tíu golfvellir eru í og við Dublin og því ekki nokkur vandræði að komast í golf. Vellirnir eru allir þannig að leikið er á sumarflötum allt árið, nema ef sérlega leiðinlegur vetur er, þá skella Írar vetrarflötum á einhverjar brautir. Vellirnir eru hver öðrum fallegri og það er því ekki aðeins gaman að spila þá vegna þess hversu góðir þeir eru heldur, og ekki síður, eru sumar brautir þannig að þær líkjast meira lysti- garði. Völlum á Írlandi má skipta í tvennt, annars vegar eru það hinir frægu strandvellir, eða links-vellir og hins vegar það sem Írar kalla parkland-velli en það eru skógar- vellir sem standa oftast fjarri sjón- um. Strandvellirnir við Dublin eru mjög skemmtilegir sérstaklega Portmarnock, þar eru reyndar tveir vellir, og European og þó svo það taki tæpa klukkustund að aka frá miðbæ Dublinar að síðarnefnda vell- inum þá er það vel þess virði. Þar eru margar holur sem hafa verið valdar með fallegustu og bestu golf- holum í heimi þannig að fólk verður ekki svikið af því að spila þar. Vellirnir hrein listaverk Parkvellirnir við Dublin eru einn- ig mjög skemmtilegir og nægir þar að nefna Druid’s Glen og Kildary Country Club, eða K-club eins og hann er jafnan nefndur. Báðir þessir vellir eru hrein listaverk og hannaði Arnold Palmer þann síðarnefnda. Undirritaður lék á dögunum fimm velli í nágrenni Dublin og voru þeir hver öðrum skemmtilegri. Fyrsta daginn, daginn sem komið var til Ír- lands, var farið á Royal Dublin, sem er alveg við hliðina á Portmarnock- völlunum og á leiðinni frá flugvell- inum inn í miðborgina. Þetta er strandvöllur sem er ágætur en þó hvergi nærri eins skemmtilegur og Portmarnock og European. Næsta dag var leikið á European, sem er væntanlega síðasti strand- völlurinn sem gerður verður á Ír- landi því stjórnvöld hafa ákveðið að ekki verði gerðir fleiri strandvellir á eyjunni grænu. Þessi völlur er alveg frábær og sama má segja um K-club sem er geysilega fallegur og klúbb- húsið þar er einstaklega glæsilegt og þar verða menn helst að vera með hálstau og í jakka ætli þeir sér að snæða eftir golfleikinn. Þó er hægt að fá snarl og drykki með án þess að fara í sparifötin. Það sama á í raun við um Druid’s Glen hvað varðar klæðnað í klúbb- húsi og einnig varðandi golfvöllinn sjálfan. Hann er í einu orði sagt frá- bær og sérstaklega eru síðari níu holurnar glæsilegar. Daginn sem haldið er heim á leið er tilvalið að leika St. Margaret’s- völlinn sem stendur rétt við flugvöll- inn og þangað er aðeins um tíu mín- útna akstur frá golfvellinum. St. Margaret’s er park-völlur sem er mjög þægilegur og þar er fínt að ljúka deginum áður en farið er út á völl. Góð búningsaðstaða er þar og ágætur veitingastaður þannig að það væsir ekki um menn þótt þeir stoppi þar aðeins á leiðinni út á flug- völl. Völlurinn sjálfur er mjög þægi- legur, hann er mjög opinn þannig að menn geta verið dálítið villtir án þess að það komi mikið að sök og flestir ljúka leik á ágætu skori og halda því ánægðir heim á leið. Við marga velli eru hótel þannig að menn geta gist við vellina og í því sambandi er rétt að benda einnig á City West-völlinn og hótelið sem er mjög góður staður að vera á ætli menn sér að leika mikið golf. Írar vilja fá ferðamenn í golf Það er áberandi þegar komið er á golfvelli í Írlandi hversu viðmóts- þýðir Írar eru og þegar maður gefur sig á tal við þá, fyrir eða eftir leik, er eins og maður hafi þekkt viðkom- andi í fjölda ára. Írar leggja mikið upp úr golfinu og vilja að sem flestir ferðamenn komi til eyjunnar til að leika golf. Golfklúbbar á Írlandi eru fámennir þrátt fyrir að þeir ráði yfir glæsilegum völlum og mikilfengleg- um klúbbhúsum. Ástæðan er að þeim ber að hafa nægilegt pláss fyr- ir aðra en klúbbmeðlimi til að leika og því er algengt að meðlimir séu ekki nema rétt um 200 talsins. Annað dæmi um hversu mikið Ír- ar leggja upp úr golfinu er að þegar undirritaður var það á dögunum fór fram Samvinn Classic-golfmótið, sem er í samvinnu Samvinnuferða og ferðamálaráðs Írlands. Eftir mót- ið var matur í boði ferðamálaráðsins og þar mætti einn ráðherra til að af- henda verðlaun og blanda geði við íslenska kylfinga. Einnig má benda á að ferðamálaráð hefur undanfarin ár aðstoðað sjónvarpsstöðina Sýn við gerð golfþátta þar sem golf snjallra íslenskra kylfinga hefur verið fest á filmu. Í haust voru það tveir meistaraflokkskylfingar auk nafnanna Sigurðar Sigurjónssonar leikara og Sveinssonar handknatt- leiksmanns. Þáttur um golfleik kappanna verður á dagskrá Sýnar um jólin þannig að kylfingar fá eitt- hvað fyrir sig um hátíðirnar þó svo að golftímabilinu hér heima sé lokið. Skúli Unnar Sveinsson mælir með Dublin, ekki síst fyrir þær sakir að margir golfvellir eru í grenndinni. Golfsettið með til Írlands Ljósmynd/Páll Ketilsson Þessir herrar öttu kappi á K-Club-vellinum á Írlandi, frá vinstri eru Edwin Rögn- valdsson, frá GSÍ sem var kylfusveinn Sigurðar Sveinssonar og Guðmundar Ingva Einarssonar, Sigurður Sigurjónsson, Ólafur Þór Ágústsson og Júlíus Rafnsson, frá GSÍ sem dró fyrir Hafnarfjarðarúrvalið. Ljósmynd/Páll Ketilsson Sjöunda holan á K-Club er sérlega falleg og höggið inn á flöt erfitt enda tiltölulega lítil flöt sem er vel varin trjám. FJÖLMARGIR golfvellir eru í næsta nágrenni Dyflinnar og hægt er að fá upplýsingar um þá flesta á Netinu. Ágætar slóðir eru: http://www.golftravelire- land.net/courses http://www.golfingireland.com http://www.golfing-ireland.com http://www.globalgolf.com/ Ireland/index.html w w w .t e xt il. is KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.