Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
bíó
Þ
VÍ hefur löngum verið hald-
ið fram að Coen-bræður
séu í sérstöku dálæti hjá
aðstandendum kvik-
myndahátíðarinnar í Cannes. Burt-
séð frá því hvort sú fullyrðing á við
rök að styðjast eða ekki, hefur
þeim ætíð verið tekið opnum örm-
um af Fransmönnum og nýverið
var Joel sæmdur heiðursriddara-
tign þar í landi fyrir framlag sitt
til listanna. Hann var enda valinn
besti leikstjórinn á Cannes árið
1991, árið sem Barton Fink fékk
Gullpálmann eftirsótta og í ár
deildi hann þeim sama heiðri með
öðrum eftirlætiskvikmyndagerðar-
manni Frakka, samlandanum Dav-
id Lynch.
Rökkurmyndirnar hafa lengi
verið bræðrunum Joel og Ethan
Coen hugleiknar. Til marks um
það var fyrsta mynd þeirra, tíma-
mótamyndin Blood Simple, greini-
lega sprottin úr þeim jarðveginum
og mætti flokka sem einskonar ný-
rökkurmynd. Rökkrið allsráðandi,
bæði undir og yfir borði. Lánlausar
andhetjur í kröppum og taktlaus-
um darraðardansi við dauðann og
samferðarmenn hans.
Andinn og efnið
Síðan eru liðin 17 ár án þess að
bræðurnir hafa hætt sér út á þess-
ar hugleiknu brautnir, fyrr en nú
að þeir senda frá sér The Man
Who Wasn’t There, ef til vill hrein-
ræktuðustu film noir-mynd sem
gerð hefur verið frá gullöld slíkra
mynda um miðbik síðustu aldar.
Myndin á sér stað um það leyti og
fjallar öðru fremur um lánleysi,
ástríður, glæpi og refsingar, skotin
í tveimur litum – hvítum og svört-
um. Söguhetjan er hreint engin
hetja, heldur keðjureykjandi fá-
máll rakari (Billy Bob Thornton)
með lífsleiða á háu stigi. Venjuleg-
ur náungi sem kemur sér óvænt í
hann krappan, missir tök á at-
burðarás sem hann hrindir sjálfur
af stað og ræður ekki við afleiðing-
arnar. Andi sögunnar, glæpir með-
al venjulegra og vinnandi meðal-
jóna, á rætur að rekja til
reyfarahöfundarins James M. Cain
og efnið samanstendur af Coen-
bræðrum og mörgum af þeirra
nánustu samstarfsmönnum, jafnt
fyrir framan og aftan tökuvélina,
þar með talinn kvikmyndatöku-
maðurinn Roger Deakins og eig-
inkona Joels, leikkonan Frances
McDormand í sínu fyrsta hlutverki
fyrir karl sinn og mág síðan hún
fékk Óskar fyrir Fargo.
Hugmyndina að rökkurreyfara
um lánlausan rakara segja þeir að
hafi kviknað við gerð The Hud-
sucker Proxy. „Í einu atriðanna,
sem gerist á rakarastofu, var að
finna veggspjald sem sýndi nýj-
ustu tísku í klippingu á 5. áratugn-
um. Okkur varð starsýnt á þessar
skemmtilegu myndir og út frá
þeim fórum við að velta fyrir okk-
ur sjálfum rakaranum sem klippt
hafði fyrirsæturnar.“
Líkt og fyrri verk Coen-bræðra
hefur The Man Who Wasńt There
fallið vel í kram gagnrýnenda. Oft-
ast nær, þegar myndir þeirra hafa
átt í hlut, hefur það verið sagan
sem heillar, innihaldsríkt og frum-
legt handrit þeirra bræðra. Að
þessu sinni kveður þó við annan
tón því mönnum hefur fremur orð-
ið starsýnt á útlit en innihald. Ein-
staklega vel hefur nefnilega þótt
takast til við að skapa þetta ómót-
stæðilega andrúmsloft rökkur-
myndanna og þykja óumdeildir
hæfileikar tökustjórans Deakins
njóta sín út í ystu æsar er hann
kannar alla þá kima sem leikurinn
með ljós og skugga býr yfir. En
var alltaf á hreinu að myndin yrði
tekin í svart-hvítu?
„Við vorum alltaf staðráðnir í því
að skjóta myndina í svart-hvítu,“
segir leikstjórinn Joel, sá fram-
færnari þeirra bræðra. „Það er
erfitt að skýra út hversvegna en
allt frá því við byrjuðum á handrit-
inu sáum við sólarsöguna í tveimur
litum.“
„Auk þess hefði verið hætta á að
fólk gerði sér ekki grein fyrir
hversu merkileg myndin er ef hún
hefði ekki verið í svart-hvítu,“
skýtur Ethan prakkaralega inn í
og kímir. Hann heldur sig annars
meira til hlés, hlustar brosmildur
og gaumgæfilega á bróður sinn og
leggur orð í belg aðeins er hann
telur brýna nauðsyn til.
Menn hafa hoggið eftir litatón-
unum í myndinni og vaknar spurn-
ingin hvort vísvitandi hafi verið
ákveðið að hafa þá svo skarpa. Joel
segir það hafa verið með ráðum
gert. „Til þess að ná þessum eig-
inleikum var myndin skotin og
framkölluð á óvenjulegan máta.
Hún var skotin á litaða negatívu
sem síðan var prentuð yfir á svart-
hvíta filmu. Þetta fór tökustjórinn
Deakins fram á til þess að ná fram
hárfínni silkiáferð sem ekki á sér
hliðstæðu.“
Leikið björtum augum
Það er forvitnilegt að velta fyrir
sér hvort leikarar nálgist svart-
hvítar myndir á annan veg en lit-
myndir og þá hvernig. Hvort þeir
séu meðvitað að leika í svart-hvítu.
Frances McDormand segist sann-
arlega hafa verið meðvituð um
þetta og velt mjög fyrir sér á töku-
stað hvernig hún gæti sett sig í
„svart-hvítar stellingar“: „Við lit-
um á þetta sem mikla áskorun. All-
ir hlutaðeigandi voru með sérstakt
litaspjald á sér sem sýndi hvernig
hver litur kæmi út í svart-hvítu.
Það hjálpaði heilmikið. Mér þótti
þetta mjög persónuleg reynsla, var
næmari fyrir útlitinu. Maður var
sífellt að velta fyrir sér hvaða grái
litur yrði á hinu og þessu. Í and-
litsmyndatökum tók maður eftir
þeirri merkilegu staðreynd að
hvítan í augunum, var í raun það
eina sem reyndist alveg hvítt á lit-
inn. Þannig fór birtan frá augum
að þjóna hlutverki lýsingar í öllu
rökkrinu og skipta miklu máli fyrir
söguna. Undir slíkum kringum-
stæðum verður leikarinn heltekinn
af augnsvipnum því hann getur
hreinlega skorið úr um hvernig
stemmning ríkir í viðkomandi at-
riði.“
Billy Bob Thornton segist
kannski ekki hafa velt litunum eins
mikið fyrir sér, heldur því að um
tímabilsmynd væri að ræða, mynd
sem gerðist um miðbik síðustu ald-
ar. „Eftir að hafa klætt mig í klæð-
skerasaumuð jakkafötin og kveikt í
fílterslausri sígarettunni kom yfir
mig ákveðinn andi. Gott ef göngu-
lagið breyttist ekki í kjölfarið og
allt fasið í raun. Maður varð yf-
irvegaðri, rólegri. Svart-hvíti lit-
urinn gerði það kannski að verkum
að ég reyndi að vera eðlilegri en
venjulega, raunsærri. Mér hefur
nefnilega alltaf fundist svart-hvítar
myndir vera nær raunveruleikan-
um en litmyndir, ekkert svigrúm
fyrir blekkingar, allir virðast t.d.
sveittir. Maður er vissulega með-
vitaður um þetta.“
Rakarinn, tíkin og lögfræðingurinn
Leikstíllinn í myndinni ber þess
nokkur merki að litið hafi verið til
gömlu rökkurmyndanna eftir inn-
blæstri. Rakari Thorntons gæti t.d.
hafa verið klæðskerasaumað hlut-
verk fyrir Bogart og að sama skapi
hefði eiginkona McDormands hent-
að Stanwick.
„Eina beina vísbendingin um
innblástur var hártoppurinn sem
ég bar en hann var gerður í anda
Raymond Burr,“ segir Thornton
og kímir. „Okkur var bent á að
skoða myndir á borð við The Post-
man Always Rings Twice og
Double Indemnity en að öðru leyti
réð ég mér sjálfur. Ég hef lengi
verið aðdáandi Bogarts og alltaf
þótt Fred MacMurray (aðalleikar-
inn í Double Indemnity) vanmetinn
leikari. Þegar ég sá myndina brá
mér síðan svolítið því mér fannst
þetta ekki vera ég heldur einhver
leikari frá 5. áratugnum. Ég var
undir það búinn að einhverjir
myndu líkja mér við Bogart en
hvað varðar leikstílinn hefur mér
verið bent á að ég taki fremur á
hlutverkinu líkt og Montgomery
Clift hefði gert.“
McDormand segist mun fremur
hafa haft í huga ákveðna staðlaða
ímynd af leikkonum rökkurmynd-
anna fremur en að hafa leitað til
einhverra ákveðinna. „Ég leit svo á
að persónurnar væru allar staðl-
aðar, Billy Bob væri Rakarinn, ég
Tíkin, Tony Shahoub Lögfræðing-
urinn og þar fram eftir götunum.“
Maðurinn sem reykti of mikið
Rakarinn er keðjureykingamað-
ur og sést vart í mynd án þess að
hafa líkkistunagla milli vara eða
fingra. Þegar Thornton er inntur
eftir því hvort hann hafi stúderað
reykingatakta gömlu rökkurhetj-
anna eða jafnvel Jean-Paul Bel-
mondo þá bendir hann á af ein-
skærri hógværð að hann sé mun
vitgrannari en fólk haldi, hann hafi
í raun séð fáar bíómyndir og hlusti
miklu fremur á tónlist. Hvað
keðjureykingarnar í myndinni
varðar þá segir hann handritið
hafa kveðið á um þær. „Ég var
sjálfur reykingamaður á meðan á
gerð hennar stóð þannig að þegar
slökkt var á tökuvélinni þá fékk ég
mér eina. Þið getið því rétt ímynd-
að ykkur hversu mikið ég reykti!
Enda hætti ég þessum óþverra um
leið og tökum lauk, fékk algjört
ógeð.“
„Þegar við Joel vorum að velta
fyrir okkur nafni myndarinnar,“
skýtur Ethan inn, „þá datt honum
reyndar í hug nafnið The Man
Who Smoked Too Much.“
Fljúgandi diskar gegna lykil-
hlutverki í myndinni – eða ekki,
allt eftir því hvernig hún er túlkuð.
Í fréttum er sagt frá því að slíkir
hvítir aðskotahlutir úr geimnum
hafi sést á sveimi yfir svörtum
(hvað annað) næturhimni Kaliforn-
íu, rakaranum jarðbundna til lítilla
viðbrigða. Ethan segir að sér hafi
þótt óttinn við hið óþekkta orðið að
vera til staðar í mynd sem gerist á
þessum tíma. Heimsbyggðin hafi
verið nýstigin upp úr erfiðri heims-
styrjöld, ógn kjarnorkustyrjaldar
farin að gera vart við sig og heims-
endahugmyndir grasserandi. Slík-
ur jarðvegur hafi verið upplagður
fyrir langsóttar sögur af ferðalög-
um grænna karla með þrjú augu
til Jarðar á hvítum fljúgandi disk-
um. Hinsvegar vilja þeir bræður
ekki viðurkenna að þeir hafi sjáflir
orðið fyrir slíkri lífsreynslu. „Ég
hef aldrei séð fljúgandi diska sjálf-
ur,“ segir Joel, „en ég þekki fólk
sem hefur séð þá.“
Rakaratónlist
Tónlistin hefur löngum verið í
veigamiklu hlutverki í myndum
Coen-bræðra og nægir að nefna
sem dæmi síðustu mynd þeirra O
Brother, Where Art Thou?, sem
var uppfull af vel völdum banda-
rískum grasrótarlögum. Í nýju
myndinni öðlast píanóverk
Beethovens hinsvegar stóran sess
þegar rakarinn fellur óvænt fyrir
þeim í flutningi ungrar og við-
kvæmrar nágrannastúlku. „Stúlk-
an átti að vera í píanónámi og við
þurftum að finna hentug verk sem
hún átti að vera að æfa,“ skýrir
Ethan. „Sónötur Beethovens áttu
einfaldlega vel við þá stemmningu
sem við reyndum að skapa og per-
sónueinkenni rakarans. Tónlistar-
val er alltaf tilfinningum háð, þeg-
ar við erum annars vegar.“
Aðalleikarinn Thornton er fjöl-
hæfur listamaður, allt í senn leik-
ari, leikstjóri, handritshöfundur og
nú síðast hefur hann getið sér orð
sem tónlistarmaður en á dögunum
kom út hans fyrsta sólóplata. Á
óskarsverðlaunaður handritshöf-
undur og annálaður leikstjóri ekki
stundum erfitt með að vinna við
verk annarra án afskipta?
„Það er allur gangur á því hvort
ég finn mig knúinn til þess að
skipta mér af handritum, fer eftir
því hver höfundurinn er og hversu
auðvelt ég á með að fara með lín-
urnar. Í tilfelli bræðranna þarf
maður ekki að hrófla við einum
einasta staf. Handritið var það
sem laðaði mig að verkefninu. Svo
ómengað, skýrt og klárt. Laust við
málamiðlanir og fingraför misvitra
yfirboðara. Maður þarf sjaldnar að
eiga við handrit sem hefur að
geyma eina ákveðna sýn. Það hef-
ur enginn fiktað við þetta handriti.
Það endaði þarna upp á tjaldinu,
nákvæmlega eins og til var ætlast
í upphafi. Það þykir mér aðdáun-
arvert. Hinsvegar hef ég komið að
myndum sem ég hef skipt mér
mikið af.“
Rómantík á tökustað
McDormand og Coen hafa verið
saman í heil 17 ár og bregður
henni gjarnan fyrir í myndum
bræðranna, þótt misjafnlega fyr-
irferðarmikil sé. Hvernig kunna
þremenningarnir við að vinna svo
náið með skyldmennum sínum?
„Það er miklu praktískara,“
svarar McDormand án umhugs-
unar. „Ég er hvort eð er alltaf á
tökustaðnum þannig að það er fínt
að vinna dálítið í leiðinni. Þá get-
um við líka eytt tíma með börn-
unum saman. Við hittumst á töku-
stað þannig að fyrir okkur verður
hann ætíð rómantískur ...“
Eitt af því sem gerir bræðurna Coen svo spennandi kvik-
myndagerðarmenn er að þeir eru aldrei samir við sig.
Skarphéðinn Guðmundsson komst að því í Cannes fyrr
á árinu að film noir-hefðin hefur síðasta veifið átt hug
þeirra og aðalleikara myndarinnar The Man Who Wasn’t
There, Billy Bob Thornton og Frances McDormand, allan.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Maðurinn sem reykti of mikið: Billy Bob Thornton og James Gandolfini.
skarpi@mbl.is
Rakarinn í rökkrinu
Billy Bob fékk að fljóta með í Coen-fjölskylduferðina til Cannes fyrr á árinu.ill f flj í fj l l f i il f i .