Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 19

Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 19 bílar NISSAN vakti mikla athygli á bíla- sýningunni í Tókýó, sem nú er nýlok- ið, með sjö hugmyndabílum sem hver með sínu sniði gefur til kynna í hvaða átt Nissan ætlar að halda hvað varð- ar hönnun, upplýsingatækni og nýja tækni sem varðar umhverfisáhrif bíla og öryggi. Ideo er, eins og oft fylgir nýstár- legum hugmyndabílum, ankannaleg- ur útlits. Hann er 3,6 metra langur, fjögurra manna, með stórar fram- og hliðarrúður. Hjólin eru höfð á ystu brúnum til að skapa mikið innan- rými. Allt mælaborðið er samansett úr einum upplýsingaskjá sem umlyk- ur ökumanninn. Á skjánum birtast ökumanni ýmsar myndir og upplýs- ingar viðvíkjandi akstrinum en í svo- kallaðri City Browsing-stillingu er fjölmörgum smámyndavélum á þaki bílsins beint að nánasta umhverfi og myndum varpað á skjáinn. Einnig býður skjámælaborðið upp á aðgang að Netinu með öllum þeim möguleik- um sem í því felst. mm – fyrirboði Micra mm smábíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt en hann var sömuleiðis eitt helsta aðdrátt- araflið á sýningarsvæði Nissan í Tók- ýó. Vitað er að bíllinn er í grunninn næsta kynslóð Micra, sem á sínum tíma olli straumhvörfum í hönnun smábíla. Nissan ætlar sér ekkert minna með mm sem í Tókýó var sýndur í hugmyndaútfærslu. Bíllinn, sem er 3,7 metrar á lengd, býður upp á byltingarkennda hönnun þar sem blandast saman ávalar og hvassar línur og innanrými sem er stærra en ytri mál bílsins gefa til kynna. Að inn- an er að finna fjölda smáhirslna og hanskahólf sem tekur 11 lítra. Bíllinn var sýndur með nýrri léttri og lítilli fjögurra strokka vél. Bíllinn er með kortaaðgangi. Ökumaður er með stjórnspjald í vasa sínum eða tösku og nægir að þrýsta á hnapp á hurð- arhúninum til að dyrnar opnist. mm er með E-4WD fjórhjóladrifskerfinu sem Nissan hefur nýlega þróað og gefur bílnum drif á öllum hjólum þeg- ar þörf er á því. Senuþjófurinn Senuþjófurinn á sýningarsvæði Nissan var engu að síður tveggja sæta sportbíllinn Fairlady Z, sem í Bandaríkjunum og vonandi Evrópu einnig, mun heita Z 350. Hann er með nýrri 3,5 lítra V6 vél með breytileg- um ventlaopnunartíma, sem er sú öfl- ugasta í ríkri sögu Z-sporbílsins. Fyrir bílinn var þróaður nýr sex gíra handskiptur gírkassi með afar lágu gírhlutfalli í fyrstu fimm gírunum. Við hönnun Fairlady Z, sem þegar er kominn á markað í Japan, náðist fram jöfn þyngdardreifing milli fram- og afturása og bíllinn situr á stæðilegum 18 tommu álfelgum. Hann er 4,31 m á lengd og er með fjölliðafjöðrun að framan og aftan. Moco, Kino og Nails Nissan ætlar að breikka fram- leiðslulínuna á næsta ári og hefja framleiðslu á örsmábílum. Fyrsti bíllinn þessarar gerðar, Moco, kemur á markað á næsta ári og verður fram- leiddur af Suzuki en engu að síður með Nissan-ættarsvipinn. Nissan segir að markhópurinn verði giftar konur á aldrinum 20–30 ára. Aðals- merki Moco verður mikið innanrými þrátt fyrir smæð bílsins. Bíllinn er með 660 rsm vél og fjögurra þrepa sjálfskiptingu með gírstöng í stýrinu. Kino á hinn bóginn er sex sæta lít- ill fjölnotabíll með afar óvenjulegu kúlulagi. Sætunum er komið fyrir í þremur sætaröðum og hægt er að breyta sætaskipan á fjölbreyttan hátt og nýta bílinn til margs annars en fólksflutninga. Kino er sagður vera stofa á hjólum. Neðan úr loftinu er 15 tomma skjár þar sem hægt er að sjá sjónvarp, spila tölvuleiki eða fara inn á Netið. Nails er tilboð Nissan til unga fólksins um lítinn götupallbíl sem er skemmtilegur í notkun. Þetta er tveggja manna farartæki með palli þar sem hægt er að flytja t.d. mót- orhjól eða brimbretti. Hugmyndir Nissan í Tókýó Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Nissan 350 Z er væntanlegur til Evrópu en er kominn á markað í Japan sem Fairlady Z. Nissan Kino, upplagður mæðrabíll segir Nissan, lítill að utan en stór að innan. Nissan mm, fyrirboði nýs Micra. Nissan Nails er athyglisverður götupallbíll fyrir ungmennin. Moco kemur á markað á næsta ári. O D D IH F H 63 81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. Veldu rétt miðað við aldur bílsins. Startari 24.456 kr. Verð miðað við Corolla. Hér er eitt verðdæmi: Viltu spara? Optifit varahlutir eru framleiddir af Toyota og henta vel eldri gerðum Toyotabifreiða. VARAHLUT IR Nýbýlavegi 8 • S: 570 5070 N O N N I O G M A N N I • N M 0 4 7 2 5 /s ia .is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.