Morgunblaðið - 11.11.2001, Page 20
20 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
NÝR og gerbreyttur Volkswagen
Polo var frumsýndur á bílasýning-
unni í Frankfurt í september síðast-
liðnum. VW kynnti síðan bílinn fyrir
blaðamönnum á eyjunni Sardiníu á
dögunum.
Þetta er fjórða kynslóð Polo, sem
kom fyrst á markað árið 1976. Alls
hafa yfir sjö milljónir bíla þessarar
gerðar verið framleiddir og VW ráð-
gerir að selja um 400.000-450.000
Polo á næsta ári.
Nýjar kynslóðir bíla hafa þá til-
hneigingu að stækka og það hefur
Polo gert, enda byggður á sama
undirvagni og Skoda Fabia. VW
hefur sett á markað smábílinn
Lupo, sem ekki hefur verið fluttur
inn hingað til lands, og í framhaldi
af því hefur ný kynslóð Polo stækk-
að um 15,5 sentimetra, er orðinn
3.897 cm á lengd, og hækkað um 4,7
cm á meðan breiddin hefur aukist
um 1,8 cm. Jafnframt hefur hjólhaf-
ið aukist um 5,3 cm, þ.e. lengdin
milli miðjupunkts fram- og aftur-
hjóla. Allt gerir þetta að verkum að
nýr Polo er orðinn mun rúmbetri og
þægilegri bíll í umgengni en fyrri
gerðin og brúar betur bilið milli
Lupo og Golf. Og farangursrýmið er
25 lítrum meira.
Vandað innanrými
Jafnframt hefur bíllinn breyst
verulega í útliti og er nú nær Lupo í
útliti að framan, en þó með fjórar
kringlóttar lugtir meðan Lupo hefur
tvær. Bíllinn er framleiddur jafnt
fimm og þriggja dyra og á fimm
dyra gerðinni er kominn þriðji hlið-
arglugginn sem veitir birtu jafnt inn
í farþegarýmið sem farangursrýmið.
Það er ljóst strax og sest er inn í
bílinn að vandað hefur verið til inn-
réttinganna. Mælaborðið hefur
fengið svipmót Passat og Golf og
frágangur og efnisval er eins og í
stærri og dýrari bílum. Í aftursæt-
um eru innbyggðar ISOFIX-fest-
ingar fyrir barnabílstóla og þar eru
tveir hnakkapúðar og tvö þriggja
punkta bílbelti. Staðalbúnaður eru
tveir líknarbelgir og tveir hliðar-
belgir og er hægt að aftengja líkn-
arbelg í farþegasæti að framan svo
þar sé unnt að ferðast með barnabíl-
stól.
Ný þriggja strokka vél
Bíllinn er strax fáanlegur með
nýrri þriggja strokka bensínvél, 1,2
lítra, sem skilar 65 hestöflum og
fjögurra strokka, 75 hestafla vél
ásamt þriggja strokka dísilvél með
forþjöppu sem skilar 75 hestöflum.
Á kynningunni í Sardiníu var einnig
kynnt ný þriggja strokka 55 hest-
afla vél, sem þó kemur ekki á mark-
að fyrr en á næsta ári. Þá verður
bíllinn einnig fáanlegur með 1,4
lítra, fjögurra strokka, 100 hestafla
vél og FSI-vél með beinni strokk-
innsprautun, 85 hestafla. 1,6 lítra
vélin dettur hins vegar út. Þrjár dís-
ilvélar verða í boði; 1,4 l, þriggja
strokka, 75 hestafla og tvær 1,9
lítra, með og án forþjöppu, 64 og
100 hestafla.
Bíllinn var prófaður á skemmti-
legum fjallavegum Norður-Sardiníu
með 1,4 lítra vélinni, sem ætla má
að verði einna mest spurt eftir hér-
lendis, og 1,2 lítra vélinni, 55 hest-
afla. 1,4 lítra vélin er sú sama og í
núverandi gerð. Þetta er þokkalega
afkastamikil vél sem dugir bíl af
þessari stærð ágætlega. Vélin togar
vel á lágum snúningi og næst 90% af
hámarkstoginu strax við 2.200 snún-
inga á mínútu. Þessa varð vart strax
í brekkum þar sem lítið þurfti að
hræra í gírum. Annar kostur er til-
tölulega lág meðaleyðsla, sem sögð
er vera 6,4 lítrar á hundraðið. En
þetta er engin sprettkerra; hröð-
unin er tæpar 13 sekúndur. Þriggja
strokka 1,2 lítra vélin kom undirrit-
uðum verulega á óvart. Þetta er
þýðgengari vél en ætla hefði mátt
en vissulega talsvert togminni en
1,4 l vélin. Þetta er vél sem er ákjós-
anleg í bæjarsnatt því kostirnir um-
fram fjögurra strokka vélina eru
minni þyngd og minni eyðsla.
Rafstýri og rafstýrð eldsneytisgjöf
Nýjung í bílnum er rafstýri sem
felur í sér að hjálparátakið kemur
frá rafmótor sem lagar sig að hraða
og þyngd bílsins. Stýrið þyngist
m.ö.o. með auknum hraða. Sömu-
leiðis er eldsneytisgjöfin rafstýrð og
enginn bensínbarki í bílnum. Bíllinn
er með ABS-hemlakerfi og EBD-
hemlunarátaksdreifingu. Hægt
verður að fá Polo með ESP-stöð-
ugleikastýringu og HBA, hjálpar-
átaki við neyðarhemlun. Diskaheml-
ar eru að framan og skálahemlar að
aftan en í öllum bílum 75 hestafla og
aflmeiri eru diskahemlar einnig að
aftan.
Eins og aðrir VW-bílar er Polo
boðinn í þremur búnaðarútfærslum,
þ.e. Trendline, Comfortline og Hig-
hline. Í Highline verður bíllinn einn-
ig síðar meir boðinn sérstaklega
útbúinn fyrir lélegt vegakerfi og er
hann þá með 15 mm meiri veghæð
og sérstakri hlíf undir vélinni.
Fram kom á blaðamannafundi við
kynningu á bílnum að þrátt fyrir
meiri búnað og stærri bíl yrði ekki
breyting á verði í Þýskalandi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Heklu hf.,
umboðsaðila VW, kemur nýr Polo til
landsins upp úr miðjum febrúar.
Hann verður á „mjög svipuðu“ verði
og núverandi gerðir, en þess má
geta að fimm dyra 1,4 lítra bíllinn
kostar núna beinskiptur 1.495.000
kr.
Morgunblaðið/Gugu
Þriðji hliðarglugginn hefur bæst við.
Polo – orð-
inn stærri og
betur búinn
gugu@mbl.is
Morgunblaðið/Gugu
Í Highline er tvílitt mælaborð ásamt sóllúgu og fleiru.
Morgunblaðið/Gugu
Þriggja dyra gerðin er sportleg og kúpulaga.
Morgunblaðið/Gugu
Farangursrýmið er orðið 25 lítrum stærra.
REYNSLUAKSTUR
Volkswagen Polo
Morgunblaðið/Gugu
Sama 1,4 l vélin er í boði auk tveggja þriggja strokka bensínvéla.
Lengd: 3.897 mm.
Breidd: 1.650 mm.
Hæð: 1.465 mm.
Eigin þyngd: 1.065 kg.
Farangursrými:
270/1.030 lítrar.
Hjólbarðar: 165/70 R14.
Öryggisbúnaður:
4 öryggispúðar, ABS.
Vél: 4 strokkar, 1.390
rsm., 16 ventlar.
Olíuskipti:
Á 30.000 km fresti.
Afl: 75 hestöfl við
5.000 sn./mín.
Tog: 126 Nm við
3.800 sn./mín.
Eyðsla: 6,4 lítrar í
blönduðum akstri.
Gírkassi: Fimm gíra
beinskiptur.
Hröðun: 12,9 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km/klst.
Hámarkshraði:
172 km/klst.
Hemlar: Diskar að framan
og aftan, kældir að fram-
an, ABS og EBD.
Verð: Líklega um
1.495.000 kr.
Umboð: Hekla hf.
VW Polo 1,4 4ra dyra
Comfortline