Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 23
Kvikmyndaiðnaður á Kvikmyndahátíð Rætt við Coen- bræður, Wayne Wang, Sean Penn, Todd Solondz o.fl.  UNDARLEG sambúð, sjónvarpsverk og stuttmynd. Ekki síst í ljósi þess að talsverð gróska er í stuttmyndagerð. Hún geldur þess að sambýlingarnir eru afar fáliðaðir og Fóstbræður aftur í fyrirrúmi. Þeir fá fullt hús stiga þó þættirnir mættu vera jafnbetri en raunin er. Það jafnast þó enginn á við þennan hóp á góðum degi. Fóstbræður (Stöð 2) Þáyrði líklega farin af mér feimnin (Sjónvarpið) Krossgötur (Friðrik Þór) SPÁ: Besta leikna sjónvarpsverkið – Fóstbræður. Sjónvarpsverk/Stutt- mynd ársins  NIÐURSTAÐAN í þessum flokki er eign þjóðarinnar. Byggt á könnun Gall- up á Íslandi. og niðurstöður hennar verða kynntar í kvöld. Ekki veit ég stærð eða samsetningu úrtaks en yngri deildin er áfjáðari fyrir keppni sem þessari og kæmi ekki á óvart að einhver upprisinn fjölmiðlavíkingur hjá Skjá einum hlyti hnossið. Gæti orðið spennandi. Vinsælasti sjónvarps- maður ársins  ÞAÐ verður að segjast einsog er að þátturinn Ok var ætlaður öðrum en mínum aldurshópi, og ég skipti hraðar um rás en auga á festir ef ég slysað- ist til að lenda á útsendingu. Ég veit ekki hvort hann var vinsæll meðal þess ald- urshóps sem hann var ætlaður. Yf- irleitt finnst mér ríkissjónvarpið í e.k. óvinalandi þegar það ætlar að gera eitthvað svalt fyrir unglingana. Síðast þegar ég sá Mósaík var hann óþolandi tilgerð- arlegur. Þá er TantraGuðjóns Berg- manns eftir, hann var nýstárlegur og ferskur og myndarlega stjórnað. Sjálf- sagt fyrir blómaár reisnarinnar og þó að árangurinn sé upp og ofan, má lengi rembast við skemmtileg við- fangsefni. Tantra – Listin að elska meðvitað (Skjár einn) Ok (Sjónvarpið) Mósaík (Sjónvarpið Sjónvarpsþáttur ársins SPÁ: Besti sjón- varpsþátturinn – Tantra með Guðjóni Bergmann.  FRÉTTAVALSNEFND tilnefnir þrjá aðila og velur síðan einn úr þeirra hópi. Þá vitum við það. Þremenningarnir eru allir fagmanneskjur sem erfitt er að gera upp á milli. Það er aðeins til einn Ómar Ragnarsson, einn af gleði- gjöfum þjóðarinnar í hálfa öld, goð- sögn í lifanda lífi. Sterkur fréttamaður sem veitt hefur almenningi ómet- anlega fræðslu um land okkar og þjóð. Ég geri það að tillögu minni að fram- vegis verði þessi verðlaun við hann kennd. Ómar Ragnarsson (Sjónvarpið) Árni Snævarr (Stöð 2) Eva BergþóraGuðbergsdóttir (Stöð 2) Sjónvarpsfréttamaður ársins BÍÓMYND ÁRSINS Mávahlátur Villiljós Íkingút Í ár eru nokkrir af okkar bestu kvikmyndagerðarmönnum víðsfjarri góðu gamni. Engum vöngum er yfir því að velta að 2001, sjálft kvik- myndaárið, er í meðallagi og slappt, ef miðað er við árið á undan, sem stát- aði af þremur óvenju frambærilegum myndum. Þrjár gjörólíkar myndir keppa um Edduna í ár. Barnamyndin Íkingút: Bak við hana býr góð hugmynd um fáfræði og fordóma gagnvart því óþekkta, reynt að skyggnast inní miðaldamyrkrið og hjátrúna. Útkoman auðgleymd og grunn. Villiljós er skemmtileg og djörf til- raunastarfsemi í fimm þáttum, skrif- uðum af sama höfundi. Leikstjórarnir jafnmargir ólíkum köflunum sem, þegar betur er að gætt, eru ekki nógu vel tengdir. Sumt var mjög gott og vel skrifað, líkt og uppákoman í veitinga- húsinu og þáttur bílstjórans og páfa- gauksins, sem voru með því besta sem sást á tjaldinu 2001. Þá er Mávahlátur eftir. Prýðisgóð afþreying og stendur uppúr. Nýtur fákeppninnar, þar sem framvindan er losaraleg og myndin lengst af fjarlæg áhorfendum. Ein persónan gæti verið frá Mars. Myndinni til málsbóta má þó reikna með að hinum ólánlega, þýska leikara hefur sjálfsagt verið troðið inná kvikmyndargerðarmenn- ina. Mávahlátur mun sigra auðveld- lega. LEIKSTJÓRI ÁRSINS Ágúst Guðmundsson (Mávahlátur) Ragnar Bragason (Fóstbræður) Gísli Snær Erlingsson (Íkingút) Ágúst Guðmundsson fer væntan- lega með sigur af hólmi, með bita- stæðustu mynd ársins í farangrinum. Honum til tekna má telja góð tök á ís- lensku leikurunum, sem eru, ásamt spaugilegu hliðunum, bestu þættir Mávahláturs. Ágúst hefur undirtökin í glímunni við Ragnar Bragason, þar sem framlag hans, Fóstbræður, er gert fyrir sjónvarpsskjáinn. Það breytir engu um að Ragnar er með okkar langbestu mönnum í faginu og vonandi tímaspursmál hvenær hann fær að reyna sig við hvíta tjaldið á ný. Þriðji er Gísli Snær, fyrir Ikíngút, hann á að baki eina okkar bestu mynd, Benjamín dúfu. Mismunurinn á þeim tveimur er himinn og haf. Mynd verður sjaldnast betri en hand- ritið sem hún byggist á. LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI Ugla Egilsdóttir (Mávahlátur) Margrét Vilhjálmsdóttir (Mávahlátur) Halldóra Geirharðsdóttir (Þá yrði líklega farin af mér feimnin) Hér eru úrslitin ráðin, í mínum huga a.m.k. Ugla Egilsdóttir er upp- götvun þessa áratugar á leiklistar- sviðinu. Stelur ekki aðeins senunni með sínum ótrúlegu, meðfæddu leik- hæfileikum; hún heldur myndinni saman og gerir hana jafnan áhuga- verða. Ung og hrífandi leikkona, hef- ur til að bera einstaka tjáningargleði sem hreinlega hrópar á útrás. Þá sak- ar ekki að hún fær bestu línurnar í Mávahlátri á meðan Margrét Vil- hjálmsdóttir verður að fást við hálf- mótaða persónu Freyju. Þessar glæsilegu og hæfileikaríku leikkonur, hún og Halldóra Geirharðsdóttir, eru að gera góða hluti og eru vel að til- nefningunum komnar LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI Jón Gnarr (Fóstbræður) Pámi Gestsson (Íkingút) Hjalti Rúnar Jónsson (Íkingút) Sökum fámennisins er nauðsynlegt að steypa saman sjónvarpi og kvik- myndum í þessum flokki og fleirum. Ef sjónvarpið á ekki að gjalda sam- keppninnar (sem er ákaflega hætt við), þá má ekki líta framhjá afrekum manna einsog Jóns Gnarr. Hann er ótrúlegur, fer hamförum í orðsins fyllstu merkingu. Hefur slíka breidd í svipbrigðum og raddbeitingu að hann er fær um að leika allan skalann; frá óðum manni til bankastjóra og allt þar á milli. Við verðum vitni að því í hverjum þætti Fóstbræðra. Pálmi ber sig myndarlega í Íkingút en per- sónan var undarleg; virtist kuklari í guðshúsinu en verður manna guð- hræddastur er kemur út fyrir kirkju- dyrnar. Hjalti Rúnar er trúverðugur í sömu mynd, það má einnig segja um kollega hans, Hans Tittus Nakinge. LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI Kristbjörg Kjeld (Mávahlátur) Halldóra Geirharðsdóttir (Mávahlátur) Sigurveig Jónsdóttir (Mávahlátur) Þrjár snjallar leikkonur í Máva- hlátri eru tilnefndar í ár og eru vel að því komnar. Nánast útilokað að gera upp á milli þeirra. Að ósekju hefði mátt beina sjónum útfyrir Mávahlát- ur. Nokkrar leikkonur eru minnis- stæðar í Villiljósi, ekki síst Nína Dögg Filipusdóttir. Ég leyfi mér að setja Kristbjörgu efsta fyrst var gengið framhjá henni í fyrra. LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI Björn J. Friðbjörnsson (Villiljós) Hilmir Snær Guðnason (Mávahlátur) Eyvindur Erlendsson (Mávahlátur) Undarlegustu tilnefningarnar eru í þessum flokki, þó um allt og alla megi deila. Það er hulin ráðgáta hvers- vegna Eyvindur Erlendsson fær til- nefningu fyrir að rölta í gegnum Mávahlátur, þó svo hann geri það reffilega. Segir örfáar setningar sem reyna lítið sem ekki neitt á leikhæfi- leika. Hilmir Snær Guðnason er mik- ilhæfur leikari og í miklu uppáhaldi á þessum bæ. Hlutverkið sem hann túlkar í Mávahlátri er hinsvegar ein- hliða og reynir nánast á það eitt að vera kumpánlegur. Hvað t.d. með Eggert Þorleifsson og Gísla Örn Garðarsson í Villiljósi? Ef einhver réttætisvottur er til þá hlýtur Björn J. Friðbjörnsson hnossið fyrir eftir- minnilega frammistöðu sína í ein- leiknum sem líkvagnsekillinn í upp- hafskafla Villiljóss. HANDRIT ÁRSINS Ágúst Guðmundsson (Mávahlátur) Huldar Breiðfjörð (Villiljós) Jón Steinar Ragnarsson (Íkingút) Nú vandast málið. Handrit Ágúst- ar, Mávahlátur, er byggt á áður birtu efni, samnefndri skáldsögu sem ég hef ekki lesið. Aðalpersónan er óskýr og söguþráðurinn er laus í reipunum. Mörg atriði eru illa eða óútskýrð, líkt og tilraunirnar til að gera Freyju ójarðneska. Kaflar í Villiljósi Huldars Breiðfjörð eru hnyttnir og ögrandi en heildarmyndin er veik, sem fyrr seg- ir. Myndin naut heldur ekki þeirrar aðsóknar sem henni bar og er óþekkt- ari stærð. Þá má reikna með að Máva- hlátur sópi til sín verðlaunum, „sóps- áhrifin“ eru vel þekkt fyrirbrigði hvað snertir fyrirmyndina, Óskarsverð- launin, þau hjálpa handritinu. HEIMILDARMYND ÁRSINS Lalli Johns (Villing ehf.) Fiðlan (Anima Film) Braggabúar (Ólafur Sveinsson og Guð- mundur Lýðsson) Aðeins formsatriði að krýna Lalla Johns heimildarmynd ársins, sem er tvímælalaust það besta sen gerðist á því herrans Edduári sem er að líða. Með fullri virðingu fyrir mjög hæfum keppinautum, Fiðlunni og Braggabú- um, sem báðar sögðu sína sögu skýrt og skilmerkilega. Lalli er einfaldlega „flottastur“. Aukinheldur verða veitt þrenn fag- verðlaun á hátíðinni, þeim einstak- lingum í íslenska kvikmynda- og sjón- varpsgeiranum sem þykja hafa skarað framúr á árinu. Þá verður val- ið framlag Íslands til Óskarsforvals. Þar á Mávahlátur nokkuð öruggt sæti. Síðast en ekki síst verða veitt heiðursverðlaun ÍKSA,. Þau munu í ár falla í hlut Kristbjargar Kjeld og Gunnars Eyjólfssonar, fyrir framlag sitt til íslenskra bíó- og sjónvarps- mynda. Þessar heiðurskempur hafa fylgt okkur frá tímum 79 af stöðinni, fyrir hartnær 40 árum og eru hvergi nærri hætt að gleðja áhorfendur. Góða skemmtun! Vangaveltur um sigurlíkur á Edduhátíðinni í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg SPÁ: Besta leikkonan í aðalhlutverki – Ugla Egilsdóttir og: Besta leikstjórn, handrit og mynd – Ágúst Guðmundsson. A LLT er þegar þrennt er. Í öllu falli virðast Eddu-verðlaun Ís- lensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar komin til að vera, en þau verða afhent með tilheyrandi viðhöfn í kvöld. Á hinn bóginn má hafa áhyggjur af því að við höfum tæplega list- rænt bolmagn til að standa að þessari ágætu vegtyllu á hverju ári. Þar kemur til mannfæðin, öðru fremur. Í ár bítast þrjár bíómyndir um heiðurinn af fjórum frumsýndum á verðlauna- árinu. Formaður akademíunnar lét hafa eftir sér að það væru óvenju lítil afköst, yfirleitt frumsýndum við 6–7 myndir árlega, sem er víðs fjarri sannleikanum. Samkvæmt gögnum frá Kvikmyndasjóði frumsýndum við á síðasta áratug nánast helmingi færri, eða aðeins 35 myndir. Næstu 11 árin á undan, eða frá upphafi „Íslenska kvikmyndavorsins“, voru árlegar frumsýningar innan við 2,8. Þetta er spurning um hvað markaðurinn þolir. Ef íslenskir kvikmynda- framleiðendur ætla sér að ná til 15–30 þúsund áhorfenda, líkt og vel sótt bandarísk mynd, getum við séð fyrir okkur 3–4 myndir árlega. Ef menn láta sér nægja meðalaðsókn bíómynda á markaðnum í dag gæti talan orðið 6–7. Og bullandi tap. Við verðum að fara vel með peningana, þeir vaxa ekki á trjánum í garðinum hjá Kvikmyndasjóði. Það gefur auga leið að í ofanálag er stór hluti framleiðslunnar víðs fjarri því að vera eitthvað sem kallast tilnefningarhæft, ef við viljum vera hreinskilin og hægja á lofrullunni. Einhvers staðar las ég að í Vesturheimi er þumalfingursreglan sú að tilnefningarnar náist úr um 20% heildarframleiðslunnar. Hitt er einnig deginum ljósara að við verðum að berjast við að halda verð- launahátíðina árlega, annars er hætt við að hún missi smám saman marks í umræðunni. Við verðum að moða úr því sem liggur fyrir og búa við þá stað- reynd að fá bæði góð Eddu-ár og vond. Öflug kvikmyndaverðlaun eiga að auka metnað kvikmyndagerðarmanna og stuðla að betri framleiðslu, þannig að við verðum að vona að meðaltal gæðamynda verði hærra hér en annars staðar. Þá má ekki gleyma því að á hverju ári, hversu slappt sem það er, koma fram frá- bærir listamenn, gerandi góða, verðlaunahæfa hluti. Í ár hefur verið bætt við tveimur vel þegnum verðlaunaflokkum, þ.e. „Frétta- maður ársins“ og ennfrekar „Handrit ársins“, sem er sannkallaður grundvall- arflokkur. Stingandi auglýsingablærinn setti hvimleiðan svip á athöfnina í fyrra, ekki fór fram hjá neinum hvaða fyrirtæki gaf hver og ein verðlaun. Slíkt á ekki að sjást á alvöru verðlaunaafhendingarhátíð. Styrktaraðila á að geta á annan og dempaðri hátt. Kynnarnir voru áberandi misjafnir, og það á að vera sjálfsögð lágmarkskrafa að hugsanlegir verðlaunaþegar séu allir í kallfæri þegar að þeim kemur. Allt veigamikil atriði sem snerta faglegt yfirbragð, þótt kvikmynda- og sjónvarpsárin verði jafnan misjöfn að gæðum. Mávahlátur sigrar fákeppnina Sæbjörn Valdimarsson EDDAN 2001 SPÁ: Besta heimilda- myndin – Þorfinnur Guðnason fyrir Lalla Johns. SPÁ: Besta leikkona í aukahlutverki – Kristbjörg Kjeld. SPÁ: Besti leikari í aðalhlutverki – Jón Gnarr. SPÁ: Besti leikari í aukahlutverki – Björn Jörundur Friðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.