Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 13 ferðalög Á söguslóðum í Kaupmannahöfn NORRÆNA FÉLAGIÐ og Ferðaskrif- stofan Embla efna til helgarferðar til Kaupmannahafnar 30. nóvember til 3. desember. Dvalið verður á góðu hóteli á besta stað í borginni, segir í tilkynningu frá Emblu, auk þess sem boðið verður upp á gönguferðir. „Hin heillandi borg Kaupmannahöfn var höfuðborg okkar í 500 ár og þar er íslensk saga nánast við hvert fótmál. Farið verður í tvær um það bil fjögurra tíma gönguferðir um söguslóðir Íslendinga í Kaupmanna- höfn, til dæmis slóðir Jörundar hundadagakonungs, Þorleifs Repps, Christians fjórða, Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar, svo ein- hverjir séu nefndir. Gengið verður um Kóngsins Nýjatorg, Nýhöfn, Strikið, Kaupmangaragötu og Stóra Kanúkastræti. Stoppað verður við Sívalaturn Christians IV, Gamla garð (Regensen) og Frúarkirkju. Farið verður um hið merka 18. aldara bar- okk-hverfi Fredrikstaden, og áð í Jónshúsi.“ Á slóðum íslenskra fanga Einnig verður fjallað um íslenska fanga í Kaupmannahöfn, Stokkhúsið blasti til dæmis við úr glugga Jóns og Brimarhólmur var skammt frá Christiansborgarhöll og kauphöllinni. „Þangað verður farið og komið við á Christianshöfn þar sem Íslandsför einokunarkaupmanna lögðu að. Ef almennur áhugi er fyrir hendi verð- ur gengið um fríríkið Kristianíu sem einnig geymir sögu Íslendinga.“ Innifalið í verði ferðar, 49.900 krón- um, er flug, gisting í þrjár nætur með morgunverði, danskt jólahlað- borð eins og þau gerast best, kynn- isferðir og leiðsögn. Öllum er heimil þátttaka í ferðinni. Fararstjóri verður Þorleifur Frið- riksson sagnfræðingur. Frekari upp- lýsingar fást hjá Ferðaskrifstofunni Emblu sem sér um bókanir. Sími: 511 4080, netfang inga@embla.is Morgunblaðið/Ómar Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Í ÞEIM kulda og trekki sem verið hefur síðustu daga á Íslandi og minnt hefur okkur óþægilega á hve langur vetur er fyrir höndum, reik- ar hugurinn ósjálfrátt til heitari landa. Eitt skemmtilegasta hita- beltisland sem ég hef komið til er karabíska smáeyjan Dóminíka. Hún er frábær áfangastaður fyrir fuglaskoðarann, göngugarpinn, mannfræðinginn og kafarann, eða bara alla sem unna náttúrunni, enda hefur hún verið markaðssett sem vistvæn ferðaparadís hin síð- ustu ár. Eyjan er örsmá og telst til Aust- ur-Indía. Reyndar er henni svo oft ruglað saman við Dóminíska lýð- veldið sem er norðaustar í Kar- íbahafinu að eyjarskeggjar vilja breyta nafninu í upprunalegt nafn eyjarinnar – „Waitikubuli“ – sem þýðir: hávaxinn er líkami hennar og vísar í fjalllendi eyjarinnar. Á meðan nafnið er ekki komið á eyj- una láta eyjarskeggjar sér nægja að sötra bjór með sama nafni. Dóminíka er sjálfstætt ríki en fyrrverandi ensk nýlenda svo þar tala allir ensku og auðvelt er að eiga samskipti við fólk. Íbúafjöld- inn er heldur ekki yfirstíganlegur en einungis um 70.000 manns búa á eyjunni. Manni er því farið að líða töluvert vel á Dóminíku eftir nokkra daga, farinn að hitta sama fólkið aftur og aftur og kinka kolli til þeirra. Gylliboð leigubílstjóranna Alþjóðlegar flugtengingar við Dóminíku eru fáar og er það eig- inlega helsti kostur hennar. Þang- að koma fáir ferðamenn í pakka- ferðum því á Dóminíku eru flestar strendur með svörtum sandi og ekki það sem „pakkaferðamenn“ sækja vanalega í. Skemmtiferða- skip stoppa vissulega á Dóminíku og fyrir utan pakkaferðamenn sem koma með þeim þá eru það helst bakpokaferðalangar sem renna þar í gegn á eyjahoppi sínu. Ég var á slíku eyjahoppi og kom þangað með bát. Allir helstu sölu- menn og bílstjórar eyjunnar höfðu safnast saman við bryggjuna og kepptust við að bjóða þeim sem stigu frá borði ýmsan varning, gistingu, leiðsögn og bílferðir. Fróðleiksmolar ferðalangsins Ragna Sara Jónsdóttir rsj@mbl.is Úr kuldanum í hitann Dóminíku má heimsækja allt árið um kring, en helsti ferða- mannatíminn er frá miðjum desember fram í miðjan apríl. Meðalhiti í janúar er 20–29̊C, í júlí 22–32̊C og oftast er mjög rakt. Vatnið má drekka úr krananum. Samgöngur LIAT flýgur til eyjanna í kring og bátar ganga daglega. Mæli með gistihúsi Ma Bass (8 Fields Lane, Roseau. Sími: (+1767) 448-2999), því hún er sjálfskipuð amma allra ferða- manna og höfðingi heim að sækja. Hagan í húsinu á móti er frábær leiðsögumaður sem fer t.d. upp að Boiling Lake. Tenglar www.dominica.dm www.delphis.dm www.divedominica.dm                    ! "!# $  %!  &   &" '" (   )!*"+!   !                      Margir falla fyrir gylliboðum leigu- bílstjóranna en komast síðan að því að það er glataður bisness að vera leigubílstjóri því eyjan er svo lítil að innanbæjaraksturs er alls ekki þörf í höfuðborginni Roseau. Höfuðborgin er lífleg og skemmtileg en um leið og komið er út fyrir hana má sjá hvað eyjan er gullfalleg og ósnert. Gróðurinn er þéttur og dýralífið blómlegt. Það tekur ekki langan tíma að keyra í kringum eyjuna, það er auðveld- lega hægt að gera á tveimur til þremur dögum, þ.e.a.s. ef maður treystir sér til að keyra vinstra megin á götunni, í bröttum hlíðum með kröppum beygjum. Sjómenn á túnfiskveiðum Lítil þorp dreifast um alla eyj- una og það er gaman að heimsækja þau þótt þar sé ekki mikið í boði fyrir ferðamenn. Hins vegar taka þorpsbúar oftast vel á móti ferða- löngum og það er gaman að rabba við þá þegar maður er annaðhvort búinn að kaupa eitthvað af þeim eða búinn að segja þeim að maður ætli ekki að kaupa neitt. Hægt er að smakka ávexti sem maður hefur aldrei heyrt á minnst í görðum þeirra og fylgjast með sjómönn- unum landa túnfiski við ströndina. Ef menn fá nóg af mannlífi eyj- unnar er um að gera að drífa sig inn í þéttan skóginn og ganga til dæmis upp að „Boiling Lake“ sem er annað stærsta stöðuvatn í heim- inum kraumandi af sjóðandi vatni. Gönguferðin þangað í gegnum skógi vaxin hverasvæði er falleg og frábært að baða sig í volgum foss- um í litlum trjálundum á leiðinni. Landslagið minnir á hverasvæði Íslands, að viðbættum trjám, og maður freistast til að hugsa, bara ef það væri líka svona hlýtt á Ís- landi! Svo ætti það ekki að koma á óvart að fagurt og hrikalegt lands- lag eyjunnar heldur áfram neð- ansjávar og leynast nokkrar nátt- úruperlur þar fyrir þá sem stunda köfun. Molar Ljósmynd/Ragna Sara Í kuldanum sem ríkir á Fróni þessa dagana er best að hugsa til heitu landanna. Uppáhaldshitabeltisland Rögnu Söru er smáeyjan Dóminíka í Karabíska hafinu þar sem fjölbreytt mannlíf fer saman við fagra náttúru. Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.845 á viku. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. GSM- símakort með dönsku símanúmeri. Nú einnig bílaleigubílar frá Kaupmannahöfn og Hamborg sem má aka um Austur-Evrópu. Heimasíðan, www.fylkir.is fjölbreyttar upplýsingar. Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. Sími 456 3745 Netfang fylkirag@snerpa.is . Heimasíða www.fylkir.is . Klapparstíg 44, sími 562 3614 HÚSASKILTI Pantið tímanlega til jólagjafa. DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.