Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vertu klár í slaginn þegar þinn tími kemur!!! Hafin en innritun á eftirfarandi námskeið, sem öll hefjast 17. janúar 2002: Bóklegt Atvinnuflugmannsnám ATPL(A)0201 Umsóknarfrestur til 29. desember 2001 Skólasetning 17. janúar 2002 Lágmarksfjöldi 18 nemendur Bóklegt einkaflugmannsnámskeið PPL(A)0201 Umsóknarfrestur til 29. desember 2001 Skólasetning 17. janúar 2002 Lágmarksfjöldi 18 nemendur Kennt verður á kvöldin á virkum dögum og á laugardögum frá 9:00 til 11:45 Flugkennaranámskeið FI(A)0201 Umsóknarfrestur til 29. desember 2001 Skólasetning 17. janúar 2002 Lágmarksfjöldi 18 nemendur Kennt verður á kvöldin á virkum dögum kl 1900-2200 Inntökukröfur: sjá flugnám: Flugkennaranámskeið, FI(A) Upplýsingar í síma 530-5100 og á flugskóli.is E f t i r t a l d i r s t a n d a a ð F l u g s k ó l a Í s l a n d s HYUNDAI Sonata vann sannfær- andi sigur í síðustu blindprófun Fé- lags bandarískra bifreiðaeigenda, (United States Auto Club), á Toyota Camry, einum mest selda fólksbíl á Bandaríkjamarkaði. Að sögn talsmanna Hyundai MC sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að viðhorf neytenda til vörumerkja hafa ekki síður áhrif á val þeirra en verð og gæði. Blindprófanir hafa notið vaxandi vinsælda hjá FBB, sem tilkynnti nýlega að slíkar prófanir yrðu fram- vegis að föstum lið í starfsemi þess. Þær fara þannig fram að þeir bílar sem prófaðir eru huldir brún- um pappír, að rúðum undanskildum, þannig að ógerningur er að þekkja hinar ólíku framleiðslugerðir í sund- ur. Af þeim 528 einstaklingum sem tóku þátt í prófuninni, töldu 354, eða um 2⁄3 hlutar þátttakenda, að Hyundai Sonata tæki Toyota Camry fram hvað aksturseiginleika, gæði og þægindi varðaði. Að þess- um niðurstöðum fengnum sagði Byung-Ho Sung aðstoðarforstjóri að þær staðfestu að þróunarstarf Hyundai MC hefði náð þeim áfanga að geta keppt við mest seldu bif- reiðategundir heims í hönnun og gæðum. „Forgangsverkefni okkar nú er því að styrkja ímynd Hyundai í augum neytenda.“ Sonata vann Camry í blindprófun VOLKSWAGEN sýndi W12 of- ursportbílinn á bílasýningunni í Tók- ýó en hann var fyrst kynntur á sama stað árið 1997 í hug- myndaútfærslu, teiknaður af Giug- iaro. Yfirmenn VW segja óvíst hvort bíllinn verði framleiddur en komi til þess muni hann kosta meira en sambærilegur Lamborghini Murciel- ago, arftaki Diablo, sem í Þýska- landi kostar tæpar 20 milljónir króna. Bíllinn er afturhjóladrifinn með 600 hestafla, 12 strokka vél sem er w-laga. Á sýningunni var einnig sami ofursportbíllinn í akst- urshæfu ástandi en sá bíll hafði ör- fáum dögum áður sett heimsmet í 24 klukkustunda hraðakstri á Nardo prófunarbrautinni í Ítalíu þar sem hann náði 297 km meðalhraða. Talsmenn VW segja að of- ursportbíllinn myndi styrkja veru- lega ímynd VW en auk þess færi hraðametið á Ítalíu sönnur á getu og gæði W12 vélarinnar. Sumir hafa hins vegar látið í ljós efasemdir um ofursportbíl með VW-merkinu og benda á að skörun geti orðið gagn- vart öðrum bílum VW-samsteyp- unnar, t.a.m. Lamborghini Murciel- ago, sem kemur á markað í þessum mánuði, en Lamborghini er í eigu Audi, sem tilheyrir VW-samsteyp- unni. Martin Winterkorn, sem á sæti í stjórn VW, hefur sagt að ákvörð- unar sé að vænta um hvort bíllinn verði framleiddur. Verði það nið- urstaðan er búist við að einungis 50-100 bílar verði smíðaðir á ári. W12 ofursportbíll VW í Tókýó Morgunblaðið/Gugu Ofursportbíll VW vakti mikla athygli í Tókýó.VW W12 sem sló hraðamet á Nardo-brautinni á Ítalíu. JEEP ætlar að taka þátt í slagnum á jepplingamarkaðnum. Nýi bíllinn var afhjúpaður á bílasýningunni í Tókýó, reyndar enn sem komið er einungis í hugmyndaútfærslu, en gefið hefur verið upp að bíllinn eigi að kosta innan við 2.250.000 kr. í Evrópu. Willys 2, eins og farar- tækið heitir, er andlegur arftaki Willys-jeppans og þarf því að tak- ast á við margra áratuga sögu þess mikla vinnuþjarks. Bíllinn er 3,62 m á lengd og vegur um 1.350 kg. Hann verður með sömu vél og er að finna í Mini Cooper S, þ.e. 1,6 lítra, fjögurra strokka vél með for- þjöppu sem skilar 160 hestöflum og 210 Nm togi. Í samkeppni við Toyota RAV4 og Suzuki Grand Vitara Bílnum er honum ætlað að velgja Toyota RAV4 og Suzuki Grand Vitara undir uggum og hef- ur til þess útbúnaðinn því hann er með fjögurra þrepa sjálfskiptingu, sítengdu fjórhjóladrifi og einnig lágt drif. Hann á að ná 100 km hraða á 10 sekúndum. Gormafjöðr- un er á öllum hjólum. Bíllinn verð- ur minni en Wrangler, sem áfram verður framleiddur. Helstu útlits- einkenni bílsins eru há hurðarlína en ólíklegt þykir að yfirbygging úr koltrefjaefnum og álrammi haldi sér vegna mikils framleiðslukostn- aðar. Þó þykir líklegt að bíllinn haldi opnanlegu þakinu, farangursgrind- inni og aukaljósunum sem hug- myndabíllinn státaði af. Morgunblaðið/Gugu Bíllinn vakti óskipta athygli á sýningunni í Tókýó. Bíllinn er hrár og nýstárlegur að innan. Willys 2 boðar jeppling frá Jeep

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.